Þjóðviljinn - 20.12.1983, Side 16

Þjóðviljinn - 20.12.1983, Side 16
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. desember 1983 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ bridge Alþýöubandalagið í Reykjavík Árshátíð og þorrablót Árshátíð og þorrablót Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður laugardaginn 28. janúar 1984. Þegar eru bókanir farnar að berast og eru menn hvattir til Hað skrá sig fyrir miðum sem allra fyrst. í fyrra komust færri að en vildu. Dagskrá og skemmtiatriði auglýst síðar. - Skemmtinefnd ABR Alþýðubandalagið Hafnarfirði Opið hús Opið hús verður í Skálanum (Strandgötu 41) á Þorláksmessu frá ki. 17.00. Kaffi, kókó, heitar vöfflur. Fáum okkur hressingu í jólaamstrinu og hittum félagana. j Stjómin Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Skrifstofan opin Alla þriðjudaga og fimmtudaga verður skrifstofa Æskulýðsfylkingar- innar opin frá kl. 17-18.30, í flokksmiðstöðinni, Hverífisgötu 105. Áhugafólk er hvatt til að líta við eða hringja, síminn er 17500. Stjórnin. Nú hafa handverksmennirnir hjá Old Charm hafist handa um aö gera 3 nýja hluti í Tudor-stíl úr eik. Skápar fyrir stereogræjur, video og sjónvarp. Falleg og vönduð húsgögn á lágu veröi. Framleitt í Tudor-brúnu, -Ijósu og -antik. Þeir eru komnir aftur. Vinsamlegast endurnýið pantanir. Kynniö ykkur fallega bæklinginn okkar. Sontag til íslands Bridgehátíð 1984 Alan Sontag, nv. heimsmeistari í bridge og góðkunningi okkar, mun verða gestur á Bridgehátíð 1984, þriðja árið. Ekki er vitað hverjir ' koma með honum, en það verða án efa heimsfrægir spilarar frá USA. Bridgehátíð, sem Bridgefélag Reykjavíkur, Bridgesamband ís- lands og Flugleiðir standa að í sam- einingu, er orðin mesti viðburður í sögu bridge hér á landi. Ávallt hafa heimsfrægir gestir sótt okkur heim, og þá iðulega viðkomandi landslið þeirrar þjóðar sem gestirnir eru frá. Nægir þar að nefna norska landsliðið, bandaríska, danska og enska, auk annarra. Ekki er ljóst ennþá hverjir munu koma hingað, til viðbótar við lið Sontags, en ítölsku snillingarnir Belladonna og Garozzo hafa verið nefndir í því sambandi, ásamt franska landsliðinu. Hvað verður, mun væntanlega skýrast á næstu vikum, en víst er að margir hugsa vel til þess bridgeviðburðar, sem Bridgehátíð 1984 mun verða. Reykjavíkurmótið í sveitakeppni Væntanlegir fyrirliðar sveita, sem hyggjast taka þátt í Reykjavík- urmótinu í sveitakeppni, sem jafn- framt er undankeppni fyrir íslands- mót, eru minntir á að láta skrá sveitir sínar sínar fyrir áramót. Mótið hefst miðvikudaginn 4. janúar og verður þá spilað í Domus Medica. Þátttökutilkynningum má koma til Jóns Baldurssonar hjá Bridgesambandinu í s: 18350 eða stjórnarmanna Bridgedeildar Reykjavíkur. Frá Bridgefélagi Reykajvíkur Það fór einsog margan grunaði. Sveit Úrvals klúðraði aðalsveita-- keppni í síðustu umferð, með því að tapa 5-15 fyrir sveit Ágústs Helgasonar (frábær leikur hjá Sig- urði Sigurjónssyni og Júlíusi Snorr- asyni í sveit Ágústs), á sama tíma og sveit Samvinnuferða-Landsýnar vann sveit Friðþjófs Einarssonar örugglega 19-1. I lokin skildu að- eins 3 vinningsstig sveitirnar, sem báru höfuð og herðar yfir aðrar sveitir í þessu móti. Lokaniðurstaða efstu sveita varð þessi: stig 1. Sv. Samvinnuferða-Landsýn 250 2. Sv. Úrvals 247 3. Sv. Jóns Hjaltasonar 227 4. Sv. Guðbrands Sigurbergss. 196 5. Sv. Þórðar Sigurðssonar 184 6. Sv. Ólafs Lárussonar 179 7. Sv. Þórarins Sigþórss 178 8. Sv. Runólfs Pálssonar 177 9. Sv. Braga Haukssonar 177 10. Sv. Ágústs Helgasonar 176 11. Sv. Stefáns Pálssonar 175 12. Sv. Gests Jónssonar 172 18. sveitir tóku þátt í mótinu og meðalskor því 170 stig. Nokkuð ljóst að talsverður getumunur á milli efstu sveita og þeirra neðri. í sveit Samvinnuferða eru: Jón Baldursson, Sigurður Sverrisson, Hörður Blöndal og Valur Sigurðs- son. í sveit Úrvals eru: Ásmundur Pálsson, Karl Sigurhjartarson, Örn Arnþórsson, Guðlaugur R. Jó- hannsson og Hjalti Elíasson. Þátturinn óskar þeim félögum til hamingju með sigurinn í þessu stóra móti. Starfsemi B.R. eftir áramót hefst ekki fyrr en í byrjun febrúar með aðaltvímenningskeppni (barometer), tölvugefin spil og allt það. Ein skemmtilegasta keppni ársins, fyrir þá sem gaman hafa af tvímenning. Skráning hefst eftir áramót og verður auglýst nánar síðar. Einnig má geta um forgjafa- keppni sem félagið hyggst efna til í lok starfsársins. Sú keppni verður nýjung hér á landi, en þar er hug- myndin svipuð og í golfinu, allir standa jafnt að vígi, byrjandinn sem meistarinn. Verður forvitni- legt að fylgjast með þeirri keppni. Annars verður nánar greint frá starfsemi B.R. síðar. Bridgeklúbbur Akraness Starfsemin hófst með aðalfundi um miðjan september 1983. í stjórn til næsta árs voru kjörnir: Formaður Guðmundur Sigur- jónsson, Brekkubraut 18. Ritari Kjartan Guðmundsson, Höfða- braut 16. Gjaldkeri Bent Jónsson, Vogabraut 16. 1. keppni klúbbsins var firma- keppni, sem jafnframt var ein- menningskeppni. Sigurvegari í þeirri keppni og Akranessmeistari í einmenning varð Kjartan Guð- mundsson. Ifirmakeppninni sigr- aði Samvinnubankinn, spilari Bent Jónsson. Ólafur Lárusson skrifar 15. nóvember var haldið opna Akranessmótið, sem kennt er við Hótel Akraness. Hótel Akraness gefur 1. og 2. verðlaun á þessu móti og voru þau vegleg að-venju. 1. verðlaun kr. 15.000 hlutu: Þórarinn Sigþórsson og Guðm. P. Arnarson. 2. verðlaun kr. 10.000 hlutu: Sigurður Vilhjálms- son og Sturla Geirsson. 3. verðlaun kr. 5.000 hlutu: Að- alsteinn Jörgensen og Runólfur Pálsson. Þá var spilaður hausttvímenn- ingur með barometer fyrirkomu- lagi. Sigurvegarar urðu: Þórir Leifsson og Oliver Kristófersson. Nr. 2. Guðjón Guðmundsson og Ólafur Gr. Ólafsson. Nr. 3. Árni Bragason og Sigurður Halldórs- son. Þátttakendur í hausttvímenn- ingnum voru 22 pör. I október heimsóttu okkur kon- ur úr Bridgefélagi kvenna í Reykjavík. Spiluð var sveitakeppni á 7 borð- um og unnu Akurnesingar á 5 en konurnar úr B. K. á tveimur. Nú stendur yfir sveitakeppni með 16 spila leikjum. Efst er sveit Alfreðs Viktors- sonar með 92 stig. Nr. 2 sveit Vig- fúsar Sigurðssonar með 71 stig og nr. 3 sveit Þóris Leifssonar með 64 stig. Um áramótin er fyrirhugað boðsmót til minningar um Donna (Halldór) Sigurbjörns. Spilað verður um bikar, sem vinur Donna gaf til þessarar keppni til minning- ar um hann. Síðar í vetur verða síðan spilaðar aðal-keppnir klúbbsins, þ.e.a.s. sveitakeppni og tvímenningur, auk þess að keppt er bæjarkeppni við Hafnarfjörð einhverntíma vetrar. Frá Bridgedeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 13. des. var spiluð síðasta umferð í hraðsveitar- keppni, sem sveit Björns Her- mannssonar vann með yfirburð- um. Auk Björns spiluðu í sveitinni Hannes Jónsson, Lárus Her- mannsson, Lúðvík Ólafsson og Rúnar Lárusson. Stig efstu sveita urðu þessi: 1. Björn Hermannsson 1870 2. Magnús Halldórsson 1781 3. Sigmar Jónsson 1763 4. Erlendur Björgvinsson 1727 5. Guðni Kolbeinsson 1724 Þriðjudaginn 20. des. verður spilaður jólatvímenningur, kl. 19.30 stundvíslega. Frá Bridgedeild Breiðfirðinga Þegar tveimur umferðum er ó- lokið í aðalsveitakeppni deildar- innar, er staða efstu sveita þessi: stig Sv. Sigurðar Ámundasonar 248 Sv. Ingibjargar Halldórsdóttur cc 240 Sv. Helga Nielsen 221 Sv. Hans Nielsen 215 Sv. Jóhanns Jóhannssonar 211 Sv. Rögnu Ólafsdóttur 204 Sv. Elíasar R. Helgasonar 195 Sv. Magnúsar Halldórssonar 191 Sv. Guðlaugs Nielsen 191 Sv. Kristínar Þórðardóttur 189 Síðustu tvær umferðirnar verða spilaðar á þrettándanum, 5. janú- ar. Frá Bridgedeild Barðstrendingafélagsins Mánudaginn 12. desember lauk 5 kvölda Hraðsveitakeppni félags- ins með þátttöku 17 sveita. Sveit Ingólfs Lillendahl sigraði. Auk hans spiluðu Ásgeir Stefáns- son, Jakob Kristinsson, Jón Björnsson og Kristján Lillendahl. Úrslit 8 efstu sveita: stig 1. Ingólfur Lillendahl 3135 2. Þórarinn Árnason 3086 3. Ágústa Jónsdóttir 3032 4. Þorsteinn Þorsteinsson 3016 5. Viðar Guðmundsson 3013 6. Sigurður ísaksson 2997 7. Guðmundur Hallsteinsson 2948 8. Jón Karlsson 2935 Bridgedeildin óskar öllum spil- urum gleðilegra jóla og farsæls árs. Mánudaginn 9. janúar hefst aðal- sveitakeppni félagsins. Þátttaka til- kynnist til Helga Einarssonar síma 71980 fyrir áramót. Útboð Vegagerð ríkisins býður út gerð stálbita fyrir brú á NA-landi. Nefnist útboðið Stálbitar fyrir brú á Hölkná í Þistilfirði Helstu magntölur eru: Heildarlengd bita 143 m Heildarþyngd stáls 33 t Útboðsgögn fást hjá aðalgjaldkera Vega- gerðar ríkisins Borgartúni 5, 105 Reykjavík gegn 500 kr. skilatryggingu. Gera skal tilboð í samræmi við útboðsgögn og skila í lokuðu umslagi til Vegagerðar ríkis- ins í Reykjavík fyrir kl 14.00 þann 20. janúar 1984 og kl. 14.15 sama dag verða tilboðin opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. Reykjavík í desember 1983 Vegamálastjóri.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.