Þjóðviljinn - 24.12.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.12.1983, Blaðsíða 5
Helgin 24.-25. desember 1983 WÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Manntal á íslandi Vesturamtið komið út Kaflar úr pré- dikun s. Pjeturs Maackí Lang- holtskirkjuflutt í útvarpisunnu- daginnl8. des- ember. Ættfræðifélagið hefur nú sent frá sér annað bindi af manntalinu 1845 og er það Vesturamtið en alls verða bindin þrjú af þessu manntali. Manntöl hafa margvíslegt gildi, bæði hagnýtt og sagnfræðilegt, þegar frá líð- ur. Öll manntöl eru mikilsverðar heim- ildir við ættfræðirannsóknir. Hvar sem ættfræði kann að verða skipuð í flokk fræðigreina, verður því með engu móti neitað, að hún er nauðsynleg hjálpar- grein annarra fræðigreina, svo sem sagnfræði (ekki síst hagsögu), mann- fræði, erfðafræði og ýmissa greina iæknavísinda. Það er því harla fávíslegt hjal, þegar farið er niðrandi orðum um ættfræðirannsóknir. Gildi manntala fyrir ættfræðina er þó mismunandi mikið eftir því, hvað tekið er fram í aðalmanntölunum. í hinum elstu manntölum, svo sem frá 1703, 1762 og 1801, er ekki getið um fæðing- arstað fólks. Það er hinsvegar gert í manntalinu 1816, sem einmitt af þeim sökum hefur ómetanlegt gildi, en getur ekki talist til aðalmanntala vegna varð- veislu þess. 1 aðalmanntölunum 1835 og 1840 er ekki getið um fæðingarstað fólks. í aðalmanntalinu 1845 er tekin upp sú nýbreytni að geta um fæðingar- sókn fólks. Með því einu að nota á víxl manntöl og prestþjónustubækur er nokkur von, að árangurs megi vænta af ættrakningu frá nútímanum og svo sem tvær aldir aftur í tímann. Af framansögðu má eðlilegt teljast að Ættfræðifélagið réði til atlögu við manntalið 1845, eftir að lauk útgáfu Manntals á íslandi 1801. Margt skemmtilegt er hægt að lesa út úr manntölum auk ættfræðifróðleiks. Mörg bæja- og tómthúsnöfn, sem nú eru sum horfin, eru t.d. mjög skemmti- leg. í Ingjaldshólssókn á Snæfellsnesi eru t.d. bæirnir Gella, Kofi, Keisara- búð, Teinahringur, Öskuhlíð, Dumpa, Leggur, Hnúta, Snoppa, Löpp, og Lukka. í Fróðársókn eru Pínukot, Dallur, Róm, Langhryggja og Seigla. Og í Setbergssókn eru Pumpa og Spjör. - GFr. Snakk um pólitík hér fellur dautt, þetta er málefni uppá líf og dauða í hrikalegustu mynd sem við höfum nokkru sinni staðið frammi fyrir. En við sátum hjá, ég vikna og óþægilegurstingurferum magann. Darraðardans einhverra borðalagðra úti í heimi með lífið mitt í hendi sér er vitneskja, sem mér er ekkert vel við. Mannkyns- sagan segir mér nefnilega, að þeim er ekki treystandi nú frekar en . áður. Jólin eru mér áminning um stöðu mína og ábyrgð og þegar ég í dag heyri rödd hrópandans, sem segir mér að gera beinan veg Drottins, finn ég, að ég á margt ógert svo vegur Drottins verði beinni og því mótmæli ég en vil ekki sitja hjá og fljóta þannig sofandi og þegjandi að feigðarósi sprengjunnar. Megi Guð gefa okkur jól, hlust- andi minn nær og fjær. Megi Guð gefa okkur tæra gleði yfir komu frelsarans og vitund um ábyrgð okkar sem fullgildir verkamenn í víngarði Guðs. Hlýðum rödd hróp- andans, sem berst nú um margvís- legareyðimerkurmannkyns: Gjör- ið beinan veg Drottins! hjálparstarfsins er einnig þróunar- verkefni í S-Súdan þar sem tveir íslendingar starfa, Póllandshjálp og innanlandshjálp. Framlögin komast til skila. Þau renna ekki í gegnum ríkisstjórnir fjarlægra; landa, heldur til verkefna sem kirkjan hefur sjálf á hendi í sam- vinnu við þiggjendur hjálparinnar. Vakið, skynjið að tíminn er í nánd. Sá sem líknaði og hjúkraði, sem rétti þjáðum virka hjálpar- hönd, þessi sem gaf mér og þér sitt líf með því að deyja á krossi svo við mættum lifa, maðurinn sem tók sér i barn í fang og sagði: Hver sem tekur á móti einu slíku barni í mínu I nafni, hann tekur á móti mér, hann líknarinn - friðflytjandinn og frels- arinn, hann er að koma í heiminn og það er honum til heiðurs, sem við undirbúum jólin, það er sjálfur líknarinn, og frelsarinn er tilefni jólaundirbúningsins. Eða er það svo; erum við að undirbúa jól þar sem sjálfu tilefn- inu hefur verið gleymt? Munum við gefa tilefninu, sjálfum frelsar- anum hlutdeild í okkar jólaborði, eða verður það fjárhúsið, jatan og krossinn sem enn um sinn verður hans hlutskipti? Verðum við vak- andi, í viðbragðsstöðu, tilbúin þeg- ar konungurinn kemur? Eða fer fyrir okkur eins og þeim sem voru á vettvangi í Betlehem? Kemur konungurinn kannski okkur að óvörum eða með öðrum hætti en við reiknuðum með? Ekki gerði litla stúlkan hans H. C. Andersen þessi með eldspýturnar nein boð áj undan sér. Heldur ekki þegar grát-1 andi barnið var lagt í jötuna í fjár- húsinu forðum. Við eigum von. Von sem er koma Krists í heiminn. Látum von- ina ekki fara út í veður og vind, drukkna í svefni og doða, koðna í eftirsókn eftir vindi. Tjáum von með að rétta þjáðum hjálparhönd, svara kallinu og vakningu þjónust- unnar í nafni réttlætis, friðar og kærleika. Amen. j • t HLUTIAF KOKUNNI — HANNE :r IANGSUERSTUR íí appdrætti Há^kólans heldur upp á 50 ára afmæli með glæsilegri vinningaskrá. Vinnings- upphæðin er tvöfalt hærri en á liðnu ári, og mögu- leiki er á 9 milljón króna vinningi á eitt númer. Ævintýralegt. En það eru líka 5000 aukavinningar á 15.000 krónur hver, auk fjölda annarra vinninga. HHÍ heldur enn hæsta vinningshlutfalli í heimi, 7/10 „kökunnar“ kemur í hlut ykkar, sem spilið með og hljótið vinning. Líttu inn hjá umboðsmanninum. Þar færðu miða - og möguleika á vinningi. VINNINGASKRÁ 9 @ 1.000.000 9.000.000 9 200.000 1.800.000 207 100.000 20.700.000 2.682 20.000 53.640.000 21.735 4.000 86.940.000 109.908 2.500 274.770.000 134.550 446.850.000 450 aukav. 15.000 6.750.000 135.000 453.600.000 ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.