Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 20. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Afmæliskveðj a Magðalena Ossurardóttir frá Þingeyri Þann 14. desember síðastliðinn varð Magðalena Össurárdóttir, fyrrum húsfreyja í Neðri- Hjarðardal í Dýrafirði, 90 ára. Hún býr nú á Þingeyri og hrósum við undirrituð því mikla happi að hafa kynnst henni er við fluttum þangað fyrir rúmum tveim árum. Þau eru ófá börnin á Þingeyri sem klæðast fallegu ullarsokkunum og vettlingunum frá henni Lenu. Og ekki bara börnin, heldur líka þeir fullorðnu. Þær eru orðnar margar hlýlegu sendingarnar frá henni til okkar hjónanna og barna okkar síðan við komum hingað til Þing- eyrar. Og þegar langt er til afa og ömmu erekki amalegt að eiga svo- lítinn part í henni Magðalenu, sem er amma svo margra. Á þessum merku tímamótum streyma til hennar hlýjar þakklætiskveðjur og hamingjuóskir frá mörgum sem eiga þessari sístarfandi góðu konu gott að gjalda. Á fyrsta tug þessarar aldar var ung stúlka að alast upp í Kollsvík í Rauðasandshreppi í Vestur- Barðarstrandsýslu. Hún var elst tólf alsystkina, aðeins Hildur, hálf- systir hennar, var eldri. Því þurfti hún snemma að taka til hendi og fjórtán ára gömul var hún farin að róa með föður sínum úr Kollsvík upp á hálfan hlut á móti bróður sínum, Valdimar, tólf áragömlum. Þessi stúlka var Magðalena Össur- ardóttir. Á þessum árum var marg- mennt í Víkinni, um áttatíu manns, og á annað hundrað manns stund- aði útræði þaðan. Þarna reri Magðalena í fimm sumur eða uns hún fer í vist út í Breiðafjarðar- eyjar, Hergilsey og Flatey. I Herg- ilsey gekk hún að öllum störfum, sló og rakaði, og reri út í eyjar til heyfanga á sexæring með bónd- anum, Hafliða Snæbjarnarsyni. Eftir það fór hún að Skálmarnesi með Hergilseyjarhjónum og þaðan á Bæ á Rauðasandi. Síðan er hún heima við um tíma, móður sinni til aðstoðar. Foreldrar Magðalenu, þau Össur Guðbjartsson af Kolls- víkurætt og Anna Guðrún Jóns- dóttir frá Hnjóti í sama hreppi, voru nú tekin að lýjast og árið 1927 kemur boð frá Valdimar bróður Magðalenu, sem þá var kennari á Núpi í Dýrafirði. Segist hann hafa hug á því að taka helming jarðar- innar Mýrar þar í sveit á leigu og hvort þau vilji ekki koma norður þangað. Það varð úr, að öll fjölskyldan, nema þau sem voru gift í burtu, fluttist búferlum að Mýrum og var þar í tvö ár. Og forlögin höfðu víst ætlað Magðalenu að setjast að í Dýrafirði, því að 27. apríl 1929 gift- Attabækur um ævin- týri Smára komnar fráVöku Bókaútgáfan Vaka hefur gefið út fyrstu átta bækurnar í nýjum bókaflokki fyrir börn, Smárabæk- urnar. Bækurnar eru upprunnar í Bret- landi, sögurnar eftir Denis Bond og myndirnar eftir Ken Morton, en barnabókahöfundurinn vinsæli Guðni Kolbeinsson hefur þýtt bækurnar á íslensku. Smári er ekki nema einn senti- metri á hæð. Hann er frá plánetu sem heitir Krílus. Dag nokkurn bil- aði geimfarið hans og hann hraktist til Jarðarinnar og lenti þar í stórum garði, fullum af illgresi. Smári vingaðist brátt við skordýrin, sem áttu heima í garðinum og ákvað að dvelja hjá þeím um tíma. Þannig er Smári geimstrákur kynntur í Smár- abókunum nýju frá Vöku, en sögu- rnar eru síðan um ævintýrí hans hér á Jörðinni með vinum sínum, flugum og öðrum skemmtilegum smádýrum í garðinum, sem áður var nefndur. Litli pokkínn STAFA- SPILIÐ Þroskandi Spennandi ódýrt 'ÍSfiL&ú Sími 91-73411 Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Sveinborg Björnsdóttir, Austurbrún 4, er látin. Jónsteinn Haraldsson Borgar Jónsteinsson Halldóra Kristjánsdóttir Hafdís Jónsteinsdóttir Halldóra Ólafsdó .ir ist hún Kristjáni Davíðssyni í Neðri-Hjarðardal og fluttist þang- að. Þar bjuggu þau í 41 ár, fyrst með bróður Kristjáns, Jóhannesi, og síðar auk þess með syni sínum, Bjarna, og hans fjölskyídu. Krist- ján lést 21. október 1970. Þau Kristján og Magðalena eignuðust fjögur börn sem upp komust: Da- víð, flugvallarstjóra á Þingeyri, f. 20.3. 1930, Valgerði, húsfreyju á Blönduósi, f. 19.6. 1931, Kristínu, húsfreyju á Þingeyri, f. 4.12. 1932, og Guðmund Bjarna, fyrrverandi bónda í Neðri-Hjarðardal, nú birgðavörð á Þingeyri, f. 19.11. 1934. Barnabörn Magðalenu eru 19 og barnabarnabörnin orðin 14. Magðalena bjó hjá syni sínum í Neðri-Hjarðardal til ársins 1980, en þá fluttist hún á öldrunardeild sjúkraskýlisins á Þingeyri og býr þar nú. Kynni okkar af Magðalenu hóf- 'ust sem fyrr segir fyrir rúmum tveim árum í byrjun vetrar, að okk- ur barst vænn poki fullur af yndis- lega fallegum sokkum og vettlinum á börnin okkar og það leyndi sér ekki að sú er prjónað hafði vissi gjörla aldur og stærð þeirra er njóta skyldu. Við komumst brátt að því frá hverjum sendingin var og að við værum ekki þau einu sem nytu þeirra forréttinda að vera tekin undir verndarvæng hennar Magðalenu á „skýlinu". Og þótt af- mælisbarnið standi nú á níræðu er það enn að gleðja umhverfi sitt með sínum góðu og fallegu gjöfum, sem við erum svo lánsöm áð fá að njóta en getum í fáu endurgoldið sem skyldi. Magðalena er fulltrúi þeirrar kynslóðar sem vann þjóð-' ina upp úr aldagömlum vinnu- brögðum og lífskjörum til nútíma- samfélags vélvæðingar og neyslu. En hún heldur tryggð við hugsun- arhátt þann er hún ólst upp við og mótáði allt hennar líf, en það var vinnusemin, nýtnin og ósérhlífnin. Við sem yngri erum mættum sann- arlega læra margt af henni og henn- ar líkum. Við biðjum Guð að blessa Magðalenu Össurardóttur er hún nú heldur ótrauð á tíunda áratug- inn með prjónana sína og heilla- óskir ættingja og vina í farangr- inum. Dýrfirðingum öllum og ætt- ingjum og vinum Magðlenu annars staðar óskum við til hamingju með sæmdarkonuna Magðalenu Össur- ardóttur á þessum tímamótum á ævi hennar. Henni sjálfri sendum við okkar innilegustu þakkir og hamingjuóskir í tilefni afmælisins og vonumst til að mega njóta sam- vista við hana enn um langt sinn. Kristín og Torfí, Þingeyri. íslensk bókamenning er verómæti Franz Kafka Réttarhöldin Ein frægasta skáldsaga heimsbókmenntanna í þýöingu Ástráös Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar gefin út í tilefni af aldarafmæli höfundar. Fá skáldrit hafa haft eins mikil áhrif á skáldsagnagerð Vesturlanda og RÉTTARHÖLDIN. Verk þetta geymir ótæmandi sannleika um líf nútímamannsins og samfélag okkar daga. Ka MENNINGARSJCHDUR SKÁLHOLTSSTlG 7— REYKJAVlK — SlMI 13652 >*¦

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.