Þjóðviljinn - 14.02.1984, Page 1

Þjóðviljinn - 14.02.1984, Page 1
Þriðjudagur 14. febrúar 1984 'ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Ær wji ■ íftsrattir Umsjón: Viðir Sigurðsson! Fyrsta tapið síðan 1977 A-Iið KR-inga í borðtennis tap- aði sínum fyrsta leik í 1. deild karla í sjö ár nú fyrir skömmu, var þá lagt að velli af a-liði Víkinga, 6-2. Þrátt fyrir það eru KR-ingar afar sigurstranglegir, hafa 12 stig en Víkingar 11 þegar bæði lið eiga einn leik eftir. Orninn á reyndar möguleika, hefur 7 stig úr aðeins 5 leikjum og hefur því tapað 3 stigum eins og Víkingur. íslandsmet Guðrúnar Guðrún Fema Agústsdóttir úr Ægi setti nýtt íslandsmet í 200 m bringusundi kvenna á innanfélag- smóti Ægis á föstudagskvöldið. Hún synti á 2:41,7 mín. og bætti gamla metið um tæpar tvær sek- úndur. Þroskaheftir kepptu einnig á mótinu og þar setti Hrafn Loga- son íslandsmet í 400 m skriðsundi, synti á 6:13,8 mín. Hópurinn valinn Landsliðshópur karla í körfu- knattleik var valinn nú fyrir helg- ina með Evrópukeppnina í lok aprfl í huga. Hann skipa eftirtaldir: Jón Sigurðsson, Guðni Guðna- son og Garðar Jóhannsson úr KR, Tcrfi Magnússon, Kristján Ágústs- son og Tómas Holton úr Val, Valur Ingimundarson og Sturla Órlygs- son úr Njarðvík, Jónas Jóhannes- son, Reyni Sandgerði, Jón Kr. Gíslason, Keflavík, Rikharður Hrafnkelsson, Snæfelli, Þorvaldur Geirsson, Fram, Pálmar Sigurðs- son, Haukum, Hreinn Þorkelsson, IR og Flosi Sigurðsson, University of Washington. Þjálfari er Hilmar Hafsteinsson en aðstoðarþjálfari Sigurður Hjörleifsson. Búlgarir efstir Búlgarir sigruðu Finna 25-19 í úrslitaleik C-keppninnar í hand- knattleik sem lauk á Ítalíu um helg- ina. Holland varð í þriðja sæti og ísrael í fjórða en þessar fjórar þjóð- ir hafa þar með tryggt sér sæti í B-keppninni í Noregi að ári. Jens Weissflog, hinn 19 ára gamli Austur-Þjóðverji sem hlaut gullverðlaunin í stökki af 70 metra palli um helgina, hefur vafalítið sýnt stfl á borð við þann sem hann viðhefur á þessari mynd. Vetrarólympíuleikarnir í Sarajevo: Siggi með ríflega helming! Sigurður Sveinsson skoraði 9 mörk fyrir Lemgo í vestur-þýsku Bundesligunni í handknattleik um helgina. Það dugði þó skammt, Lemgo tapaði 16-24 fyrir Gum- mersbach, en Siggi sá þó allavega um ríflega helming markanna. AI- freð Gíslason skoraði 2 mörk fyrir Essen sem vann Núrnberg 17-12. Ragnar með met Ragnar Guðmundsson, sundmað- urinn stórefnilegi, setti nýtt ís- landsmet í 400 m skriðsundi í Dan- mörku um helgina. Hann synti vegalengdina á 4:09,01 mín. Bjarni Björnsson átti gamla metið, 4:10,64 mín. „A undan Gotta í þetta skiptið“ ,JÞetta gekk betur hjá mér en á föstu- daginn og ég er þó alla vega ánægður með að hafa verið á undan Gotta í þetta skiptið!" sagði Einar Ólafsson, skíða- göngumaður frá ísafirði í samtali við Þjóðviljann í gær. Hann og Gottlieb Konráðsson kepptu í gærmorgun í 15 km göngu á vetrarolympíuleikunum í Sarajevo, Einar varð í 50. sæti og Gott- lieb í 56. sæti af 89 keppendum. Nanna Leifsdóttir keppti í stórsvigi kvenna og hafnaði í 38. sæti af 43 sem luku keppni. „Veðrið er loksins orðið gott hér í Sarajevo, færið var gott og allar aðstæð- ur eins og þær gerast bestar. Keppnin var mjög hörð og lítið á milli manna, með smá heppni hefðum við hæglega getað orðið tíu sætum framar. Annars er hvorugur okkar í bestu æfingu sem á væri kosið, við gætum báðir gert betur en þetta," sagði Einar. Hann íhugar nú að taka þátt í 50 km göngunni á sunnu- daginn kemur. Það var Svíinn Gunde Svan sem kom Meginlandsknattspyrnan: Juve heldur sínu 29 stig. Það stefnir því allt í einví^i tveggja efstu liðanna um meistara- titilinn að þessú sinni. - VS. Michel Platini skoraði tvö mörk þegar Juventus sigraði Lazio 2-1 í ítölsku 1. deildinni í knattspyrnu á sunnudaginn. Juventus hefur þar með áfram þriggja stiga forystu. Fiorentina burstaði Sampdoria 3-0 en varð fyrir miklu áfalli, landsiiðs- maðurinn Giancarlo Antognoni fótbrotnaði og leikur ekki næstu þrjá mánuðina. Juventus er með 28 stig, Fiorentina 25, Roma, Verona og Torino 24 hvert. Real hefur áfram eins stigs for- ystu á Spáni, vann Real Zaragoza 1-0 um helgina. Atletico Bilbao fór hins vegar illa með Sevilla og vann 5-0. Barcelona og Atletico Madrid gerðu markalaus jafntefli í sínum leikjum. Real Madrid hefur 33 stig, Bilbao 32, Barcelona og A. Madrid Benedikt ráðinn Benedikt Höskuldsson hefur ver- ið ráðinn þjálfari hjá blaklandsliði kvenna. Liðið fer til Færeyja nú um mánaðamótin og leikur þar þrjá landsleiki. fyrstur í mark í gærmorgun á 41,25 mín- útum. Finnar röðuðu sér í þrjú næstu sætin, Aki Karvonen varð annar á 41,34 mín. Harri Kirvesniemi þriðji á 41,45 mín. og hinn 34 ára gamli risi, Juha Mieto, fjórði á 42,05 mín. Einar fékk tímann 46,21 mín. og Gottlieb 46,37 mín. Gottlieb og Einar kepptu í 30 km göngu á föstudag. Gottlieb varð 38. og Einar 49. af 69 keppendum sem luku keppni. „Mér gekk betur en ég reiknaði með og er nokkuð sáttur við árangur- inn. Við höfðum reiknað með að verða í kringum 50. sæti eftir endurmat á stöðunni kvöldið áður“, sagði Gottlieb á föstudaginn. Tvöfalt hjá bandarískum Bandaríkjamenn fengu sín fyrstu gullverðlaun í alpagreinum síðan 1972 þegar hin tvítuga Debbie Armstrong frá Seattle kom öllum á óvart nema sjálfri sér og sigraði í stórsvigi kvenna í gær. Önnur bandarísk stúlka, hin betur þekkta Christine Cooper, varð önnur, Pelen frá Frakklandi varð þriðja og Tamara McKinney frá Bandaríkjunum fjórða. Erika Hess varð að láta sér lynda sjöunda sæti. Nanna Leifsdóttir kom 38. í mark eins og áður sagði, rétt á eftir belgískri og vel á undan þeirri næstu sem var frá Argentínu. Margar þekktar skíðakonur urðu fyrir vonbrigðum. Þær Marie Walliser frá Sviss og Fabienne Serrat frá Frakk- landi duttu og urðu þar með úr leik. Cindy Nelson frá Bandaríkjunum varða aðeins 18., Ireme Epple frá V.- Þýskalandi 21. og Roswitha Steiner frá Austurríki einungis 27. í röðinni. Þriðju verðlaun Karinar Enke Karin Enke frá Austur-Þýskalandi varð í gær fyrst allra á leikunum til að hljóta þrenn verðlaun er hún sigraði í 1000 metra skautahlaupi. Áður hafði hún fengið gull í 1500 m og silfur í 500 m skautahlaupi. Önnur í gær varð landa hennar, Andrea Schöene, sem einnig fékk silfur í 1000 metrunum. Þó nokkrum gullverðlaunum var út- hlutað um helgina. Hinn stórefnilegi Jens Weissflog sigraði í skíðastökki af 70 m palli, Nikolai Zimyatov frá So- vétríkjunum í 30 km göngu karla, Peter Angerer frá V.-Þýskalandi í 20 km skíðagöngu og skotfimi, Tommy Gust- avsson frá Svíþjóð í 5000 km skauta- hlaupi karla, Tom Sandberg frá Svíþjóð í norrænni tvíkeppni, Christina Roth- enburger frá A.-Þýskalandi í 500 m skautahlaupi kvenna og Maria-Liisa Hamelainen frá Finnlandi í 5 km skíða- göngu kvenna. Annað gull Mariu- Liisu. A-Þjóðverjar hafa nú fengið sex gull á leikunum, Sovétmenn og Finnar tvö hverjir. - VS. Úrvalsdeildin í körfuknattleik: ísland upp í 2. deild- ina í borðtennis! Annað sætið í 3. deild Evrópukeppninnar í borðtennis sem ísland hreppti á dögunum hefur nú fært okkar fólki sæti í 2. deild í fyrsta skipti. Vegna mikils ferðakostnaðar hafa Sovétmenn hætt keppni í 1. deild og Tyrkir sömuleiðis í 2. deild. Þetta kallaði á fleiri lið uppúr 3. deild og Island færðist þar með upp. En það fylgir böggull skammrifí. Þátttaka í 2. defld verður mjög kostnaðarsöm þar sem leikinn er einn leikur i einu en ekki spilað á einum stað um eina helgi eins og í 3. deildinni. A þingi Evrópusam- bandsins í Moskvu í vor mun fulltrúi íslands mæla með hugsanlegri breytingu á fyrirkomulaginu þar sem keppnin verði leikin með svipuðu sniði og í 3. deild, fari fram í einu eða tvennu lagi. I 2. deild leika írland, Skotland, Sviss, Wales, Luxemburg og Guernsey. Upp koma Búlgaría, ísland og Jcrsey og líkast til falla Belgar úr 1. deildinni. Það eru því margar „nágrannaþjóðir“ í deildinni en samt sem áður verður kostnaðurinn gífurlegur fyrir okkar fjárlitla borðtennissamband ef fyrirkomulaginu verður ekki breytt. - VS. Pétur var óstöðvandi IR-ingar báru sigurorð af KR- ingum í æsispennandi leik er háður var í íþróttahúsi Seljaskóla í gær- kvöldi. Lokatölur 90-89 eftir að KR hafði haft 2 stiga forystu í hálfleik, 45-43. Leikurinn var allan tímann mjög jafn, ÍR hafði yfirleitt nauma for- ystu í byrjun. KR-ingar náðu síðan að jafna leikinn fyrir lok hálf- leiksins og komust yfir, 45-43. KR jók síðan forskotið í byrjun síðari hálfleiksins, komust í 53-45. Liðin skiptust síðan á að skora og er 8 mínútur voru ti! leiksloka höfðu KR-ingar enn yfirhöndina, 74-69. En næstu mínútur átti Pétur Guðmundsson. Hann skoraði 8 stig í röð, staðan þá orðin 77-74. ÍR-ingum tókst að halda forystunni til leiksloka en ekki mátti miklu muna. Birgir Guðbjörnsson átti möguleika á því að jafna metin með því að hitta úr vítaskoti er að- eins 15 sekúndur voru til leiksloka. En ofan í körfuna vildi boltinn ekki og lokatölur 90-89, ÍR í hag eins og áður sagði. Pétur bar höfuð og herðar yfir Staðan Staðan í úrvalsdeildinni í . körfuknattleik eftir leik ÍR og KR í gærkvöldi: Njarðvfk.16 13 Valur.. KR....... Haukar... Keflavík. |R....... . 16 . 16 . 16 . 16 . 16 3 1211:1115 26 8 1324:1241 16 7 1167:1163 16 8 8 1161:1173 16 6 10 1062:1198 12 4 11 1214:1258 10 Stigahæstir: Valur Ingimundarson, Njarðvfk..408 Pálmar Sigurðsson, Haukum......347 KristjánÁgústsson, Val.........320 Torfl Magnússon, Val...........264 Þorsteinn Bjarnason, Keflavík..264 Jón Kr. Gfslason, Keflavfk.....254 Gunnar Þorvarðarson, Njarðvfk..243 Hrelnn Þorkelsson, |R..........240 Jón Sigurðsson, KR.............227 Gylfi Þorkelsson, IR...........224 aðra leikmenn ÍR. Þá áttu þeir Gylfi Þorkelsson og Xolbeinn Kristinsson ágæta spretti. Garðar Jóhannesson og Jón Sig- urðsson voru bestu menn KR, en einnig áttu þeir Guðni Guðnason og Þorsteinn Gunnarsson góðan leik. Stig ÍR: Pétur 44, Kolbeinn og Benedikt Ingþórsson 12, Gylfi 10, Hreinn Þorkels- son, Hjörtur Oddsson og Ragnar Torfa- son 4. Stig KR: Garðar Jóhannesson 29, Guðni Guðnason 20, Þorsteinn Gunnarsson og Birgir Guðbjörnsson 11, Jón Sig. 10, Kristján Rafnsson 6, Ólafur Guðmunds- 800 2- Logi/F Getraunir í 23. leíkviku Getrauna komu fram fímm raðir með 11 rétta og hlýtur hver röð kr. 72,585 í vinn- ing. Þá komu fram 99 raðir með 10 rétta og vinningur á hverja röð er kr. 1,571.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.