Þjóðviljinn - 06.03.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.03.1984, Blaðsíða 10
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN' Þriðjudagur 6. mars 1984 Guðrún Jónsdóttir ekki meðal umsækjenda um Borgarskipulag: Hafnað fyrirfram segir í bókunum minnihlutans Endahnútur hefur verið rekinn á stríð Sjálfstæðisf lokksins gegn Guðrúnu Jónsdóttur, forstöðumanni Borgarskipulags og er hún ekki í hópi umsækjenda um starfið, sem auglýst var laust til umsóknar f rá og með 1. apríl n.k. Þann dag tekur hún viðafmörkuðu skipulagsverkefni fyrir borgina, svonefndri endurnýjun eldri hverfa, sem er deiliskipulagning á gamla bænum að undanskilinni Kvosinni, Skuggahverfinu og svæði milli Laugavegar og Hverfisgötu. Þesi áform voru tilkynnt á fundi skipulagsnefndar í gær eins og skýrt er frá annars staðar í blaðinu og sátu fulltrúar minnihlutans hjá við afgreiðsluna. Sigurður Harðar- son, fulltrúi Alþýðubandalagsins gerði svofellda grein fyrir afstöðu sinni: „1. Það er augljóst afþessu máli að meirihlutinn hefur lagt allt kapp á að koma í veg fyrir að Guðrún Jónsdóttir sækti um starf forstöðu- manns Borgarskipulags. Þetta ger- ist þrátt fyrir að hún hafi lýst yfir áhuga sínum á áframhaldandi starfi. 2. Ég fagna því hins vegar að nú skuli loks eiga að taka á deiliskipu- lagsmálum gamla bæjarins. Undir- búningur þeirrar vinnu var hafinn á síðasta kjörtímabili, en núverandi meirihluti hefur engan áhuga sýnt á því máli fyrren nú, þegar hann þarf að losa sig úr óþægilegri stöðu. 3. Guðrún Jónsdóttir er að mínu mati mjög hæf til að takast á við þetta erfiða og viðkvæma skipu- lagsverkefni og er það kannski ó- Itækasti vitnisburðurinn um það að ekki er efast um faglega hæfni hennar. 4. Það er því Ijóst að meirihlut- inn er að bola Guðrúnu frá starfi sínu af pólitískum en ekki fag- legum ástæðum. Ég tel það meiri- háttar áfall fyrir skipulagsmál Reykjavíkur að svo hæfum fag- manni sem Guðrúnu Jónsdóttur skuli hafnað fyrirfram og án þess að nöfn annarra umsækjenda hafi verið birt.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gerði svofellda grein fyrir afstöðu sinni: «Ég er sannfærð um að skipulag gömlu hverfanna er í góð- um höndum hjá Guðrúnu Jóns- dóttur og fagna því að nú skuli loksins eiga að sinna því verkefni af einhverju viti. Mér er hins vegar ljóst að með því að leggja fram þessa tillögu er verið að dæma Guðrúnu úr leik sem umsækjanda um stöðu forstöðumanns Borgar- skipulags. Fyrir tæpum sex mánuðum síðan (bréf til borgarráðs, dags. í okt.), óskaði hún sjálf eftir endurráðn- ingu en á undanförnum vikum hef- ur það orðið æ ljósara að forysta Sjálfstæðismanna í borgarstjórn ætlaði að bola henni úr starfi með góðu eða illu. Hefur borgarstjóri þar gengið fram fyrir skjöldu og í raun lýst yfir vantrausti á Borgar- skipulag Reykjavíkur undir hennar forstöðu. Það vantraust var ekki rökstutt á neinn máta, enda kemur nú í ljós að meirihluti skipulags- nefndar efast ekki um faglega hæfni Guðrúnar þegar hann felur henni svo viðkvæmt og veigamikið verkefni. Það þarf því ekki að fara í neinn launkofa með það að Sjálfstæðis- menn hafa lagt hart að Guðrúnu að taka að sér það verkefni sem hér er gerð tillaga um. Með því móti losn- uðu þeir við að lenda í alvarlegum pólitískum átökum sem óneitan- lega hefðu fylgt því að ganga fram- hjá umsækjanda sem sýnt hefurk mikla faglega hæfni í starfi. Égf harma mjög þessa niðurstöðu og tel það mikið áfall fyrir skipulags- mál borgarinnar og jafnréttisbar- áttu kvenna að missa Guðrúnu Jónsdóttur úr þessari stöðu. Ég hlýt því að sitja hjá við afgreiðslu þessarar tillögu.“ Ný hljómplata með sönghópnum „Fjölskyldan fimm“ Heyr minn Komin er út hjá Samhjálp hljóm- platan „Heyr þú minn söng“ en þetta er fjórða hljómplatan sem Samhjálp gefur út. Það er sönghópurinn „Fjöl- skyldan fimm“ sem syngur öll lögin á plötunni. í sönghópnum eru systkinin Gunnbjörg, Ágúst, Krist- inn og Brynjólfur Ólabörn, en fað- ir þeirra Óli Ágústsson forstöðu- maður Samhjálpar syngur með Breikkar sjóndeildarhringinn söng jafnframt því sem hann gerði alla texta. Sigurður Rúnar Jónsson sá um allar útsetningar og stjórn upptöku sem fór fram í Stemmu en alls koma 17 hljóðfæraleikarar við sögu á pjötunni, en Diddi leikur á 9 hljóðfæri sjálfur. Allur ágóði af plötunni, rennur óskertur til Samhjálparstarfsins, til greiðslu á skuldum eftir byggingu á félagsmiðstöð. Verður platan aðeins til sölu hjá dreifingaraðilum Samhjálpar og í skrifstofu og kaffistofu í Hverfis- götu 42, en þar er opið aila virka daga 9-5. Þá verður hún send í póstkröfu um land allt. -Ig- m ͧípPSll Ijpi Skólasafnverðir funda með fræðsluráði Reykjavíkur Mikil óánægja með niðurskurð Happa- og glappaaðferðin notuð við fj árveitingar Skólasafnveröir héldu fund sl. fimmtudag meö fulltrúum í Fræösluráöi Reykjavíkur til að ræða þann niðurskurð, sem orðið hefur á fjárveitingum til bókakaupa skólabókasafna á undanförnum árum. Einnig var fræðslustýra Reykjavíkur boð- uð á fundinn, svo og allir skóla- stjórargrunnskóla Reykjavíkur. Hinn 8. febrúar sendu skóla- safnverðir Fræðsluráði Reykja- víkur svohljóðandi bréf: „Fjárveiting til skólasafna í Reykjavík hefur nú enn einu sinni verið stórlega skorin niður. Allar tillögur skólasafnafulltrúa um leiðréttingu hafa verið virtar að vettugi, einnig ósk um fjárveitingu til miðsafns. Ljóst er að verði ekkert aðhafst til að bæta hag safnanna geta þau ekki sinnt þeirri þjónustu sem þeim ber samkvæmt lögum um grunn- skóla, þ.e. að vera eitt af megin- hjálpartækjum í skólastarfinu. Skólasafnverðir í Reykjavík mót- mæla harðlega þessari fjárveitingu til skólasafnanna." Á fundinum á fimmtudaginn höfðu framsögu um málið Hulda B. Ásgrímsdóttir, skólasafnafull- trúi, Unnur Hjaltadóttir, skóla- safnvörður í Hlíðaskóla, Kári Arn- órsson, skólastjóri í Fossvogs- skóla, Kristín Andrésdóttir, skóla- stjóri í Vesturbæjarskóla og Sig- urður Helgason, skólasafnvörður í Fellaskóla. Undirrituð blaðakona Þjóðviljans fylgdist með umræðum á fundinum og skal nú gripið niður á nokkrum stöðum. Mikill niðurskurður Hulda B. Ásgrímsdóttir rakti þróunina í fjárveitingum til skóla- safna borgarinnar. I máli hennar kom m.a. fram, að fjárhagsárið 1981-82 hafi orðið aðeins 11 pró- senta hækkun til bókakaupa í skólasöfnum grunnskóla Reykja- víkur, árið 1982-83 231/2 prósenta hækkun og 1983-84 20 prósenta hækkun. Þetta er hækkunin í heild, en í máli Huldu og fleiri á fundin- um kom fram, að einkum vakti gremju fjárveitingin 1982-83, en niðurskurðurinn þá var að sögn mjög glappakenndur og skorið meira niður hjá sumum en öðrum. Þessi glappakenndi niður- skurður kemur m.a. þannig niður á Vesturbæjarskóla að fjárveitingin 1983 lækkaði úr 24.000 króna í 10.000 krónur, að sögn Kristínar Andrésdóttur skólastjóra. Þetta var ekki leiðrétt nú, heldur hækk- aði fjárveitingin til skólasafns Vesturbæjarskóla um 20 prósent eins og til annarra safna. Kristín sagði, að þetta næmi um 17 pró- sentum af áætlaðri fjárþörf og væri ekki einu sinni nægileg fjárveiting til viðhalds. Sigurður Helgason, skóla- safnvörður í Fellaskóla, lýsti á- standinu í þeim skóla, en frá árinu 1981 hefur skólasafnið fengið nán- ast sömu upphæð í fjárhagsáætlum inni, þ.e. um 100 þúsund krónur. í Fellaskóla eru um 1100 nemendur. Er bókin óþörf? Unnur Hjaltadóttir sagði í fram- söguerindi sínu m.a. að foreldrar í Hlíðaskóla hefðu tekið höndum saman og keypt bækur til safnsins í vetur. Börnin eru háð lestrarvenj- um foreldra sinna, sagði Unnur. Reynslan sýnir, að börn fara yfir- leitt ekki á almenningsbókasöfn nema þau séu nálægt heimilum þeirra. Því séu góð skólabókasöfn mjög nauðsynleg. Kári Arnórsson nefndi í sínu er- indi, að bókasafnið ætti að vera sá staður, sem veitti öllum nemend- um fjölbreytni í námi. Þetta ætti kannski við um greinda nemendur og væri nær að veita meira fé til skólasafnanna heldur en skipa greindum nemendum sérstaklega á bekk. Þá minntist Kári á það, að nú væru gerðar meiri kröfur til skól- anna varðandi fræðslu- og upplýs- ingamiðlun heldur en nokkru sinni fyrr og nefndi þar fíkniefnavand- ann. Hvernig á að vera unnt að koma til móts við þessar kröfur, ef bókasöfn okkar hafa slæman bóka- kost? spurði Kári. Kristín Andrésdóttir sagði, að fjármagn væri skammtað naumt til skólabókasafna og borgarbóka- safns og engin fjárveiting til mið- safns. Er ekki með þessu verið að segja að bókin sé óþörf? spurði Kristín. Þá sagði hún að nú væri sérstök ástæða til að efla bókvitund barna til að sporna gegn áhrifum sjónvarps og vídeós. Sigurður Helgason kom einnig inn á áhrif vídeósins, en könnun í Fellaskóla á síðasta ári í ljós, að um 70 prósent barna þar horfir reglu- lega á vídeó. Þá sagði Sigurður, að hann væri sammála menntamála- ráðherra um það að auka bæri gæði menntunar á íslandi, en þau gæði væru háð bæði kennsluháttum og aðstöðu. Sigurður minnti á, að ekkert borgarbókasafn er í öllu Breiðholtinu, þessum barnflestu hverfum bókarinnar. Vegna þess- ara staðreynda tveggja væri brýnt að efla bókakostinn á skólasöfnu- num. Lofað bót og betrun? Markús Orn Antonsson, for- maður Fræðsluráðs, hélt tölu á fundinum, þar sem hann sagði m.a. að hann mæti mjög auðsýndan áhuga starfsfólksins á skólasöfnun- um. Ekki væri ástæða til að vera uppi með eintóma svartsýni í mál- efnum skólabókasafna; sér virtist t.d. aðbúnaðurskólabókasafnanna svo og uppbygging hafa verið til fyrirmyndar. Hann sagði augljóst, að ekki hefði rétt verið að niður- skurðinum staðið og benti á Vest- urbæjarskólann sem dæmi. Sagði Markús Örn, að varðandi þann skóla hefðu átt sér stað mistök sem yrði að leiðrétta - um tímann vildi hann hins vegar ekki tjá sig nánar nema hvað peningurinn kæmi fyrir árslok (þessa árs). Skólasöfnin og fjölmiölarisinn Það vakti athygli undirritaðrar, að á fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar fyrir þetta skólaár er gert ráð fyrir, að 1,5 miljón krónur renni til skólasafna grunnskóla til bókakaupa. Nýverið gerði borg- arráð samning um fjölmiðlarisa, þar sem fjárframlag borgarinnar er metið á 2 miljónir króna. Og nú spyr blaðakonan eins og skólastjóri Vesturbæjarskóla (af öðru tilefni reyndar): Er ekki með þessu ein- mitt verið að segja að bókin sé óþörf? ast

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.