Þjóðviljinn - 22.12.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.12.1983, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. desember 1983 36 stúdentar frá Flensborgarskóla Haustönninni 1983 lauk form- lega í Flensborgarskólanum þriðju- daginn 20. þ.m., en þá voru brautskráðir 36 stúdentar frá skólanum, og 1 nemandi með al- mennt verslunarpróf. Flestir stúdentanna ljúka prófi af viðskiptabraut, 10 talsins, 7 eru með próf af eðlisfræðibraut, 6 af náttúrufræðabraut, 4 af félags- fræðabraut, 4 af málabraut, 4 af uppeldisbraut og 1 af heilsugæslu- braut. Bestum námsárangri náði Sjöfn Jónsdóttir af uppeldisbraut. Við athöfn í skólanum á þriðju- daginn flutti skólameistarinn, Kristján Bersi Ólafsson, ræðu og kom fram í máli hans að alls hefur nú Flensborgarskólinn brautskráð 625 stúdenta frá því að honum var breytt í framhaldsskóla vorið 1975. Einnig söng kór Flensborgarskóla undir stjórn Hrafnhildar Blomster- berg við útskriftarathöfnina. Með- fylgjandi mynd tók Troels Bernd- sen. Ferðir sérleyfishafa um jól og áramót Sérhver jól og áramót eru miklir annatímar hjá sérleyfishöfum enda stórauka sérleyfishafar þá ferða- tíðni á sérleyfisleiðum sínum til fjölmargra staða víðsvegar um landið. A fjölmörgum langleiðum s.s. Rvík-Akureyri, Rvík-Snæfellsnes og Rvík-Króksfjarðarnes eru dag- legar ferðir og aðrir sérleyfishafar bæta við aukaferðum til að þjón- ustan við farþega verði sem allra best um þessi jól og áramót. Síðuatu ferðir fyrir jól frá Um- ferðarmiðstöðinni eru á aðfanga- dag kl. 15.30 til Keflavíkur, Hvera- gerðis og Þorlákshafnar. Á jóladag eru sérleyfisbifreiðar ekki í förum. Á gamlársdag eru síðustu ferðir frá Umferðarmiðstöðinni kl. 15.30 til Keflvíkur, Hveragerðis og Þor- lákshafnar. Á nýársdag aka sérleyfisbif- reiðar yfirleitt ekki nema með þeim undantekningum, að ferðir eru síðdegis til og frá Hveragerði, Selfossi, Þorlákshöfn og Keflavík, síðdegisferð er úr Biskupstungum til Reykjavíkur og einnig er ferð í og úr Borgarnesi og Reykholti. Þeir sem koma þurfa pökkum með sérleyfisbifreiðum fyrir jól, er bent á að pakkaafgreiðsla sérleyfís- hafa í Umferðarmiðstöðinni er opin virka daga frá kl. 07.30 til 21.30 oglaugardaga 07.30 til 14.00. Sérleyfishafar vilja eindregið hvetja fólk að koma með pakka sína tímanlega svo þeir berist mót- takendum örugglega fyrir jól. Einnig er áríðandi að merkja pakka mjög vel og geta einnig um símanúmer móttakenda. Til að auðvelda fólki að afla sér upplýsinga um ferðir sérleyfisbif- reiða um þessi jól og áramót hefur Félag sérieyfishafa gefið út sér- prentaða áætlun sérleyfisbifreiða. Áætlun þessa er hægt að fá endur- gjaldslaust í Umferðarmiðstöðinni v/Hringbraut. Allar nánari upplýsingar um ferðir sérleyfsibifreiða um jól og áramót gefur BSÍ - Umferðarmið- stöðinni v/Hringbraut sími 22300. Saga Kópavogs Saga Kópavogs - frumbyggð og hreppsár - er komin út á vegum Lionsklúbbs Kópavogs. Ritstjóri er Adolf J. Petersen. Þar er fjallað um tímabilið 1935- 55. Auk ritstjórnarinnar skrifa þessir menn aðalkafla bókarinnar: Lýður Björnsson, sagnfræðingur, Björn Þorsteinsson, sagnfræðing- ur, Andrés Kristjánsson og Valgeir Sigurðsson, sem ritar nokkur samtöl við frumbyggja Kópavogs- þéttbýlis. - Bókin verður borin til áskrifenda í dag og næstu daga, en einnig er hún til afgreiðslu og sölu í Bókaversluninni Vedu við Hamra- borg í Kópavogi. s I greipum brims og bjarga í greipum brims og bjarga heitir bók eftir Þorstein Matthíasson sem Rein gefur út. Hún geymir endur- minningar Sigríðar Bjarnadóttur húsfreyju að Lambadal í Dýrafirði. f bókarkynningu segir á þessa leið: Útskagabyggðir, heiðarbýli og afdalakot eru nú víðast kuml ein, ellegar auðn, þar sem verksum- merkin hafa veðrast af yfirborði landsins og eru aðeins til sem hálf- gleymdar munnmælasögur. En fólkið sem lifir á rætur í þeirri byggðasögu. Mjúkhentir karlar og konur, sem dag hvern mæla götur þéttbýlis og njóta bestu lífskjara eiga sína ættarstoð í krepptum vinnulúnum höndum bænda og sjófólks, sem nú er gleymt í grafarró. Ljóð eftir Jón Steinar Ragnars- son Út er komin Ijóðabókin „Opus Alfa“ eftir Jón Steinar Ragnarsson. Eins og nafnið ber með sér, er þetta fyrsta Ijóðabók höfundar en áður hefur leikrit hans „Hjálpar- sveitin“ komið út á-bók auk þess sem það hefur verið sýnt á ísafirði og Neskaupstað. Jón Steinar er fæddur á ísafirði þann 12. febrúar 1959, og hefur lengi verið viðloðandi lista- og menningarlíf þar. Opus Alfa er ljóðabók í létt- þungavigt, sem tekur á gaman- og alvörumálum líðandi stundar með kímni er kraumar undir niðri í öllum Ijóðunum. Bókin mun að öllum líkindum fást í bókaverslun Máls og menn- ingar, Eymundson og í kaffihúsinu Mensu í listmunahúsinu. Höfundur gefur bókina út. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík Árshátíð og þorrablót Árshátíð og þorrablót Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður laugardaginn 28. janúar 1984. Þegar eru bókanir farnar að berast og eru menn hvattir til að skrá sig fyrir miðum sem allra fyrst. [ fyrra komust færri að en vildu. Dagskrá og skemmtiatriði auglýst síðar. - Skemmtinefnd ABR Alþýðubandalagið Hafnarfirði Opið hús Opið hús verður í Skálanum (Strandgötu 41) á Þorláksmessu frá kl. 17.00. Kaffi, kókó, heitar vöfflur. Fáum okkur hressingu í jólaamstrinu og hittum félagana. — Stjórnin. Loksins! Tappi tíkarrass: Miranda Nýja LP platan frá þessari vinsælu hljómsveit sem vakið hefur mikla athygli fyrir frammistöðu sína í kvikmyndunum Rokk í Reykjavík og Nýtt líf. Plata þessi var tekin upp fyrr á þessu ári í Southern Studios í London og hefur verið vandað vel til útgáfu þessarar. grammj/ STERIO

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.