Þjóðviljinn - 24.12.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.12.1983, Blaðsíða 7
Jólaskákþrautir Þj óðvilj ans Jólaskákþrautir hafa löngum þótt heillandi viöfangsefni þeg- ar róast hjá mönnum og tími til ígrundunar flóknum viðfangs- efnum gefst. Þjóöviljinn hefur nokkur undanfarin ár birt jóla- skákþrautir og veröur svo enn. Þaö þarf auðvitað ekki að fara mörgum orðum um það að skák- þrautir geta tekið á sig ýmsar myndir og skákþrautasmiðir eru óþreytandi í því að finna nýstár- legar þrautir. Á íslandi hefur farið heldur lítið fyrir skákþrautum í umfjöllun dagblaða, og er ástæðan sennilegast sú að þeir sem lentir eru í þvf að skrifa um skák í blöðin eru of uppteknir af að skýra frá helstu skákviðburðum. í þau skipti sem skákþrautir komast á prent er þar sjaldnast um að ræða þá tegund þrauta sem mörgum finnst hvað skemmtilegastar, hjálparþrautir. Hvítur eða svartur hjálpar hinum til að framkalla vinning eða á- kveðna stöðu. Dæmi: - Þetta er gamalt dæmi eftir Paul Benkö. Svartur á að hjálpa hvítum til að máta sig í aðeins 2 leikjum. Lausnin er einföld en formfögur: 1. D\a4+ Kxa4 2. Rc3 mát. Það sem er athyglisverðast við þessa þraut er í fyrsta lagi það að lausn hennar rekst á þá kenningu að tveir riddarar og kóngur gegn kóngi eigi ekki að geta mátað óvinakóng ef rétt er á spöðum haldið. Annað er eftirtektarvert að þrautin heldur sér óbreytt jafnvel þó svartur eigi leik. M.ö.o. svartur á leik og verð- ur hjálpað, mátaður í 2 leikjum. Lausnin er þessi: 1. Kc4 (ath. að sv. leikur fyrst) Kbl 2. Kb3 Dg8 mát! Skýrist þá málið og við komum að þraut nr. 1: Þessi staða kom upp eftir fjórða leik svarts. Hvernig féllu byrjun- arleikirnir? (Fjöldi leikjanna er mikilvægur við ráðningu þessarar lausnar, því hægt er að fá þessa stöðu upp eftir þrjá leiki). Aðrar þrautir en þessi eru af venjulegu gerðinni: Þraut nr. 2 abcdefgh Hvítur mátar í 2. leik. Þraut nr. 3 abcdefgh Hvítur mátar í 2. leik. Þraut nr. 4 abcdefgh Hvítur mátar í 3. leik. Þraut nr. 5 Hvítur mátar í 4. leik. Þraut nr. 6 abcdefgh Hvítur mátar í 5. leik Þraut nr. 7. Hvítur leikur og vinnur. Lausnir verða birtar í næsta helg- arblaði Þjóðviljans sem kemur út á gamlársdag. Helgi Olafsson tók saman Helgin 24.-25. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Norræn jól 1983 Út er komið ritið Norræn jól, sem Reykjavíkurdeild Norræna félagsins á Islandi gefur út. Útgáfa ritsins var á sínum tíma hafin þegar Danmörk og Noregur voru komin undir hæl nasista á stríðsárunum. En svo lagðist útgáfan niður þar til í fyrra að hún var hafin á ný. Ritið er sérlega vandað bæði að efni og útliti. Af efni í ritinu má nefna jólahugleiðingu eftir Sigur- björn Einarsson biskup, kveðju frá Mauno Koivisto forseta Finnlands, minningargrein um dr. Gunnar Thoroddsen, sem Gylfi Þ. Gíslason ritar og minningargrein um dr. Sig- urð Þórarinsson sem Gils Guð- mundsson ritar, og birt er ljóða- þýðing eftir dr. Sigurð Þórarins- son. Þá eru og ljóðaþýðingar eftir Snorra Hjartarson og Ólaf Jóhann Sigurðsson. Loks má nefna Grundtvigsminningu eftir séra Eirík J. Eiríksson. Fyrr á þessu ári kynnti bankinn tölvuþjónustu fyrir húsfélög, sem hefur mælst mjög vel fyrir. Nú bjóðum við, enn með fulltingi tölvunnar okkar, nýja GIRO inn- heimtuþjónustu. Hún er sérstaklega sniðin fyrir þá sem þurfa að innheimta húsaleigu, félags- gjöld, áskriftargjöld og önnur afnotagjöld með reglulegu millibili. H^áðgérif t5lvan "jýrírÞ‘97 1. Hún skrifar út A-GIRO seðil sem sendur er til greiðenda. Giro- seðilinn má síðan greiða í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum. Einn hluti seðilsins er kvittun til greiðanda og ber með sér skýringu á greiðslu. 2. Hún getur breytt upphæðum í samræmi við vísitölur og reiknað dráttarvexti, sé þess óskað. 3. Eigandi innheimtu getur fengið stöðulista skrifaðan úr tölvunni. Hann upplýsir m.a. hverjir eru búnir að greiða og hvenær síðast var greitt. GIRO innheimtuþjónustan er enn ein þjónustunýjungin frá Verzlunar- bankanum, kynntu þér hana. Upplýsingar eru fúslega veittar á öllum afgreiðslustöðum bankans. V€RZLUNRRBRNKINN Bankastræti 5 Arnarbakka 2 Grensásvegi 13 Laugavegi 172 Umferöarmiðstööinni v/Hringbraut Vatnsnesvegi 13, Keflavik Þverholti, Mosfellssveit Húsi verslunarinnar, nýja miðbænum AUK hf. Auglysingastofa Kristinar 43.52

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.