Þjóðviljinn - 24.12.1983, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 24.12.1983, Blaðsíða 17
Helgin 24.-25. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 BllBd lít Gleðileg og friðsæl jól! „Friður á Jörðu“ Við hittumst í skólanum á Horna- firði, tvær morgunstundir, Attí, Bjarni, Jónína, Anna, Siggaog Heimir, og áttum saman þetta spjall.: A: Það eru að koma jól og jólin eru hátíð friðarins. Flestar þjóðir heims halda hátíð- leg jól, til að fagna komu frelsarans, og hafa gert það mjög lengi. Meira að segja þar sem styrjaldir geisa og allt er í báli og brandi, er gert vopnahlé á jólanótt. í tilefni af öllu þessu langaði mig, að við ræddum um frið. Fyrsta spurningin væri þá: Er friður í heiminum í dag? Öll: Nei! - Sums staðar? - Ekki allsstaðar. - Það er ekki friður í heiminum. A: Hvers vegna er ekki friður? - Þeir vilja ná meiri völdum. - Stórveldin? - Forsetarnir. - Hermennirnir. - Það er ekki nóg samstaða í heiminum. A: Og hvað er verið að berjast um? - Völd. - Yfir löndum og herjum. A: Munið þið eftir einhverju landi þar sem er styrjöld núna? - Já, til dæmis í Líbanon. - Þar er stjórnarbylting, held ég. - Er ekki Yasser Arafat þar? - Beirút. - ísrael. A: Já, ísrael og Líbanon eru grannríki. Þar er barist bæði innan ríkjanna og rnilli ríkja. (Enginn vissi hvar Líbanon er, svo hér er smá kort). A: Hvað er friður? — löng þögn —-------- - Bara þegar allir eru vinir. - Allir eru sáttir. - Ekki stríð og svoleiðis. A: Eru allir sáttir á íslandi? - Nei. A: Er þá ekki friður á fslandi? - Nei, það er náttúrulega hvergi friður. - Það er að minnsta kosti ekki stríð. - Sumir berjast með vopnum og aðrir með orðum... - ... og sumir með sprengjum. - Friður er þá þegar allir eru sáttir. A: Viljum við frið? - Já, flestallir. A: Vilja allir frið? - Sumir vilja bara alltaf ófrið. - Kannski þeir sem eru að berjast vilji halda áfram? - Hermennirnir vilja ábyggilega flestallir frið. - Já, en hinir eru svo staðnaðir í að ná meiri völdum. - Samt væri hægt að leysa málin bara svona venjulega. - Með samningum? A: Hvað myndi breytast í heiminum ef það væri friður? - Þá myndi mannkyni fjölga og dýr lifa. - Þegar það er styrjöld þá verða fleiri fátækir. - Öll framleiðsla hættir. - Húsin eru kannski sprengd í loft upp.....eða rifin. - Og svo er þeim kannski skipað að fara úr landi. A: Nú er sagt að mennirnir séu allt ot margir. Verðum við kannski að hafa stríð til að fækka þeim? - .... ekki stríð .... - Það deyja náttúrulega einhverjir og bætist bara við í staðinn A: En hvað myndi breytast hjá okkur ef það væri friður? - Þá gætum við farið til útlanda án þess að vera hrædd um að vera skotin. - Og svo værum við ekki alltaf hrædd um að það kæmi sprengja á húsið. A: Haldið þið að það sé hætta á kjarn- orkustyrjöld? - Já, meðan vopnin eru til. A: Og hvað gerist? - Þegar að það er varpað kjarnorku- sprengju, þá kemur eitthvað fyrir svo sólin nær aldrei að skína á jörðina. - Það deyr allt. - Fyrst kemur hitabylgja og svo verður alltaf vetur. - .. Líka þrýstingur og geislun. - Plönturnar deyja og dýr, sem iifa á plöntunum deyja og svo lifum við kannski á þessum dýrum. A: í ykkar daglega lífi, eruð þið þá friðar- sinnar, kunnið þið að fyrirgefa og láta und- an? - Ég veit ekki. - Ja, maður verður kannski stundum reiður. - Ekki nógu oft. A: Er hægt að fá frið í heiminum? - Það mætti alltaf reyna. - Það er ekki líklegt núna. A: Ef þið fengjuð að ráða öllu í heiminum núna, hvað mynduð þið þá gera til að fá frið? - Semja við stórveldin. - Um að sættast? - Til að fá frið. - Svo þyrfti að eyða öllum vopnunum. - Og loka fyrirtækjum sem framleiða svo- leiðis... - Rífa allt í tætlur. - Þá er ekki víst að þau myndu leggja í að byrja upp á nýtt. A: Hvers vegna ætli vopn komi til í upp- hafi? - Til að veiða í matinn og til að verja sig fyrir villidýrum - og öðrum mönnum. - Til að fá yfirráð yfir þessum manni - eða ættflokknum. A: Haldið þið að þessi yfirráðagirni sé manninum eðlislæg, að hann vilji alltaf ráða yfir öðrum? - Já, örugglega. A: Viljið þið ráða yfir öðrum? - Ekki ég, nei.... - Jú, ég vil stundum ráða yfir litla bróður mínum. - Já, maður vill oft ráða yfir þeim sem er minni máttar. A: Eins og stórveldi? - Já, og ekki bara þeim sem eru ininni máttar. A: Hvers vegna er ekki hætt að framleiða vopn? - Þeir sem hafa mest völd, þeir kaupa alltaf meira og meira. A: En þegar forsetar stórveldanna eru bara heima í fríi með fjölskyldu sinni, hald- ið þið þá að þeir vilji í alvöru að það sé stríð? - Nei. - Þeir þoraekki að hættafyriróvininum. - Þeir eru hræddir sjálfir. - Hræddir um að hinir fái yfirráð yfir þeim. p.s. Elsku krakkar! Mér reyndist ómögulegt að heyra á segulbandinu hver sagði hvað. Eg á eftir að læra það. Gleðileg jól Attí. SPJALLAÐ VIÐ FIMM KRAKKA A HORNAFIRÐI / Sigga Bjarni Jónína Heimir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.