Þjóðviljinn - 24.12.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.12.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 24.-25. desember 1983 skammlur Af j ólastemmningu Það var fyrir viku, nei, ætli það sé ekki orðinn svona sirka hálfur mánuður síðan, að konan mín vakti mig upp um miðjan dag, þar sem ég hafði lagt mig og tók svo til máls: „Ég er hætt þessari andskotans dellu“. Ég hafði legið á bakinu og gat þess vegna breytt um stellingu með því að snúa mér á hliðina. Svo reyndi ég að sofna aftur, en sagði í leiðinni: „Jæja, elskan mín. Það er ágætt“. „Þetta er komið gersamlega úr böndunum", sagði hún strax, einsog til að reyna að ná mér, áður en ég sofnaði aftur - „bara komið útí hreint vanvíð". Ég tók mjög ákveðið undir þetta, kannske frekar til að fá að klára nokkuð notalegan draum, heldur en útaf því að ég vissi fyrir víst hvað væri komið úr böndunum, af því sem þá einhvern tímann hafði komist í bönd. „Ég er búin að tala um þetta við mömmu, systkini mín, fólkið þitt og alla, og það eru allir sammála um að þreyta þessu“. „Nú, er þá ekki réttast að breyta þessu bara“, svar- aði ég og sneri mér á hina hliðina. „Er hægt að fá viðtal við þig?“ sagði hún nú, og ég skynjaði það af hljómfalli orðanna og nærri hálfrar aldar sambúðarreynslu, að hér var ekki verið að biðja urn viðtal, heldur tilkynna, að samræður voru hafnar. Ég svaraði ekki strax, en hugsaði sem svo: „Hvað ætli hann afi hefði sagt, ef hún amma hefði ráðist svona á hann með kjafti og klóm í miðjum eftir- miðdagsblundi á meðan steikin í maganum var að ryðja sig“. Við þessa hugsun rann mér svolítið í skap, og ég svaraði: „Já, elskan mín“. Eitthvað hefur það verið í málblænum sem olli því að þessi sakleysislega athugasemd kom henni í tals- vert uppnám. Maður er fljótur að finna svoleiðislagað eftir þrjátíu ára málþófsgiímu. Ég fann að ég var að ná undirtökunum. „Fyrirgefðu að ég skuli vera til“, sagði hún nú. Þessi gambítur hefði komið á mig flatan fyrir svona tíu tutt- ugu árum og ég hefði hugsað sem svo: „Maður á nú að vera eins og manneskja við fólk, sem manni þykir vænt um“. Ég hefði semsagt orðið sakbitinn, staðið upp, kysst hana á kinnina og sagt: „Hvað er það, sem er farið úr böndunum, elskan mín?“ En með árunum er ég orðinn mun illvígari en ég var áður, svo ég velti mérfimlegaframúrsóffanum-þetta er einmitt sjónvarpssóffinn - já, semsagt fimlega framúr sóffanum, fór framá klósett og læsti dyrunum. Ég sé það núna, þegar ég fer svona að hugleiða þetta eftirá, að þarna tefldi ég á tæpasta vaðið. Þessi framkoma var ekki bara óviðeigandi, heldur getur svona skortur á lágmarksháttvísi í samskiptum orðið til að veikja stöðuna talsvert í valdastreitu hjónabands- ins. Þegar ég kom aftur af klósettinu, var á henni meira en lítið fararsnið. Hún var raunar, að snarast út úr dyrunum. (Ég gleymdi að segja frá því að hún vinnur fyrir og eftir hádegi, svona einsog til að leggja lítinn skerf af mörkum til að halda heimilinu gangandi). Lík- lega var hún að verða of sein úr hádegismat. Ég fann að ég var kominn með mjög veika stöðu, var eiginlega ekki með neinn nothæfan gambít á tak- teinunum. Svo ég hugsaði sem svo: „Nú er að leika biðleik". Síðan sagði ég: „Ætlaðirðu ekki að tala eitthvað við mig?“ Nú hefði hún - ef hún hefði verið ættuð frá Neðra- Hundagerði á Kjalarnesi, einsog ég - vafalaust komið með neyðarlegar athugasemdir um ferðir mínar á náðhúsið, þegar hún þarf að tala við mig, og kryddað svo ræðu sína með athugasemdum um hægðir og þvaglát. En hún er ættuð vestan úr Dölum, komin í beinan kvenlegg af Melkorku Mýrkjartansdóttur kon- ungs, svo hún brá fyrir sig drottningarbragði með við- eigandi holningu. Það gerir hún með því að verða dálítið fött í bakinu. Svo sagði hún vorkunnsamlega og með talsverðri forakt: „Æ, góði þegiðu". Nú mundi eflaust margur hyggja að þennan hnút hefði mátt leysa með því að hún færi í vipnuna og ég legði mig aftur. En hér var komið í óefni. Ég var orðinn svo forvitinn að vita, hvað það var sem hún ætlaði að segja við mig, að ég var hreint alveg að drepast. Eg ákvað að gera tilraun, sem ég þó vissi fyrirfram að var fordæmd, og sagði: „Hvað er að fara úr böndunum, elskan mín?“ En hún snaraðist útúr dyrunum og sagði í gættinni, talsvert snúðug: „Vill yðar hátign ekki bara ganga til náða aftur?" Nú er Ijðin vika, nei ætli það sé ekki að verða sirka hálfur mánuður síðan þessi ósköp dundu yfir, og enn hef ég ekki fengið að vita, hver andskotinn er eiginlega að fara úr böndunum á þessu annars yndislega heim- ili. skráargatiA Auglýsingar Tímans hafa verið heldur í skötu- líki núna í jólamánuðinum. Fyrst lentu þeir Tímamenn í að stela nokkrum síðum úr jólagjafa- handbók D&V í sína jólagjafa- handbók og urðu að borga stórfé í skaðabætur. í jólamánuðinum hafa þeir Tímamenn sent frá sér tvöföld jólablöð og þegar þau eru grannt skoðuð eru allar auglýs- ingarnar í þeim báðum frá kaupfélögum landsins. Ekki höfðu þeir Tímamenn samt svo lítið við að spyrja alla kaupfé- lagsstjórana leyfis, heldur birtu einfaldlega auglýsingarnar í trausti þess að þær yrðu borgað- ar. Þetta eru nú vinnubrögð í lagi. / fyrradag birtist í Helgarpóstinum viðtal við dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóra og var fyrir- sögnin á því: „Konan mín segir að ég hafi ekkert vit á peningum". í tilefni af þessu orti -s eftirfarandi vísu: Sannleikanum fáir flfka, frúin lítið ýkja þarf, þetta sagði þjóðin líka, þú ættir að breyta um starf. Zverrir Hermanzzon Iðnaðarráðherra gaf fræga fyrirskipun um að rita setu í plöggum ráðuneytisins og stóran upphafsstaf í nafni þess. Fyrrnefndur -s orti þá ennfrem- ur: Zverrir: Sýpur liðið seyðið af Rita skal með stórum staf stöðu mína og heiti. Sýpur liðið seyðið af (s)(z)etu í ráðuneyti. Tilskipun Zverris á sér nokkuð langan að- draganda. Þannig var að í tíð Magnúsar Torfa Ólafssonar sem menntamálaráðherra var staf- setningarreglum breytt en síðan urðu nokkrir þingmenn með Zverri Hermanzzon í broddi fylk- ingar til að flytja þingsályktunart- illögu um að z yrði aftur tekin í málið. Varð þetta mikið hitamál og ákváðu andstæðingar z-unnar að halda uppi málþófi til þess að hún yrði ekki afgreidd. Var þæft um z-una heila nótt og tókst ekki að koma henni í gegn. Ragnhild- ur Helgadóttir var þá forseti neðri deildar og hún var jafn- framt hlynnt því að z-an yrði tekin í ritmálið á ný. Á þessum næturfundi kom Zverrir Her- Ragnhildur: Lenti í vandræðum með Zverri mannzzon mjög við sögu og missti stjórn á skapi sínu, tók stól og setti hann beint fyrir framan Magnús Torfa sem þá var í ræðu- stól og var með stöðug frammí- köll. Lenti Ragnhildur í hinum mestu erfiðleikum í fundarstjórn- inni og kannski á hún eftir að muna Zverri þegjandi þörfina nú þegar hann leitar til hennar með z-una sína milli jóla og nýárs. Fleira mun vera í þessu máli. Bensínsala mun mjög hafa dregist saman á þessu ári vegna efnahagserfið- leika fólks og mun það hafa ekið mun minna að óþörfu heldur en á fyrri árum. Þannig mun t.d. bens- ínsalan á Olís-stöðinni við Álf- heima hafa dregist saman um 40 þúsund lítra á árinu. Bankamenn og kredítkortamenn munu vera uggandi vegna kredítkortaæðis- Jóhannes: Þetta segir þjóðin líka ins sem verið hefur nú í jólamán- uðinum. Þegar fólk byrjar með þessi kort fær það nefnilega greiðslufrest í allt að hálfan ann- an mánuð og sumir hafa séð sér fært að halda jólin hátíðleg ein- ungis með því að fá þetta lán í fyrsta sinn nú í desember og fleyta þannig skuldasúpunni fram um nokkrar vikur. En svo kemur að skuldadögunum. Það er nefni- lega þannig að hægara er í að komast en úr að komast. Reynslan verður oft sú að allt kaupið fer í að borga aðra reikninga. Nýtt tímabil hefst jafnan eftir 20. hvers mánaðar og urðu alveg gífurleg innkaup t.d. nú 21. desember og sáust varla seðlar í sumum búðum. Alt var greitt með kredítkorti. Óttast kredítkortamenn að meðal þess fólks sem nú hafi fengið sér kort sé fólk sem sé á barmi örvænt- ingar vegna atvinnuleysis eða lágra launa og muni ekki reynast borgunarmenn þegar þar að kemur. Jón Gauti: Skálkarnir á bak við Höfuðpaurar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Garðabæjar, Sigurður Sigurjóns- son og Árni Ólafur Lárusson reyna nú sem endranær að skýla sér bak við bæjarstjórann, Jón Gauta Jónsson og kenna klaufa- skap hans um hvernig fór með læknamálið. Jón er aftur kok- hraustur og skellir skuldinni á „þessi fjögur Alþýðubanda- lagsatkvæði" í bænum og nafn- greindan lækni í Hafnarfirði.Það er Sigurður Sigurjónsson sem er hugmyndafræðingurinn að baki sjúklingasöfnunarinnar og eftir honum eru þau orð höfð að nú þurfi bara að fara í almennilega ameríska auglýsingaherferð, þá gangi þetta allt saman upp. En læknafélögin eru á öðru máli og því fór sem fór: Aðeins nokkur hundruð Garðbæingar hafa skipt um lækni og bæjarsjóður verður að halda uppi læknunum tveimur í rándýru húsnæði og á kauptryggingu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.