Þjóðviljinn - 07.03.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.03.1984, Blaðsíða 2
2 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Þetta er fjárlaga gatið! Skattalœkkunum á fyrirtœkjum og stór- eignamönnum haldið til streitu Það hefur verið heldur erfitt að fá ráðamenn til að skýra frá því, hvernig fjárlagagatið myndaðist, hvar það væri sem peningana vantaði. Þjóðviljinn hefur fengið upplýsingar um að það er æði víða sem skekkjur hafa verið gerðar við fjárlaga- gerðina í vetur. Það sem víkkar fjárlagagatið mest út er eftirfar- andi: Löggæsla 150 milj. kr. - Tryggingakerfið 350 milj. kr. auk þeirra 300 miljóna kr. sem gert var ráð fyrir að skera niður. - Skólakerfið 50 milj. kr. - Greiðsla af láni vegna Ioðnu- deildar Verðjöfnunarsjóðs 129 miij. kr. - Vegna aðstoðar við Grænhöfðaeyjar 30 milj. kr. Vegna Straumsvíkurhafnar 50 milj. kr. - Vegna Flugleiða 65 milj. kr. Ýmislegt, eins og það er orðað 200 miljónir kr. Út- flutningsbætur 100 miljónir. Vegna kjarasamninga 220 milj. kr. Þetta eru bara helstu liðirnir, en síöan eru fjölmargir minni liðir, sem virðast hafa gleymst við fjárlagagerðina, þannig að gatið nemur 2015 miljónum kr. Þjóðviljinn innti Geir Gunn- arsson, fyrrverandi formann fjárveitinganefndar og alþingis- mann hvort fjármálaráðherra hefði nokkuð nefnt við stjórn- arandstöðuna hvernig þessi Geir sagði að það lægi ekki vandi verði leystur. ljóstfyrirhvaðríkisstjórninætl- Fátt er nú meira rætt á Alþingi en „Gatafjarlög" ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Ljosm.: Atli. aði að gera, hún segir málið vera í athugun. Geir sagði að ríkisstjórn gæti sagt að rekstrar- halli fjárlaga væri bara þetta mikið meiri, eða hvort fjár verður aflað til að fylla uppí gat- ið, eða að gripið verði til niður- skurðar á mörgum sviðum. Verði hallinn á fjárlögum aukinn, þýðir það auðvitað auknar lántökur erlendis. Geir sagðist hafa spurt hvort ríkis- stjórnin ætlaði áfram að halda á lofti áformum um stórfelldar skattalækkanir á atvinnurekstri og stóreignamönnum, en fékk ekkert svar. - S.dór. Matthías Bjarnason heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra: Skekkja í útreikningi veldur mestu um það sem á vantar í heilbrigðis- og tryggingageiranum I viðtali við Þjóðviljann í gær sagði Matthías Bjarnason heilbrigðisráðherra að hann hefði í öllu varðandi sitt ráðuneyti farið eftir fjárlögum. I gær segir í Morg- unblaðinu að megnið af vandanum í sambandi við fjárlaga-gatið sé tengdur ráðuneyti Matthíasar. Þjóðviljinn innti Matthías álits á þessu í gær og hann sagði: „Ég reikna ekki út fjárþörf Tryggingarstofnunar ríkisins. Þar eru aðilar sem reikna hana út og síðan er farið yfir það í fjárlaga- og hagsýslustofnun. Síðan er það fjár- veitingarvaldsins að ákveða hvað af fjárþörfinni er tekið til greina. Það er ekki nýtt að þarna verði æði mikill munur á. í lífeyristrygginga- kerfinu er munurinn 80 milj. kr. Þar af eru 60 milj. kr. úr hinum margumtöluðu 300 miljónum sem uppá vantaði við fjárlagagerðina og spara átti í kerfinu. Það sem umfram er það sem eftir stendur af 300 milj. kr. vandanum eru 350 milj. kr. Það er tilkomið vegna áætlunargerðar. Annars vegar áætlun, miðuð við reikninga ársins á undan og er framreiknað og hinsvegar reiknar fjárlaga- og hagsýslustofnun út að munurinn er þegar miðað er við raunverulegar greiðslu í janúar og febrúar sl. Þá kemur fram skekkja í útreikningi lyfjakostnaðar og í daggjaldakerf- inu.“ Matthías sagði að þarna væri um afar stóra pósta að ræða, sem er lyfjakostnaður og daggjaldakerfið og skekkjan þyrfti ekki að vera mikil til þess að upphæðin yrði stór. — S.dór. Ragnar Arnalds um stóra gatið Bentum á þetta strax í desember „Fréttir um stórfelld „göt“ í fjárlagadæminu koma síður en svo á óvart. Þær staðfesta fyrst og fremst það sem við bentum á við afgreiðslu fjárlaga. Það sem kemur á óvart, er að ríkisstjórnin skuli viðurkenna aðeins tveimur mánuðum eftir afgreiðslu fjárlaga hvernig ástatt er, án þess að nokkrar hugmyndir liggi fyrir um, hvernig brugðist skuli við“. Þetta sagði Ragnar Arnalds, fyrrver- andi fjármálaráðherra í viðtali við Þjóðviljann í gær. „Ekki er tímabært að ræða ein- staka liði málsins, fyrr en fjármála- ráðherra hefur opinberlega gert grein fyrir því, en samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins í morgun, vantar stórar fjárhæðir í fjölmarga fjárlagaliði. Fæst af þessu ætti að koma á óvart, eins og ég nefndi áðan, t.d. hefurlengi legiðfyrir, að útflutningsbætur samkvæmt 10% reglunni ættu að nema 450 millj. kr. en ekki 280 millj. kr.. eins og er í fjárlögum." Hefur eitthvað nýtt gerst sem breytir fjárlagatölunum? „Síðan fjárlög voru afgreidd hef- ur ekkert nýtt gerst sem breyta þyrfti fjárlagatölum, nema kjara- samningarnir, en þeir eiga ekki að valda halla hjá ríkissjóði, því að eins og löngum áður, skila aukin launaútgjöld sér nokkurn veginn aftur í hækkuðum veltusköttum. Nýjasti félagsmálapakkinn sem nemur 330 millj. króna, hefur enn ekki verið tekinn með í reikning- inn, enda hefur staðið til að lækka niðurgreiðslur þar á móti. Heildarstærð þess sem vantar upp á fjárlögin kemur ekki í Ijós fyrr en það skýrist, hvort sparnað- aráform ríkisstjórnarinnar renna öll út í sandinn eða fyrst og fremst mikill hluti þeirra, eins og nú virð- ist reiknað með.“ Hvað um framkomu Ijármála- ráðherra? „Hitt má færa fjármálaráðherra til tekna, að hann skuli ljóstra upp „leyndarmálinu" um þetta stóra gat í fjárlögunum, þegar svo skammt er íiðið frá afgreiðslu fjár- laga. Hann slær sér kannski upp á „stóra gatinu" þegar allt kemur til alls! Er það ekki einmitt nýi stíllinn sem kom með þessari ríkisstjórn, að menn hagnýta sér eigin mistök nteð nógu óvæntum játningum? Sem sagt eins konar „shock ther- apy“ eins og iæknarnir kalla það.“ - S.dór. Aðgerðir verkakvenna í Vestmannaeyjum: „Við förum okkur hægt“ Með því að fara sér hægt við vinnu sína í gær iögðu fiskverkunarkonur í Vestmannaeyjum áherslu á kröfur sínar um viðræður varðandi sérkröfur og samninga á heimavígstöðvum. Ljósm.: GS. Minnkuðu afköstin um helming LJm 400 fiskverkunarkonur í Eyjum fóru sér hægt við vinnu sína í gærdag og voru afköst Fiskiðjunn- ar, Vinnslustöðvarinnar og ísfé- lagsins meira en helmingi minni en á venjulegum vinnudegi. Með að- gerðum sínum eru konurnar sem eru í Verkakvennafélaginu Snót að leggja áherslu á viðræður um sér- kröfur og samninga á heimavíg- stöðvum, en sem kunnugt er felldi félagið samning ASI og VSI. Jóhanna Friðriksdóttir, formað- ur Snótar sagði í samtali við Þjóð- viljann ígær að mikil samstaða ríkti meðal kvennanna en óvíst væri hvort aðgerðum yrði haldið áfram í dag, miðvikudag. Hún sagði að fé- lagið ætti engan þátt í þessum að- gerðum sem slíkt. Á aðalfundi Snótar á þriðjudagskvöld hefði komið greinilega fram að konurnar væru sáróánægðar með þær við- tökur sem sérkröfurnar hafa feng- ið. „í 4 til 5 undangengin ár hefur þessum kröfum okkar veriö ýtt út af borðinu“, sagði Jóhanna, „í þetta sinn voru þær ekki einu sinni teknar upp á borðið!" Atvinnurekendum í Eyjum voru afhentar sérkröfurnar á stuttum fundi s.l. föstudag og hefur annar fundur veriö ákveðinn kl. 10 fyrir hádegi í dag, miðvikudag. Meðal sérkrafnanna er krafa um að húsin kosti hlífðarföt. þar nteð taldar svuntur í pökkunarsal, en þær þurfa konurnar sjálfar aö leggja til. Sloppana skaffa húsin hins vegar og til að leggja áherslu á þessa kröfu sína unnu konurnar í gær með svunturnar innanundir slopp- unum! Jóhanna sagði að Snót krefðist þess einnig að greiddur yrði hádeg- istími á helgidögum og að eftir- vinna félli niður en næturvinna yrði greidd í staðinn. „Og við viljum ekki líta við barnataxtanum", sagði hún. Atvinnurekendur tóku aðgerum kvennanna misjafnlega í gær, flest- ir þó með ró, að sögn Jóhönnu. í einu húsinu gripu konurnar til þess ráðs að syngja hástöfum við vinn- una þar sem slökkt hafði verið á útvarpinu í refsingarskyni fyrir „strækinn“. Gott verður var í Eyjum í gær og allir bátar á sjó. Mikill afli hefur borist á land undanfarna daga og kemur hægagangur kvennanna sér því illa fyrir atvinnurekendur, þó ekki hafi þeir viljað viðurkenna það í samtölum við Þjóðviljann í gær. - AI. Samningarnir felldir á Pingeyri Unglinga- taxtinn réði úrslitum - Það sem réði úrslitum um að þessir samningar voru felldir hjá okkur var óánægj- an með unglingataxtana og að álagið sé reiknað á laun undir lágmarkslaunum, sagði Guð- mundur Friðgeir Magnússon formaður Verkalýðsfélagsins Brynju á Þingeyri í viðtali við Þjóðviljann í gær. Samkomulag ASÍ og VSÍ var fellt með 9 atkvæðum en 8 greiddu samkomulaginu at- kvæði sitt. Tveir sátu hjá. Guðmundur Friðgeir sagði að nú myndi verkalýðsfélagið ieita nýrra samninga á Þing- eyri en kaupfélagið er aðal- atvinnurekandinn á staðnum. -JP

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.