Þjóðviljinn - 06.03.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.03.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 6. mars 1984 DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Ólafur Gíslason, Oskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglysingar: Sigríður Þorsteinsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Þorsteinn tapaði Þegar fjármálaráðherra gerði samninginn við Dags- brún ákvað hinn nýi formaður í Sjálfstæðisflokknum að sýna vald sitt. Hann tilkynnti í Morgunblaðinu og frétt- atíma útvarpsins að hér væri á ferðinni alvarlegt mál sem tekið yrði föstum tökum. Ritstjórar Morgunblaðs- ins voru látnir skrifa leiðara þar sem samningurinn var lýstur brot á stefnu ríkisstjórnarinnar og Sjálfstæðis- flokksins og ráðherranum tilkynnt að fyrst hvorki ríkis- stjórnin né þingflokkar hennar stæðu með honum væri réttast að hann segði af sér. I umræðum á Alþingi var boðað að innan Sjálfstæðisflokksins yrðu gerðar við- hlítandi ráðstafanir. í leiðara Þjóðviljans á laugardag var bent á að úrslit þessara deilna yrðu prófsteinn á vald Þorsteins Páls- sonar í Sjálfstæðisflokknum. Niðurstaðan gæfi til kynna hvort blaðafulltrúa-kenning Styrmis Gunnars- sonar væri rétt. Svörin við spurningunum um raunveru- legt gildi formannsstöðunnar í Sjálfstæðisflokknum kæmu í Ijós við lyktir átakanna um Dagsbrúnarsamn- inginn. Nú hefur dómurinn fallið. Þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins kom saman og samþykkti til málamynda gagnrýni á Albert en síðan tilkynnti Þorsteinn Pálsson að málinu væri lokið. Albert Guðmundsson sagði sigri hrósandi í viðtali við Þjóðviljann að um „smámál“ hefði verið að ræða. Fjármálaráðherra stendur með pálmann í höndunum í deilunum innan Sjálfstæðisflokksins. Formannsvald Þorsteins Pálssonar hefur reynst mark- laust. Kenningin um blaðafulltrúastöðuna hefur enn á ný reynst rétt. Það er að vísu galli að jafnvel yfirlýsingar blaðafulltrúans eru hjóm eitt og úr öllum takti við veruleikann. Deilurnar við Albert Guðmundsson hafa verið alvar- legt áfall fyrir Porstein Pálsson. Hann skoraði fjármála- ráðherra á hólm innan flokksins og koltapaði. Hinn nýi formaður dinglar nú áhrifalaus utan við ríkisstjórnina. Albert hefur sýnt hinum ráðherrunum að þeir geta gert það sem þeim sýnist. Mótmæli Þorsteins Pálssonar eru bara eins og hvert annað tíst í manni út í bæ. Geir Hallgrímsson var fyrsti formaðurinn í sögu Sjálfstæðisflokksins sem missti algerlega tökin á foryst- uvaldinu í flokknum. Þorsteinn Pálsson hefur nú fetað dyggilega í fótspor Geirs. Á fáeinum mánuðum kemur í ljós að með hinum nýja formanni hefur Sjálfstæðis- flokkurinn bara eignast annan Geir sem reyndar er enn veikari í sessi en fyrirrennari hans. Dagsbrúnarsamningurinn hefur afhjúpað að for- maður Sjálfstæðisflokksins skiptir litlu máli. Þegar hann rís gegn ráðherrunum tapar hann orustunni. Það verður enn síður hlustað á Þorstein Pálsson í kjölfar þessara atburða. Hann er ekki raunverulegur forystu- maður í flokknum. Atómstöðin Enn hefur verið brotið blað í hinni ungu listgrein kvikmyndalistinni á íslandi. Hafnar eru sýningar á At- ómstöðinni, sem byggð er á hinni snörpu skáldsögu snillingsins Halldórs Laxness. Hér hefur verið fengist við ögrandi verkefni og vandasamt og allir aðstandend- ur eiga heiður skilið fyrir kvikmyndina. Skáidsaga Haildórs Laxness fjallar um örlagaríkustu viðburði Islandssögu seinni tíma; þegar landið er léð undir útlendan her og þjóðin njörvuð í hernaðarbanda- lagstórveldisins í vestri. Þessir ógnköldu viðburðir hafa síðan verið feimnismál í sögunni. Bókmenntaafrek Halldórs Laxness, Atómstöðin, var eins og köld gusa framan í valdsmenn landsins. Hin snjalla kvikmynd Þorsteins Jónssonar og félaga er yfirleitt afburða vel leikin. Hún mun ekki síður en skáldsaga Halldórs efla skilning ungs fólks á samtímasögu þjóðarinnar. klippt Vinstrimennska og kjarabarátta: Ifcmö Alþýðuba7 kjara- eða f meðan flok' önnum kf ^JO/f., hafa órólegii Hj^ vinstra megin við han. sig I flokkskerfinu. Þegar foryaíl menn flokkanna eru ekki iengur I vernduðum valdastólum Banoaruganna. ' &.. utoD Cr/A **// ''>//„ *|/ “w/juIonda,e 1 pröfkosri-- ° e/f, rtí„. '*fnve'ta honum fjár- 8a.. r Q,/?/?„/*0/£f 'fl////'* W sagður er nema allt sömu'n Jr J'' /K, _ jónum dollara (600 verkalýðsle... ‘°// ,r>f);/L ítfrtí;,S jónum . kr.). Gegn þessu hafa jjóðendur I prófkjórinu n.. oeindi einn þeirra, John Glenn, spjótum sinum að Lart' •' Hallvardsaon, verkaiyosie.. "// . '//.; i 'trr, '•> „ M ■ .-----——: bandalagsmenn ’ / Jnarf,Jndinum. I hagldir. Þessi sýki he... r'e/,'‘„p h$p' / ianum 29. febrúar juömundur aö gera „Dagsbrún í Alþýðu- fylkingu“ Tíminn og Morgunblaðið hafa alltíeinu uppgötvað þann kraft sem býr í þeim skipulagsbreyting- um er gerðar voru á Alþýðu- bandalaginu á landsfundi þess í haust. Morgunblaðið ver tveimur síðum í sunnudagsblaði til þess að fjalla um „Rauða dagsbrún í Al- þýðubandalaginu" og Tíminn skrifar á laugardaginn leiðara um „Alþýðufylkinguna“. Stjórnmálaflokkar hafa verið harðlega gagnrýndir á síðustu árum, og eiga það skilið á margan hátt. Sú gagnrýni hefur stundum gengið nokkuð langt og nauðsyn- legt er að átta sig á því að meðan hér er lýðræðisskipulag grund- vallað á þingræði verður að gera ráð fyrir stjórnmálaflokkum eða fylkingum. Alþýðubandalagið sem prédikað hefur nauðsyn samstöðu vinstri manna, verka- lýðssinna og sósíalista tók mið af þessari gagnrýni og setti á stað víðtæka umræðu um sín skipu- lagsmál. Það var aðeins fyrsti á- fanginn á langri braut, því í beinu framhaldi af skipulagsumræð- unni er nú hafinn undirbúningur að víðtækri stefnuumræðu á veg- um bandalagsins sem á að leggja drög að nýjum landsmálagrund- velli fyrir næstu áratugi. Opið bandalag Breytingarnar á skipulagi Al- þýðubandalagsins miðuðu að því að fjölga inngönguleiðum í bandalagið, auðvelda skoðana- hópum að hasla sér völl innan bandalagsins, og gera þeim kleift sem það vilja að ganga til liðs við baráttu Alþýðubandalagsins á eigin forsendum. Flokksforyst- unni var ljós nauðsyn þess að hún einangraðist ekki í tiltölulega lokuðu og fámennu flokksfélags- kerfi. Þessvegna var nauðsynlegt að opna flokkinn fyrir hinu pólit- íska umhverfi og bjóða uppá það að hópar sem endurspegluðu hinn fjölbreytta veruleika þjóð- lífsins skipulegðu skoðanir sínar inn í ráðandi stofnanir Alþýðu- bandalagsins. Það er misskilningur að er- lendar fyrirmyndir hafi verið teknar upp óbreyttar í nýjum flokkslögum Alþýðubandalags- ins. Niðurstaðan á landsfundi var árangur mikillar vinnu og um- ræðu, þar sem mið var tekið af margvíslegri reynslu erlendis, svo sem starfi friðarhreyfinga og ým- issa erlendra stjórnmálaflokka, en ekki síður af aðstæðum innan Alþýðubandalagsins og barátt- ustöðunni innanlands'. Félögum fjölgar Tíminn og Morgunblaðið gera mikið úr ákvörðun Fylkingarfé- laga að ganga til liðs við Alþýðu- bandalagið. Sú ákvörðun snýst þó um það að ganga inn í banda- lagið sem einstaklingar og ekkert liggur fyrir um það enn að þeir hyggi þar á sjálfstæða tilveru með stofnun sérstaks Alþýðubanda- lagsfélags eins og heimilt er í flokkslögum. Fyrsti árangurinn af því tagi er hinsvegar starf Æskulýðsfylkingar Alþýðu- bandalagsins sem hefur fundið sér hentugt starfsform innan ramma hins nýja skipulags. Ung- liðastarfið var í fjötrum gömlu flokkslaganna, en stendur nú með miklum blóma, og innan ÆFAB vinna saman jafnt flokks- bundin sem óflokksbundin ung- menni. Landssamtök áhugamanna um landbúnaðarmál hafa einnig ver- ið formlega stofnuð á grundvelli hinna nýju flokkslaga, og hyggj- ast þau tengja áhugamenn um þessi efni um allt land og skipu- leggja skoðanir, viðhorf og mál- efnaundirbúning inn í ráðandi stofnanir Alþýðubandalagsins. Meðal opinberra starfsmanna, sem fylgt hafa Alþýðubandalag- inu að málum eða staðið nærri því, hefur verið rætt um stofnun sérstaks aðildarfélags að Alþýðu- bandalaginu, og fleiri félög munu áreiðanlega líta dagsins ljós áður en dregur að næsta landsfundi Alþýðubandalagsins. Betra baráttutœki Það var aldrei gert ráð fyrir því að félagsflóran í bandalaginu tæki stakkaskiptum í einu vet- fangi. Alþýðubandalagið hefur hinsvegar breytt skipulagi sínu í samræmi við þær hugmyndir sem menn gera sér í dag um fjölbreytt og skapandi flokksstarf. Það hef- ur undirbúið sig undir þann tíma þegar menn almennt gera sér grein fyrir nauðsyn sterks stjórnmálaafls gegn íhaldsáþján á öllum sviðum. Það hefur rutt úr vegi hindrunum sem menn áður settu fyrir sig. Æ fleiri ættu því að geta litið á Alþýðubandalagið sem baráttutæki sitt. Það er ánægjuefni að borgarapressan skuli vera farin að átta sig á þeim þróunarmöguleikum og því afli sem skipulagsbreytingarnar á Al- þýðubandalaginu kunna að leysa úr læðingi á næstu misserum. -ekh og skorið Askorun á menntamálaráðherra og borgarstjórn: Standið vörð um Köttinn! Eins og skýrt var frá i Þjóð viijan- um í gær, var borgarstjóra afhent áskorun um friðun Fjalakattarins s.l. þriðjudag. Undir hana rita tæp- lega 60 manns nafn sitt. í fréttatilkynningu frá hópnum segir að tilefni áskorunarinnar sé fyrirhuguð ákvörðun borgaryfir- valda um framtíð hússins, en málið er á dagskrá borgarstjórnarfundar í dag, fimmtudag. Síðan segir: „Fjalakötturinn er að stofni til eldri en Rcykjavíkurborg og stendur við elstu götu bæjarins. Húsið er ekki aðcins minnisvarði um stórhug at- hafnamanns, heldur einig um mikið framfaratfmabil í sögu Reykjavíkur. { bakhúsinu var út- búið fyrsta leikhús landsins, sem sérstaklega var gert til þeirra nota. Þar hófust reglubundnar kvik- myndasýningar á íslandi 1906 og það er því einnig elsti kvikmyndas- alur landsins og einn af elstu kvik- myndasölum scm varðveist hafa í 4 Bíósalurinn í Fjalakcttinum. Umbúnaður tjaldsins, fálkamyndirnar og súlurnar ofanverðar eru enn til staðar, svo og dyraumbúnaður. Bckkirnir eru hins vegar horfnir. Gömul hús og ný Það er mikið fjör í Fjalakattar- umræðu þessa dagana. Verða í henni sveiflur stórar - allt frá því að telja Köttinn ómerkilegasta hús til þess að jafna honum til sjálfs þess hreina andrúmslofts sem menn mega síst án vera í sinni persónulegu vistfræði. Og svo eru þeir sem yppa öxlum og segja: Því miður: Fjalakötturinn er sjálfsagt alls góðs maklegur, en það er of seint að bjarga Miðbæn- um. Hann var eyðilagður með þessum forljóta drelli, Morgun- blaðshúsinu, sem kúgar hann all- an miskunnarlaust. Það er ekki nema von að menn hafi áhuga á gömlum húsum hér á landi. Eins og aðrar nýríkar þjóð- ir vorum við helst til lengi önnum kafin við að losa okkur við fortíð okkar úr timbri, því eins og segir í góðri bók: nútíminn er smartur, allt á að vera stæll. Allir vita að í þeirri óráðsíu hurfu mörg hús ágæt og heilar götur og húsaþyrp- ingar og veit enginn hvað átt hef- ur fyrr en misst hefur. Og þegar menn ranka við sér eru þeir allt að því reiðubúnir til aö gera hvert fimmtugt hús ginnheilagt, sem er kannski óþarfi. En semsagt: áhugi á viðhaldi gamalla hús er af hinu góða, vita- skuld. Hitt er svo annað mál, að sú umræða öll hefur því miður skyggt nokkuð á húsagerðarlist í dag. Það er engu líkara en flestir séu hættir að spyrja sjálfa sig að því, hvort og hvernig reisa megi ný hús sem beri þann þokka að kynslóðin geti haft sóma af. -áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.