Þjóðviljinn - 07.03.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.03.1984, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 7. mars 1984 Minning_____________ Einar Pálsson Fæddur 4.4. 1910 Dáinn 24.2. 1984 Margar aldir eru liðnar síðan menn sögðu fyrst að fjórðungi brygði til fósturs. Mannbætir varð mörgum slíkt fóstur og nú hefur það gerst að maður sem margan annan hefur bætt hverfur af vett- vangi. Við mannslát þykir eftirlifend- um þeir hafi misst mikið og á þess- ari stundu þykir mér stórt höggvið í vinahópinn. - o - Ég geri mér varla grein fyrir því hvers vegna Einar Pálsson var mér sá sem hann reyndist. Ef til vill skiptir það ekki máli. Hitt er mér ljóst, vinátta okkar Einars var og verður mér dýrmæt. Ungu mennirnir sem hófu störf undir leiðsögn Einars Pálssonar yfirverkstjóra hjá Mjólkursam- sölunni í Reykjavík fundu fljótt hvern mann hann hafði að geyma. Hann var þeim drengurgóður með hollráðum og vináttu. A unglings- árunum eru menn áhrifagjarnir og skoðanir, álit og framkoma ann- arra eiga greiðan aðgang til þeirra. Náiægðin við Einar reyndist lær- dómsrík og holl. Margt var í fari hans sem öðrum gagnast að kunna. Hvernig um- gangast má fólk á farsælan hátt, hvernig ber að virða sjónarmið og skoðanir annarra. Hvernig lítil- látur yfirmaður getur stjórnað öðr- um, hve samviskusamur maður er yfirlætislaus og hvernig á að vera vinur vina sinna. Einar Pálsson sá jákvæðar og spaugilegar hliðar á öllum málum. Slíkir kostir gerðu honum auðvelt að stjórna öðrum og iðulega vissu menn ekki að Einar væri að stjórna. Það sem hann lagði til, þótti öðrum sjálfsagt að fram- kvæma. Margir sem unnu með honum og undir hans leiðsögn hafa nýtt sér reynslu frá samstarfinu síð- ar á lífsleiðinni. Á gamla vinnu- staðnum sjást þess merki. Það væri miður hefði einhverjum yfirsést að reyna að tileinka sér kosti Einars. Ávallt var gott að leita ráða hjá Einari. Skipti engu hvort málið varðaði starfið eða einkahagi. Þeg- ar á þurfti að halda áminnti Einar menn, en á þann einlæga og yfir- lætislausa hátt að rökræður voru þarflausar. Fæstum var lagnara að segja allt sem þurfti með fáum orð- um. Einar átti sér sælureit skammt utan borgarinnar. í dalverpinu við Hafravatn stundaði hann trjárækt ásamt ræktun annarra jurta. Gjörðir hans þar lýstu honum vel. Þó honum ynnist vel, var aldrei meira tekið sér fyrir hendur í einu en hægt var að hafa unun af um leið. Þegar gestir komu stóð ætíð þannig á verki að nógur tími var til að sinna gestunum. Ef til vill kann að sýnast óraunhæft að ætla að tré og plöntur hafi vaxið betur fyrir það eitt að vera í nærveru Einars og konu hans, en þeir sent til þekkja munu tæpast reyna að afsanna slíka kenningu. Eiginleikar Einars og framkoma urðu til þess að menn létu góð orð falla í hans garð. En honum þótti slík orð um sig sjálfan ofsögð. Oðr- um þótti hvergi góð orð betri en af vörum Einars. - o - Við erum mörg sem syrgjum Einar Pálsson en fjölskyldu hans bið ég mestrar blessunar. Minning- unni um góðan dreng verður best haldið á lofti, dragi menn lærdóm af kostum hans og nýti sér þá. Hvort menn reki fjórðung atgervis síns til samferðarinnar með Einari skiptir ekki öllu máli. Höfuðatriðið er að menn reyni að líkja eftir þvi besta í umhverfi sínu og samleið með Einari var mörgum mannbætir. Snorri S. Konráðsson. „Bankastjóri“ Hjálpartækjabankans, Björgúlfur Andrésson afhendir viðskiptavini hjálpartæki Hjálpartækjabanki RKI og Sjálfsbjargar Örðugt er að fá áreiðanlegar tölur um fjölda þeirra manna sem þurfa vegna fötlunar að nota einhvers konar hjálpartæki um lengri eða skemmri tíma. Mun oftast hafa verið áætlað að þessi tala sé í nám- unda við 10%. Éf tíundi hver mað- ur þarfnast einhverra af þeim margvíslegu tækjum sem unnt er nú að fá til þess að reyna að brúa bilið milli einhvers konar fötlunar og heilbrigði þá er í rauninni furðu- Iegt að það skyldi ekki hafa verið fyrr en á árinu 1967 að tillögur voru gerðar um stofnun miðstöðvar til að annast kaup, sölu og leigu á hjálpartækjum fyrir fatlaða. Það mun hafa verið Eggert Ásgeirsson, þáverandi framkvæmdastjóri Rauða kross Islands, sem fyrstur vakti máls á þessari hugmynd. Eftir Alþýðubandalagið í Reykjavík Benedikt Björn Guðmundur Guðrún Félagsfundur um stöðuna í kjaramálum Alþýöubandalagið í Reykjavík efnir til félagsfundar um nýgeröa kjarasamninga og stöðuna í kjaramálunum, miðvikudaginn 7. mars kl. 20.30 að Hverfisgötu Framsögumenn verða: Benedikt Davíðsson, Björn Arnórsson, Guðmundur J. Guðmundsson og Guðrún Ágústsdóttir. Félagar eru hvattir til að fjölmenna. Stjórn ABR að lokið var könnun á undirtektum kom í ljós að einungis Rauði kross- inn og Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, töldu sér rétt og skylt að reyna að framkvæma hugntyndina. Þessi félög gerðu með sér samning 30. desember 1975 þar sem ákveð- ið var að efna sameiginlega til stofnunar fyrirtækis sem annaðist innflutning, öflun, sölu og dreifinu eða ntiðlun hvers konar hjálpar- tækja fyrir fatlað fólk. Hinn 1. mars 1976 tók Hjálpar- tækjabankinn til starfa. Þá var bankastjórinn ráðinn, Björgúlfur Andrésson, sem síðan-hefur verið forstöðumaður stofnunarinnar. Formlega var bankinn opnaður hinn 15. október 1976 af þáverandi heilbrigðismálaráðherra, Matthí- asi Bjarnasyni. í upphafi var Björgúlfur eini starfsmaður bankans en fékk sér til aðstoðar þrjá sjálfboðaliða frá kvennadeild Rauða kross íslands í Reykjavík. Nokkru síðar var einn starfsmaður ráðinn í hálfs dags vinnu. Þriðji starsfmaðurinn, hjúkrunarfræðingur, sem einnig vinnur að hluta í bankanum, bættist í hópinn árið 1980. Á sama ári kom einnig til vinnu annar hjúkrunarfræðingur í hlutastarf til að veita þeim leiðbeiningar sem gengist hafa undir stomaaðgerðir. Enn bættist við iðjuþjálfi árið 1982. Hlutverk þess starfsmanns er að veita fólki ráðgjöf um val tækja og notkun þeirra. Eru þær leiðbeiningar bæði veittar í bank- anum og í heimahúsum. Vörurnar sem Hjálpartækja- bankinn hefur á boðstólum eru m.a. ýmsar tegundir hjólastóla, göngugrindur, hækjur og hækju- stafir, ýmis tæki til aðstoðar við að komast í böðun eða á salerni, pok- ar og önnur gögn vegna stomaað- gerða, ýmsar einnota vörur auk margvíslegra annarra tækja. Þá leigir bankinn út til skammtímanota hækjustafi, hjól- astóla, göngugrindur, æfingarhjól og sjúkrarúm. Á þeim átta árunt sem nú eru liðin frá því er forstöðumaðurinn tók fyrst til starfa hefur starfsemi Hjálpartækjabankans farið ört vaxandi. Hann veitir ekki einungis þjónustu þeim sem búa á höfuð- borgarsvæðinu heldur einnig öllum landsmönnum. Reynt er að fylgjast vel með öllum nýjungum í gerð hjálpar- tækja. Á alþjóðaári fatlaðra, 1981, komu fram nokkur ný tæki. Nú er því spáð að innan skamms megi gera ráð fyrir ýmsum nýjungum í hjálpartækjum á sviði rafeinda- tæki. Með stofnun Hjálpartækjabank- ans hefur Rauði Krossinn og Sjálfs- björg, landssamband fatlaðra, lagt fram verulegan skerf til að létta fötluðum ísiendingum lífsbarátt- una. Torfi Tómasson stórkaupmaður er formaður stjórnar Hjálpartækjabankans. Með hon- um eru í stjórn Björn Tryggvason og Óttar Kjartansson frá Rauða krossi fslands og Guðundur Magnússon og Vikar Davíðsson frá Sjálfsbjörgu Konur og vísinda- skáldskapur! Danski rithöfundúrinn Ingc Er- ikscn, sem þekktust er fyrir skáld- söguna „Victoria og ver- densrevolutionen“, flytur opinber- an fyrirlestur í boði heimspeki- deildar Háskóla Islands á inorgun, fimmtudaginn 8. mars kl. 17.15 í stofu 422 í Árnagarði. Fyrirlesturinn nefnist „Kvinder og science fiction1' og verður flutt- ur á dönsku. Öllum er heimill aðgangur. Eyrirlestur í franska bókasafninu: Myndefni í málverkum „impression- istannaí6 Á fímmtudagskvöld heldur Edith - Desaleux listfræðingur fyrirlestur í * franska bókasafninu, Laufásvegi 12. Fyrirlesturinn nefnir hún Myndefni í málverkum impression- istanna og hefst hann kl. 20.30. All- ir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Edith Desaleux lauk prófi í list- fræði í París og hefur m.a. starfað hjá Alliance Francaise í Bretlandi, Kína og Suður Ameríku. Hún kenndi við London School of Ec- onomics, Franska menntaskólann í Shanghai og við háskólann í Ríó. Frá 1973-1982 kenndi hún listasögu við Franska Institútið í Aþenu. Hún er félagi í alþjóðasamtökum kvenblaðamanna. 4 ný tón- verk óskast! Musica Nova hefur ákveðið að gangast fyrir pöntun fjögurra nýrra tónverka til flutnings starfsárið 1984-1985. Hljóðfæraleikarar og söngvarar, jafnt einstaklingar sem hópar, eiga þess kost að panta verk hjá ákveðnu tónskáldi, og mun dóm- nefnd velja úr þeim pöntunum sem berast. Æskilegt er, að haft sé samráð við viðkomandi tónskáld, áður en untsókn er send inn. Umsóknareyðublöð eru fáanleg í ístóni, Freyjugötu 1, Reykjavík. Skilafrestur er tii 20. rnars 1984. blaðið semvitnaðerí

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.