Þjóðviljinn - 07.03.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.03.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 7. mars 1984 Ráðieysi Og hvaö tekur herstjórnin nýja svo til bragðs í þessum málum? Eitt af því sem hermennirnir gerðu var að hafa upp á birgðum af hrísgrjónum, baunum og öðrum matvælum, sem braskarar höfðu hamstrað. Svo var efnt til einskon- ar útsölu á þessum vörum og var það vinsæit eins og eðlilegt er. En herinn hefur einnig verið á eftir venjulegum smásölum og viljað neyða þá til að lækka verðið á sinni Aðalstitlar til sölu Upphefðin tengist fjárstreymi til Ihaldsins frá fyrirtœkjum Frá fréttaritara Þjóðviljans í Bret- landi Svo virðist sem ríkisbubbar og forstjórar stórfyrirtækja geti nú keypt séraðalstitla og aðrareftirsóttarveg- semdirsem Bretadrottning veitir að tillögu forsætis- ráðherra, með því að gefa nógu örlátlega í sjóði I- haldsflokksins. Þetta nýstárlega fjáröflunar- kerfi flokksins varð uppvíst eftir könnun sem gerð var á vegum rannsóknarstofnunar verkalýðs- félaganna hér í landi. En á vegum stofnunarinnar var freistað að kanna hversu mikið fjármagn rennur frá stórfyrirtækjum til íhaldsflokksins, og í því skyni var farið gegnum opinbera ársreikninga flestra meiriháttar hlutafélaga hér í landi. í ljós kom að fyrirtæki hafa síð- an 1979 gefið samtals rúmar 8 miljónir sterlingspunda í sjóði íhaldsflokksins. Jafnframt virðist sem furðu mikil samsvörun væri milli aðila sem höfðu gefið ríkulega til íhaldsins og þeirra sem hlotið höfðu lávarðatitla. Þegar farið var nánar í saumana á þessu kom í ljós, að af þeim átján fyrirtækj- um sem gefið höfðu 90 þúsund pund eða meira í flokkssjóðinn, þá höfðu forstjórar fjórtán þeirra verið verðlaunaðir með einhvers- konar titli. Frá fornu fari er það forsætis- ráðherra htndsins sem gerir til- lögu um að titla ákveðna aðila fyrir framúrskarandi þjónustu við Bretland, en drottningin er í rauninni sú sem formlega veitir tignina. Afburðavísindamenn, gamlir stjórnmálamenn og annað merkisfólk er yfirleitt í þeim hópi, en einnig framámenn fyrir- tækja sem hafa staðið sig vel í að afla gjarldeyris fyrir Bretland. Þannig fengu Bítlarnir MBE orð- una á sínum tíma ekki fyrir að vera merkilegir tónlistarmenn heldur fyrir að afla ríkinu gjald- eyris — Könnunin sýnir hins vegar að það eru ekki forstöðumenn þeirra fyrirtækja sem best hafa gagnast Bretum sem sitja í fyrir- rúmi um vegsemdirnar, heldur þeir sem mest hafa gefið fé til íhaldsflokksins. Þannig hafa ekki nema um 300 af tvö þúsund helstu iðnfyrirtækjum hér í landi látið fjármuni renna til íhaldsins en hvorki meira né minna en 78 prósent af þessum 300 fyritækj- um höfðu á sínum snærum fólk sem hefur verið verðlaunað með orðum eða titlum. Og af þeim 33 einstaklingar úr iðnaði og verslun sem hlotið hafa riddaratign úr hendi Margrétar Tatcher eru 22 forstjórar fyrirtækja sem styðja íhaldsflokkinn fjárhagslega. Traust rök virðast liggja að baki þeirri ásökun Verkamanna- flokksins að Margrét Thatcher sé farin að versla með titlaveitingar bresku krúnunnar á laun. Þó núverandi forysta Verka- mannaflokksins sé að sönnu lítt fylgjandi þessari ósiðlegu versl- un, þá hafa fyrri formenn Verka- mannaflokksins verið engu betri frú Margréti. Harold Wilson fyrrum formaður flokksins og fjórum sinnum forsætisráðherra lét þannig ýmsum vafasömum karakterum í té lávarðatitla og aðrar vegsemdir, og vissu allir að þar var urn að ræða umbun fyrir fé sem rann leið sína inní kosn- ingasjóði Wilsons. í þessum hópi voru menn sem síðar eru orðnir annálaðir hrappar, einsog t.d. Kagan lávarður, sem er nýslopp- inn úr fangelsi fyrir fjársvik. Össur Skarphépinsson látið að því liggja að aukinn yrði innflutningur matvæla, m. a. vegna þess hve þurrkar léku norðurhluta landsins illa í fyrra. En enginn veit hver þörfin er og ekki heldur hvort hægt er að útvega einmitt þau mat- væli sem vantar (hirsi t.d.). Það hefur oft gerst þegar skortur sverf- ur að, að fluttar eru inn vörur sem hafa haft þau áhrif að spilla nokkuð fyrir sölumöguleikum bænda í landinu sjálfu og breyta sjálfum neysluvenjum í þá átt, að fólk venst á varning sem verður að flytja inn. Það er allsendis óvíst nú hvort herstjórnin getur fundið nokkuð skynsamlegra samhengi en aðrir valdhafar milli matvælainnflutn- ings og ráðstafana sem duga til að hressa við landbúnað í Nígeríu sjálfri. Skammgóður vermir Það er lítill vafi á því, að herinn hefur betri möguleika en borgara- leg stjórn á því að kveða eitthvað niður spillingu og að hann getur knúið fram ákvarðanir skjótar en þingmenn. En ef að þessum mögu- leikum er ekki fylgt eftir með ein- hverjum þeim ráðstöfunum sem koma að haldi fyrir matvælafram- leiðsiu í landinu sjálfu, þá er líklegt að árangur af herferðinni gegn spillingu verði skammvinnur. Og liðsforingjar eru vitanlega ekki betur tryggðir fyrir mútuþægni en stjórnmálamenn. Herstjórnin hefur enn ekki lagt fram neina efnahagsstefnu að kalla má. Hún er að semja við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn um ca. 60 milj- arða króna lán til að létta greiðslu- byrðina sem nú blasir við. En sjóð- urinn setur sína skilmála: hann krefst þess að gjaldmiðill Nígeríu sé felldur - og þá mun verðbólgan í landinu taka nýjan kipp. Hvort sem herforingjarnir sitja lengur eða skemur að völdum má við því, að lífskjör almennings í Nígeríu verði afar knöpp nú um langt skeið. Og það ástand verður svo ekki til að auðvelda það, að menn losni við herstjórnina. Áb byggði á Information Bág staða Nígería lifði mikið uppbygging- arskeið meðan olíuvinnsla og sala gekk sem greiðast. En yfirstéttin var geysiþurftafrek og að öðru leyti urðu kjarabætur einna mest hjá millistéttum borganna. Um leið voru í gangi ýmiskonar þróunar- framkvæmdir sem áttu að efla atvinnulífið og gekk greiðlega að fá erlend lán til þeirra, Sukk yfirstétt- anna og framkvæmdagleðin lögðust á eitt um að hlaða upp gífurlegum skuldum.- Nú þegar olíuinnflutningurinn hefur dregist saman er greiðslujöfnuður við út- lönd óhagstæður um ca 300 milj- arða króna (þar er um að ræða skammtímaskuldir upp í 180 milj- arði) - en fjárlög rikisins eru upp á ca 220 miljarði. Það var þess vegna sem stjórn Shagaris hafði reynt að skera niður innflutning, t.d. á matvælum - og þar með á skreiðinni. Verð á matvælum fór mjög hækkandi og kom það vitan- lega niður á þeim fyrst og fremst sem fátækastir eru. Skreiðarsala til Nígeríu gerir það að verkum, að þetta fjölmenna ríki er það Afríku- land sem íslendingar einna helst fylgjast með. Herinn tók þar völdin í sínar hendur um áramótin og vék frá kjörnum forseta og lagði þingið niður. Þessu var á Vesturlöndum tekið sem sjálfsögðum hlut og nokkuð svo gagnrýnislaust - eins þótt ekki væru nema fáir mánuðir síðan Shagari var endurkosinn forseti Nígeríu og menn notuðu tækifærið til að segj eitthvað fallegt um lýðræðið í landinu. Ástandið var vitanlega mjög erf- itt í Nígeríu eins og allir vissu sem kærðu sig um að vita. Olíutekjurn- ar höfðu skroppið saman. Verð á matvælum hafði hækkað stórlega. Pengingakerfið var að hrynja sam- an og gjaldmiðill Nígeríu gekk á þrisvar sinnum lægra verði á svört- um markaði en opinbert gengi sagði til um. Kosningunum fylgdu harðar ásakanir um meiriháttar kosingasvindl hér og þar. Fjár- málaspilling var gífurleg eigns og skreiðarsala munu vita manna best. Ailvel tekið Samt kom valdataka hersins á óvart. Fátt hafði bent til þess að slík tíðindi væru yfirvofandi. En herforingjarnir sem að valdaráninu stóðu virðast hafa reiknað dæmið rétt ef svo mætti segja. Þeir mættu ekki neinni teljandi mótspyrnu. Gott ef tíðindum var ekki beinlínis fagnað í Lagos. Og á Vesturveld- um sýndu menn valdaráninu einkar umburðarlyndan skilning. Væntanlega ekki af umhyggju fyrir mannréttindum í Nígeríu, heldur hafa menn gert sér vonir um að herstjórarnir stæðu betur í skilum með þungan skuldabagga heldur en kjörin stjórn. Samt veit enginn hvort her- stjórnin getur leyst nokkurn vanda betur en fyrri stjórn gerði. Herinn tók aftur þau völd sem hann haföi fyrir 1979: sumir voru fegnir, aðrir ypptu öxlum: Eruð þið komnir aftur.... vöru. Þeir hafa svarað með því að neita að opna búðir sínar. Her- stjórnin hefur eftir á neyðst til að bera fram afsakanir og lýsa því yfir, að það sé ekki ætlunin að reka efnahagspólitík með þessum að- ferðum. Annað dærni: í fyrstu tilkynning- um herforingjastjórnarinnar var Herstjórnin í Nígeríu býður fáa kosti góða

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.