Þjóðviljinn - 22.12.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.12.1983, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 22. desember 1983 ÞJÓÐVILJlNN — SÍÐA 7 DREKAR OG SMÁFUGLAR NÝ SKÁLDSAGA EFTIR ÓLAF JÓHANN SIGURÐSSON ÖREKAR OG SMÁFUGLAR í þessari miklu skáldsögu leiöir höfundur til lykta sagnabálk sinn af Páli Jónssyni blaðamanni, sem hófst með Gangvirkinu (1955) og hélt áfram með Seiði og hélogum (1977). Einn örlagaríkasti tími í sögu þjóðarinnar er magnaðurfram í andstæðum fortíðar og nútíðar, þjóðhollustu og þjóðsvika. Lesendur fá loks að vita full deili á Páli Jónssyni og um leið er brugðið upp margbrotinni mynd af íslensku þjóðlífi á fimmta áratugnum þar sem kímilegar persónur og atvik fléttast inn í alvöruþrungna samfélagskrufningu. Ritsafn Ólafs Jóhanns Sigurðssonar ómissandi í bókasafnið. gefum góðar bcekur og menning Kátt í koti dagur ó barnaheimili Einstök myndabók fyrir börn, um börn í leik og starfi. Kurt Lewin, hljómsveitarstjóri. Jón Þorsteinsson, söngvari. Jólatónleíkar Aðriráskriftartónleikar íslensku hljómsveitarinnar á þessu starfsári fara fram í Bústaða- kirkju fimmtudaginn 29. des. kl. 20.30. Átónleikum þessum, „ Við árarnót" eru hugleiddar þærblendnu kenndir, semjól- um og áramótum fylgja, bæði gleði og söknuður. Sérstakir gestir hljómsveitarinn- ar að þessu sinni eru Jón Þorsteins- son, tenórsöngvari og sænski hljómsveitarstjórinn Kurt Lewin. Jón Þorsteinsson, sem syngja mun hið hrífandi Næturljóð Benjamins Brittens, starfar nú í Hollandi, en hlaut fyrir skemmstu fyrstu verð- laun í einni stærstu óratóríu- söngkeppni Evrópu. Kurt Lewin er þekktur í heimalandi sínu fyrir stjórn kammerhljómsveita og hafa slíkar hljómsveitir unnið til alþjóð- legra verðlauna undir hans stjórn, svo sem Uppsala Kammersolóist- er. Kurt Lewin er einnig þekktur kennari í víóluleik og kammertón- Iist. Hann lék um árabil í KyndeL kvartettinum, sem naut mikillar virðingar allan feril sinn. Auk Jóns Þorsteinssonar koma félagar í íslensku hljómsveitinni fram í stórum hlutverkum á tón- leikunum. Martial Nardeau, flautuleikari hljómsveitarinnar, mun leika hinn fræga Piccolocons- ert Vivaldis í C-dúr. Martial, sem brautskráðist sem einleikari frá tónlistarskólanum í Versölum, starfaði með Lamoureux hljóm- sveitinni í París og kom m.a. fram sem einleikari með Juventia kammersveitinni. Hann er nú bú- settur í Reykjavík. Þá mun Þorkell Jóelsson leika Andantc eftir Herbert H. Ágústs- son fyrir horn og strengjasveit. Þorkell naut leiðsagnar Viðars Al- freðssonar í Tónlistarskólanum í Reykjavík, en stundaði síðar nám við Guildhall School of Music and Drama í London. Þaðan lauk hann prófi með Post Diploma viður- kenningu árið 1982. Stöllurnar, Laufey Sigurðardótt- ir fiðluleikari og annar tveggja konsertmeistara hljómsveitarinnar og Elísabet Waage hörpuleikari, munu leika Fantasíu eftir Saint- Saéns. Að loknum prófum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík nutu þær báðar framhalds- menntunar erlendis, Laufey í Bandaríkjunum hjá George Neikrug en Elísabet í Hollandi.hjá Edward Witsenburg. Auk þeirra verka, sem hér hafa verið nefnd, leikur hljómsveitin Lýriska Svítu eftir Maurice Kark- off. Þrátt fyrir storm og stórhríð þá fjölmenntu tónlistarunnendur höfuðborgarsvæðisins á jólatón- leika íslensku hljómsveitarinnar í fyrra. Undir lok tónleikanna mátti heyra þúsund radda kór syngja nokkur jólalög við undirleik hljómsveitarinnar. Hljómsveitin hefur ákveðið að leggja sitt af mörkum til þess að slíkur fjölda- söngur verði að árlegri hátíðar- stund. Líkt og í fyrra mun Söng- sveitin Fílharmonía leiða sönginn. Sungnir verða nokkrir jóla- og ár- amótasöngvar. Enn er hægt að kaupa áskrift að tónleikum íslensku hljómsveitar- innar. Áskriftargjald fyrir næstu fimm tónleika er kr. 1.333.- sem greiða má á skrifstofu hljóm- sveitarinnar að Fríkirkjuvegi 11. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 9:00 - 15:00. - mhg. Martial Nardeau, Elísabet Waage, Þorkell Jóelsson, Laufey Sigurðar flautuleikari. hörpuleikari. hornleikari. dóttir, fíðluleikari íslenska hljómsveitin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.