Þjóðviljinn - 28.12.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.12.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN! Miðvikudagur 28. desember 1983 NOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Atvinnuleysið I fyrsta skipti í áratugi bar stóran skugga á jólahátíð landsmanna. Þúsundir íslendinga eru atvinnulausir. í sérhverju bæjarfélagi er tala yfir hina atvinnulausu komin upp í tugi og hundruð . í hverri viku bætast margar fjölskyldur í hóp þeirra sem geta hvergi fengið vinnu. Á Þorláksmessu greindi Þjóðviljinn frá því að í höf- uðborginni nálgast tala atvinnulausra nú sjöunda hundraðið. I fjórum bæjarfélögum eru um tvö hundruð á atvinnuleysisskrá í hverju þeirra. Samtals er talan á Akureyri, Húsavík, í Hafnarfirði og Keflavík hærri en heildaratvinnuleysið í Reykjavík. Þótt atvinnuleysið sé í minni sveitarfélögum talið í tugum er það þó hlutfalls- lega eins hátt. Allt í kringum landið voru atvinnuleysisjól á þúsund- um heimila. Sú staðreynd setti dapran brag á hátíðina. Þorri hinn atvinnulausu sér enga betri tíð á næstu mán- uðum. Þvert á móti að raðir atvinnuleysingjanna eigi eftir að breikka og lengjast. Á nýju ári verður vandinn orðinn enn stærri. Heimili vonleysisins sífellt fleiri. Þótt minnkandi sjávaraili eigi nokkurn hlut í auknu atvinnuleysi eru aðrar skýringar áhrifaríkari. Kjara- skerðingarstefna ríkisstjórnarinnar er farin að skapa stórfelldan samdrátt á flestum sviðum. Sá samdráttur hefur í för með sér minni umsvif í fjárfestingu og fram- leiðslukerfi. Afleiðingin verður vaxandi atvinnuleysi. Þegar ráðherrarnir hrintu kjaraskerðingarstefnunni í framkvæmd vöruðu forystumenn launafólks við því að á fáeinum misserum myndi þessi stefna skapa vítahring atvinnuleysis og kjaraskerðingar. Stjórnarstefnan myndi færa Island í hóp þeirra þjóða sem á undanförn- um árum hafa fest í hjólförum atvinnuleysisins og sífellt sokkið dýpra og dýpra niður í for sem gjaldþrota eymdarspeki í hagstjórn hefur skapað. Þessi viðvörun forystumanna launafólks er nú að sannast. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsókn- arflokksins er að færa þjóðina inn í vítahring sem fjötr- að getur atvinnulíf, framtak og lífskjör í áratugi. Ráð- herrarnir boða engar lausnir sem stöðvað geta þessa þróun. Þeir fórna bara höndum og kappkosta að koma sökinni af sér. Ríkisstjórn, sem fæst við það eitt að fríja sjálfa sig ábyrgð, hefur gefið út sína eigin gjaldþrotayf- irlýsingu. Efnahagsstefnan sem byggðist á kjaraskerðingunum miklu átti að treysta grundvoll atvinnufyrirtækjanna. Hálfu ári síðar blasir við að rekstrarvandi útgerðar og fiskvinnslufyrirtækja hefur aldrei verið meiri í áraraðir. Aðspurðir um lausnir á þeim vanda svara ráðherrarnir með þögninni einni saman. Sú þögn mun duga skammt. Hinir atvinnulausu eiga rétt á svari. Forsætisráðherrann lýsti því yfir í sumar að tækist ríkisstjórninni ekki að koma í veg fyrir atvinnu- leysi ætti hún að fara frá. Nú er kappkostað í stjórnar- ráðinu að gleyma þeirri yfirlýsingu. Kjaraskerðingar- trúin Efnahagsstefna ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins byggðist á ofurtrú á einföldu trikki sem allan vanda myndi leysa. Vandinn væri fólg- inn í því að fólkið byggi við of góð kjör. Þess vegna væri kjaraskerðing, helst nógu mikil kjaraskerðing, það meðal sem myndi lækna öll mein efnahagslífsins. Þessi kjaraskerðingartrú er hornsteinn stjórnarsam- starfsins. Án hennar er ríkisstjórnin stefnulaust rekald. Þegar þúsundir íslendinga eru atvinnulausar verður fróðlegt að sjá næstu skrefin sem trúboðar kjaraskerð- ingarinnar ætla að stíga til að færa fólkinu atvinnuna á ný. Eða er atvinnuleysið guðspjall þessarar trúar? ór klippt Fjölmiðlar og þjáningar Skömmu fyrir jól geröum við í þessum dálkum aö umtalsefni viðtal viö nóbelskáldið Isaac Bas- heivis Singer, þar sem hann var- aði m.a. við því að fjölmiðlar vinni „tjón á sálum mannanna“ með því að leggja sýknt og heilagt áherslur á manndráp og þjáning- ar fólks. Við minntumst í þessu sam- hengi á ýmislegt það sem rennir stoðum undir þá skoðun, að stór- ir skammtar af ótíðindum um hörmungar, hungur og stríð leiði einatt til ónæmis: mannshugur- inn slævist, hann tekur ekki lengur við. Það má líta á þessi viðbrögð með ýmsum hætti. Kannski er hér um að ræða strúts- hátt þess, sem vill ekki að neitt trufli hans eigin vellíðan. Kann- ski uppgjöf þess sem segir: þetta er satt og þetta er slæmt -en hvað get ég gert? Eða þá það sama varnargangvirki sem gerir það að verkum, að þótt hver og einn viti vel að eitt sinn skal hver deyja, þá ýtir hann dauðahugsuninni frá sér oftast nær - h'f manna er nógu erfitt fyrir þótt þeir bæti ekki við þeirri byrði að láta skugga dauðans byrgja sér sólarsýn upp á hvern dag. Hasar- blaðamennska Morgunblaðið gerði þetta við- tal við Singer að umtalsefni í leiðara á Þorláksmessu. Blaðið fjallaði m.a. um hið hættulega ónæmi sem „hryllingur samtím- ans“ í sjónvarpi og blöðum getur skapað. En þar að auki kemst blaðið að ýmsum mjög undar- legum niðurstöðum um málið. Það er vafalaust rétt sem í leiðurunum stendur, að nýlegar upplýsingar um vantrú Banda- ríkjamanna á fjölmiðium er að hluta til tengd andúð á hasar- fréttamennsku af þjáningum, manndrápum og slysum. En þar mætti við bæta, að þegar blaðið er að gera nokkurn samanburð á t.d. bandarískum og svo íslensk- um fjölmiðlum að þessu leyti þá er ólíku saman að jafna. Hér er tillitsemi í garð þeirra sem eiga um sárt að binda t.d. vegna slysa eða afbrota - margfalt rneiri en í hinni grimmu hasarfrétta- mennsku sem Bandaríkin og mörg lönd önnur þekkja ofurvel. Að vísu er það svo, að nokkur merki hafa verið um það á undan- förnum árum, að þessi. tillitsemi sé á undanhaldi - en sem betur fer ræður hún enn miklu, a.m.k. þegar um er að ræða mannlegar þjáningar hér heima fyrir. Og svo Reagan En svo fer Morgunblaðið út í það að rekja minnkandi tiltrú manna á bandaríska fjölmiðla til þess, að sjónvarpsstöðvar og stórblöð þar í landi reyni „skipu- lega og markvisst að sverta allt það sem ríkisstjórn Ronalds Re- agans gerir“. Það er sannarlega eitt af furðum samtímans, hve mikla ást Morgunblaðið hefur á þeirri ríkisstjórn: blaðið lætursér ekki nægja að stökkva upp á nef sér og lengra hvenær sem einhver íslenskur maður lætur sér gagnrýnandi orð urn munn fara um dýrðarstjórn Ronalds Reag- ans. Blaðið tekur einnig að sér að skamma bandaríska fjölmiðla fyrir það að þeir skuli ekki vera nógu auðsveipir stjórn sinni. I þeim anda er í þessum leiðara, sem átti víst fyrst að fjalla um þjáningar mannkynsins, vikið að deilunni um það, hvort átt hefði að leyfa bandarískum fjöl- miðlum að fylgjast með innrás bandarísks herliðs í Grenada. Og, eins og fyrri daginn, þá er Morgunblaðið fullkomlega á bandi Reagans: það átti ekki að leyfa blaðamönnum að koma með því að þeir hefðu „gert lítið úr og grafið undan" ákvörðunum stjórnvalda í Washington! Hér er reyndar um allt annað mál að ræða en það hvort fjölmiðlar bandarískir velti sér upp úr þján- ingum fólks. Hér var einmitt um að ræða grundvallaratriði í sam- skiptum fjölmiðla og stjórnvalda urn meiriháttar ákvarðanir í utan- ríkismálum. Átti að leyfa stjórn Reagans að slá þagnarmúr um Grenada meðan framtíð þess lands voru ráðin? Þagnarmúr í þeim skilningi, að þegar sjálf- stæðum fjölmiðlum er bannaður aðgangur, þá hafi sérfræðingar bandaríska hersins, í sálrænum hernaði svonefndum, fullkomið sjálfdæmi um það hvaða mynd umheimurinn fengi af jafn afdrif- aríkri ævintýramennsku. Og Morgunblaðið skrifar upp á Reagansvíxilinn - eins og blaðið gerði reyndar fyrirvaralaust innrásardagana. Þótt búin sé freisting ýmisleg er eitt það blað sem aldrei brestur þig, Reagan Hvítahússbóndi. - áb. oq skorio Af morðvörgum DV gerir bandaríska „ábyrgð á morðæði“ að umtalsefni í leiðara í gær - og á þar við stuðning bandarískra stjórnvalda við „hægri sinnuð öfgaöfl" í Róm- önsku Ameríku, ekki síst E1 Sal- vador. Þar segir m.a.: „Hernaður stjórnar El Salva- dor gegn skæruliðum, kostaður af Bandaríkjastjórn, gengur verr nteð hverjum mánuði. Enda er blóðferill hersins slíkur, að hann er hataður af allri alþýðu manna. Reglan er, að herinn þorir ekki í skæurliðana og myrðir þorpsbúa í staðinn. Upp á síðkastið er Bandaríkja- stjórn farin að átta sig á, að ekki er einhlít sú stefna Reagans for- seta og Kirkpatricks sendiherra að styðja alla þá, sem segjast vera á móti kommúnistum, hversu ó- geðslegir sem þessir skjólstæð- ingar eru. Sendimenn Bandaríkjastjórn- ar, þar á meðal Bush varaforseti, hafa flutt stjórnvöldum í El Salvador lista yfir verstu morð- vargana í hernum. Farið hefur verið fram á, að þeir verði settir af og gerðir útlægir. En án áran- gurs. Hinn síðbúni partaskilmngur Bandaríkjastjórnar hefur minni áhrif en ella fyrir þá sök, að marg- vísleg öfgaöfl í Bandaríkjunum styðja hinar blóðugu ofsóknir yfirstéttarinnar í E1 Salvador gegn langsoltinni alþýðu lands- ins. Bandarísku öfgaöflin styðja fyrirbæri á borð við d’Aubisson með peningum. ráðum og dáð. í þeim hópi eru Council on Inter- American Security, American Security Council og National Strategic Information Center. Öfgaöflin í Bandaríkjunum og El Salvador eru sammála um, að útrýma þurfi kommúnistum. Þar nteð taldir eru kristilegir demó- kratar, sem hingað til haf^ verið álitnir fremur hægri sinnaðir. Þeir hafa kerfisbundið verið myrtir. Með sama áframhaldi hverfur hin lýðræðislega rniðja í E1 Salva- dor og Bandaríkjastjórn fær þá niðurstöðu, sem hún óttast. Rót- tækir vinstri menn eflast og steypa í byltingu morðsveitum róttækra hægrisinna.“ Hugleiðingar af þessu tagi má sjá í nánast hverju einasta borg- aralegu málgagni í Evrópu um þessar mundir. Að einu undan- skildu, því, sem er fjallað um í klippi hér að ofan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.