Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 20
Þriðjudagur 20. desember 1983 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 ménudag til föstudags. Utan þess tíma er haegt aö ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er hægt að ná i afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími 81663 Kunnáttumaður segir frá kjötsmyglinu Allir vita þetta nema yfirvöldin! -. Þetta flæðir yfír allt og allir vita - nema yfirvöldin, að kjöti er smyglað í stórum stíl til landsins, segir kunnáttumaður í viðtali við Þjóðviljann á bls. 6 í dag. Segir hann m.a. frá því hvernig kjöti hefur verið smygl- að í gámum til landsins. Sveinbjörn Dagfinnsson ráðuneytisstjóri í landbúnað- arráðuneytinu segir að ráðu- neytið hafi marg ítrekað málið við rannsóknarlögreglu ríkis- ins, allt frá því Pálmi Jónsson þáverandi landbúnaðarráð- herra sendi lögreglunni beiðni um rannsókn á meintu kjöt- smygli til landsins. Rannsóknarlögreglan segir hins vegar í fréttatilkynningu: „Málið var áfram í athugun, en hefur ekki leitt til sérstakra að- gerða af hálfu rannsóknarlög- reglu ríkisins, sem ástæða þykir til að gera grein fyrir". Ingi Tryggváson formaður Stétarsambands bænda segir að hann hafi ekki séð kæruna áður Hugmynd um nýja atvinnugrein á erfitt uppdráttar Ræktun gleráls úr sögunni? Bannað að flytja inn HfandLvatnafiska segir Páll A. Pálsson yfirdýralæknir „I sjálfu sér er þetta einfalt mál. Það er bannað samkvæmt lögum að flytja til landsins lifandi vatna- fisk. Ég fæ ekki séð að hægt verði að hefja hér ræktun á glerál, nema þá að Alþingi breyti þessum lögum", sagði Páll A. Pálsson yfir- dýralæknir, formaður fisksjúk- dómanefndar. Tilefni þess að Þjóð- viljinn Ieitaði til Páls var að fyrir meira en þremur mánuðum var fisksjúkdómanefnd send til uni- sagnar frá Iandbúnaðarráðuneyt- inu umsókn nokkurra manna um að hefja hér á iandi ræktun á glerál. Svar frá nefndinni hefur ekki borist enn. Páll sagði að ástæðan fyrir því að ekki hefði enn verið svarað væri sú að nefndin hefði falið Sigurði Helgasyni að kanna smithættu og ýmislegt annað er glerálinn varðar. Sigurður hefði hinsvegar verið mjög upptekinn undanfarið og því hefði málið dregist. Nú er það svo að gleráll, sem er um 8 sm langur þegar hann gengur í ár m.a. hér á landi, fer svo í hafið aftur og verður þar kynþroska. Ekki hefur tekist að gera álinn kyn- þroska í ræktunarstöðvum. Hug- mynd þeirra sem hug hafa á álrækt hér á landi er að flytja glerál inn frá Evrópu þar sem mjög lítið af hon- um gengur til íslands. Síðan hyggj- ast þeir nota heitt vatn hér á íandi til að hraða vexti fisksins og telja að um arðbæran atvinnurekstur sé að ræða. Þar sem bannað ,er að flytja inn lifandi fisk virðist í fljótu bragði, sem þessi hugmynd sé úr sögunni, nema þá að lögum um þetta atriði verði breytt. í þessu sambandi má benda á að bæði lax og gleráll ganga úr hafinu í fslénskar ár, samt er bannað að flytja báðar þessar tegundir inn, vegna smithættu. -S.dór Óbreytt gjaldskrá á nœsta ári? Þegar fengið sitt Gjaldskrár rafmagnsveitna rfkisins, pósts og síma og útvarps og sjónvarps verða óbreyttar á næsta ári standist launa- og gengisfor- sendur fjárlagafrumvarpsins að því er kom fram í ræðu Lárusar Jónssonar formanns fjárveitinga- nefndar við 3. umræðu fjárlaga á þingi í gær. Geir Gunnarsson alþm. sagði við umræðurnar að þessar stofnan- ir ríkisins hefðu fengið miklar hækkanir á þjónustugjöldum á síð- asta ári meðan launafólk hefði set- ið undir stórfelldu kjararáni. Þann- ig hefðu gjöld Pósts og síma hækk- að um 47.5% frá 1. júní sl. en laun aðeinsum-13.5% og þjónustugjöld útvarps og sjónvarps um 117% frá því í des. í fyrra en laun um aðeins 43% á sama tíma. -Ig- en hún var send til rannsóknarlögreglunnar í lok nóvember sl. og að hún hafl komið sér mjög á óvart. -*g Sjá bls. 6 Landbúnaðarráðuneytið hefur margsinnis ítrekað rannsóknina við lögregluna frá því ífyrra. „Ekki leitt til neinna aðgerða", segir lögreglan. Kœran kom Inga Tryggvasyni á óvart! Kjöt flutt inn í gámum, segir kunnáttumaðurinn. Krakkarnir í Vesturbæjarskólanum létu ekki plássleysi aftra sér frá því að halda jólagleði, sem hófst klukkan 9 í gærmorgun með því að dansað var í kringum jólatréð úti á skólalóðinni. Enginn samkomusalur er í skólanum sem rúmar krakkana og sagði Kristín Andrésdóttir skólastjóri að Fræðsluráð hefði synjað skólanum um samkomusal fyrir jólagleðina: Þrengslin í Vesturbæjarskólanum lýsa sér best í því að allar sérgreinar eru kenndar utan skólans og fer skólastarfíð í Vesturbæjarskólanum fram á 4 stöðum í bænum. En það var semsagt glatt á hjalla í upplýstu skólaportinu í Vesturbæjarskólanum í gærmorgun og krakkarnir sungu sér til hita. Happdrætti Þjóðviljans Dregið hefur verið en númerin innsigluð hjá borgarfógeta. - Gerið skil sem allra fyrst svo hægt verði að birta vinnings- númerin! '¦¦^ÆLa Greiða má með gíró 6572 í aðalbanka Alþýðubankans Laugavegi31

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.