Þjóðviljinn - 24.12.1983, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 24.12.1983, Blaðsíða 27
Helgin 24.-25. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 27 Veistu... að úr Selvör í Vesturbænum í Reykjavík mun hinn elsti Reykjavíkurbóndi hafa stundað útræði. að Reykjavíkurbóndinn hafði í seli þar sem nú er kallað Stóra-Sel við Holtsgötu. að árið 1930 vildu bæði Sjálfs- tæðisflokkur og Framsóknar- flokkur fá Hermann Jónas- son, þáverandi lögreglustjóra í Reykjavík, í efsta sæti á lista sína til bæjarstjórnarkosn- inga. Hermann valdi Fram- sóknarflokkinn. að á sama tíma og Héðinn heitinn Valdimarsson var for- maður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar var hann for- stjóri tveggja stórra innflutn- ingsfyritækja: Olíuverslunar íslands og Tóbaksverslunar- innar. að sá stjórnmálamaður sem lengst hefur setið á Alþingi var Pétur Ottesen. Hann sat í 43 ár. að Sigurjón Sigurðsson er búinn að vera lögreglustjóri í Reykjavík í 35 ár og enn eru 2 ár í að hann verði sjötugur. að Guðbrandur Þorláksson bisk- up á Hólum var biskup í hvorki meira né minna en 55 ár. að næstu jól verður aðfangadag- ur á mánudegi og þar af leiðandi fimm frídagar að helginni á undan meðtalinni. Um áramótin verða svo aðrir fjórir frídagar. að Snorri Sturluson átti Bessa- staði, núverandi forsetasetur, á Sturlungaöld. að Grímur Thomsen skáld bæði fæddist og dó í sama herberg- inu í núverandi forsetabústað’ á Bessastöðum. að Austur- og Vestur-Skafta- fellssýsla eru ekki í sama kjör- • dæmi. Sú fyrrtalda tilheyrir Austurlandskjördæmi en sú síðartalda Suðurlandskjör-' dæmi. að í Önundarfirði eru fjórir bæir sem allir heita Kirkjuból. bæjarrölt Fyrsta Á mánudagskvöld endurlifði ég stemmningu sem löngu var gleymd og grafin í minni mér eins og gömul synd. Ég var viðstaddur skólaskemmtun 13-15 ára gam- alla barna í Ölduselsskóla í Breiðholti, eins konar jólagleði. Ég sá strax að hér voru saman komnir prúðir og mannvænlegir unglingar og ekki síðri að atgjörvi en j afnaldrar mínir þegar ég var á þessu reki. Reyndar eru krakkar á þessum aldri kolvitlausir, sér- staklega margir saman í hóp. Náttúran er vöknuð fyrir al- vöru og sjálfstæðisviðleitnin í al- gleymingi með tilheyrandi foragt á foreldrum og skóíayfirvöldum. Skemmtunin í úlduselsskóla fór fram með sóma næðan ég var viðstaddur. Fyrst söfnuðust \ sjónvarpskynslóðin krakkarnir saman í skólastofu og sungu dálítið til að hita sig upp. Einn kennarinn leiddi sönginn og spilaði undir á gítar. Hann varp- aði söngvunum upp á tjald með myndvarpa, tækni sem var óþekkt í mínu ungdæmi. Eitthvað var söngurinn dræmur á köflum en náði sér þó upp undir lokin. Ég stóð aftast í hópnum eins og hvert annað aðskotadýr og horfði á krakkana með vökulum augum. Þau minnstu voru eins og hverjir aðrir smákrakkar og litu greinilega upp til hinna sem voru með allmikil mannalæti enda komin á fullu í stælinn og með allmiklum þóttasvip. Margar af eldri stelpunum gjóuðu augunum á eldri strákana eða fífluðust svo- lítið með þá og það var sláttur á þeim. Svo var tilkynnt að leikritið ætti að hefjast í samkomusalnum og óðar þustu allir út og ruddust hver um annan þveran. Ég hrökklaðist upp að vegg. Reyndar var næstum búið að troða mig undir. Þegar „fíla- hjörðin“ var komin fram hjá gekk ég í humátt á eftir. Leikritið var um hörmungar Skaftárelda og persónurnar töluðu með málf- ari eldklerksins, séra Jóns Steingrímssonar. Það féll nú í svona og svona jarðveg hjá æsku Seljahverfis, fyrstu sjónvarps- kynslóðinni. Nokkrir kennarar voru á stjákli og litu stundum strangt þar sem ókyrrt var og voru dálítið á nálum um að þetta yrði einhver skandall. Svo varð nú samt ekki. U.þ.b. helmingur krakkanna fylgdist gjörla með hvort sem þau hafa nú skilið almennilega 18. aldar málið. Hjá hinum var at- hyglin dreifðari og virtust þau hafa meiri áhuga hvert á öðru: flissuðu, krunkuðu saman nefj- um og sum voru á flakki um sal- inn. Kennararnir færðu sig til eftir því hvar ástandið var krítísk- ast. Ég sá sjálfan mig eins og í skuggsjá þegar ég var 14 ára - sá mig íþessum krökkum, lifði sjálf- an mig upp. Skyndilega var leikritið búið eða því sem næst. Allir spruttu upp og þustu út með látum og ærslum. Það var nefnilega tískus- ýning og diskó í örðum sal. -Guðjón. sunnuda gsKrossgátan Nr. 403 / 2 3 X / ¥ T ó y 7 1 <9 10 // 77" ¥ /3 /V S /s V /0 II /l /8 /o 2 e /3 2 S? 2 /s~ 2 ¥ /4 2D 2/ C, /s n (P 22 2 21 23 V /S 2S s? 2¥ 2% TT~ V 2<P 23 // 9 18 2/ 2S 2S fs? 20 2. /* T~ V 10 V /4 /t /4' T~ V 'm % % V (=> 21 V 20 2 H 28 S? II /¥ s 18 ¥ / ¥ s ¥ I* S 28 QS 2 / Fi 2 /s V /0 /3 2 23 i> T IS 2°) 28 W l G /9 Zó 7 8 /S 6> ! /S 2/ 28 V /4 3o 21 SP z ¥~ (? 21 ¥? Z2 V € /t 2 /s s? ¥ 2 /I V ¥ 2 9 2 /3 2 /9 29 /s I S? ll 2S /D ¥ ¥ '3/ ¥ 32 S2. )l 2S JD S? 32 // 2 /9 24 // 2 AÁBDDEÉFGHIÍ JKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á þekktu skáldi erlendu. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðvilj- ans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 403“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér- hljóða og breiðum t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt. Verðlaunin Verðlaun fyrir krossgátu nr. 399 hlaut Sigrún Gunnars- dóttir, Hjaítabakka 22, 109 Rvík. Þau eru Poppbókin eftir Jens Guðmundsson. Lausnarorðið var Krist- björg. Verðlaunin að þessu sinni eru bókin Faðir minn skóla- stjórinn. SKUOCSi.'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.