Þjóðviljinn - 06.03.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.03.1984, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 6. mars 1984 ÞJOÐVILJINN - SIÐA 5 SAMNINGAR OPINBERRA STARFSMANNA: Slitnað upp ur samnmg- um við Reykjavíkurborg Atkvœðagreiðsla ríkisstarfsmanna 19. og 20. mars Samningur BSRB og fjár- málaráðuneytisins, sem undir- ritaður var fyrir rúmri viku verður borinn undir atkvæði fé- lagsmanna BSRB í skriflegri at- kvæðagreiðslu sem fram fer mánudaginn og þriðjudaginn 19. og 20. þessa mánaðar. Síðan eiga sérkjarasamningar einstakra fé- laga að vera frágengnir 45 dögum eftir endanlega samþykkt aðalkjarasamnings samkvæmt lögum. Undirbúningur undir at- kvæðagreiðsluna er nú í fullum gangi hjá BSRB, og verða haldn- ir vinnustaðafundir á vegum bandalagsins um allt land til þess að kynna innihald samninganna. Hér í Reykjavík verða slíkir fundir hins vegar á vegum ein- stakra aðildarfélaga BSRB. Þjóðviljinn sneri sér í gær til for- ystumanna nokkurra félaga og leitaði frétta af undirbúningi undir atkvæðagreiðsluna. Gunnar Gunnarsson frkv.stj. SFR. Gunnar Gunnarsson hiá SFR: 30-40 vinnustaðafundir Gunnar Gunnarsson hjá Starfs- mannafélagi ríkisstofnana sagði að SFR myndi taka þátt í sameigin- legri fundaherferð BSRB úti á landsbyggðinni, en hér á Reykja- víkursvæðinu myndi félagið gang- ast fyrir 30-40 vinnustaðafundum, og myndu þeir fyrstu hefjast í dag. Fundur var í trúnaðarmannaráði félagsins í gær, þar sem aðdragandi og niðurstöður samningsins voru kynntar. Gunnar sagði að fram- kvæmd kosningarinnar yrði að öllu leyti í höndum BSRB og myndi einfaldur meirihluti greiddra at- kvæða ráða úrslitum. Gunnar sagði að hins vegar gilti sú regla sam- kvæmt lögum að atkvæðagreiðsla um sáttatillögu væri í höndum sátt- asemjara og þyrfti þá yfir 50% fé- lagsmanna að greiða atkvæði gegn slíkri tillögu til þess áð hún verði felld. Valgeir Gestsson form. Kennara- sambandsins. Valgeir Gestsson form. Kennarasambandsins: Tel óvíst að samningurinn verði samþykktur Valgeir Gestsson formaður Kennarasambands Islands, sem á aðild að BSRB, sagðist engu vilja spá um það hvort samningurinn yrði samþykktur í atkvæða- greiðslu, en allir fulltrúar kennara í samninganefnd BSRB greiddu at- kvæði gegn samningnum. Hann sagði að Kennarasambandið væri nú að fara af stað með vinnustaða- fundi á Reykjavíkursvæðinu, en kennarar funduðu með BSRB úti á landsbyggðinni. Valgeir sagði að afstaða stjórnar Kennarasambandsins hefði komið fram í samninganefnd BSRB, en hins'vegar væri það Ijóst að samn- ingsrétturinn lægi hjá heildarsam- tökunum en ekki aðildarfélögun- um. Er það rétt sem heyrst hefur, að Qöldauppsagnir séu á dagskrá hjá kennurum, verði samningurinn samþykktur? Jú, þessi hugmynd hefur heyrst, en mér er ekki kunnugt um að nein skipulögð hreyfing í þessa átt eigi sér stað, sagði Valgeir. Fjöldauppsögn krefst mikillar skipulagningar og samheldni. Við höfum einu sinni gripið til þessa ráðs, en það var 1960, þegar 96% kennara skrifuðu undir yfirlýsingu um uppsögn. Kennarar á landinu öllu eru á 4. þúsund, og slík fjölda- uppsögn verður ekki hrist fram úr erminni. Svo eiga félagsmenn okk- ar eftir að kveða upp sinn endan- lega dóm yfir samningnum, sagði Valgeir að iokum. Haraldur Hannesson Starfs- mannafelagi Reykjavíkurborgar. Haraldur Hannesson for- maður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar: Slitnaði upp úr samning- um í gær Haraldur Hannesson formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar sagði að félagið ætti ekki aðild að samkomulagi BSRB við fjármálaráðuneytið, heldur færi það með sjálfstæðan samningsrétt gagnvart Reykjavíkurborg. Sú kjaradeila er nú komin til sátta- semjara og slitnaði upp úr samn- ingum þar í gærmorgun. Sagði Haraldur að ágreiningur væri uppi um atriði sem ekki væru í samningi BSRB við fjármálaráðu- neytið. Sagði Haraldur að þeir hefðu á fundinum mótmælt ákvæði um sérstakan unglingataxta tyrir starfsfólk á aldrinum 16-18 ára. Þá hefðu þeir farið fram á samræm- ingu á starfsaldurshækkunum og einnig að tekin yrði upp fyrirfram- greiðsla launa eins og tíðkaðist hjá öðrum opinberum starfsmönnum. Sagði Haraldur að þetta fyrir- komulag hefði einhliða verið af- numið af borgarráði 1978, og væru þetta3. kjarasamningarnirþarsem félagið reyndi að fá þetta leiðrétt. Haraldur sagði afstöðu borgarinn- ar hafa verið þá að semja einungis upp á BSRB-samninginn og ekkert meira. Haraldur sagði að í starfs- mannafélaginu væru nú 2700-2800 félagsmenn og um 2100 stöðugildi. Aðspurður um hvað nú tæki við sagði Haraldur að nú yrði hlé til umhugsunar fyrir báða samnings- aðila, en annar sáttafundur hefur ekki verið boðaður. Margrét Einarsdóttir for- maður Sjúkraliðafélags- ins: Skásti kosturinn Við höldum fund í okkar launamálaráði í dag og verðum með almennan félagsfund fyrir at- kvæðagreiðsluna, sagði Margrét Einarsdóttir formaður Sjúkraliða- Margrét Einarsdottir Sjúkraliðafé- laginu. félagsins. Hún sagði að sjúkraliðar hefðu sérkröfur, sem þeir þyrftu að fá lausn á. Margrét sagði að þetta væri ekki rétti tíminn til þess að gefa upplýsingar, en hins vegar virtist henni að stemmningin í fé- laginu væri svipuð og í flestum öðr- um aðildarfélögum BSRB, þar sem talið væri að fyrirliggjandi sam- komulag væri skásti kosturinn mið- að við ríkjandi aðstæður. ólg. Gestur frá Nicaragua Edga Vélez, 1. sendiráðsritari í sendiráði Nicaragua í Stokkhólmi kom hingað til lands í gær í boði nokkurra ísienskra félagasamtaka. Mun hún koma fram á fundi að Hótel Borg annað kvöld kl. 20.30 og flytja erindi undir yfirskriftinni: „Hvað er að gerast í Nicaragua?“ A fundinum verða einnig umræður og fyrirspurnir. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars næstkomandi mun Edga Vélez ávarpa fund nokkurra kvennasamtaka í Félagsstofnun stúdenta. Undirbúningsnefnd heimsóknarinnar hvetur alla áhugamenn um málefni Mið- Ameríku að mæta á þessa fundi með Edgu Vélez og kynnast frá fyrstu hendi sjónarmiðum þess fólks sem staðið hefur fyrir bylting- unni í Nicaragua, en Edga Vélez hefur tekið þátt í starfi Sandínista frá unglingsárum og tók þátt í bar- áttunni gegn harðstjóranum Somoza auk þess sem hún er 5 barna móðir. Attu rið ÞAKVANDAMAL að stríða? Betokem SUM gólfílögn Engin samskeyti Betokem gólílögnin harðnar svo fljótt að þú getur gengið eða lagt teppið á gólfið eftir 24 tíma. SUM gólfílögn hefur verið í þróun i Þýskalandi, Svíþjóð og Noregi sl. 15 ár og hefur sýnt að hún stenst fyllilega allar þær gæða-, þol- og styrkleikakröfur, sem settar voru í upphafi og síðar hafa komið fram. Það hefur enda sýnt sig á söluþróuninni sl. 7 ár að þarna er á ferðinni algjör bylting í gólfílögn, salan hefur nánast þotið upp og ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn fyrr en nú. FILLC0AT gúmmiteygjanleg samfelld húð fyrir málm- þök. Er vatnshelld. Inniheldur cinkromat og hindrar ryðmyndun. Ódýr lausn fyrir vandamálaþök. Ábyrgð - greiðslukjör. EP0XY - GÓLF V ^ ' LAUSN ER ENDIST ÓTRÚLEGA VEL: Við erum með f jölmargar gerðir af gólf- ílagningarefnum sem þola ótrúlegt álag. Það er sama hvort um er að ræða gólfið í sturtuklefanum, matsalnum eða á bilaverkstæðinu. Vandamálið leysum við á fljótan og öruggan hátt. HAFNARFIRÐI SÍMI 50538

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.