Þjóðviljinn - 28.12.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.12.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. desember 1983 Tryggvi Felixson skrifar: Fær Reagan Ijögur ár í viðbót í Hvíta húsinu? Hann er 72 ára, beinn í baki og hraustlegur á aö líta. Á frí- dögum sínum heldur hann upp í sveit þar sem hann heggur eldivið og skreppur í útreiðatúra. Hann vinnur4-6 tíma á dag, fær sér góðan eftirmiðdagslúr og gefur sér tíma til að stunda líkamsæf- ingar^aglega. Fyrirstuttu lét hannnriyndasigí trimmgallanum og skrifaði grein um heilsurækt í útbreitt tímarit. Hann er brosmildur og kjarkmikill, stoltur og myndar- legur. Hann er íhaldssamur og, ef markamáaftilsvörum, fremur illa að sér í sögu, landafræði og alþjóðamálum. Hann er dáður leiðtogi ríkustu þjóðar jarðarinnar. Hann er Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna. Hverjir eiga samleið? Ef þú ert sjálfumglaður Banda- ríkjamaður sem trúir á mátt frjáls markaðskerfis til að skapa gott samfélag þá er R.R. þinn maður. Ef þú efast ekki um rétt Banda- ríkjanna til að hlutast til um mál- efni sjálfstæðra ríkja þá er R.R. réttur maður á réttum stað. Ef þú trúir því að aukin hernaðarupp- bygging og fleiri kjarn- orkusprengjur efli öryggi Banda- ríkjanna þá R.R. sammála þér. Og þið eruð margir, svo margir að ef forsetinn kærir sig um að fá dvöl sína í Hvítahúsinu lengda um fjögur ár þá er honum það leikur einn. En ef þú heldur að frjálst mark- aðskerfi sé ekki allra meina bót í samfélaginu, þá er ekki R.R. þinn maður. Ef þú heldur að hagsmunum Bandaríkjanna sé ekki ógnað af smáríkjum sem eru að fást við eilífðarverkefnið, um það hvernig á að stýra samfé- laginu, þá er R.R. ómögulegur forseti. Og ef þú telur að diplóm- atískar viðræður og frysting nú- verandi kjarnorkuvopnaforða skapi meira öryggi en vopnaskak, þá er R.R. stórhættulegur. Já, og ef þú ert svo ólánsamur að vera einn af 30 milljónum Banda- ríkjamanna sem búa við fátækt og þú hefur horft upp á það hvernig félagshyggjan hefur rotn- að í höndunum á núverandi vald- höfum í Washington, þá er syndalisti R.R. langur. Þið eruð margir, en ekki nægilega margir til að koma Reagan úr Hvítahús- inu, nema örlögin komi til hjálp- ar. Hvað veldur vinsæidunum? Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að málflutning- ur Ronald Reagan virðist eiga góðan hljómgrunn í Bandaríkj- unum. Sá sem fyrir fjórum árum var háð og spott í mörgum virðu- legum blöðum og tímaritum vegna fákunnáttu á sviði stjórn- mála er í dag vinsæll forseti. Hvað veldur? Batnandi efna- hagslíf, vel smurð áróðursmask- ína, vinsæl innrás á Grenada og brosmildur forseti sem trúir að hagsmunir bandarískra kapítal- ista og velferð jarðarbúa eigi samleið. Keppinautar Við vitum ekki enn hvort Re- agan verður í framboði til forseta 1984. Flestir telja þó að svo verði, jafnvel þó tilkynning þess efnis verði ekki gefin út fyrr en á næsta ári. En ef hann býður sig fram, verður einhver til að hindra að hann nái endurkjöri? Ekki færri en sjö demókratar hafa boðist til að stoppa Reagan. Þessa dagana og þar til næsta sumar berjast þeir innbyrðis um útnefningu til for- setaframboðs. Þeir eru allir á móti Reagan og því sem hann stendur fyrir, en misjafnlega mik- ið. Þessa stundina virðist Walter Mondale varaforseti í stjórnartíð Carters vera líklegastur til að hljóta þann heiður að verða frambjóðandi demókrata í for- setakosningunum að ári liðnu. En samflokksmaður Mondale og keppinautur, fyrrverandi geim- farinn John Glenn, gæti hreppt hnossið. Mondale er talinn frjáls- lyndur demókrati sem vill að ríkisstjórnin noti hagstjórnar- tækin í auknum mæli til að stýra efnahagslífinu og hafa áhrif á tekjudreifingu. Mondale virðist ekki þeirrar skoðunar að aukning í vopnabúri Bandaríkjanna sé forsenda þess að hægt sé að ná samningum við Sovétríkin um einhverja afvopnun. Glenn er ta- linn hægri sinnaður demókrati og hefur í mörgum málum fylgt Re- agan forseta. Tilraun demókratans og blökkumannaleiðtogans Jesse Jakcson til að hljóta útnefningu er sögulegt atvik. Aldrei áður hefur blökkumaður boðið sig fram til forsetaembættis í Banda- ríkjunum. Jackson var á sínum tíma samstarfsmaður Martin Lut- her King og hefur verið ötull tals- maður jafnréttiskröfu blökku- manna. Jackson er fulltrúi þeirra sem telja að alríkisstjórnin í Washing- ton eigi að standa við hlið 30 milljón fátækra Bandaríkja- manna og sjá til þess að lífskjör þeirra verði bætt. Jackson telur að öryggi Bandaríkjanna sé hvorki ógnað í Mið-Austur- löndum né Mið-Ameríku, heldur miklu fremuraf fátækt, kynþátta- hatri, spillingu og ríkisstjórn sem eingöngu ber hagsmuni þeirra sem meira mega sín fyrir brjósti. Ekki er talið líklegt að Jackson hljóti útnefningu demókrata, en framboð hans á eftir að hafa var- anleg áhrif á stjórnmálaþátttöku blökkumanna. Á meðan demókratar berjast innbyrðis um útnefningu til for- setaframboðs bíða repúblikanar spenntir eftir yfirlýsingu Reagans um framboð. Þeir, sem telja aukna fátækt í Bandaríkjunum og meiri spennu milli austurs og vesturs helstu afrek Reagans, spyrja: „Lifir jörðin af fjögur ár til viðbótar með kúreka í Hvíta- húsinu?". Glundroði á Grenada Paul Scoon: valdagírugur, hrokafullur og óhæfur að sögn Bandarískur hermaður með fanga á dómsmálaráðherrans. Grenada. Bandaríkin og Paul Scoon geta ekki fyllt það tómarúm sem Maurice Bishop skilur eftir sig Óvissa og glundroði í stjórnarfari virðist af frétt- um að dæma það sem ein- kennir mannlíf á Grenada rúmum 2 mánuðum eftir að bandaríski herinn gerði innrás í landið og gerði Paul Scoon landsstjóra Breta á eynni að leiðtoga nýrrar bráðabirgðastjórnar. Nú eru einungis um 300 Bandaríkjamenn eftir á eyjunni af þeim 5000 sem upphaflega komu til þess að steypa byltingarráði hersins. Af þessum 300 Bandaríkjamönnum eru 150 herlögreglumenn, en hinir hafa með höndum ýmis sérhæfð verkefni. Tal- ið er að landinu muni engu að síður verða stjórnað beint eða óbeint af Banda- ríkjastjórn enn um sinn og fréttaskýrendur telja vafa- samt að unnt verði að hafda þær kosningar sem lofað hefur verið á næsta ári. Óvirk stjórn Ástæðan er fyrst og fremst glundroði í stjórn landsins, þar sem sú stjórn sem Paul Scoon út- nefndi á sínum tíma er enn meira og minna óvirk. Sá sem Scoon tilnefndi í forsætisráðherraemb- ættið hefur ekki getað tekið við embætti af heilsufarsástæðum og staðgengill hans eða eftirmaður hefur ekki verið tilnefndur. Það var Alister Mclntyre sem Paul Scoon útnefndi í þetta embætti, en hann er nú vararitari UNCTAD, Viðskipta- og þróun- arstofnunar Sameinuðu þjóð- anna. Telja sumir fréttaskýrend- ur að Mcíntyre muni ekki þykja fýsilegt að taka að sér embættið eftir því sem málin hafa nú þró- ast. Paul Scoon útnefndi sérfræð- ing í stjórnskrárrétti starfandi í London sem dómsmálaráðherra. Hann hafði ma. áður fjallað um Grenada fyrir breska utanríkis- ráðuneytið og var það öllum hnú- tum kunnugur að sögn. Lögfræð- ingur þessi, sem heitir Anthony Rushford kvaddi þó Grenada í fússi eftir þriggja vikna embætti- ssetu og lét ekki svo lítið sem kasta kveðju á landsstjórnina. Hins vegar hefur hann síðar ráð- ist heiftarlega á Paul Scoon, með- al annars í viðtali sem birtist í New Statesman, þar sem hann ás- akar landsstjórann fyrir vanhæfni í starfi og segir jafnframt að allar ákvarðanir séu teknar á dag- legum fundum landsstjórans með sendiherra Bandaríkjanna og yf- irmanni bandaríska herliðsins á eyjunni. Rushford segir að Paul Scoon sé fullur valdahroka og valdagræðgi og allsendis ófær um að valda því starfi sem aðstæð- urnar hafi komið honum í. Segir Rushford að Scoon, sem á sínum tíma lýsti því yfir að bandaríska herliðið ætti að hverfa á brott svo fljótt sem auðið væri, sé nú helsti talsmaðurinn fyrir framlengdri dvöl þess, því hann óttist að missa nýfengin völd, verði Bandaríkjamenn al- gjörlega á brott. Tómarúm eftir Bishop Eftir því sem frá líður verður æ ljósara hvílfkt tómarúm hefur myndast á Grenada við fall Maurice Bishops. Vinsældir hans eru enn miklar, og hefur sú krafa meðal annars komið fram, að flugvöllurinn umdeildi sem Kú- banir og Bretar stóðu að, verði við hann kenndur. Mönnum verður nú að sögn fréttaritara tíðrætt um ýmsar þær félagslegu umbætur sem Bishop hafði kom- ið á, eins og ókeypis mjólk til barna, og ókeypis lækna- og tannlæknaþjónusta. Til þess að koma til móts við fyrri þjónustu hafa Bandaríkjamenn komið á svokallaðri velferðar- og góð- gerðaráætlun sem felur í sér margs konar ívilnanir sem Reag- an myndi aldrei geta samþykkt fyrir bandaríska þegna, þar með talið ókeypis tannlækna- og lækn- aþjónusta. Segja fréttaritarar jafnframt að Bandaríkjamenn hafi beitt vel undirbúnum og út- hugsuðum áróðri til þess að auka sér vinsældir á eyjunni, og hafi í þessu skyni verið send 60 manna liðssveit sálfræðinga og sérfræð- inga í auglýsingatækni til eyjar- innar. Segja fréttaritarar Financi- al Times og Observer að áróðurs- veggblöð og annað áróðursefni Bandaríkjamanna beri það með sér að það hafi verið vel undirbú- ið löngu fyrir innrásina, enda nær almennt viðurkennt að innrásin var ekki ákveðin með tveggja daga fyrirvara eins og Reagan sagði, heldur átti hún sér lengri aðdraganda. Dollarar fyrir sjálfstæði Danska blaðið Information segir að Bandaríkjamenn hafi hingað til lagt 18 miljónir dollara í Grenadaævintýrið, og að ríkis- stjórn Paul Scoon hafi farið fram á 70 miljón dollara framlag á næsta ári auk þeirra fjármuna sem reynast nauðsynlegir til þess að Ijúka hinni umdeildu flug- braut við Point Salines. Bandaríkjamenn hafa passað sig á því að ráðast ekki lengur gegn Maurice Bishop persónu- lega, og er nú þegar í undirbún- ingi að reisa bókasafn sem á að verða til minningar um hann. Þjóðin virðist nú smám saman vera að vakna úr þeim pólitíska doða sem morðið á Bishop skapaði, og margir einstaklingar og flokkar - sumir nýstofnaðir - gera sig nú líklega til þess að fylla það tómarúm sem hann skilur eftir sig. Segja fréttaritarar að sú pólitíska mynd sem við blasi sé glundroða lík og litlar líkur á að Bandaríkjamenn geti haft mikinn hemil þar á. f það minnsta muni þurfa mikinn straum dollara til þess að halda þjóðinni við ein- hvern þann valkost sem sé Bandaríkjastjórn þóknanlegur í einu og öllu. Þá segja fréttaritar- ar að þau ríki Karíbahafsins sem stóðu með Reagan að innrásinni geri nú æ háværari kröfur um aukna fjárhagsaðstoð. Svo kunni að fara að sú túlkun Reagans að innrásin í Grenada hafi verið pól- itískur og hernaðarlegur sigur að mati ýmissa fréttaskýrenda eftir að verða æ tvíræðari og svo kunni að fara að Grenadaævintýrið eigi ekki bara eftir að skapa Reagan auknar óvinsældir í Grenada, heldur einnig í nágranna- ríkjunum sem studdu hann ákaf- ast til innrásarinnar. Þvf fjár- austur í Karíbahafsríkin mun ekki vera vinsælt ráð meðal bandarískra skattgreiðenda um þessar mundir þegar fjárlög þingsins hljóða uppá methalla. ólg./DN, Inf.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.