Þjóðviljinn - 23.12.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.12.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. desember 1983 Styðjið mannréttindabaráttu í El Salvador og Mið-Ameríku Við söfnum fé til barnahjálpar I Mið-Ameríku Mannréttindanefnd El Salvador Greiða má inn á spb. 101-05-16500 Landsbanka íslands Hver er Guðlaugur Gíslason? Uppskerubrestur í Kampútseu Guðlaugs saga Gíslasonar: Endurminningar frá eyjum og alþingi skráðar af honum sjálfum. Örn og Örlygur 1983. Þegar hinn pólitíski ferill Guð- laugs hófst 1934 kom bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmanna- eyjum að máli við hann og bauð honum bæjargjaldkerastöðu. „Fór bæjarfulltrúinn fram á annað tveggja að ég afhenti honum form- lega inntökubeiðin í Sjálfstæðis- flokkinn eða gæfi yfirlýsingu um að ég aðhylltist ekki stefnu kommún- ista“. Hvorugt kom þó til en Guð- laugur hefur lengstum síðan verið í dyggri þjónustu fyrir flokkinn sem bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum, á alþingi og annars staðar þarsem því varð við komið. En um þetta virð- ist áðurnefnd tilviljun hafa ráðið að einhverju leyti, því Guðiaugur var alinn upp við kröpp kjör í Eyjum. En fljótlega kom í ljós að töggur voru í strák og hann var útsjónar- samur og natinn við viðskipti hvers konar. Þess vegna millilenti hann í verslunarskóla í Danmörku áður en hann hóf verslunarrekstur og pólitísk afskipti fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Saga Guðlaugs er afspyrnu átakalítil og litlaus. Hann segir lítt frá samtíðarmönnum í Vestmanna- eyjum, og skammtar naumt og ópersónulega í viðburði og sam- ferðamenn síðarmeir. Guðlaugur sat á þingi í tíð Við- reisnar og minnist í sögu sinni á upphaf átakanna Gunnar/Geir fyrir landsfund Sjálfstæðisflokks- ins 1971. Kjósa átti um varafor- mannsembættið og bað Geir Guð- laug að styðja sig. Guðlaugur tjáði Geir strax, að hann teldi ekki rétt að Geir gæfi kost á sér. „Hans tími kæmi örugglega síðar og myndi ég þá styðja hann ef ég ætti kost á því“. Guðlaugur studdi semsagt Gunnar Thoroddssen, sem tapaði með naumum mun þessum kosn- ingum. Guðlaugur segir: „Fyrir landsfundinn var sendur sérstakur erindreki, Sverrir Hermannsson Matvælaskortur er á ný yfirvofandi í Kampútseu vegna uppskerubrests sem stafar af flóðum og skorti á dráttaruxum og mannafla. Þetta kemur fram í frá- sögn Bo Göransson að- stoðarforstjóra sænsku þróunarstofnunarinnar, en hann hefur nýlega heimsótt Kampútseu, sem annars hefur verið gleymd hjá vest- rænum fjölmiðlum um alllangt skeið. Erindi Göransson til Kampútseu var að vinna að tiliögugerð um áframhald- andi neyðaraðstoð sænskra ríkisins til Kam- pútseu, en Svíþjóð mun vera eina landið á Vestur- löndum sem lagt hefur fram verulega aðstoð til endur- uppbyggingar í landinu eftir að Pol Pot-stjórnin var hrakin frá völdum. Slík aðstoð er þó bundin pólit- ískum vandkvæðum, þar sem sænska stjórnin hefur ekki from- lega viðurkennt stjórn Hengs Samrin í Phnom Penh, frekar en hún viðurkenni útlagastjórn Rauðu khmeranna. Stjórnmálaleg einangrun Kampútseu háir mjög öllum sam- skiptum ríkisins við önnur ríki en Sovétríkin og fylgiríki þeirra. Sameinuðu þjóðirnar hafa aldrei viðurkennt stjórn Hengs Samrin, en viðurkenna þess í stað útlaga- stjórn Rauðu khmeranna. Utlaga stjórnin er það vanhelga banda- lag sem þcir Pol Pot, Son Sann og Sihanouk prins og fyrrum þjóð- höfðingi hafa myndað með sér með aðalbækistöðvar í Thai- landi, þar sem hersveitir þessara fylkinga njóta verndar og stuðn- ings stjórnvalda íThailandi, Kína og Bandaríkjunum. Talið er að Rauðu khmerarnir ráði yfir um 25.000 manna þjálfuðum herafla á meðan Son Sann, sem er gamal- reyndur andkommúnískur stjórnmálaforingi, er talinn ráða yfir 7000 mönnum og Sihanouk yfir kannski um 1000 manna liði. Víetnamar hafa enn 150-200 þúsund manna herlið í Kampúts- eu, og hefur nærvera þess verið talin helsta hindrunin í vegi fyrir stjórnmálalegri lausn á deilunni um Kampútseu að sögn andstæð- inga Hengs Samrin. Víetnamar Götusalar í Phnom Penh hafa hins vegar haldið því fram að þeir séu reiðubúnir að draga her- lið sitt til baka um leið og þeir fái tryggingu fyrir því að Rauðu khmerunum í Thailandi verði ekki veitt hernaðaraðstoð er- lendis frá. Nú eru um 300.000 flóttamenn frá Kampútseu við landamæri Thailands, þar af hátt í 40.000 hermenn, og er þeim að mestu haldið uppi af flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna. Hins veg- ar veita Sameinuðu þjóðirnar svotil enga beina aðstoð til þeirra 6 milljóna manna sem búa innan landamæra ríkisins. Eina stofnún Sameinuðu þjóðanna sem starfar Landið er einangrað frá öðrum löndum en Sovét- ríkjunum og fylgiríkjum þeirra. innan landamæranna er barna- hjálpin Unicef, sem hefur þó mjög takmarkað umboð til þess að veita aðstoð til barnaheimila og sjúkrahúsa. Bo Göransson segir að til þess að brauðfæða sig þurfi þjóðin um 1 miljón tonna hrísgrjónaupp- skeru, en á það vanti nú 300.000 tonn, og stafar það m.a. af sprettuleysi, flóðum og skorti á dráttaruxum og mannafla. Fyrir 1970 voru um 2,5 miljón dráttar- uxa í landinu, nú eru þeir einung- is 750.000. Þá segir Göransson að 70% fullorðins fólks í landinu séu nú konur, og stafar þetta hvort tveggja af ógnarstjórn Pols Pot, en talið er að á stjórnartíð hans hafi 1-3 miljónir manna verið teknar aflífi. Afþessum orsökum hafði ræktað land minnkað úr 2,5 miljónum hektara niður í 0,7 miljónir þegar Víetnamar réðust inn í landið 1979. Ræktað land er nú komið upp í 1,4 miljónir hekt- ara að sögn Göranssons, en dugir ekki til. Svíar hafa frá 1979 veitt um 420 miljónum íslenskra króna til neyðarhjálpar í Kampútseu, þar af um 53 miljónum á þessu ári. Hefur hjálpin farið í gegnum Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna í formi lyfja, matvæla, klæðnaðar o.s.frv. en hjálpin takmarkast af því að Unicef hefur ekki nema takmarkað umboð til hjálpar sem ekki er ætlað að ná til almennra borgara, heldur einungis barna. Meðal þeirra sem veitt hafa fé til Kampútseu í gegnum Unicef eru samtök bandarískra kvekara og segir Göransson að Reaganst- jórnin hafi nú uppi áform um að stöðva þær peningasendingar. Hins vegar hafi hann orðið var við að yfirvöld í landinu teldu afar mikilvægt að halda opnum samskiptaleiðum við Vesturlönd til þess að verða ekki algjörlega háð austurblokkinni. Sovésk aðstoð í Kampútseu eru nú um 2000 sovéskir hjálparstarfsmenn. Kampútsea verður hins vegar að endurgjalda fyrir hjálp þeirra með gúmmíi og öðrum hráefn- um. Segir Göransson að það sama gildi um aðstoð Sovétríkj- anna til Vetnam og Laos, hún sé í formi slíkra gagnkvæmra skipta. Stjórn Verkamannaflokksins í Ástralíu hefur lýst yfir vilja til þess að rjúfa þann vítahring og þá einangrun sem Kampútsea hefur lent í. Hefur utanríkisráðherra Ástralíu lýst því yfir að fyrsta skrefið til pólitísks samkomulags gæti verið að afvopna hersveitir Rauðu khmeranna. Síðan gætu Víetnamar horfið á brott og þá væri hugsanlega hægt að efna til kosninga í landinu. Dagens Nyheter hefur það eftir heimildum í Phnom Penh að nærvera Víetnama í Kampútseu sé ekki sérlega vinsæl meðal al- mennings og að Heng Samrin njóti takmarkaðs stuðnings með- al fólksins, en hins vegar muni fólk líta á nærveru Víetnama sem illa nauðsyn á meðan liðssveitir Pols Pot séu vopnaðar handan landamæranna. ólg./DN. (nú ætti hann skilið að vera staf- settur Zverrir hermanz (innsk. óg), út um allt land og varð ég þess greir.ilega var heima í Eyjum að hann var ekki að reka erindi Gunn- ars Thoroddsens, sem ég hafði lýst stuðningi mínum við einsog fyrr segir“. Guðlagur segir að úrslit þessara varaformannskosninga, hafi valdið flokknum erfiðleikum „vegna þess að stuðningsmenn Geirs frá 1971 gerðust sumir hverjir ráðríkir og hafa haft of mikil áhrif á stefnu- mörkun flokksins og ekki alltaf sem heppilegust". Árið 1969 fór Guðlaugur Gísla- son í ferð með nokkrum kollegum sínum til Sovétríkjanna og hefur sú ferð orðið honum ákaflega minnis- stæð. Eiginlega gefur frásögn hans ferðapistlum sanntrúaðra lítið eftir og hrifning hans hefur orðið mikil. Með þeim kafla eru skemmtilegar ljósmyndir af þingmönnum ís- lensku. í frásögn Guðlaugs af ferðalögum í bifreiðum í Sovétríkj- unum kemur fram að grunur leiki á að dónarnir í KGB hafi sett hljóð- nema í bifreiðar þeirra félaga. Hafi hispursleysi bókarhöfundar og fé- laga verið ámóta í pólitískum sam- Guðlaugur Gíslason. ræðum í rennireiðunum eystra og er í þeim pólitísku köflum bókar- innar, þá verður að segjast einsog er; gott á KGB. Bókin er skrifuð í þokkalegum, hógværum stíl einsog hæfir leyndardómsfullu efni. En ef ég er spurður hver sé og hafi verið Guð- laugur Gíslason verð ég því miður að segja miskunnarlausan sann- leikann; Vestmannaeyingur og íhaldsmaður, meira veit ég ekki. Bókin er í fallegu broti og fer lítið fyrir henni í bókaskáp. -óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.