Þjóðviljinn - 24.12.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.12.1983, Blaðsíða 9
Helgin 24.-25. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Þessar þrautir fyrir fólk á ölium aldri eru teknar úr bókinni Heila- brot og voru forráðamenn Bókaút- gáfunnar Vöku svo vinsamlegir að heimila okkur þær til birtingar. Vonandi hafa einhverjir gaman af að spreyta sig á þessu yfir hátíðarn- ar. teJrotoríjtt RRR R00 RRR RRR 1 Settu tölur í stað bókstafanna og gáðu hvernig þetta deilingardæmi liti út ef það væri í reikningsbók en ekki tómstundabók frá Vöku. 2 Tveir iðnnemar, Aðalmundur og Bjargmundur, eru á föstu vik- ukaupi. Ef kaup beggja hækkaði um 100 kr. á viku fengi Aðalmund- ur tvöfalt meira en Bjargmundur, en ef það væri nú bara Aðalmund- ur sem fengi 100 krónum meira þá ferigi hann þrefalt hærra kaup en Bjargmundur vesalingurinn. Hvað hefur hvor um sig í viku- kaup? 7 a * rt n 3 Sumum kann að virðast það ótrúlegt, en það er hægt að búa til þrjá ferninga úr sex eldspýtum ein- ungis. Að vísu þarf að „svindla“ ögn og brjóta tvær spýturnar. Hins vegar er alveg bannað að föndra neitt við hinar fjórar. Þær á að nota eins og þær koma fyrir úr stokkn- um. Hér fyrir ofan er mynd af eld- spýtunum - og þá er bara að búa til úr þeiin þrjá ferninga. M 1 N N + M I S = M ATA 4 Nú áttu að setja tölur í stað bókstafanna, þannig að samlagn- ingardæmið hér fyrir ofan verði rétt. Til þess að auðveida þér verk- ið skal tekið fram að TA er fimm sinnum stærri tala en MA. Heilabrot fyrirfólk á öllum aldri m98° 5 Hvað er stærsta tala sem við getum fengið út ef við ruglum röð stafanna í tölunni 274980 og deilum í þessa nýju tölu með 4? 6 Geðrós vinkona mín býr í ný- tísku íbúð og stofuglugginn hjá henni er 3x3 metrar að stærð. Hann snýr vitanlega móti suðri og þótt Geðrós sé einkar dagfarsprúð kona ofbauð henni einn ágústdaginn í fyrra þegar hún sá hvernig sól- skinið var búið að upplita leður- sófasettið. Hún tók kalkkúst og kalkaði helminginn af flatarmáli gluggans. Samt sem áður fékk hún birtu inn um rúðu sem var þriggja metra há og þriggja metra breið. Hvernig fór hún Geðrós mín að? 7 Tveir feður og tveir synir fóru á veiðar og skutu þrjár gæsir. Þeir skiptu gæsunum á milli sín þannig að hver fékk heila gæs. Hvernig var það hægt? 8 Rögnvaldur ráðherra þurfti að skipa. mann í embætti. Þrír um- sækjendur komu til greina og voru allir taldir jafnhæfir. „Ég læt tilviljunina ráða", sagði Rögnvaldur og lét sækja tvo ten- inga. „Ef ég fæ samtals 6 skipa ég Þakkráð, ef ég fæ 7 skipa ég Vand- ráð, og efégfæ8skipa égTorráð." „Nei, ráðherra, þetta er ekki nothæf aðferð", sagði ráðuneyt- isstjórinn strax. Hvað fannst honum að? 9 Hvernig er hægt að teikna mynd, eins og þá sem er hér fyrir ofan, með einu striki? Það er allt í lagi þótt strikin skerist, en það má ekki fara ofan í strik sem búið er að draga. • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • 10 Tengdu 12 af punktunum hér að ofan með beinum strikum þann- ig að úr verði kross. 6 punktar eiga að vera inni í krossinum og 8 utan hans. 11 Jæja, snillingur, nú áttu að færa til 4 litla ferninga þannig að í stað þeirra 16 ferninga, sem við höfurn núna, fáurn við 17. 12 Hvernig er hægt að skipta lóð- inni hér fyrir ofan í 16 jafnstóra hluta sem allir eru eins í laginu og lóðin sjálf? 13 Farðu frá 1 -15 eftir strikunum á teikningunni, þannig að summa talnanna í hringjunum, sem þú ferð í gegnum, sé 60. 14 Á teikningunni hér fyrirofan er ferningur sem er skipt í minni fern- inga. Já, það eru eiginlega margir minni ferningar? Reyndu að telja þá. Það gæti þvælst svolítið fyrir þér. 15 Ef þú ferð að sofa kl. 19 þann 28. febrúar og stillir klukkuna þína til að ve.kja þig morguninn eftir kl. 8 hvað ertu þá búinn að sofa lengi þegar hún hringir? Miðað er við að þú sofnir strax og þú leggur höfuð- ið á koddann. 16 Hér fyrir neðan eru þrír hópar orða. í hverjum hóp er eitt orð sem ekki á þar heima. Hvaða orð skyldi það nú vera? a) Danmörk, Holland, Noregur, Finnland, Svíþjóð. b) Sólstóll, bekkur, borð, hæg- indastóll, ruggustóll, barnastóll. c) Svínakjöt, smjör, gulrætur, ull, rúgmjöl, feiti, kartöflur. 17 „Hvar er mamma?" spurði pabbi þegar hann kom heim úr bankanum. „Hún er ekki í eldhúsinu", sagði Guðfinnur. „Hún er farin", sagði Guðni. „Já, hún fór að kaupa í matinn", bætti Hanna við. „Nei, hún fór í bíó", sagði Odda. „Það er ekki satt", sagði Jóhann- es litli. Ef einungis eitt barnið segir ósatt, hvar er þá móðirin? 18 Hér kemur enn ein fyrir þá fingrafimu. Hvernig er hægt að teikna mynd eins og þá hérna fyrir neðan án þess að lyfta blýantinum frá blaðinu? Það má ekki skera neina línu og það má ekki fara tvisvar eftir sömu línunni. 19 Ef einn múrsteinn er tvö kíló og hálfur múrsteinn að þyngd hve rnörg kíló eru þá tveir niúrsteinar?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.