Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 14
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. desember 1983 ________bókmenntir Galdrað í veruleikann Ríki af þessum heimi eftir Alejo Carpentier. Guðbergur Bergsson þýddi og ritaði eftirmála. Iðunn 1983, 139 bls. Þetta er stutt skáldsaga ef talið er í blaðsíðum um mikil tíðindi í sögu eyríkisins á Haítí, söguleg skáld- saga. Slíkur merkimiði segir þó fátt eitt um þessa margslungnu bók, og er kannski villandi. Hér er ofinn listilegur vefur margra tóna og mynda úr göldróttri veröld, ímynd- un og veruleiki renna eina slóð, lýs- ingar á félagslegu misrétti, átökum stétta og skelfilegri grimmd eru færðar í búning goðsagna og fjar- stæðu, og afl uppreisnar er sótt í ríki náttúrunnar til frumkraftanna, guðirnir eru leiðtogar í byltingar- baráttu. Frakkar ríktu á Haítí og þeir fluttu þangað þræla frá Afríku til að vinna á plantekrunni, en þeir höfðu með sér í farangrinum guði sína og minningar um glæsta fortíð víðlendra negraríkja. Þessir guðir tóku síðan lit af kaþólsku húsbænd- anna án þess að glata heiðnum frumkrafti og fordæðuskap, úr því varð vúdú, galdratrúin - launhelg- ar hinna undirokuðu sem kúgar- arnir skildu aldrei og kunnu engin svör við. Minningarnar og galdur- inn kveiktu svo elda uppreisnar, hinir kúguðu risu gegn kúgurum sínum. Segja má að þessi saga skiptist í þrjá hluta. Fyrst segir af uppreisn þrælanna undir forystu mandinga- negrans Mackandals árið 1757. Hann missti handlegg í sykurkvörn ánauðugur þræll og öðlaðist fyrir bragðið visku og þroska líkt og þegar Óðinn lét augað forðum og varð margs vísari um hulda dóma. Hann leitar á vit náttúrunnar og hún færir honum í hendur eitrið sem varð vopn negranna í barátt- unni við hina hvítu landeigendur. Hann verður um síðir öflugur galdrakarl og öðlast töframátt til að bregða sér í allra kvikinda líki: „Öllum var auðsætt að græna eðl- an, næturfiðrildið, ókunni hundur- inn, ótrúlegi súlnakóngurinn voru aðeins dulargervi. Mackandal var gæddur þeim hæfileikum að geta breytt sér í klaufdýr, fugl, fisk eða skordýr" (25). Hinir negrarnir trúa ákaft á goðmætti hans, með sífelld- um hamskiptum dylst hann fénd- um og hefur gát á fylgismönnum svo eldmóður þeirra dvíni ekki. Eitrið sem hann uppgötvaði er líka öflugt vopn, búsmalinn stráfellur og brátt taka hvítu mennirnir að týna tölunni, sléttan ómar af ógn og skelfingu. Hér er líka teflt saman andstæð- um: líflausri veröld hvítu drottnar- anna og ríki hinna svörtu sem þrungið er frumstæðum lífskrafti og afli sem ekki verður stöðvað; hinum slóttuga hermdarverka- manni Mackandal sem var árum saman í dýralíki til að hjálpa mönn- unum og þrælnum unga Ti Noel, sem situr við fótskör meistarans og trúir í blindni á eilíft Iíf hans. Ti Noel situr oftast nærri miðju sög- unnar og horfir á atburði enda þótt margar lykkjur séu lagðar á leið söguþráðar, hann bindur bókina saman þar til stormsveipur hrifsar hann á brott í sögulok, gamlan mann. Fyrir óvarkárni var Mack- andal handsamaður um síðir, hnepptur í fjötra og brenndur á báli öðrum til viðvörunar. En þó var ekki allt sem sýndist um dauða hans og hann lifir áfram í hugum negranna, í ríki af þessum heimi, og þeir bíða óþreyjufullir endur- komu hans. Negrarnir gera aftur uppreisn undir lok átjándu aldar. Nú höfðu þeir skynjað mátt sinn og afl trúar- innar og fundið bragð af valdinu, minningin um sigur vakti enn í vit- und þeirra. Þar kom að þeir stökktu hvítu landeigendunum á flótta til Kúbu þar sem þeir lifa lán- lausu lífi þeirra sem eiga ekkert land. Um skamma hríð skín björt sól Pálínu Bónaparte yfir eyjunni en um síðir fékk landið sjálfstæði, árið 1804. í skemmtilegum eftir- mála bókarinnar segir Guðbergur Bergsson: „Eftir að lýðveldi hafði verið stofnað á Haítí fékk þjóðlífið á sig ruglingslegan alþýðublæ. Eitt Alejo Carpentier. einkenni alþýðublæsins er það að skálkar alþýðunnar komast jafnan til valda í frjálsum kosningum. Al- þýðan dáir fátt jafn innilega og góða kokka og uppstrokna þjóna á veitingahúsum. Óg óðar en kokkar og þjónar komast á valdastóla fara þeir að líkja eftir þeim sem þeir þjónuðu áður og sátu að krásun- um. Þeir skipta um þjónabúninga og fara í her- og heldrimannabún- inga en gera þá enn íburðarmeiri.“ (134). Örnólfur Thorsson skrífar Það mun hafa verið svarti harð- stjórinn Henrí Christophe sem kom Carpentier á slóð þessa sögu- efnis, þegar hann var á ferð á Haítí og komst í heimildir um þennan furðukóng. Hann hefur reyndar freistað fleiri höfunda til bók- menntaverka: Eugene O’Neill hafði hann bakvið eyrað þegar hann skrifaði leikritið Emperor Jones, magnað verk um harðstjór- ann á flóta þar sem trommur frum- skógarins færast sífellt nær og kveða hann um síðir í helju, og blökkuhöfundurinn Aimé Casaire frá Martinique byggir einnig á þessum sannsögulegu heimildum í leikriti sínu Le roi Christophe. Henrí Christophe hafnaði galdr- inum og guðum afrískra forfeðra sinna og reyndi að berja kaþólsku inní þegna sína. Fyrir bragðið varð hann viðskila við þá sem höfðu lyft honum til valda, einangraðist í Gleði-höll sinni sem átti að verða ennþá glæstari en evrópskar fyrir- myndir hennar. Hann hneppti þjóð sína í ánauð sem var engu betri en hin fyrri, kannski miklu verri: „enda vakti það takmarkalausa eymd að þola barsmíðar af negra, negra sem var eins og maður sjálf- ur, jafn varaþykkur og lambshærð- ur og flatnefja, alveg eins, fæddur í sömu eymdinni, jafn brennimerkt- ur kannski og maður sjálfur. Þetta var áþekkt því og á heimili berðu börnin foreldrana, barnabörnin ömmuna, tengdadæturnar tengda- móður sína sem væri að elda. Landnemarnir forðum höfðu gætt þess þó vandlega að drepa ekki þræla sína, nema þeim yrði höndin afar laus, vegna þess að dauður þræll var fjármissir." (78). Þannig spillir valdið, frelsisbarátta snýst í andhverfu sína og byltingar reynast skammgóður vermir hinum kúg- uðu. Henrí Christophe endar ævi sína aleinn í glæsilegum speglasal þar sem hann fellur' fyrir eigin hendi en gætti þess þó að hafa silf- urkúlu í byssunni. Sem fyrr segir er það Ti Noel sem bindur bókina saman. Hann var einn þeirra 200.000 sem byggðu ánauðugir höllina fyrir kokkinn sem varð kóngur og er líka einn hinna fyrstu til að ræna hallarmun- um eftir fall harðstjórans. Um síðir situr hann sjálfur einvaldur í yfir- gefnum rústum búgarðsins þar sem hann hafðir áður verið þræll skrýddur grænum jakka kóngsins - alvaldur Don Kíkóti í ímynduðu ríki sínu: „Gamalmennið fyllti tómið milli veggjabrotanna með fögrum hlutum og skipaði hvern sem leið átti fram hjá ráðherra en sláttumennina gerði hann að hers- höfðingjum, veitti greifadæmi, gaf blómvendi, blessaði telpur og af- henti blóm fyrir veitta þjónustu." (110). Og það rennur upp fyrir honum elliærum skilningsljós: „Og nú skildi hann að maðurinn veit aldrei fyrir hvern hann þjáist og bíður. Hann þjáist og bíður og erf- iðar fyrir fólk sem hann kynnist aldrei en þjáist líka og bíður og erfiðar fyrir aðra sem eru ekki heldur hamingjusamir, vegna þess að maðurinn þráir ævinlega ham- ingju sem er handan við þá ham- ingju sem honum er skömmtuð. En mikilfengleikur mannsins er ein- mitt fólginn í því að vilja bæta eðli sitt, að skylda sig til starfa... Mað- urinn getur þess vegna aðeins fund- ið mikilfengleik sinn og náð hæst í ríki af þessum heimi, þjáður af kvöl og starfi, dýrslegur í eymd sinni en þess umkominn að geta elskað þótt plágur herji.“ (116). í þessari bók sameinast ljóð- skáldið, málarinn og tónlistarmað- urinn í farsælli sambúð. Stíll henn- ar hefur þá eiginleika ljóðsins að geta vísað í margar áttir í senn, með hnitmiðuðum lýsingum og ná- kvæmum stórýkjum verða atburðir ljóslifandi og minnisstæðir. En frá- sagnarlist Carpentiers minnir líka um margt á málara. í stað ítarlegra og breiðra lýsinga velur hann sér ákveðna þætti sem hann málar skýrt með sterkum litum og gerir þannig sviðið allt nákomið lesand- anum. Af þessu með öðru leiðir að í sögunni er mikill hraði og tónlist. Annars er lesendum bent á greinargóðan og skemmtilegan eft- irmála þýðandans þar sem bæði er gerð grein fyrir höfundinum og verkum hans ýmsum en líka þessari bók og vaktar ýmsar vangaveltur um túlkun hennar. Þýðingin virðist bæði blæbrigða- rík og orkar sannfærandi. Guð- bergur hefur með þýðingum sínum á spænskum og suðuramerískum bókmenntum unnið þarft verk ís- lenskum bókmenntum, flutt hing- að miklar bókmenntir sem íslend- ingar höfðu litlar spurnir af. Enn af ástum og unglingum Ármann Kr. Einarsson. Þegar ástin grípur unglingana. Vaka 1983. Hér á dögunum voru til umfjöll- unar tvær nýjar skáldsögur um unglinga og þeirra fyrstu ástamál. Þessi er hin þriðja. Hún er þó frá- brugðin þeim tveim sem fyrr voru nefndar, að ástir sögumanns og sætustu stelpunnar á svæðinu eru ekki eins fyrirferðarmiklar, um- hverfi þeirra er virkara í heildar- myndinni. Jón Valur hefur orðið og á hann að fermast næstu hvítasunnu. A Tónlist á hveriu heimili timjólin | meðan hann bíður eftir þeim tíð- indum er hann yfir sig hrifinn af Hönnu Lísu - eins og reyndar allir aðrir í bekknum. Sagan gerist í sjávarplássi úti á landi, og það er reyndar bryddað upp á ýmsum söguefnum til hliðar við ástarsög- una. Sagt frá miklu veldi útgerðar- mannsins sem á allt í plássinu, frá Kobba, sem vill ekki hætta við sinn smábúskap, frá fiskihrotu og fleiru. En þó er einkum reynt að sýna hvernig unglingarnir í bekk sögumanns koma heim og saman við þetta pláss og hvernig þeir eru á skjön við það. Bekkjarsagan er sá þáttur bókar- innar sem er mest Iifandi og per- sónur ýmissa jafnaldra hjóna- leysanna vel gerðar - t.d. Palli prins sem á að erfa plássið og Láki sem er í einhverskonar uppreisnar- ham. Eða þá ýmsir fulltrúar hinna fullorðnu - Kobbi, plásskóngur- inn, Lóa móðir Láka. Daufari eru þau sem ástin grípur - einkum Hanna Lísa, sú heittelskaða, sem hefur tilhneigingu til að leysast upp í dagdraumum sögumanns. Tónn sögunnar er skilningsríkur og vinsamlegur í garð unglinga og þeirra fyrstu ásta. En það fer öðru hverju í þessari sögu eins og fleirum sem stílaðar eru um ung- linga, að persónurnar eru á víxl helst til kotroskin og fullorðinsleg - Ármann Kr. Einarsson. eða þá helst til saklaus og barnaleg. Skal þó um leið viðurkennt að vandi höfundanna er mikill: ung- lingar eru margir hverjir einhver slík undarleg blanda á staðnum. ÁB. Hvað segja i stjörnurnar um þig? Bókaútgáfan Vaka hefur gefio út nýja stjörnuspárbók. Grétar Oddsson tók saman efni bókarinn- ar en Gunnar Baldursson mynd- skreytti hana. í bókinni eru spár fyrir einstök stjörnumerki, nánari spár eftir fæðingardögum og upplýsingar um áhrifastjörnur hvers tímabils. Mið- að hefur verið að því að gera efnið sem aðgengilegast fyrir fólk á öllum aldri þannig að það geti feng- ið upplýsingar um sjálft sig og aðra. A bókarkápu er meðal annars varpað fram þessum spurningum: Langar þig að skyggnast inn í ó- komna tíð? Viltu kynnast eðlis- þáttum þínum og annarra nánar en þú hefur getað hingað til? Hefurðu hug á ábendingum úr stjörnuspek- inni um ástamál þín, makaval, störf eða viðfangsefni? Þrjár þýddar ástarsögur Bókaútgáfan Hildur hefur sent frá sér þrjár þýddar ástarsögur. Eftir Victoriu Holt kemur nú 16. bókin, Töfrar hvíta kastalans. Bækur hennar hafa átt vinsældum að fagna hér á landi, ekki síður en annars staðar. Bækur Victoriu Holt hafa oftar en einu sinni verið bækur mánaðarins í Englandi og Ameríku. Eftir Ib H. Cavling kemur nú 24. bók þessa vinsæla danska höfund- ar, sem látinn er fyrir fáum árum. Bókin nefnist Stúlkan frá Rapallo. Syni ítalska dómsmálaráðherrans er rænt og eiginkona enska sendi- ráðunautarins, Sir Rogers Wint- hers, hverfur á dularfullan hátt. Skömmu síðar fær ráðherrann bréf með kröfum um að hann láti lausa tvo mafíuforingja, sem sitja í fang- elsi. Saga ástar, örlaga, lífshættu og sigra að lokum. Endurútgáfa af einni af bókum hinnar vinsælu norsku skáldkonu Margit Ravn, Æska og ástir. Þessar sögur virðast í engu hafa misst vin- sældir sínar frá því að þær komu út hér á landi fyrir um 30 árum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.