Þjóðviljinn - 23.12.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.12.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. desember 1983 bókmenntir Snemmborinn brautryð j andi Finnur Jónsson. Frank Ponzi - Indriði G. Þorsteinsson, Finnur Jónsson, íslenskur brautryðj- andi. Almenna bókafélagið 1983. Mikið vatn er runnið til sjávar síðan Finnur Jónsson hélt ungur maður út í heim og gerði garðinn frægan suður í Þýskalandi. Pað er ekki fyrr en nú, hartnær sextíu árum síðar, að út kemur bók um þennan stórmerka tímahlaups- mann sem skynjaði gerjunina í heimslistinni betur en flestir samtímamenn hans hér á landi. Verða menn sennilega að hverfa yfir í bókmenntirnar til að sjá ein- hverja áþekka formbrjóta á þess- um árum í íslenskri list. En það er tímanna tákn að á þeim árum sem Örvæntingin, trúin og vonarglætan Heinrich iiöll: og sagði ekki eitt einasta orð. Skáldsaga. Böðvar Guðmundsson íslenskaði. Mál og menning 1983. Það er reyndar furðulegt að ekki skuli fyrr hafa komið út á íslensku skáidsaga eftir Heinrich Böll, höfund sem er bæði gangmerkur og aðgengilegur. En semsagt: nú er byrjað að bæta fyrir þá vanrækslu með þriðju bók Bölls, sem kom fyrst út 1953. Þetta er sagan af Kötu og Fred, sem hafa verið gift í fimmtán ár og elskast og geta ekki verið saman vegna þrengsla í hálfhruninni borg, vegna nágrannanna, vegna þess að Fred drekkur og vegna þess að allt virðist hafa glatað tilgangi. Þetta er sónata fyrir tvær daprar fiðlur - þau Fred og Kata hafa orðið til skiptis og í orðum þeirra og hugs- unum birtist höfundur sem á til yf- irlætislaust næmi á mannlegt hlut- skipti og er ríkur af hávaðalausum og skilningsgóðum kærleika. Veröld fyrstu bóka Heinrichs Bölls er heimkoman úr fáránlegu stríði, leiðindi, óþrif, myrkur þýskra eftirstríðsára, ára ósigurs sem virtist algjör. Böll kom inn í bókmenntirnar í einskonar sið- ferðilegu tómarúmi - allt hafði það reynst lygi sem haldið var að fólki í tólf ár nasismans, ekki síst hafa þeir átt erfitt með að fóta sig eftir þau ósköp sem hlutu að taka út uppeldi sitt á þeim tíma. Eins og Fred, eins og Kata, eins og Heinrich Böll sjálfur. Allir höfðu brugðist - foreldrar, kennarar, kirkjan. Allir eru með nokkrum hætti heimilislausir - eins og Fred. Og þar kemur til skjalanna þessi ágæti fulltrú þýskra eftirstríðsbók- mennta, Heinrich Böll. Hann hef- ur ekki nýjá trú að boða, hann fer ekki með neinskonar auðvelda bjartsýni, vísbendingar um það að „efnahagsundrið" svonefnd sé á leiðinni vekja engan fögnuð með honum. Hann dregur hvergi úr eymd tímans, en skapar sér og les- endum vonarneista með því að skapa persónur sem hafa varðveitt ákveðin grundvallaratriði mann- legs siðgæðis og eiga sé kreddu- lausa trú. Eins og Kata. „Tvær manneskjur gefa hvor annarri eitthvað með því að á milli þeirra fer hlýja þegjandi samþykkis", hef- Heinrich Böll. Ami Bergmann skrifar ur einhver sagt um sögur Bölls. Má vera, þó er það alls ekki víst. Annað stef er farið með í þessari sögu sem síðar átti eftir að verða enn hljómmeira í skáldsögum Bölls: það er gagnrýni vinstrisinn- aðs kaþólikka í kirkju hinna ríku, hinna afskiptalausu, hinna sjálf- umglöðu. Frú Franke, biskupanna og þess hyskis alls, sem hefur sökkt trúnni í hefð og venju og aðlögun- arhæfni. Það er mikið ánægjuefni að fá að heilsa upp á svo ágætan mann og höfund sem Böll á íslensku. Og ber ekki á öðru en að þýðingin hafi vel tekist. ÁB. Finnur fæst við abstraksjónir sínar, er hann álíka einangrað fyrirbæri í myndlist okkar og Halldór Laxness er í bókmenntum; nýbúinn að semja sitt súrrealíska kvæði, Ung- linginn í skóginum. Halldor B. Runolfsson skrifar Það er nú eitt sinn svo að listræn framúrstefna (sem er ekki annað en ofurnæmi á hræringar samtíðar- innar) hefur ávallt fallið í grýttan jarðveg á íslandi. Gildir einu þótt árið heiti 1983, hvað þá heldur 1925, árið sem Finnur sýndi í Nat- han & Olsens-húsinu og sjálfstætt ísland var aðeins sjö ára. Allt var þá lagt á vogarskálar þjóðlegheita og pund menningar vigtað ad hoc. Þá var landið fast fyrir, en síðan hefur það tekið til við að skríða undan fótum okkar og gliðna og raforkuver og þorskur að renna úr höndum okkar. í svo fallvöltum efnisheimi höfum við Íslendingar reynt að finna okkur traustari ból- stað í þeim andlega. Við höfum s.s. reynt að njörva menningu okkar niður svo einnig hún hlaupi ekki undan okkur. Og hvað er betri kjölfesta en einmitt gamli þjóðlegi tommustokkurinn? Enn er hann hentur á lofti og það í hvert sinn sem einhver lætur reka á reiðanum í listrænum efnum. Á sínum tíma vogaði Finnur sér að sprengja skalann á þessu mál- bandi og er það þungamiðjan í bók þeirra Franks og Indriða. Þessi heimiid um Finn er ágæt og byggist á ritgerð hins fyrrnefnda „Lista- rnaður á undan sinni samtíð“ og æviágripum um listamanninn, frá hendi hins síðarnefnda. Að auki fylgir æviferill í ártalaröð, blaða- greinar 1921-29 ogljóð eftirFinn. f bókinni er fjöldi litmynda og svart- hvítra mynda af verkum lista- mannsins, auk teikninga og ljós- mynda. Eru litmyndirnar með af- brigðum vel prentaðar og gefur það bókinni stærst gildi. Betur væri, hefðu þeir Frank og Indriði róið á ólíkari mið í ritgerð- um sínum um Finn. Frank hefði að ósekju mátt kafa betur ofan í verk- in og fylgja þeim eftir með sundur- greiningu efnis, inntaks, og um- fjöllun um markmið listamannsins. Indriða fer nefnilega vel úr hendi að lýsa ævi Finns, þótt mér þyki hann staldra um of við ættarsög- una. Hún virkar örlítið eins og upp- talning undaneldis af skagfirsku góðhestakyni. Ég fæ ekki séð að Finnur sé neitt betri listamaður þótt kominn sé af Long of Eng- land. Málaralist var ekki sterkasta hlið Breta. En úr því Einar Ben taldi svo vera, er ekki við Indriða að sakast. Verra finnst mér hvernig þrástagast er á forystu eins lands umfram annað í listum árið 1925, Berlín sem nafla heimslistarinnar og þar fram eftir götunum. Hvar voru Duchamp og Man Ray, sem nefndir eru í bókinni; Max Ernst, einn ágætastur þýskra listamanna; Hans eða Jean Arp, Mondrian, Miró, Malevich, Giacometti og Brancusi? Voru þeir kannski utan- veltu við alheimsnaflann og voru þeir að skapa þessa frönsku list sem Danir voru að apa upp eftir þeim? Það er ekki erfitt að skilja hug Þjóðverja til granna sinna hinum megin við Rín, svo skömmu eftir hinn óþarfa hildarleik 1914-18. En nú er öldin önnur og þessar þjóðir dús, enda erfitt að finna aðrar sam- rýndari, svo innvirðulega og heitt snobba þær hvor fyrir menningu hinnar. En burtséð frá svona smá- munum, þá fer Indriði liprum höndum um helstu atburði úr ævi Finns. Bókin væri snöggtum rýrari án ritgerðar hans. Það er ósköp leiðinlegt að sjá hvernig einn kollega minna notar þessa bók til að rakka niður lista- manninn sem liggur til grundvallar henni. Það hlýtur að vera að van- hugsuðu máli að Finni skuli brigsl- að um óheilindi í list sinni, enda fær slíkt ekki staðist nema þá helst maður lesi heimildir aftur á bak eða á hvolfi. Ef Finnur var svona „þjóðlegur" listamaður, hvers vegna lét hann heillast af abstrakt- listinni á námsárum sínum, en ekki fígúratívri og þjóðlegri list í Þýska- landi þar sem af nógu var að taka? Hvers vegna birtast okkur myndir eftir Finn í lok 6. áratugarins, sem hljóma sem beint framhald af þeim sem hann gerði á fyrri hluta 3. ára- tugarins? Ihvers þágu er hinn niðr- andi tónn? Hann hljómar líkt og gamalt rifridli um það hver hafi verið fyrsti landnámsmaðurinn. Það mætti halda að hið þjóðlega málband sem listamaðurinn var mældur með forðum sé nú orðið að alþjóðlegum tommustokk. Verkin og hugmyndirnar; lífsstarf lista- mannsins skiptir ekki lengur máli nema sem íþróttamet. Það er kann- ski engin furða í heimi þar sem mest ríður á að vita: Hver söng lengst í baði; hver át flest egg í einu; hver stóð á hæstu flaggstöng- inni... M.ö.o. þá virðist svo sem minn ágæti kollegi sé að reyna að troða listinni inn í heimsmetabók Guinness. Með gull í Vésteinn Lúðvíksson: Guðmundur Hreinn með gull í nögl. Mál og menning 1983. Þess sjást ýmis merki í íslenskri barnabókagerð, að þar sé hvers- dagsleikinn að hopa á hæli fyrir ævintýrinu. Þessi tvö tilvistarplön runnu saman í tveim sögum sem Vésteinn Lúðvíksson hefur sett saman um Sólarblíðuna. Og nú hefur hann stigið skrefið til fulls og semur hreinræktað ævintýri ef svo mætti að orði komast - ævintýri með barnshvarfi, ánauð, myrkra- stofu, hjálpfúsri dís, hamskiptum og lausn úr álögum. Drengur fæðist í litlu húsið við sjóinn og það er að honum mikill fögnuður. En barnlaus hjón og ágjörn ræna honum til að nota hann og græða á honum - og tekur þó út yfir, þegar sá galdur kemst upp, að gullnögl vex á drengnum. Þá er honum hent í myrkrastofu til að engirin annar viti af auðlegð hans. En af því hann er góður við mýsnar sem deila með honum myrkrastofunni og syngur fyrir þær, gefur dís ein honum kost á að sleppa - ef móðir hans tekur við honum í hve herfilegri mynd sem hann kann að birtast. Allur efniviður sögunnar er úr tímaleysi ævintýrisins - að því undanskildu að hjónin gráðugu aka í bíl. Byggingin er einnig ævintýranna höfundarlausu. Ást og þolgæði sem sigrast á ágirnd og Arni Bergmann skrifar sérgæsku er og gott og gilt ævintýr- aþema. Það sem helst orkar tvímæ- Iis er ýmislegt sem tengist lausn Guðmundar Hreins úr prísund: móðir hans hefur nefnilega enga raunverulega möguleika til að bera kennsl á barn sitt í mynd þeirra ógeðslegu kvikinda sem heimsækja hana. Aftur á móti er það ekki nema rétt og skynsamlegt, að ósköpin ganga yfir drenginn og móður hans án þess að nein sekt sé á ferðum: fórnarlömb ágirndarinn- ar eru reyndar saklaus. Vésteinn skrifar knappan og ein- att fallegan texta og myndir Ró- berts Guillemette eru hinar glæsi- legustu og með sönnum ævintýra- blæ. ÁB. ’

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.