Þjóðviljinn - 07.03.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.03.1984, Blaðsíða 1
„Það á að stíga skrefiðtilfulls og stokka upp keppnisfyrir- komulagið í handboltanum,' segir stjórnar- maður HSÍ Sjá 11 mars miðvikudagur 49. árgangur 56. tbl. Nýtt stórgat kemur í Ijós: 900 miljónir króna vantar í húsnæðismálín Viðbót við fjárlagagatið Engin lán útborguð í haust Komið hefur í Ijós að 900 miljónir króna vantar í húsnæðislánakerfi ríkisins. Þetta er um helmingur þess fjár sem áætlað var að lána til húsnæðismála í ár. Blasir nú við að engum húsnæðislánum verður úthlutað á síðari heim- ing ársins ef þetta nýja stórgat í fjármálakerfi ríkisins verður áfram óbreytt. Þetta 900 milj- óna stórgat í húsnæðiskerfinu kemur til við- bótar stóra gatinu í fjárlögum ríkisins sem fjár- málaráðherra kunngerði á mánudag. Samtals nema þessi tvö stórgöt rúmlega þremur milljörðum króna. Sem kunnugt er var gerð sérstök fjáröflun í haust er leiö í formi sölu n'kisskuldabréfa til að afla fjár til húsnæðismálalána kerfisins. Hún mistókst og þar standa því eftir 200 miljónir króna. Gert var ráð fyrir að atvinnuleysistrygginga- sjóður legði til 115 miljónir. Hann gat ekkert lagt fram í fyrra og enn síður á.þessu ári. Miklu frekar að til hans vanti lausafé. Þessi upphæð er því úr sögunni. Gert var ráð fyrir 525 miljónum króna frá lífeyrissjóðunum og er það 97% hækkun frá fyrra ári. Á sama tíma hafa ráðstöfunartekjur lífeyrissjóðanna aðeins hækkað um 6.7%. Það er pví borin von að lífeyrissjóðirnir geti lagt fram meira en 400 miljónir króna og eftir standa þá 125 miljónir kr. Þá segir ríkisstjórnin að vanti að auki 269 miljónir króna uppá þá fjárhagsáætlun, sem gerð var fyrir húsnæðismálakerfið. Þetta eru samtals 709 miljónir króna sem vantar í Bygg- ingasjóð ríkisins. Þá er alveg eftir það sem vantar í Bygginga- sjóð verkamannabústaða. Þar er um að ræða sjóð sem átti að fá 575 miljónir króna á þessu ári en aðeins eru til 406 miljónir kr. í hann. Þar að auki mun hann skerðast um 20 til 30 miljón- ir vegna ofætlana á getu Iífeyrissjóðanna. Of- aná bætist 60 miljón kr. yfirdráttur í Seðla- bankanum um sl. áramót sem ekki hefur gerst sl. ár. Það er því ljóst að húsnæðiskerfið vantar nærri 900 miljónir króna á þessu ári til að geta annað lánaumsóknum og uppfyllt þá áætlun um húsnæðismálalán sem gert var ráð fyrir. -S.dór „Þakka ykkur fyrir", sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra þegar Þjóðviljinn afhenti honum eintak af „Gatafjárlögum" hans í alþingishúsinu í gær. Eins og sjá má eru götin bæði mörg og af ýmsum stærðum og sífellt fleiri göt koma í Ijós þegar betur er að gáð. „Það er gaman að þessu. Segiði svo að menn hafi ekki húmor", sagði Albert. Hann tók „Gatafjárlögin" með sér á kaffistofu þingsins en á morgun mun hann gera Alþingi grein fyrir stærð og gerð gatanna. - Ig. Mynd-Atli. Tímamót á Húsavík: Nýir samningar • Unglingataxtinn út • Hœrri lágmarkslaun • Hœrri viðmiðun Enginn unglingataxti, engin viðmiðun undir lágmarkslaunum auk þess sem stærstu vinnu- staðirnir skrifuðu undir samning um hærri iág- markslaun. Þannig var samningurinn sem verkalýðsfélagið á Húsavík gerði við atvinnu- rekendur á staðnum og samþykkti á fundi sínum í gær. Verkalýðsfélagið á Húsavík frestaði afgreiðslu á heildarsamkomulagi ASI og VSÍ og freistaði þess í stað að ná nýjum samningi við atvinnurekendur í bænum. Stærstu atvinnurekendurnir: kaupfélagið, bærinn og frystihúsið, auk annarra smæfri atvinnurekenda féllust á að taka unglingataxtann út úr samningnum. Enn fremur að viðmiðun yfirvinnu og álags yrði mið- uð við lágmarkslaun í stað taxta þar fyrir neðan. Auk þess samþykktu þrír stærstu atvinnurekend- urnir að lágmarkslaun yrðu 13. taxti 1 með 12% álagi eða 12.816 krónur. Á fundi verkalýðsfélagsins í gær var samningurinn samþykktur með 39 atkvæðum. 10 greiddu atkvæði á móti þeim og 11 sátu hjá. -óg í dag frumsýna Þjóðleikhúsið og íslenski dans- flokkurinn ball- ettinn Ösku- busku. 7 Verkafólk í Eyjum: Beitti „hæga- gangsað ferðinni Sjá viötöl bls. 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.