Þjóðviljinn - 28.12.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.12.1983, Blaðsíða 11
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 • * V í -iir Umsjón: Víðir Sigurðsson Enska knattspyrnan í gær - þriðjudag: Frábær frammistaða Notts og Leicester gegn risunum Ekki bjuggumst margir við því að Leicester og Notts County yrðu mikii fyrirstaða fyrir toppliðin í ensku knattspyrunni, Liverpool og Manchester United, í gærdag. Ris- arnir léku báðir á heimavelli en í báðum tilvikum stálu gestirnir, sem hafa staðið í harðri fallbar- áttu, óvæntu og dýrmætu stigi. Báðir leikir voru hörkuspennandi, Leicester komst í 0:2 á Anfield gegn Livcrpool en úrslitin urðu 2:2 og Notts County skoraði tvívegis á lok- amínútunum á Old Trafford og náði jafntefli, 3:3. Leicester hefur furðugott tak á meisturum Liverpool, vann t.d. báða leiki liðanna fyrir tveimur árum, þó svo Leicester félli en Li- verpool yrði meistari. Og í því var Leicester aðeins 7 mínútur að skora. Alan Smith var þar að verki eftir þvögu í vítateig Liverpool. Um miðjan síðari hálfleik virtust svo úrslitin ráðin þegar Ian Banks kom Leicester í 0:2. Liverpool hafði sótt mun meira en vænta mátti, Kenny Dalglish hafði m.a'. átt þrumufleyg í fyrri hálfleik sem nærri klauf þverslá Leicesterm- arksins í .tvennt. Loks á 73. mínútu náði Sammy Lee að laga stöðuna í 1:2 og allt á suðupunkti á Anfield. Þegar 7 mínútur voru eftir jafnaði Ian Rush, 2:2, og áfram sótti Li- verpool. Þremur mínútum fyrir leikslok fékk síðan Liverpool vít- aspyrnu, frábær frammistaða Leicester virtist ekki ætla að koma að gagni. En hvað skeði, gamla Platini kjörinn Frakkinn Michel Platini var í gær útnefndur knattspyrnumaður ársins í Evrópu af knattspyrnu- blaðinu heimsfræga France Foot- ball. Hann er fyrsti Frakkinn til að hljóta þessa viðurkenningu í 25 ár. Kenny Dalglish frá Liverpool og skoska iandsliðinu varð annar og Daninn litli, Allan Simonsen, þriðji. -VS brýnið Mark Wallington sýndi snilldartakta er hann varði spyrnu Graeme Souness með glæsibrag! Fashanu á fullu Manchester United virtist stefna í léttan sigur gegn Notts County Old Trafford í Manchester. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en jafnskjótt og varamaðurinn Norm- an Whiteside var látinn fara að hita upp, braust örvæntingin fram í Garth Crooks og hann kom Man. Utd. yfir, 1:0. Rétt á eftir bætti Gordon McQueen öðru marki við, Trevor Christie minnkáði muninn úr vítaspyrnu en Kevin Moran svaraði, 3:1, og aðeins 10 mínútur eftir. Þá tók gleymdi miljónpunda- svertinginn frá Nígeríu, Justin Fas- hanu, til sinna ráða. Hann skoraði tvö mörk af stuttu færi á sömu mín- útunni, 3:3, og 41 þúsund áhorf- endur voru steini lostnir. Það voru leikmenn Notts líka, þeir trúðu þessu vart sjálfir! Níu þeirra voru bókaðir í leiknum!! Fyrsta High- burymark Nicholas Charlie Nicholas skoraði tvö Justin Fashanu hefur ekki gleymt listinni að skora mörk - það sýndi hann á Old Trafford í gær. Skoska knattspyrnan: Búbbi jafnaði á 94. mínútunm! Jóhannes Eðvaldsson reyndist féiagi sínu, Motherwell, hinn mesti bjargvættur gegn Hearts í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrradag. Motherwell lék þá á heimavelli en Edinborgarliðið komst yfir á 47. mínútu með marki Jiiiimy Bone. Þegar fjórar mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma tókst Búbba að skora eftir mikið strögl í vítateig Hearts, en naumt var það, boltinn rétt skreið yfir marklínuna að sögn frétta- manns BBC. Lokatölurnar urðu því 1:1. Aberdeen jók forystu sína í deildinni á aðfangadag, sigraði þá St. Mirren 3:0 á útivelli í Paisley. í gær voru svo þrír leikir. Celtic og meistarar Dundee United skildu jöfn í Glasgow, 1:1. Brian McClair kom Celtic yfir, en United jafnaði í síðari hálfleik. Þá tókst St. John- stone að vinna goðan útisigur gegn Dundee, 1:0, og eygir von um að halda sæti sínu í deildinni. Loks skaust Rangers upp í fjórða sætið með því að vinna Hibernian í Edin- borg 2:0. Staðan í úrvalsdeildinni: Aberdeen .18 14 2 2 47:9 30 Celtic .18 11 4 3 43:20 26 DundeeUnited . 17 9 4 4 32:16 22 Rangers .18 8 2 8 27:25 18 Hearts . 18 6 6 6 19:23 18 Hibernian . 18 8 1 9 26:31 17 St. Johnstone . 18 5 0 13 17:50 10 Motherwell . 18 1 6 11 12:36 8 VS mörk fyrir Arsenal í fyrradag og í gær kórónaði hann ánægjulega jól- ahátíð fyrir sig þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í 13 heimaleikjum sínum með Arsenal. Það gerði hann úr vítaspyrnu, jafnaði 1:1 gegn Birmingham og það urðu lok- atölurnar. Leikurinn var fremur slakur en Birmingham náði forystu með marki Bobby Hopkins snemma í síðari hálfleik og fékk þarna sitt fyrsta stig í sjö leikjum. Southampton hrifsaði þriðja sætið úr höndum Luton, sigraði Watford 1:0 og fékk því sex stig á tveimur dögum þrátt fyrir að skora aðeins tvö mörk. Það var sköllótta ungmennið David Armstrong sem skoraði eina mark leiksins. Aston Villa og Tottenham háðu harðvítuga baráttu frammi fyrir þúsund áhorfendum á Villa Park í Birmingham en ekkert mark leit ^agsins ljós. Miklar sveiflur voru í leiknum, liðin sóttu á vfxi og Alan Brazil klúðraði sínu fjórða dauða- færi á tveimur dögum fyrir Totten- ham eftir 28 mínútur. Mark var dæmt af Villa-miðherjanum Peter Withe og Ray Clemence, mark- vörður Tottenham, varði tvívegis snilldarlega þessum félaga sínum úr ensku landsliðshópnum. Ekki var að heldur gert mark í viðureign Austur-Anglíunágrann- anna Norwich og Ipswich á Carrow Road í Norwich. Ipswich var sterk- ari aðilinn og fékk góð færi; Paul Mariner það besta en var bókaður fyrir vikið en hann skall harkalega á Chris Woods, markverði Norw- ich. West Ham náði góðum þremur stigum í Luton sem var því aðeins sólarhring í þriðja sætinu. Mikið var af færum í leiknum og Luton betri aðilinn en Tony Cottee sá til þess að stigin þrjú færu til London er hann skoraði eina mark viður- eignarinnar einni mínútu fyrir leikslok. Trúi því hver sem vill, en gamli Bryan „Pop“ Robson lék með Sunderland gegn WBA í gær! Sunderland er í framherjahallæri og hinn 38 ára gamli fyrrum mark- varðahrellir, sem er þjálfari hjá fé- laginu, var setur í fremstu víglínu. Hann skoraði mark þegar á upp- hafsmínútunum og það var reyndar sögulegt, hans 300. mark á ferlin- um sem átti að vera lokið. Paul Bracewell bætti síðan tveimur mörkum við og Sunderland vann 3:0. Eftir leikinn var gengið frá samningum við miðherjann Lee Chapman frá Arsenal sem kemur því væntanlega til félagsins nú í vik- unni. Bara Popparinn haldi honum ekki á varamannabekknum! Úlfarnir unnu, merkilegt nokk, og það 3:0 gegn slöku liði Everton á Molyneaux. Mel Eves og Danny Craine skoruðu snemma og Mel Eves innsiglaði sigurinn með marki í síðari hálfleik. Dixon klikkaði á tveimur vítum! Sögulegasti leikur dagsins var þó háður í 2. deildinni, þegar Chelsea og Portsmouth gerðu 2:2 jafntefli á Stamford Bridge í London. Frétta- maður BBC vildi þó kalla völlinn Stamford Beach, hann var það ó- sléttur og sandborinn! Ballið byrj- aði þegar Mark Hateley skallaði í mark Chelsea en Paul Canoville jafnaði, 1:1. Þá braut markakóng- urinn Kevin Dixon hjá Chelsea illi- lega af sér þannig að Portsmouth fékk vítaspyrnu sem Kevin Dillon skoraði úr, 1:2. Dixon tók síðan víti sjálfur en Alan Knight mark- vörður Portsmouth varði. Dixon jafnaði þó rétt á eftir, 2:2, og spreytti sig síðan á annarri víta- spyrnu. Ekki gekk það betur, hann ^ skaut í stöng! Skömmu síðar átti David Speedie skot í stöng Bryan „Pop“ Robson - 38 ára gam- all þjálfari - svarið við framherja- vandamáli Sunderland? Portsmouth-marksins og þeir Hat- eley og Neii Webb bombuðu í stangir Chelsea-marksins! Allt þetta átti sér stað í fyrri hálfleik og 25 þúsund áhorfendur róuðust mikið yfir viðburðalitlum síðari hálfleik. Sheffieid Wednesday tapaði annan daginn í röð en heldur þó forystunni. 0:2 ósigur heima gegn Middlesboro, Paul Sugrue og Da- vid Currie skoruðu mörkin. Þá vann Man. City góðan sigur, 3:1, í Huddersfield og Steve Kinsey og Graham Baker voru meðal marka- skorara City. - HB/VS S Oskar þjálfar Leikni Oskar Tómasson úr Víkingi hef- ur verið ráðinn þjálfari 4. deildar- liðs Leiknis, Fáskrúðsfirði, í knatt- spyrnu. Óskar er 28 ára gamall og hefur verið í röðum Víkinga um árabil en var þó frá vegna meiðsla nokkur sumur. Hann þótti á sínum tíma einhver efnilegasti knatt- spyrnumaður landsins og hafði leikið 4 landsleiki 19 ára gamall, en meiðsiin stöðvuðu frama hans. Oskar lék þó nokkuð með Víking- um sl. sumar. -VS Óskar Tómasson Magnús til Spánar Magnús Bergs, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur gengið til liðs við spænska 2. deildarfélagið Real Santander. Magnús hefur sl. tvö ár leikið með Tongeren í Belgíu en var þar áður með Borussia Dortmund í Vestur-Þýskalandi. Santander er í hópi efstu liða í spænsku 2. deildinni og er Magnús fyrsti ís- lendingurinn sem gerist atvinnu- maður á Spáni. -VS Islandsmet Kolbrúnar Kolbrún Rut Stephens úr KR setti nýtt íslandsmet í hástökki kvenna án atrennu á annan í jólum. Hún afrekaöi það ájóla- móti ÍR í atrennu lausum stökkum og vippaöi sér yfir 1,53 metra. Kolbrún sigraði einnig í langstökki og þrístökki, stökk 2,64 metra í því fyrra en 7, 75 metra í því síðara. Kári Jónsson, HSK, og Stefán Þ. Stefánsson, ÍR, háðu grimmilegt einvígi í öllum greinunum í karla- flokki og Kári hafði vinninginn. Hann sigraði í þrístökki, 9,28 m gegn 9,27 hjá Stefáni, og í langs- tökki, 3,24 m gegn 3,00 hjá Stefáni. ÍR-ingurinn sigraði hinsvegar í hástökkinu, fór yfir 1,55 metra en Kári 1,53. -VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.