Þjóðviljinn - 22.12.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.12.1983, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 22. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 íslensk bókamenning er verómæti Stúdentar frá fjöl- brautum Garðaskóla Laugardaginn 17. desember s.l. voru brautskráðir 12 stúdentar frá fjöl- brautum Garðaskóla. Bestum árangri náði Guðfínna Björnsdóttir, nátt- úrfræðibraut. Hún var með 158 einingar og fékk einkunnina A í öllum áföngum nema einum. Jólagjöfin í ár Rúm m/útvarpi, klukku, segulbandi, bókahillu, rúmfataskúffu og dýnu. EFNI: BEYKI VERÐ KR. 18.400. ÁKLÆÐI: RÚSKINNSLÍKI Rúm ”-bezta verzlun landsins INGVAR OG GYLFI GRENS4SVEGI 3 108 REYKJAVIK, SIMt 81144 OG 33b30 Sérverzlun með rúm Friðarhreyfing ísl. kvenna Fréttabréf komið út Miðstöð Friðarhreyfingar ís- lenskra kvenna hefur sent frá sér sitt fyrsta fréttabréf. Samkvæmt skipulagi hreyfingarinnar er Mið- stöð ætlað að miðla fræðslu um friðar- og afvopnunarmál í þeim til- gangi að vekja fólk til umhugsunar um þau málefni og efla samstarf á þeim grundvelli, eins og segir í frétt frá hreyfingunni. í þessu fyrsta bréfi, sem sent verður út til þeirra hópa og einstak- linga sem hafa skráð sig í miðstöð, eru m.a. upplýsingar um stofnun og skipulag Friðarhreyfingar ís- lenskra kvenna, birt ávarp það sem 30 konur úr ýmsum stéttum og stjórnmálaflokkum komu sér sam- an um og undirskrifuðu undir ein- kunnarorðunum: Við viljum frið! Þá er listi yfir nöfn þeirra kvenna sem starfa í Miðstöð og hvernig þær skipta með sér verkum. Skýrt er frá því að Miðstöð hafi látið gera sérstakt merki fyrir frið- arhreyfinguna, málmmerki til að bera í barmi, merki á bílrúður og límmerki á bréf o.fl. Er það sniðið eftir merkjum sem friðarhreyfing- ar kvenna á Norðurlöndum hafa notað, er dúfa með merki kvenna- hreyfinganna í nefi og áletruninni: Konur vilja frið! Eru merkin til sölu og afgreidd á skrifstofu Kven- réttindafélags íslands á Hallveigar- stöðum kl. 14-17 frá mánudegi til fimmtudags. -v. Tvö SÍS-skip með físk fyrir 130 miljónir Ms Skaftafell er nú í Murmansk í Sovétríkjunum, þar sem það losar fullfermi af frystum fiski, um 1500 lestir. Verðmæti þessa farms er um 2.3 milljónir dollara eða jafnvirði rösklega 66 milljóna íslenskra króna. Alls flutti skipið 55.000 kassa af freðfiski til Sovétríkjanna í þessari ferð. Þar af voru 40.000 kassar frá Reykjavík. Það er mesta magn af freðfiski, sem skip Skipadeildar Sambandsins hefur lestað í einu á einni innlendri höfn hingað til. 15.000 kassar voru frá Þorláks- höfn. Ljóðabókin Óhrein börn Óhrein börn heitir ljóðabók eftir Þorstein G. Þorsteinsson sem nýlega er komin út; mynd- skreytt af Árna Elvar. Ymis til- vistarleg mál eru höfundi ber- sýnilega hugstæð: „Leggðu allt í sölurnar fyrir sérhvert andartak sem þú dvelur í návist annarra“, segir þar á einum stað. Lokaljóð- ið er um tímann og vegalengd hans og lýkur bókinni á þessum orðum: Dagarnir verða hæfilega þungir ef við fylgjum þeim eftir ígegnum tímann... Bókin er 32 bls., útgefandi er höfundur. Milli jóla og nýárs lestar Ms Jökulfell álíka mikið af frystum fiski, sem einnig fer til Murmansk. Samanlagt verðmæti þessara tveggja farma er því jafnvirði meira en 130 milljóna íslenskra króna. Þetta eru fyrstu farmarnir, sem fluttir eru til Sovétríkjanna sam- kvæmt samningi, sem gerður var við Sovétmenn í byrjun þessa mán- aðar. Þá samdist svo um, að Sovét- menn keyptu héðan 23.000 lestir af frystum fiski að verðmæti rösklega 33 milljónir dollara, sem er jafnvirði meira en 930 milljón ís- lenskra króna. Þessi samningur er talinn með þeim hagstæðari sem gerðir hafa verið við Sovétmenn á þessu sviði, auk þess sem hann leysti mikinn birgðavanda hjá frystihúsunum. Samningsgerðina önnuðust Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri Sjávarafurða- deildar Sambandsins og Árni Finnbjörnsson hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Af þeim 23.000 lestum af fiski, sem fara til Sovétríkjanna sam- kvæmt þessum samningi eru 17.000 lestir ýmis konar fryst fiskflök, mest karfi eða 70 til 75 prósent. Um 6.000 lestir eru heilfrystur fisk- ur, aðallega grálúða og annar flat- fiskur. Þessi sölusamningur var gerður í samræmi við fimm ára viðskipta- samning íslands og Sovétríkjanna, sem rennur út í árslok 1985. FöÓurland vort hál/t er ha/ió LúÓvík Kristjánsson: ÍSIZNSKIR SjMRHÆTTIR III Fyrri bindi þessa mikla ritverks komu út 1980 og 1982 og eru stórvirki á sviöi íslenskra fræða. Meginkaflar þessa nýja bindis eru: SKINNKLÆÐI OG FATNAÐUR, UPPSÁTUR, UPPSÁTURSGJÖLD, SKYLDUR OG KVAÐIR, VEÐUR- FAR OG SJÓLAG, VEÐRÁTTA I MENNINGARSJÓÐUR SKÁLHOLTSSTlG 7— REYKJAVÍK — SlMI 13652 VERSTÖÐVUM, FISKIMIÐ, VIÐ- BÚNAÐUR VERTÍÐA OG SJÓ- FERÐA, RÓÐUR OG SIGLING, FLYÐRA, HAPPADRÆTTIR OG HLUTARBÓT, HÁKARL OG ÞRENNS KONAR VEIÐARFÆRI. í bókinni eru 361 mynd, þar af 30 prentaðar í litum ínbuíh úrlötjánúfton áslcmliit* ðjftwarlfícttif

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.