Þjóðviljinn - 24.02.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA -- ÞjÓÐVILJINNl Föstudagur 24. febrúar 1984
' l I ■" J »1 ■ > > * I l'IT" ’■ ' '
DIÚÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Um8jónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi ólafsson, Lúðvík Geirsson,
Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson,
Valþór Hlöðversson.
íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson.
Utltt og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsia: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrót Guðmundsdóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: ólöf Sigurðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent hf.
Brestur forsenda
samninganna?
Forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson og
framkvæmdastjóri VSÍ Magnús Gunnarsson hafa báðir
lýst því yfir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þágu hinna
verst settu komi ekki til framkvæmda nema öll verka-
lýðsfélög samþykki samninginn sem forystumenn ASÍ
og VSÍ undirrituðu. Þessar yfirlýsingar fela í sér ósvífna
tilraun til að svipta verkalýðsfélögin raunverulegum
samningsrétti.
Samkvæmt skipulagi verkalýðshreyfingarinnar á ís-
landi er rétturinn til að semja um kaup og kjör hjá
verkalýðsfélögunum sjálfum. ASÍ hefur enga formlega
heimild til að gera samning sem bindur hendur ein-
stakra félaga. Forystumenn ASÍ geta gengið frá til-
lögum en þeir eru ekki handhafar samningsréttarins.
Nú hefur ríkisstjórnin og VSÍ ákveðið að notfæra sér
aðild ASÍ að undirritun samkomulagsins til að taka
fátækasta fólkið í landinu sem gísl. Forsætisráðherrann
og framkvæmdastjóri VSÍ tilkynna að aðgerðir til
hjálpar hinum fátækustu komi ekki til greina nema öll
verkalýðsfélög samþykki ASÍ og VSÍ textann
óbreyttan. Þar með er hinn raunverulegi samningsrétt-
ur verkalýðsfélaganna eyðilagður.
Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ hefur eðlilega
mótmælt þessum yfirlýsingum VSÍ og ríkisstjórnarinn-
ar. Forseti ASÍ sagði í viðtali við sjónvarpið í fyrra-
kvöld að hann „treysti því að þær opinberu tilfærslur,
sem ríkisstjórnin hefði ákveðið, yrðu gerðar, þótt
kjarasamningurinn yrði ekki samþykktur í öllum fé-
lögum, enda hefðu þær verið forsendan fyrir því að
samningurinn var gerður.“
Alþýðusamband íslands getur ekki gert samning sem
notar fátæksta launfólkið sem gísl í því skyni að svipta
verkalýðsfélögin hinum raunverulega samningsrétti.
Ef ríkisstjórnin og VSÍ halda þessari stefnu til streitu
eru forsendur samninganna brostnar. Forysta ASÍ
hlýtur þá að grípa til viðeigandi gagnráðstafana. Það
væri hættulegt fordæmi að gefa VSÍ og ríkisvaldinu
tækifæri til að svipta verkalýðsfélögin samningsrétti á
þennan ósvífna hátt. Þjóðviljinn varar eindregið við
slíku fordæmi.
Froða og blekkingar
í viðtali við útvarpið í fyrrakvöld fjallaði Jóhanna
Kristjónsdóttir formaður einstæðra foreldra um þær
blekkingar sem beitt hefur verið til að telja fólki trú um
að í kjölfar hinna nýgerðu samninga kæmi til fram-
kvæmda veruleg kjarabót fyrir einstæða foreldra. Hún
rakti að þær tölur, sem nefndar hefðu verið, fælu í sér
ómerkilegar talnablekkingar. í raun væri í þessum
samningum verið að reyna að fá einstæða foreldra til að
sætta sig við froðu í stað raunverulegra kjarabóta.
í viðtali við Morgunblaðið í gær ítrekar Jóhanna
Kristjónsdóttir þessa afstöðu. Hún bendir á að barna-
lífeyrír g meðlag eiga að hækka um litlar 400 kr. á
mánuöi ða sem samsvarar tæplega matarkaupum í
einn d ..v „Mér finnst einnig óttalegt kák að hækka
mæðr:, feðralaun um 700 kr. þótt það hljómi vel
yfirfa ;>rósentureikning,“ sagði formaður Félags
einsta^ . oreldra. Hún vakti athygli á því að það væri
„út í hör að lækka fullar barnabætur, þ.e. 12.000 kr.,
eftir aö 150 þúsund kr. tekjum er náð.“ Þetta mark
þyrfti „að vera töluvert miklu hærra til þess að það
kæmi einstæðum foreldrum almennt að notum.“
Dómur forystumanns einstæðra foreldra um hliðar-
aðgerðir ríkisstjórnarinnar er afdráttarlaus. Þær eru
froða og blekkingar, yfirborðslegar og ófullnægjandi.
klippt
Divine úr myndum John Waters.
Aðsóknar-
metingur
Nokkur blaðaskrif hafa orðið
út af aðsókn á þá Kvikmyndahá-
tíð sem nýlokið er í Reykjavík.
Morgunblaðið sagði frétt af því
að 16 þúsund manns hefðu séð
myndir á hátíðinni og hún væri sú
önnur best sótta frá upphafi.
Þessum fréttaflutningi var mót-
mælt með tölum upp úr endur-
skoðuðum reikningum Listahá-
tíðar frá upphafi, en þær sýndu að
aðsóknin var 1978 20.479, 1980
22.500,198120.479,1982 19.707.
Þá hefur komið fram samkvæmt
upplýsingum forráðamanna Lista-
hátíðar að aðsóknin í fyrra hafi
verið um 18 þúsund manns.
Talnaleikur
Guðbrandur Gíslason, sem
gegndi framkvæmdastjórastarfi
Listahátíðar tímabundið, hefur í
athugasemd til Þjóðviljans sagt
að lausleg talning bendi til þess
að rúmlega 21 þúsund manns hafi
sótt Kvikmyndahátíð 1984. Þetta
eru fróðlegar tölur og hefur að-
sóknin aukist um 5-6 þúsund
manns frá því að Morgunblaðið
birti aðsóknarfrétt sína að hátíð-
inni lokinni. Það liggur fyrir að
14.612 manns voru skráðir inn á
sýningar Regnbogans á kvik-
myndahátíð. Þá var Hrafninn
flýgur frumsýndur á kvikmynda-
hátíð og komust þangað færri en
vildu vegna ófærðar. Síðustu að-
sóknartölur eru fengnar með því
að bæta við gestum á almennum
sýningum íslensku myndarinnar
Hrafninn flýgur í Háskólabíói
kvikmy ndahátíðarvikuna.
Þetta er í hæsta máta óvenju-
legur reikningsmáti, og með
sömu rökum hefði þá átt að telja
gesti á sýningum Útlaga Ágústar
Guðmundssonar sem einnig var
frumsýnd á Kvikmyndahátíð á
sínum tíma til gesta hennar. Af
íslensku myndum hátíðarinnar,
sem voru hennar sterka hlið, hef-
ur Listahátíð ekki annað en
kostnað, en ekki innkomu, og þó
að kvikmyndahátíðarnefndin
hafi sem framlag til íslenskrar
kvikmyndagerðar staðið undir
auglýsingum á myndinni Hrafn-
inn flýgur alla hátíðarvikuna,
hafa gestir mynda sem sýndar eru
á almennum markaði hingað til
ekki verið taldar til gesta kvik-
myndahátíðar.
Slappt úrval
Aðstandendum Listahátíðar
og Kvikmyndahátíðar virðist
mikið í mun að geta sýnt fram á
mikla aðsókn og vonandi sæmi-
lega afkomu. En talnaleikir af
þessu tagi geta ekki dregið fjöður
yfir það að hinn erlendi þáttur
Kvikmyndahátíðar var slappur,
eins og Thor Vilhjálmsson fjall-
aði réttilega um í Sunnudagsblaði
Þjóðviljans: „Engin þeirra kvik-
mynda sem nú var sýnd á hátíð-
inni komst á tólf mynda úrvals-
lista International Film Guide í
fyrra. Það er kannski ekki ein -
hlítur mælikvarði heldur.
Ekki verður því neitað að þessi
hátíð olli vonbrigðum. Fátt var
mynda sem áttu erindi á hátíð
kvikmyndalistar. Það var eins og
forskeytið af fyrra orðinu hefði
gleymst og seinni hlutinn af því
síðara. Sumar löfðu í því að vera
laglegar til að eyða kvöldstund
gremjulaust í kvikmyndahúsi,
aðrar varla. Og sumt átti alls ekki
erindi til íslands út úr skúma-
skotum.“
Álitshnekkir
Kvikmyndahátíð sem hefur
John Waters sem aðalnúmer er
ekki upp á marga fiska og er-
lendir blaðamenn sem hér voru
fitjuðu upp á nefið þegar þeir sáu
„úrval“ útlendra mynda á hátíð-
inni. Allt frá því að Hrafn Gunn-
laugsson þáverandi fram-
kvæmdastjóri Listahátíðar, og
Friðrik Friðriksson o.fl. undir-
bjuggu fyrstu kvikmyndahátíðina
1978, hefur verið kappkostað að
hún stæði framarlega á alþjóða-
vísu, og Kvikmyndahátíð í
Reykjavík hefur smámsaman
unnið sér nafn, sem hefur
auðveldað útvegun úrvalsmynda
á hana. Að þessu sinni hefur há-
tíðin sett ofan og smekkur og
útvegsmáti þeirra sem nú stóðu
að Kvikmyndahátíð hefur eyði-
lagt mikið af því uppbyggingar-
starfi sem átt hefur sér stað og
það álit sem Kvikmyndahátíð í
Reykjavík hafði aflað sér meðal
kvikmyndagerðar- og áhuga-
manna víða um lönd.
-ekh
ocj skorið
Ef ég vœri spurður
Við umræður í Sameinuðu
þingi sl. fimmtudag, um íslands-
sögukennslu í grunnskólum,
flutti Jón Baldvin Hannibalsson
býsna glúrna ræðu. Jón Baldvin
sagði m.a.:
- Nú er það svo að þessi tillaga
sem hér liggur fyrir er ósk um
þrennt: I fyrsta lagi að kennsla í
sögu íslensku þjóðarinnar verði
aukin. Ef ég væri spurður þessar-
ar spurningar þá gæti ég ekki
svarað. Tel ég rétt að sögu-
kennslan væri aukin? Svar mitt
færi mjög eftir því hvernig ætti að
koma til skila aukinni kennslu í
íslandssögu og hvaða þætti í ís-
landssögu ætti að taka upp, sem
áður hafa verið vanræktir. Ef ég
er spurður: Viltu láta auka trú á
landið? Jú, maður gæti svarað því
- já. En ef maður er spurður:
Hefurðu trú á því að trú á landið
verði aukin með sögukennslu í
skólum þá læt ég uppi efasemdir.
Og ef ég er spurður: Viltu láta
varðveita það menningarsamfé-
lag, sem hér hefur þróast um
aldir? þá er svarið að vísu já. En
um leið kemur upp í hugann að
það menningarástand, sem hér
hefur þróast um aldir, er nokk-
urnveginn liðið undir lok. Það
bændasamfélag, sem hér var ríkj-
andi í „íslands þúsund ár“ er
óþekkjanlegt í dag. Sá
þjóðfélagsveruleiki, sem mín
börn munu lifa í, er óþekkjan-
legur miðaðviðþann þjóðfélags-
veruleika og það hugmynda-
umhverfi, sem móðir mín ólst
UPP við. Þannig, að það er þá
eiginlega fátt um svör. Auka,
varðveita og efla trú á landið, jú,
jú, en hvernig?
Kennt að veiða
Máli sínu lauk Jón Baldvin
með þessum orðum:
Ég held að kjörorðið, sem ég
rakst einhverntíma á í gönguferð
minni niður við höfn í Boston,
geti eiginlega verið mottó í skóla-
starfi: Gefðu hungruðum manni
fisk og þú seður hungur hans í
einn dag. Kennirðu honum að
veiða þá hefurðu kennt honum
að sjá sér og sínum farborða
ævina á enda. Góður skóli er sá
skóli, sem kennir nemendum sín-
um að veiða, að afla sér þekking-
ar, sem endist honum ævina á
enda.
-mhg