Þjóðviljinn - 06.03.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.03.1984, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 6. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Líflegar utandagskrárum- ræður urðu á Alþingi sl. fimmtudag. Tilefni þeirra voru samningar Alberts fjár- málaráðherra við Dagsbrún. Olli samningur sá miklu fjaðrafoki í stjórnarherbúð- unum. Var ástandið þar áþekkast því sem verður í hænsabúi þar sem minkur hefur gert sig heimakominn. Karl Steinar Guðnason hóf um- ræður. Sagði hann samningana góð tíðindi. Bersýnilega hefði Albert gott hjartalag. Hann skilur, að ekki er stætt á því að greiða fólki, sem Ragnar Arnalds. Sighvatur. Utandagskrárumrœðan um Dagsbrúnarsamninginn ákveðið í stjórnarsáttmála. I stjórnarsáttmála fyrrverandi ríkis- stjórnar var tekið fram, að flugstöð yrði ekki byggð nema öll ríkis- stjórnin samþykkti. Það gerði hún ekki og flugstöðin var ekki byggð. Aftur á móti var ekkert slíkt ákvæði varðandi framkvæmdir í Helguvík. Því fór Ólafur Jóhannes- son sínu fram í trássi við vilja sumra samráðherra sinna. Þorsteinn Páls- son segir að Dagsbrúnarsamning- arnir boði upplausn í þjóðfélaginu. Það væri ódýr upplausn sem ekki kostaði nema 1 milj. kr. eða aðeins lítið brot af því, sem ASÍ- samningarnir kosta ríkissjóð. Eng- inn talaði þá um upplausn. Og sjálfur Þorsteinn Pálsson var ekk- ert látinn vita um Dagsbrúnar- Fjaðrafok í stj órnarherbúðum vinnur sömu störf mismunandi laun eftir því í hvaða verkalýðsfé- lagi það er. í þessum efnum hefði Dagsbrún, Framsókn og Sókn orð- ið einna verst úti. Meira samræmi ríkti í þessum málum sumsstaðar út um land þar sem atvinnurekendur væru ekki eins vaktaðir af VSÍ. Spurði ráðherra hvort hann væri reiðubúinn til þess að gera sams- konar samninga við ASI. Nú ganga stjórnarliðar hér ýlfrandi um sali og ná ekki upp í nefið á sér af illsku út í Albert. Og ég spyr: Ætlar íhaldið að koma í veg fyrir að þetta samkomulag gildi? Ætlar það að bregða fæti fyrir réttlætið? Það má vita, að verkafólk stendur fast að baki fjármálaráðherra. Albcrt Guðmundsson, fjármála- ráðherra: Ég tel þessa leiðréttingu sjálfsagða. Telji ríkisstjórnin mig hafa verið að brj óta af mér þá er að taka því. Ríkisstjórnin sprengdi launarammann að mér farstödd- um. Verði orðið við öllum kröfum Dagsbrúnar þá gæti það kostað rík- issjóð eina milj. kr. Það er nú allt og sumt. Þetta er ekki nema örlítið brot af því sem ASÍ-samningarnir kosta. Þetta hefur lítil keðjuverk- andi áhrif því óvíða vinna ríkis- starfsmenn og verkamenn við sömu störf. Ég er nú þannig gerður að ef ég er beðinn að leiðrétta mis- rétti þá geri ég það ef ég get. Mis- rétti getur enginn alþm. stutt. Hvernig er hægt að horfa á tvo menn vinna hlið við hlið sömu störf á hróplega mismunandi kjörum? Ég er reiðubúinn til að taka á mig ábyrgðina á þessari framkvæmd og afleiðingum hennar. Og ég efast um að hún kosti ríkið meira en þátttaka okkar í Norðurlandaþing- inu sem nú stendur yfir. Ég spyr: Er einhver þingmaður hér inni sem ásakar mig fyrir að vilja ekki við- halda ranglæti? Ragnar Arnalds: Hamagangur stjórnarflokkanna út af þessum samningum er með eindæmum. Gefnar eru stóryrtar yfirlýsingar út og suður sem svo eru dregnar til baka. Háværastir í þessum sér- kennilega söfnuði eru þeir Steingrímur forsætisráðherra og Þorsteinn Pálsson. Allt lýsir þetta forystuleysi og flumbrugangi stjórnarliðsins. Þorsteinn Pálsson gefur í skyn að' refsa eigi Albert harðlega fyrir tiltækið og Mbl. segir að Albert eigi að segja af sér, sé hann ekki sammála flokksforyst- unni. Og fyrir hvað? Jú, fyrir að semja um að Dagsbrúnarmenn njóti sömu kjara og gilda hjá BSRB. Ráðherrar og þingmenn eiga þó að vita að fjármálaráðherra hefur, samkvæmt gildandi lögum og venjum, fulla heimild til að gera þennan kjarasamning og þarf ekk- ert að biðja aðra ráðherra leyfis. Ég held að sérkjarasamningar hafi aldrei verið bornir undir ríkis- stjórn. Þessir samningar eru um það eitt að samræma kjör manna. Auðvitað hlýtur þessi samningur að hafa áhrif á samninga annara verkalýðsfélaga við ríkið. Launa- mismunur getur leitt til þess að þvinga menn til þess að ganga í starfsmannafélög ríkisins til þess að ná rétti sínum. Upphlaup for- ystumanna Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokksins segir meira um þá sjálfaensamningana. Erþaðkann- ski orðið stefnuskráaratriði hjá þessum flokkum að viðhalda launamisrétti? Og hvenær gerðist það þá? Þegar fyrrverandi fram- kvæmdastjóri VSÍ varð formaður Sjálfstæðisflokksins? Hvað þýða yfirlýsingar Þorsteins Pálssonar í Útvarpinu í gærkvöldi? Lítur hann á sig sem einhverskonar yfirfjár- málaráðherra? Kjartan Jóhannsson ræddi um Guðmundur Einarsson. hinar mismunandi yfirlýsingar ráð- herranna. Hvernig ber að skilja þær? Til hvaða aðgerða ætlar for- sætisráðherra að grípa gagnvart ráðherra, sem hann segir fara út fyrir verksvið sitt? Telja ráðherr- arnir aðgerðir Alberts ógildar? Forsætisráðherra og fjármálaráð- herra hafa í fjölmiðlum lýst hvor annan ómerking. Hverskonar stjórnarsamstarf er þetta eigin- lega? Svo virðist sem ráðherrarnir hafi hver sína stefnu. Samráðherr- ar Alberts og Þorsteinn formaður segja þetta mjög alvarlegt mál, sem taka verði hart á. Hvað þýðir það? Verður Albert látinn fara? Fær hann gult spjald eða verður látið nægjaaðlíta alvarlegum augum Halldór. á alvariegt mál? Sagt er að ráðherr- ann hafi brugðist stefnu ríkisstjórn- arinnar. En hvaða stefnu? Hver er stefna ríkisstjórnarinnar t.d. í ríkis- fjármálum? Guðmundur Einarsson: Fjöllin tóku jóðsótt og fæddist lítil mús má um þetta segja. VSÍ fékk ísal til að draga samningana þar til ASI hafði samið. Það er furðulegt að and- mæla því, að menn við sömu vinnu hafi sömu laun. Það er sama hvort menn eru vestur í Stykkishólmi eins og Þorsteinn eða úti í Stokk- hólmi eins og Steingrímur, báðir fordæma án þess að vita hvað þeir Kjartan Jóh. eru að fordæma. Til hvers? Til jress að rýma við stallinn. Hvenær er Sjálfstæðisfl. heill og óskiptur? Jú, í Búnaðarbankamálinu og nú, þeg- ar koma á til móts við láglaunafólk- ið. Flokkurinn sameinast um þau mál sem síst skyldi. Á að neyða fjármálaráðherra til afsagnar þegar hann reynir að jafna lífskjörin í landinu? Þorsteinn Pálsson: í ASÍ- samningunum var gengið eins langt og unnt var að gera án þess að efna til atvinnuleysis og nýrrar verð- bólguholskeflu. Flest verkalýðsfé- lög samþykkja samningana en fá- ein vinna að því að fella þá til þess eins og reyna að koma ríkisstjórn- inni frá. Éyrsta félagið, sem felldi Þorsteinn Pálsson. samningana, er Dagsbrún. Tel óeðlilegt að gengið sé til rnóts við kröfur þess félags, sem það gerir. Menn vita ennþá lítið um áhrifin af Dagsbrúnarsamninunum og því óeðlilegt að fallast á þá. Þetta mál varðar ríkisstjórnina alla. Kaup- kröfur eru alltaf studdar saman- burðartölum og þá skírskotað til réttlætis og sanngirni. En að ganga að þeim getur stundum orðið af- drifaríkt fyrir þjóðfélagið. Við Sjálfstæðismenn munum meta það innan okkar flokks hvernig bregð- ast eigi við þessurn gerðum fjár- málaráðherra. Karl Steinar. Sighvatur Björgvinsson: Þor- steinn Pálsson talar hér fremur sem framkvæmdastjóri VSÍ en formað- ur stærsta stjórnmálaflokks þjóð- arinnar. Það er ekki verið að spyrja hann um hans persónulega álit á kjarasamningunum við Dagsbrún heldur álit flokks hans. En niður: staðan er engin, svarið ekkert. I Sjálfstæisfl. fara nú fram einskonar rannsóknarréttarhöld þar sem sak- borningurinn fær sennilega ekki sjálfur að vera viðstaddur. Glæpur Dagsbrúnar er að hafa fellt ASÍ- samningana, að hafa notað rétt sinn við frjálsa atkvæðagreiðslu. Málið er í eðli sínu einfalt. Forræði fjármálaráðherra til samningsgerð- ar er ótvírætt nema annað sé Matthías Bjarna. samningana. Þvílíkt reginhneyksli. En því þurfti endilega að láta Þor- stein vita fremur en aðra? Þegar ASÍ-samningarnir voru gerðir var fjármálaráðherra fjarverandi og fékk ekkert að vita. Og hverja kvaddi forsætisráðherra til þess að ræða með sér við aðila vinnumark- aðarins? Var það kannski bráða- birgðafjármálaráðherrann? Nei. Einhverjir aðrir ráðherrar Sjálf- stæðisfl.? Nei, ekki heldur. Það var fyrrverandi framkvæmdastjóri VSÍ. Það var maðurinn, sem ætlað er að taka við af Albert. Þær um- ræður, sem hér hafa farið fram, hafa styrkt fjármálaráðherrann og staðfest ákvörðun hans. Ólafur, Ragnar Grímsson: Hvaða stofnun í Sjálfstæðisflokkn- um hefur fjallað um þetta mál? Engin. Aðeins einn aðili hefur gert það: Mbl-klíkan. Hún krefst þess aðfjármálaráðherrafari frá. Þaðer í fyrsta sinn, sem slíkt hefur gerst í Sjálfst.fl. Er Þorsteinn Pálsson samþykkur úrskurði Mbl.? Við þann, sem fellir ASÍ-samningana á ekki að tala, segir þetta lið. Til hvers er að greiða atkvæði ef það er ákveðið fyrirfram til hvaða niður- stöðu atkvæðagreiðslan á að leiða? Og þetta segir sjálfur frjálshyggju- postulinn Þorsteinn Páísson? Hér er Þorsteinn Pálsson að gera smámál að stórmáli af því honum finnst að hann vanti stól. Málið snýst um stöðu, vald, styrkleika Þorsteins Pálssonar innan Sjálf- stæðisfl. Vill Þ.P. láta reyna á stuðning við samninginn hér á Al- þingi? Fjármálaráðherra er til með það. Er ekki rétt að láta reyna á það hver hefur meiri hluta hér á Alþingi Þorsteinn Pálsson eða Al- bert? Ég spyr staðgengil forsætis- ráðherra, Halldór Ásgrímsson, hvort hann telur fjármálaráðherra hafa farið út fyrir verksvið sitt með því að ganga til samninga við Dags- brún. Og ennfremur: telur Matthí- as Bjarnason ráðherra að gildi samningsins sé háð samþykki ríkis- stjórnarinnar allrar? Halldór Ásgrímsson, staðgengill Steingríms, sagðist ekki draga í efa að málið væri á valdsviði fjármála- ráðherra, en hinsvegar væri það venja að fjallað væri um þau mál af allri ríkisstjórninni, sem hefðu út- gjöld fyrir ríkissjóð í för með sér. Viðurkenndi að ósamræmi og ó- réttlæti hefði ríkt í þessum kjara- málum en stefna ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum lægi hinsvegar ljóst fyrir. Matthías Bjarnason: Áhyggjur okkar stafa af því að við óttumst að þessi samningur dragi dilk á eftir sér. Aðrir komi á eftir og vilji einn- ig fá leiðréttingu. Skriðan kemur á eftir og verðbólgan æðir af stað. Það er enginn að biðja fjármála- ráðherra að fara frá. Það sem ég sagði og segi er að ég er andvígur þessum samningi. Karl Steinar Guðnason lauk þessum sögulegu umræðum með því að þakka fjármálaráðherra fyrir jákvæðar undirtektir við málaleitan ASÍ. -mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.