Þjóðviljinn - 28.12.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.12.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. desember 1983 sungu börnin hástöfum .Göngum við í kringum einiberjarunn „Göngum við í kringum“ Þjóðviljinn heimsækir jólatrés- skemmtanir verkalýðsfélaga og starfsmanna Eimskips á 2. í jólum. „Skemmtunin tókst í alla staði afar vel og var greinilegt á börnunum að þeim líkaði þeSsi samverustund með foreldrum sínum og jólasveinunum vel“, sagði Guðmundur S. M. Jónsson, starfsmaður Félags járniðnaðar- manna, en félagið stóð fyrir jólatrésskemmtun á Hótel Sögu á 2. í jólum ásamt fjórum öðrum verkalýðsfélögum. „Við ákváðum að hafa skemmtunina á þessum degi þegar bæði feður og mæður eru flest heima við og eiga þess kost að skemmta sér með börnum sínum. Auk okkar stóðu fyrir þessu nú Félag bifvélavirkja, Félag bifreiða- smiða, Iðja, félag verksmiðjufólks og Nót, sveinafélag netagerðar- manna“, sagði Guðmundur ennfremur. Félag járniðnaðarmanna hefur efnt til jólatrésskemmtunar fyrir börn félagsmanna sinna um áratugaskeið. Það var svo árið 1976 að fleiri félög slógust í hópinn. Að þessu sinni var hljómsveit á skemmtuninni sem lék fyrir dansinum. Kunnu börnin vel að meta þegar þau voru kölluð upp að sviðinu til að spjalla við jólasveininn. Skemmtun verkalýðsfélaganna var haldin í Atthagasal Hótel Sögu en sama daginn efndu starfsmenn hjá Eimskip einnig til jólatrés í Súlnasal sama húss. Við Þjóðviljamenn litum við á báðum stöðunum og festum viðbrögð barnanna við heimsókn jólasveinanna á filmu. Hátt í tvö hundruö manns sóttu skemmtun sem nokkur verkalýðsfélög stóðu fyrir á 2. í jólum. Hér er gengið í kringum jólatréð. ' fc. Tí Hn 1 'X* iií ■ í n n _Jil viÓskiptamanna_ banka og sparisjóóa Lokun 2. janúar og afsagnir víxla Vegna áramótavinnu verða afgreiðslur banka og sparisjóða lokaðar mánudaginn 2. janúar 1984. Leiðbeiningar um afsagnir\4xla liggja frammi í afgreiðslum. Reykjavík 20. desember 1983 Samvinnunefnd bankaog sparisjóóa Menn létu ekki sitt eftir liggja Hvað þeir heita þessir vitum við ekki, en þeir eru örugglega af jólasvcina- þegar kyrjað var „Jólasveinar kyni. ganga um gólf...“ Egg flutt inn til landsins Hálft tonn á viku segir stjórnar- formaður Sambands eggja- framleiðenda að Flugleiðir flytji inn - Við teljum að Flugleiðir hafi fiutt inn egg töluvert lengi án tilskil- inna leyfa, sagði Einar Eiríksson formaður Sambands eggjafram- leiðenda í viðtali við Þjóðviljann í gær. Sagðist hann telja að hér væri um að ræða magn sem næmi um hálfu tonni á viku. - Það gerðist fyrir rúmum þrem- ur árum að verulegu magni af eg- gjum var smyglað til Austfjarða- hafna. Þau egg voru svo sett á al- mennan ntarkað með leyfi stjórnvalda. Dálítið undarlegt mál. Þessi egg komu með fiskibáti frá Færeyjum. En þegar þau fundust var leitað til landbúnaðarráðuneyt- is og viðskiptaráðuneytis um að fá leyfi fyrir því að selja þau á al- mennum markaði. Þau leyfi voru veitt. Þetta er smyglsaga sem er staðreynd og mjög undarleg, sagði Einar Eiríksson. Einar sagði að eggjaframleið- endur teldu að Flugleiðir hafi feng- ið leyfi til að kaupa egg um borð í flugvélar í Luxemborg um tiltekinn tíma, þegar eggjaskortur var í landinu. En sá tími sé liðinn og f-ngin ástæða sé til að leyfa þennan innflutning lengur. Eggjaframleið- endur stæðu víðar erfiðlega að vígi. Þannig væri stundaður innflutning- ur á eggjadufti og eggjamassa til baksturs og væri flutt inn sem iðn- aðarvara. Þá kom fram í viðtalinu við formann sambands eggjaframl- eiðenda að hermennirnir á Kefla- víkurvellinum fái send egg til dag- legs brúks hér á landi. -óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.