Þjóðviljinn - 24.12.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.12.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNHelgin 24.-25. desember 1983 Dansinn dunar á fjöiunum í Iðnó. Frá vinstri: Kjartan Ragnarsson, Margrét Ólafsdóttir, Steindór Hjörieifs- Margrét Helga Jóhannsdóttir sem húsmóðirin Maj og Guðbjörg Thorodd- son, Margrét Helga, Sigurður Rúnar og Jóhann Sigurðsson sem leikur gíslinn. - Ljósm.: Magnús. sen sem Teresa. - Ljósm.: Magnús. Leikhúsið er írskur hjallur og hjallurinn er leikhús Þann 11. janúar næstkomandi frumsýnirLeikfélag Reykja- víkurleikritið Gísl eftirírska leikritaskáldið Brendan Behan. Leikritið varáðurflutthérá landi hjá Þjóðleikhúsinu fyrir20 árum. Leikstjóri verksins nú er Stefán Baldursson, en leikritið er flutt íþýðingu JónasarÁrnasonar. Leikmynd og búninga gerir Grétar Reynisson, lýsingu stjórnar Daníel Williamsson en tónlist erí útsetningu Sigurðar Rúnars Jónssonar. Við fórum á æfingu einn daginn rétt fyrirjólin og náðum tali af Stefáni Baldurssyni leikstjóra. Þetta leikrit er skrifað 1958 og látið gerast um það leyti, en efnis- lega gæti það eins gerst í dag, segir Stefán. Það endurspeglar afstöðu Brendans Behan til frelsisbaráttu Ira og til írska lýðveldishersins, IRA, en hefur um leið mun víðtæk- ari skírskotun. Meginboðskapur verksins er að sýna framá fánýti stríðsins og fánýti þess að drepa saklaust fólk í nafni einhvers mál- staðar. Þegar þetta leikrit var skrifað var lægð í baráttu IRA og Norður- írlandsmálið hafði ekki tekið á sig jafn hroðalega mynd og nú er. Be- han tekur ekki beina afstöðu með eða á móti öðrum aðilanum í frels- isbaráttunni, heldur notar hann þá aðferð að draga saklausan breskan gísl inn í gamlan írskan húshjall í Dyflini, þar sem ýmis konar utan- garðsfólk og stuðningsmenn IRA hafast við. Þeir hyggjast taka gísl- inn af lífi verði IRA-maður, sem sekur var fundinn um morð, dæmdur af Bretum. Gerir Behan óspart grín að íbúum hússins og frelsishugsjónum þess, um leið og skilningur hans og viss samúð skín einnig í gegn. Brendan Behan hafði verið virkur félagi í frska lýð- veldishernum sem unglingur, og í bráðlæti sínu fór hann af eigin frumkvæði yfir til Englands með sprengju í farangrinum og var fang- elsaður fyrir vikið aðeins 16 ára gamall. Hann sat 5 ár í fangelsi og menntaði sig þar til þess að verða rithöfundur. Hann skrifaði fyrst endurminningar sínar úr fangels- inu, Borstal Boy. Síðan kom leikritið „The Quare Fellow"* og síðan var Gísl frumsýndur í London af leikhúsi Joan Little- wood 1958 og náði fljótt heimsfrægð. Behan skrifaði ekki meiriháttar verk eftir þetta og dó úr ofdrykkju 6 árum síðar þá 41 árs gamall. Hafíð þið í uppfærslu ykkar heimfært verkið upp á nútímann? Já, það má segja það. Efnislega gæti verkið eins vel gerst í dag og við reynum að láta það gerast í ná- lægum tíma. Jónas Arnason hefur gert nokkrar smávægilegar breytingar á þýðingunni í því skini. Stefán Baldurssun leikstjóri (til hægri) ræðir hér við leikarana Kjartan Ragnarsson, Sigurð Rúnar Jónsson, Steindór Hjörleifsson og Hönnu Mar- íu Karlsdóttur. - Ljósm.: Magnús. Diddi fiðla sér um tónlistina. Að baki honum er Gísli Halldórsson sem leikur húsráðandann. Hann lætur fara vel um sig í hægindi sem stcndur ofaná borðskrifli sem stendur ofan á járnrimlarúmgarmi. - Ljósm.: Magnús. Við erum hins vegar ekki að búa til neina kórrétta sögulega mynd og sýningin hefur mun víðari skír- skotun en írland eitt. Hins vegar byggjum við á ýmsum sérírskum fyrirbærum til þess að ná fram boð- skap verksins og ná fram þeim tveim þáttum sem einkenna þetta verk: gáskanum og lífsgleðinni annars vegar og alvörunni sem liggur á bakvið hins vegar. Þessi sýning erekki raunsæislega unnin og sviðsmyndin er ekki eftir- líking á þessum húshjalli í Dyflini þar sem leikurinn gerist heldur er hér um frjálslega sviðsmynd að ræða þar sem þessi írski húshjallur verður hluti af leikhúsinu okkar og það hluti af honum. Nú þótti sýningin í Þjóðleikhús- inu á sínum tíma takast snilldarvel. Er ekki erfítt að setja verkið á svið í skugga þeirra sýningar? Nei, ég finn ekki fyrir því. Viði nálgumst þetta svolítið öðruvísi,, meira í samræmi við leikhúshefð okkar tíma. Allur leikstíll er nú annar en var fyrir 20 árum, og ekki víst að Þjóðleikhússýningin, sem þá þótti góð, myndi vekja jafn mikla hrifningu í dag. Sviðsmyndin er til dæmis gerólík eins og ég sagði, þar sem við reynum ekki að* byggja upp þennan húshjall á svið- inu með öllum þeim tjöldum sem því fylgir. En hefur þá efnismeðferð höf- undarins ekki látið á sjá á þessumj tíma vegna breyttra viðhorfa? Þetta leikrit olli víða hneykslun á sínum tíma, meðal annars fyrir óheflað orðbragð og fyrir hispurs- lausa afstöðu höfundar til kynvill- inga, gleðikvenna og annars utan- garðsfólks. Þessi atriði gefa ekkii lengur jafn mikið tilefni til hneykslunar vegna breyttra við- horfa en sem heild á Gísl brýnt er- indi til okkar í dag ekki síður en 1958. Leikritið þótti ákaflega ný- stárlegt í forminu, iaust í böndun- um en þó fullkomin heild, ríkulega skreytt með söngvum og dönsum, en söngvarnir eru í snilldarlegri þýðingu Jónasar Árnasonar. Við höfum haft undir höndum hljóðrit- un á flutningi Brendans sjálfs á söngvunum og Sigurður Rúnar hefur tekið mið af honum við flutn- inginn. Þá taka margir leikaranna einnig þátt í hljóðfæraleiknum og við reynum að nýta hæfileika þeirra til hins ýtrasta. Á æfingunni sem við sáum dun- aði dansinn og Diddi fiðla lék undir írsku þjóðlögin sem vo auðveld- lega koma blóðinu á hreyfingu. Eftir því sem okkur sýndist á þessi leiksýning eftir að koma blóðinu á hreyfingu í áhorfendum líka. ólg. Litið inn á œfingu í Iðnó á leikritinu Gísl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.