Þjóðviljinn - 23.12.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.12.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN' Föstudagur 23. desember 1983 UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Augiýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafróttaritari: Víöir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halfa Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsia, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Einhliða hœkkun á Alusuisse Algengt er að auðhringir sprengi af sér öll siðferðis- leg og pólitísk bönd í viðskiptum sínum við ríki, flokka og þegna þeirra landa sem hringirnir starfa í. Það segir sig sjálft að ríkið verður háðara auðhring því smærra sem það er og því stærri sem auðhringurinn er. En um leið og ríkið verður háð starfsemi auðhringsins, þá verður það máttlausara gagnvart honum. Efnahagskreppan hefur einnig haft þau áhrif að efna- hagslífið og þarmeð ríkið verður enn háðara starfsemi auðhringsins en ella. A slíkum tímum gerist það gjarnan að auðhringurinn notfærir sér aðstöðu út í ystu æsar og þá er ekki lakara að hafa átt það sem kallað er á tungumáli undirlægju og herradóms: „vinsamleg sam- skipti“ við aðila heima fyrir. Það felst í hagsmunum auðhringa að fara sparlega með upplýsingar um sjálfa sig. Þeir hafa lag á að smeygja sér undan opinberri umfjöllun og aðhaldi. Vita Islendingar til að mynda hverjir eiga Alusuisse, í hvaða öðrum fyrirtækjum og hringum Alusuisse á hlut- deild, eða hvernig auðhringurinn fjárfestir og ávaxtar sitt pund? í rökréttu framhaldi af þessu hagar Alusuisse- hringurinn gjörðum sínum á Islandi. Nú komu fram í iðnaðarráðherratíð Hjörleifs Guttormssonar kröfur um endurskoðun samninga íslenska ríkisins og ál- hringsins. Alhringurinn þverskallaðist við öllum beiðn- um, óskum og kröfum íslendinga á síðasta stjórnar- tímabili. Þó var viðurkennt af öllum, að raforkuverðið væri skammarlega lágt og undir kostnaðarverði, en álverið í Straumsvík kaupir helming allrar raforkufram- leiðslu Landsvirkjunar. Hlutlaus endurskoðun leiddi hvað eftir annað í ljós að í ábæti hefur auðhringurinn snuðað ríkið um stórar fjárupphæðir, með undan- brögðum, lævísi og prettum. Eftir nokkurra ára þóf var orðið Ijóst, að íslendingar áttu ekki nema eitt svar: að hækka einhliða raforkuverð til Alusuisse. Ástæða þess að það var ekki gert á því ári sem nú er að líða mun verða letruð í sorgarramma eigi íslensk þjóð einhverja sögu í framtíðinni. Sjálfstæðisflokkur- inn og Framsóknarflokkurinn kusu að gegna erindum hins fjölþjóðlega auðvalds um leið og flokkarnir brugð- ust sjálfstæðu efnahagslífi íslendinga. Grikkir hafa máske haft spurnir af átökum íslend- inga við Alusuisse í tíð síðustu ríkisstjórnar og dregið sína lærdóma af. Alveg einsog á íslandi vísa þarlendir til úreltra samninga annars vegar og hins háa markaðs- verðs á áli hins vegar. Ákveðið var að hækka einhliða raforkuverðið til auðhringsins Pechiney úr 15 mills í 21 mills. Þar var ekki verið að velja nordalska leið í sam- skiptunum. Á meðan þessu fer fram kallar íslenska ríkisstjórnin smánarsamning sinn við Alusuisse innan við 10 mills, „ótrúlegt afrek“. Sá smánarsamningur er með öllu óviðunandi. Þjóðviljinn leggur til að íslensk stjórnvöld fari að fordæmi Grikkja og hækki raforkuverðið til Alusuisse einhliða. Stjómarandstaðan Ríkisstjórn sú sem nú situr er til alls líkleg. Aðgerðir hennar og aðferðir hafa sýnt svo ekki verður um villst að hún svífst einskis. Það er því mikilvægt að stjórnar- andstaðan innan þings og utan beri gæfu til að standa saman og hrinda af sér harkalegustu lögunum. Stjórnarandstaðan hefur sýnt að hún er þess megnug að sporna við fótum og verja að einhverju marki al- menning fyrir árásum ríkisstjórnarinnar. Það sýnir endurheimt samningsréttar. Það sýnir andstaðan við sjúklingaskattinn og það sýnir samstaðan á þingi síð- ustu vikurnar. ^ -óg klippt Isaac Bashevis Singer: „Nútímamaðurinn I Kác margra barnasa Fjölmiðlar og sálirnar í Morgunblaðinu er í gær birt viðtal eftir nóbelsskáld bók- mennta á jiddísku, Isaac Bashe- vis Singer. Hann er bölsýnn gamli maðurinn, enda af nógu efni að taka í hugarangur um þessar mundir. Eins og lengst af áður. Bashevis Singer víkur m.a. að ábyrgð vísindamanna, sem hafa Iátið það viðgangast að þekking þeirra er notuð til illra verka án þess að þeir æmti. Hann víkur líka að almennu kæruleysi manna og siðlausri aðlögunarhæfni að þjáningum fólks og víkur um leið að hlutverki fjölmiðla. Um þetta eru svofelld orð látin falla: „Ég örvænti líka þvegna þess, að fólk tekur öllu sem sjálf- sögðum hlut. Það les um að verið sé að drepa þúsundir manna og snýr sér síðan að verðbréfadálk- unum eins og ekkert sé um að vera. Það hugsar þannig: „Þetta kemur fyrir aðra, það mun ekki koma fyrir mig.“ Ég held að siðmenningin hafi fremur hert hjörtu mannanna en mýkt. Með þetta í huga hafa fjölmiðl- arnir unnið tjón á sálu mann- anna. Menn hætta að finna til með öðrum þegar alltaf er verið að segja frá þjáningum þeirra. „Ég hef þær fyrir augunum alla daga, ég verð að semja við þær sátt, komast að samkomulagi við þær.“ Þannig hugsar nútímamað- urinn.“ Hugurinn slœvist Hér er komið að stærri hlutum en um verði fjallað í svona þætti. En þó skal aðeins vikið að þeirri kenningu, að fjölmiðlar vinni tjón á sálu manna með því að tönnlast sífellt á þjáningum fólks. Það er vitanlega mikið til í þessu Mikill flaumur frétta um hungur, grimmd og tortímingu sverfur niður móttökuhæfni manna. „Hugurinn slævist uns tómlætið gerist hans brynja" segir Jón Helgason í ljóði sem ort er í síðustu heimsstyrjöld. Þegar sjónvarp var enn ungt á íslandi sáust þar reglulega myndir af hungruðum börnum í Biafra, sem er hluti Nígeríu - en þarlendir áttu þá í aðskilnaðarstríði við stjórnarher Iandsins. Þessar myndir áttu vafalaust sinn þátt í því, að íslendingar voru sérstak- lega örlátir við það hjálparstarf sem kirkjan þá efndi til í þágu hungraðra í þessu Afríkulandi. Ekki leið á löngu þar til svipaðar myndir bárust af fólki sem hafði flúið mannskæða borgarastyrjöld í Austur-Pakistan (nú Bangla- desh) og bætt enn við eymdina í Kalkútta og þeim sveitum. Og nú voru viðbrögð manna við sjón- varpsótíðindum miklu daufari þegar efnt var til hjálparstarfa: það var búið að sýna svo mikla eymd, svo lengi, fjölmiðillinn, sjónvarpið, var ekki lengur nýr, og þá fór í gang sú röksemda- færsla sem nóbelsskáldið minnt- ist á: Ég verð að komast að samkomulagi við þjáningarn- ar.... Háski þagnarinnar Á hinn bóginn: ef ekki er sagt frá neyð, stríði, vopnaskaki, grimmd margvíslegri - hverjum er það í hag? Ætli það sé ekki einmitt þeim sem síst eiga tillits- semi skilda - einræðisherrum og herstjórum og ríkismönnum margskonar, sem vilja ekki að menn séu minntir á afleiðingar gjörða þeirra? Sem kvarta og kveina yfir „neikvæðum“ frétt- um, að það sé nú aldrei verið að tala um neitt það sem jákvætt er í þeirra löndum! Fjölmiðlar fremja ótal syndir eins og kunnugt er. Og þeir verða reyndar aldrei settir undir einn hatt allir saman. Það er víst og satt, að það er varhugavert ef þeir velta sér upp úr ógæfu með kald- rifjuðum losta sölumennskunn- ar. En hitt er ekki síður mikil- vægt, að hvað sem líður hinum sljóvgandi áhrifum, sem eru víst óhjákvæmileg, þá er þögnin alltaf margfalt verri en frásögn, vit- neskja um þjáningar hvítra og svartra og gulra - sem og um for- sendur þeirra. ájj og skorið Tíminn fann Skugga-Svein Tíminn er eitthvað miður sín þessa daga. Nú síðast er ástæðan sú, að í sjónvarpi á dögunum voru fulltrúar stjórnarandstöð- unnar um margt sammála í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina. Þótti satt að segja engum mikið. En í því tilefni er ritaður langur hliðarleiðari í Tímann í gær. Efni hans er það, að reyna að gera lítið úr þrem stjórnarandstöðuflokk- um með því að halda því fram, að fulltrúar þeirra hafi ekkert annað til málanna að leggja en herma eftir Svavari Gestssyni. Skrifari segir á þessa leið: „En það sem vakti furðu er að tals- menn hinna stjórnmálaflokk- anna, Kvennalista, Bandalags jafnaðarmanna og Alþýðuflokk- sins, voru eins og veikt bergmál af foringja sínum. Þarna sátu þau öll þrjú, harðánægð með að vera í hlutverki Ketils skræks, sem hafði ekki annað til mála að leggja en gjamma eftir húsbónda sínum Skugga-Sveini“. Og fylgja þessari klausu mörg orð hæðileg. Það er alltaf skemmtilegt þegar menn krydda pólitískt málfar sitt með tilvísun í sagnir og bók- menntir, og segir sína sögu af samanburðarfræðingnum sjálf- um hverju sinni. Þannig má ljóst vera af Tímapistli, að höfundi hans stendur nokkur ógn af Svav- ari úr því honum er líkt við þann hrikalega sauðaþjóf og mann- drápara Skugga-Svein, sem lagð- ist út á fjöllin „útskúfaður öllum frá“. Ef við svo höldum áfram að fylla upp í myndina með Tíma- manni er Lárensíus sýslumaður náttúrlega Þorsteinn Pálsson, sem fer með vel vopnaðan frjáls- hyggjuflokk um landið í leit að hinum útlæga friðarspilli. Og Steingrímur Hermannsson er þá að sjálfsögðu Sigurður bóndi í Dal, sem er afar áhyggjufullur yfir því hve margar skjátur hans hverfa ofan í kjaft útlagans. Með sama áframhaldi væri hægt að spyrja, hvarTíminn sjálf- ur stæði á þessu pólitíska leiksviði. Kannski er hann í hlut- verki vinnumanna Sigurðar bónda, Jóns sterka, sem sagði þessi fleygu orð: „Sjáið þið hvernig ég tók hann piltar"? Má vera. Þó erum við ekki frá því, að betur eigi við Tímann hlutverk Grasa-Guddu. Ó, mig auma....

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.