Þjóðviljinn - 07.03.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.03.1984, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 7. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Sýningin tileinkuð Sir Anton Dolin og John Gilpin Lormeau er aðaldansari við Parísar- óperuna og mjög eftirsóttur dansari víða um heim. Asdís Magnúsdóttir dansar titilhlutverkið Öskubusku og hér sveiflar prinsinn henni með mikium tilþrifum á æfingu á sviði Þjóðleikhússins í gær. Ljósm. eik. Ballettinn OSKUBUSKA m.a. meö Frederick Ashton, Ant- on Dolin, Massine, Nijinsku og fleiri þekktum danshöfundum. Lengst af var hann fastráðinn aö- aldansari viö Royal Festival Ballet í London og ferðaðist víða um heim með þeim flokki. Merkustu hlutverk hans eru Rómeó í Rómeó og Júlíu, Albrecht í Giselle og Prinsinn í Þyrnirósu, auk fjölda að- alhlutverka í nútímaballettum. Um tíu ára skeið ferðaðist hann með eigin ballettflokk um allar heimsálfur. Belinda Wright hætti að dansa fyrir u.þ.b. sjö árum, en var ein fremsta dansmær Breta. Hún lærði hjá m.a. Dolin, Karsavinu, Ramb- ert og Volinine. Hún er lang þekkt- ust fyrir túlkun sína á Giselle og var ákaft fagnað hvar sem hún kom fram í því hlutverki. Þá var hún mjög rómuð sem Júlía í Rómeó og Júlíu (á móti Ýurésha), Agathe í „Les Demoiselles de la Nuit“, Pyrnirós og Odette/Odile í Svana- vatninu. Hún giftist Yurésha og ferðaðist með ballettflokki hans um tíu ára skeið. Sýningin á Öskubusku nú er til- einkuð þeim Sir Anton Dolin og John Gilpin, sem fyrir tveimur árum síðan stjórnuðu hér rómaðri uppfærslu á Giselle. Ætlunin var að þeir settu upp þessa sýningu á Öskubusku, en þeir létust báðir fyrr í vetur. Eitt síðasta verk Dolins var að fá Yelko Yurésha til að svið- setja ballettinn hér. Onnur sýning á Öskubusku verður á morgun, fimmtudaginn 8. mars. Af óviðráðanlegum or- sökum geta sýningar ekki orðið fleiri fyrr en um 20. mars, þar eð Jean-Yves Lormeau þarf að dansa í Parísaróperunni. Þriðja sýning og næstu sýningar verða því sérstak- lega auglýstar þegar þar að kemur. frumsýndur í kvöld í dag, á Öskudaginn, frumsýnir Þjóðleikhúsið og íslenski dansflokkurinn ballettinn Öskubusku við tónlist eftir Serge Prokofév. Danshöfundur er Yelko Yurésha og stjórnar hann jafnframt uppfærslunni ásamt eiginkonu synni Belindu Wright. Yurésha hefur einnig hannað leikmynd, búninga og lýsingu, en Stígur Steinþórson aðstoðaði við gerð leikmynd- arinnar. Það eru að sjálfsögðu dansarar íslenska dansflokksins sem dansa, en gestur sýningarinnar er fremsti dansari Frakklands í dag, Jean- Yves Lormeau, sem fer með hlut- verk Prinsins. Lormeau hefur skotið upp á alþjóðlega stjörnu- himininn undanfarin ár og er nú mjög eftirsóttur. Hann er um þess- ar mundir aðaldansari við Parísar- óperuna, en hefur mjög víða kom- ið fram, ma.a með Kirov- ballettinum í Leningrad og New York City Ballet, og á síðasta ári vakti hann ómælda hrifningu í London þegar hann dansaði þar fyrst í Draumi á Jónsmessunótt. Ásdís Magnúsdóttir dansar titil- hlutverkið, Öskubusku sjálfa, en hún hefur á undanförnum árum unnið glæsilega sigra á balletsvið- inu sem Giselle og sem Fröken Júl- ía. Önnur stór hlutverk dansa Ólafía Bjarnieifsdóttir (Dísin góða), Auður Bjarnadóttir. Katrín Hall, Helga Bernhard, Guðmunda Jóhannesdóttir, Lára Stefánsdótt- ir, Jóhannes Pálsson, Örn Guð- mundsson, Ásta Henriksdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir og Soffía Marteinsdóttir, svo einhverjir séu nefndir. Ballett Prókofévs um Ösku- busku var frumsýndur á Bolshoi í Moskvu árið 1945 og hefur síðan verið sviðsettur af öllum helstu balletthúsúm heimsins og telst nú meðal klassískra verka. Prokofév byrjaði að semja verkið árið 1940 fyrir Kirov ballettinn í Leningrad, en stríðið raskaði öllum áætlunum og lauk hann ekki við verkið fyrr en 1944. í millitíðinni samdi hann óp- eruna Stríð og frið, sem margir telja hans besta verk, nokkur smærri tónverk og kvikmyndatón- list fyrir Serge Eisenstein. Önnur vel þekkt verk Prokofévs eru ball- ettarnir Rómeó og Júlía, Glataði sonurinn (sem hann samdi fyrir Di- aghilev) og Steinblómið. Þá eru pí- anókonsertar hans og sinfóníur vel þekkt verk og hver kannast ekki við Pétur og úlfinn, barnaævintýrið sem hann samdi fyrir sögumann og hljómsveit? Tveir balletta hans, Öskubuska og Rómeó og Júlía, teljast til klassískra verka og sýndir um allan heim. Óþarfi er að rekja söguþráðinn í Öskubusku, því allir ættu að kann- ast við hann, en vert er að geta þess að þessi rómantíski ballett er í þremur þáttum, sem er afar sjald- gæft og er þetta fyrsti þriggja þátta ballettinn sem Islenski dansflokk- urinn leggur til atlögu við. Yelko Yurésha fæddist í Zagreb í Júgóslavíu og fluttist til Bretlands laust fyrir 1960. Þar komst hann í fremstu röð dansara og starfaði íslenski dansflokkurinn sýnir nú enn einn árangurinn af þrotlausu uppbyggingarstarfi liðinna ára.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.