Þjóðviljinn - 23.12.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.12.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fðstudagur 23. desember 1983 bókmenntir KRAFTAVERK heillar kynslóðar Guðjón Friðriksson skrifar Nú fyrir jólin kom út önnur endurminningabók Einars Olgeirs- sonar er nefnist Kraftaverk einnar kynslóðar. Sú fyrri, í skugga heimsvaldastefnunnar, kom út 1980. Það er Jón Guðnason sagn- fræðingur sem skráð hefur báðar þessar bækur. Kraftaverk einnar kynslóðar er mikil bók, 400 blað- síður, og ríkulega myndskreytt. Hér segir Einar Olgeirsson frá því hvernig sósíalíSkar hugmyndir hans vakna í æsku, námi hans og því hvernig róttæk verkalýðs- og stjórnmálahreyfing kemst á legg og verður sterk og voldug. Sjálfur er hann gerandi í þessari baráttu og á stóran þátt í þróun íslenskra stjórn- mála á þessari öld. Bók þessi er því ómetanlegur vitnisburður mikils leiðtoga. Jafnframt er hún óður til félaga hans í þessari baráttu, innan lands og utan, þekktra sem ó- þekktra. Einar rekur gang mála allt til tímamótaársins 1942. Þegar Einar Olgeirsson er 15 ára fór hann fyrst að brjóta heilann um þjóðfélagsmál og varð ljóðabók Guðmundar Guðmundssonar skólaskálds, Friður á jörðu, einna fyrst til að vekja hann til umhugs- unar. Um svipað leyti kynnist hann georgismanum og fer þá að velta fyrir sér íslenska þjóðfélaginu. Sú bók sem hafði þó mest áhrif á hann að eigin sögn var bók á dönsku: Gensidig Hjælp eftir anarkistann Krapotkin. Hún átti mest allra bóka þátt í að gera hann að sósía- lista. Þá var hann í síðasta bekk menntaskóla. Um svipað leyti kynnist hann Ólafi Friðrikssyni og 19 ára gamall gengur Einar í Jafn- aðarmannafélag Reykjavíkur. Brautin var mörkuð. Eins og jafnan í skrifum Einars er hann glöggur á hið sögulega og alþjóðlega samhengi og má segja að bókin sé vörðuð innskotsköflum þar sem málin eru reifuð frá víðara sjónarhorni. Hann lýsir andstæð- unum í þjóðfélagsgerðinni og hvernig hinn sterki uppreisnarandi hinna snauðu er smám' saman virkjaður til sameiginlegra átaka, en jafnframt veilunum í hreyfingu sósíalista, klofningi í sósíaldem- ókrata og kommúnista. Að loknu þriggja ára námi í Þýskalandi, þar sem hann tekur virkan þátt í samtökum kommún- ista, kemur hann til Akureyrar og ákveður að helga verkalýðshreyf- ingunni starfskrafta sína þó að hon- Einar Olgeirsson um bjóðist styrkur til frekara há- skólanáms. Einhver forvitnilegasti kaflinn í þessari bók fjallar um það hvernig verkalýðshreyfingin og Jafnaðar- mannafélagið sækir hratt fram á Akureyri undir ótvíræðri forystu Einars á árunum 1924-1931. Það er eitt af ævintýrum íslenskra stjórn- mála. Er Einar flytur þaðan er hreyfing sósíalistá orðin sterkasta stjórnmálaaflið í bænum. Jafn- framt lýsir hann stofnun Alþýðu- sambands Norðurlands og vexti róttækrar hreyfingar um allt Norð- urland. { þriðja kafla bókarinnar er lýst stofnun Kommúnistaflokksins og aðragandanum að henni. Sósíal- demókratar höfðu knúið það fram árið 1926 að Alþýðuflokkurinn gengi í 2. alþjóðasamband sósíal- demókrata sem hafði hafnað al- þjóðahyggju verkalýðsins og var því eitur í beinum kommúnista. Þegar svo Alþýðuflokkurinn styð- ur stjórn Framsóknarflokksinsn 1927-1931 magnast enn víðsjár í hreyfingunni. „Framsóknarflokk- urinn kom yfirleitt fram hagsmunamálum sínum, en Alþýð- uflokkurinn aðeins nokkrum...“, segir hann á einum stað. Til dæmis var afnám fátækralaganna ekki gert að skilyrði fyrir stuðningi við stjórnina. Einar gerir mikið úr áhrifavaldi Jónasar frá Hriflu á þessum árum og segir hann m.a. hafa náð tangarhaldi á mönnum sem áður voru einlægir kommún- istar og nefndir þar m.a. Pálma Hannesson og Sveinbjörn Högna- son. Jónas hafði mjög ákveðnar hugmyndir um það hvernig íslensk stjórnmál ættu að þróast og komm- únistar voru á skjön við þá draum- sýn. Var þá farið út í það, bæði af Jónasi sem menntamálaráðherra og foringjum Alþýðuflokksins að reka þá eða banna starfsemi þeirra hvar sem því varð við komið. Kommúnistar voru víða reknir úr verkalýðsfélögum, þar sem þeir voru í minni hluta, og einnig úr skólum og jafnvel af spítölum. Sjálfur var Einar rekinn úr starfi forstjóra Síldareinkasölu ríkisins en í það starf var hann ráðinn vegna frumkvæðis og dugnaðar við að afla markaða erlendis. Einar segir Kommúnistaflokk íslands hafa verið fyrsta nútíma- stjórnmálaflokkinn á íslandi. Skipulag hans var mjög fastbundið og aðrir flokkar fóru síðan í það að skipuleggja sig betur er þeir sáu hverjum árangri kömmúnistar náðu. Einhverjir fallegustu kafl- arnir í bókinni eru um hina fjöl- mörgu félaga hinriar sósíalísku hreyfingar, hugsjónaeld þeirra, fórnfýsi og dugnað. Ekki verður í stuttum ritdómi sem þessum gert annað en stikla á stóru því að bókin er þykk og les- málsmikil og margt forvitnilegt og fróðlegt ber á góma. Lýst er hinum hörðu átökum kreppuáranna, bar- áttu við fasisma og auðvald, sundr- ung og samfylkingu, stofnun Sósí- alistaflokksins og skinum og skúrum á fyrstu árum seinna heimsstríðsins. Það sem vekur kannski mésta forvitni í bókinni eru frásagnir Ein- ars af tengslum Kommúnista- flokksins við Alþjóðasamband kommúnista sem mjög hefur verið gagnrýnt af andstæðingum hans. Segir hann þessi tengsl og tengslin við Sovétríkin hafi verið geysilega mikilvæg á þessum árum. Hann segir orðrétt: „Með rússnesku byltingunni og stofnun Sovétríkjanna var brotið skarð í heimsyfirráð yfirstéttanna, auðvalds og stjórjarðeigenda. Þótt afturhaldsöflunum hefði ekki tek- ist að koma bylingarstjórninni á kné, þá vissum við, að þau ólu stöðugt með sér óskir um að geta afmáð Sovétríkin, þennan fyrsta vísi að sósíalísku ríki á jörðinni. Það var þess vegna eðiilegt, að kommúnistar um allan heim gerðu það að veigamiklu baráttumáli að slá skjaldborg um Sovétríkin og andníðinu um þau, sem rekið var eins og stórvirkur iðnaður í kapítal- ísku löndunum. I Sovétríkjunum tóku kommúnistar í fyrsta skipti ríkisvaldið í sínar heldur og allt það, sem því fylgir, en af því spruttu síðar mikil vandamál og sorgaratburðir.“ Síðar talar Einar um ægilega og sorglega valdníðslu sem beitt hafi verið gegn þúsundum kommúnista af valdakerfi Sovétríkjanna. Einar kom nokkrum sinnum til Moskvu á þessum árum og er frásögn af því öll hin merkilegasta t.d. frásögn hans af Búkharín á heimsþingi Al- þjóðasambands kommúnista 1928. Bókin Kraftaverk einnar kyn- slóðar er stórfenglegur vitnisburð- ur um langt ævistarf. Það má líta á það sem eins konar manifesto Ein- ars Olgeirssonar er hann lítur yfir æviveginn. Fyrir þá sem vilja skilja íslensk stjórnmál frá því að stétta- baráttan hófst fyrir alvöru er hún ómissandi - hún er lykill að því sem gerðist á fyrri hluta aldarinnar, inn- sýn inn í hugsunarhátt heillar kyn- slóðar. Hún er líka dæmi um það hverju samtakamáttur, fræðsla og menntun frá komið til leiðar. Ljósmyndir Skafta Arni Bergmann skrifar Heimildaljósmyndir Skafta Guðjónssonar. A tímum friðar og ófriðar, 1924-1945. Textahöfundur Guðjón Friðriksson. Hagall 1983. Skafti Guðjónsson bókbindari skildi eftir sig mikinn fjölda ljós- mynda, sem á síðari árum hafa prýtt margar greinar og bækur. Og nú hefur verið valið úr þeim til að setja á bók - með henni fylgir greinargóð frásögn Guðjóns Friðrikssonar, sem einnig hefur samið texta við myndirnar. Skafti var áhugamaður og ljós- myndatækni vanþróuð miðað við það sem síðar varð. Því er ekki nema eðlilegt, að ýmsar myndir hans eru „gallaðar" að því er varðar lýsingu eða skýrleika. En það er fengur í þeim langflestum. Hvort sem þær geyma söguleg atvik eða Skafti Guðjónsson. andrúmsloft þeirra tíma sem við tengjum við Alþingishátíð, kreppu, stéttaátök, hernám og lýð- veldisstofnun. Myndirnar vekja ánægju með mismunandi hætti. Á bls. 18 er til dæmis mynd frá miðbænum í há- tíðaskapi árið'1930 og hefur mörg einkenni góðs málverks ef svo mætti segja. Á bls. 43 eru borgara- leg hjón um borð í Gullfossi og manni kemur strax til hugar, að ágæt smásagá gæti sprottið fram úr penna þess sem lengi virti slíka mynd fyrir sér. Sama má segja t.d. um mynd á bls. 103 af saumaklúbbi ungra stúlkna í miðju ástandinu: hvað eru þær að hugsa þessar fimm stúlkur, eru þær að forðast sollinn? Eru þær að plata einhvern? Svo mætti lengi telja. Og svo eru marg- ar myndir sem gera ýmsa atburði „áþreifanlega" sem maður hafði lesið um: Díönuslagurinn 1933, ósigur ítalska loftflotans eftir Hall- dór Laxness o.s.frv. Gamlar ljósmyndir hafa ein- kennilegan þokka. Kannski er það vegna þess að við höfum til- hneigingu til að trúa þeim öðrum heimildum fremur? Eða þá vegna þess að gömul mynd gefur eigin hugarflugi meira svigrúm en texti? ÁB Af lífshlaupi Árni Bergmann skrifar Ellefu líf. Saga um lífshlaup Brvnhildar Georgíu Björnsson-Borger. Steingrímur St. Th. Sigurðsson ritaði og skrásetti. Örn og Örlygur. Steingrímur Sigurðsson hefur aftur tekið til við ritstörf eftir langa göngu yfir myndverkið. Hann hef- ur fundið sér lífsreynda konu að skrifa um, sonardóttur Sveins Björnssonar forseta, sem ólst upp í Þýskalandi nasismans, lifði stríðs- lok í Danmörku, sat á táningaaldri á Béssastöðum, giftist í Argentínu, kom heim og hefur bætt á sig fjór- um eiginmönnum síðan. Þegar lesin er viðtalsbók kemur upp sérstæður vandi: hverjir eru verðleikar (eða syndir) sögumanns og hverjir skrásetjarans? Það má gera ráð fyrir því að bæði Steingrímur og Brynhildur séu það sem kallað er „hresst fólk“. En þessi lesandi hér hallast að því, að Steingrímur hafi ráðið mestu um að úr verður röskleg frásögn og Brynhildur hefur margt reynt í ekki smámunasöm. ýmsum löndum og er því bókarefni að íslenskum sið. En satt að segja verður það óvenju áberandi hér, hve miklu betur fólki lætur að rifja upp bernsku- og uppvaxtarár en að segja frá því sem fyrir ber eftir tví- tugt. Uppvaxtarárin eru miklu læs- ilegasti hluti bókarinnar, já, og ým- islegt í Argentínukaflanum, en síð- an fer allt að gerast í stórum stökkum. Viðhorf Brynhildar eru svo kafli út af fyrir sig: þjóðverjavináttan, danahatrið og margt fleira. Steingrímur leggur einu sinni krók á leið sína til að firra sig ábyrgð á meintum fláttskap kaþólskra nunna 1 Argentínu. Hann hefði, úr því hann var að þessu á annað borð, gjarna mátt bæta við einhverju frá eigin brjósti um þá fáránlegu hug- mynd Brynhildar að gyðingar í Argentínu hafi stolið ösku lítils barns til „afguðadýrkunar“. ÁB.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.