Þjóðviljinn - 07.03.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.03.1984, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 7. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson Stokkum upp í handboltanum - segir stjórnarmaður HSÍ: Jón Kr. Gíslason gæti leikið með IBK þótt hann stundaði nám á Laugar- vatni. Enginn uppgjafartónn í Keflvíkingum: Aðeins öruggt aö tveir fari s „SEX LI og se: Ð I 1. DEILD S í 2. DEILD“ „Það á að stíga skrefið til fulls og stokka upp kepþnisfyrirkomulagið í handboltan- um. Mín persónulega skoðun er sú að í 1. deild eigi að leika 6 lið, sömuleiðis 6 lið í 2. deild og önnur lið verði í 3. deild þar sem leikið verði í riðlum eftir landssvæðum til að minnka ferðakostnað", sagði Kjartan Steinbach, stjórnarmaður HSÍ, í samtali við Þjóðviljann í gær. í síöasta sunnudagsblaði var rætt við fulltrúa tra ollum liðum 1. deildar um nuverandi fyrir- komulag og allir voru óánægðir með það. „Ég hef aldrei verið hrifinn af þessu skipulagi og um það hefur verið mikið rætt i stjórn HSI. Það munu örugglega koma tillögur um breytingar frá HSI inná ársþing sambandsins í vor, þetta gengur ekki lengur,1' sagði Kjartan. sem ítrekaði að ofangreind tillaga væri frá hon- um komin en ekki frá HSÍ. Þá tók hann fram að tvö liö skyldu falla milli deilda og tvö færast upp þannig að endurnýjun i deildunum væri ör og hver einasti leikur heföi mikla þýðingu og leikin væri fjórföld umferð. „Þá þarf eindregið aö koma aftur á tveimur 1. deildarleikjum á kvöldi, fólk kemur þá mikið frekar en til að horfa á bara einn leik. Leikdagar þurfa líka að vera fastir, handknattleiksunnendur þurfa að geta gengið að því vísu að leikið verði ákveðin kvöld. t.d. miðvikudags- og sunnudagskvöld", sagði Kjartan Steinbach. - VS. Ekki telja Keflvíkingar að úr- valsdeildarlið þeirra í körfuknatt- leik, sem reyndar er fallið niður í 1. deild, verði fyrir eins miklum skakkaföllum og látið hefur verið liggja að undanfarið. Ljóst er að Þorsteinn Bjarnason og Pétur Jónsson hætta, Þorsteinn er einnig á fullu í knattspyrnunni og hefur því verið að stanslaust sumur og vetur undanfarin ár, en Pétur á við meiðsli að stríða. Hins vegar er allsendis óvíst að Björn V. Skúlason leggi skóna á hilluna. Jón Kr. Gíslason verður líklega í skóla á Laugarvatni en forráða- menn körfuknattleiksdeildarinnar telja að það muni ekki koma í veg fyrir að hann leiki með ÍBK áfram. Matti Stefánsson og Sigurður Ingi- mundarson hafa rætt um skólavist í Bandaríkjunum, en það eru ein- ungis bollaleggingar enn sem kom- ið er. Þá telja Keflvíkingar líklegt að Axel Nikulásson landsliðsmað- ur snúi heim frá Bandaríkjunum eftir ársdvöl og leiki með ÍBK næsta vetur. Það er enginn uppgjafartónn í þeim keflvísku og þeir segjast staðráðnir í að dvelja ekki lengur í 1. deildinni en brýn nauðsyn krefur. - VS. Fyrstu tölur úr skíðatrimminu Glæsisigur Skaga- manna á Akureyri Akurnesingar gerðu heldur bet- ur góða ferð til Akureyrar um helg- ina er þeir mættu þar Þórsurum í 3. deild karla í handknattleik. Skag- apiltarnir sigruðu með ótrúlegum yfírburðum, 35-23, eftir að hafa haft 16-11 yfir í hálfleik og þeir þurfa aðeins jafntefli í Keflavík í kvöld til að tryggja sér sæti í 4-Iiða úrslitum deildarinnar á kostnað Aftureldingar. Ekki náðu Skaga- strákarnir að komast strax heim aftur eftir þennan frækna sigur vegna tafa á flugsamgöngum og voru þeir enn að fagna fyrir norðan síðast þegar við fréttum... Ármenningar unnu Skallagrím auðveldlega, 39-22, eftir 20-11 í hálfleik og á Selfossi sigruðu heimamenn Ögra næsta létt í fyrra- kvöld, 29-13. Leik Týs og Keflavík- ur var frestað. Staðan í 3. deild þegar fjórir leikir eru eftir: Ármann.......15 12 ( Týr..........15 10 : ÞórAk........16 11 Akranes......15 10 : Selfoss.........15 Skallagrírmir...15 Ögri............16 4 0 11 269-307 2 0 13 238-393 0 0 16 220-566 Þrír leikir fara fram í kvöld kl. 20, Selfoss-Ármann, Kefla- vík-Akranes og Skallagrímur-Aft- urelding. Afturelding kemst í 4- liða úrslit með því að vinna í Borg- arnesi ef Akurnesingar tapa í Kefl- avík. - VS. Stúdentar leíka á Dalvík. Undanúrslit fyrir norðan Lndanúrslitin í blaki karla vcrða leikin norðanlands um næstu hclgi. Reynivík mætir ÍS á Dalvík og á Akur- eyri mætir sigurvegarinn úr lcik KA og Óðins sjálfum lslands- or bikar- meisturum Þrúttar úr Reykjavík. í kvennaflokki hafa lcikdagar ckki verið ákveðnir en þar mætast í undan- úrslitum annars vegar Breiðablik og Þróttur, hins vegar Völsungur og KA. ÍME í úrslit IME, íþróttafclag Menntaskólans á Egilsstöðum. tryggði sér um helgina sæti í úrslitakeppni 2. deildar karla í körfuknattleik. Þá fór fram síðari umferð Austfjarðariðils og ÍME tap- aði rcyndar fyrir SE cn vann riðilinn vegna betri útkomu í innbyrðis leikjunt liðanna. í hinum tveimur riðlunum skýrast línur brátt, ísa- fjörður og Reynir berjast urn sigur í R-riðli og Breiðablik og Snæfell í C- riðil. Borðtennis íslandsmót unglinga og öldunga í borðtennis verður lialdið í Laugar- dalshöllinni dagana 10. og 11. niars. Keppni hefst kl. 14 fyrri daginn en kl. 13 þann seinni. íslandsmótið í flokk- unt fullorðinna fer síðan fram á sama stað 24. og 25. niars og er tímasetning þar sú sama. Fyrstu tölur hafa borist frá Trimmlandskeppninni á skíðum sem nú stendur yfir urn allt land. Vitað er að þátttaka hefur verið mikil til þessa en fremur fá skrán- ingarspjöld hafa enn borist til höf- uðstöðvanna á Akureyri. Þaðan hafa okkur borist eftirfarandi tölur um þátttökufjölda á einstökum stöðum og héruðum: Reykjavík.....................543 Akureyri..................... 174 ísafjörður....................152 Siglufjörður..................120 Húsavík........................80 Olatsfjörður 66 Hafnarfjörður 17 Bessastaöahreppur 14 Héraðssamband N.Þing 11 Laugarvatn 10 Raufarhöfn 9 Þegar frammí sækir verða skrán- ingartölur gefnar upp eftir bæjum og héruöuni, að viðbættum hlut- fallstölum. Tíðarfar hefur víða ver- ið skíðafólki óhagstætt og er víða orðið snjólítið eða snjólaust með öllu og hefur þetta vafalaust dregið úr þátttöku. Hreinn úrslita- leikur í lokin? ÍS vann öruggan sigur á KR, 44- 24, í 1. deild kvenna í körfuknatt- leik í fyrrakvöld. Fyrri hálfleikur var þó jafn og sfaðan að honum loknum aðeins 12-11, ÍS í hag. Ragnhildur Steinbach skoraði 12 stigfyrir ÍS, Kolbrún Leifsdóttirog Þórunn Rafnar 10 hvor en Gunn- hildur Gunnarsdóttir skoraði bróð- urpart stiga KR, 13 talsins. Staðan í 1. deild þegar fimm leikjum er ólokið: (R...............15 12 3 722-635 24 IS.............. 14 10 4 630-554 20 Haukar.......... 14 8 6 683-510 16 Njarðvik........ 13 3 10 456-571 6 KR...............14 2 12 438-629 4 Snæfell hætti keppni á dögunum og stjórn KKÍ ákvað að stig liðsins yrðu strikuð út. „Við tökum bikarinn!64 Stórleikur KR gegn meistaraefnum UMFN 434-331 24 357-251 23 405-304 23 384-281 22 Afturelding.....15 Keflavík........14 5 354-264 20 8 343-307 12 íslandsmót í fímleikum íslandsmcistaramótið í fim- leikuni karla og kvenna verður haldið helgina 17.-18. mars. Þátt- tökutilkynningar ciga að bcrast til FSÍ í síðasta lagi viku fyrir mót. „Við tökum bikarinn í ár!“ sagði Jón Sigurðsson, þjálfari og helsta driffjöður KR-inga í sæluvímu eftir glæsilegan sigur á meistaraefnum Njarðvíkinga í 8-Iiða úrslitum bik- arkeppninnar í gærkvöldi. Leikið var í Hagaskóla og lokatölurnar urðu 89-75, KR í vil, eftir að Njarð- vík hafði leitt 44-42 í hléi. Njarðvík hafði undirtökin mest allan fyrri hálfleikinn sem var daufur frarnan af en líflegur undir lokin. Seinni hálfleikur var geysi- fjörugur og þá sýndu KR-ingar allt sitt besta, tíu stiga forystu um hann miðjan, 66-56, og léku ákaflega yfirvegað eftir það. Þá voru Njarð- víkingar komnir í villuvandræði og orðnir æstir í skapi, surnir hverjir, og um rniðjan hálfleikinn missté skotmaskínan Valur Ingimundar- son sig illilega. Eftir það áttu UMFN ekki minnstu möguleika og KR náði 14 stiga forystu undir lok- in. Páll Kolbeinsson var yfirburða- maður á vellinum, sýndi hreint stórkostlegan leik með KR. Hefur frábæra boltameðferð og þorir að reyna hið ómögulega, sem yfirleitt tekst! Jón Sigurðsson og Garðar Jóhannsson léku mjög vel og í heild var glans yfir öllurn KR-ingum í gærkvöldi. Þeir bíta frá sér í meistarakeppninni ef þeir halda áfram á þessari braut. Njarðvíkingar voru daufir í heildina og fæst gekk upp eftir því sem á leið. Þeir hættu að hirða frá- köst og gekk illa að snúa á öfluga vörn KR. Gunnar Þorvarðarson hélt best haus og Valur var sterkur meðan hans naut við. Sturla Ör- lygsson átti þokkalegan síðari hálf- leik og Hreiðar Hreiðarsson er vaxandi leikmaður. Stig KR: Jón 26, Garðar 24, Páll 16, Kristján Rafnsson 9, Birgir Guöbjörns- son 4, Guöni Guðnason 4, Ólafur Guö- mundsson 4 og Ágúst Líndal 2. Stig UMFN: Valur 21, Gunnar 17, Sturla 14, Hreiðar 8, ísak Tómasson 7, Árni Lárusson 6 og Ástþór Ingason 2. Þokkalegir dómarar voru Krist- inn Albertsson og Gunnar Val- geirsson. Kátlegt þó að gefa Njarð- vík tæknivíti vegna öskra í áhorf- endum! -VS ÍS á eftir að leika í Njarðvík og takist liðinu að sigra þar verður viðureign ÍS og ÍR í lokaumferð- inni hrein úrslitaleikur um meistar- atitilinn. Verði liðin jöfn ogefst að stigum, er IS meistari vegna betri útkomu í innbyrðis leikjum lið- anna. - VS. Ingólfur var langfyrstur lngólf'ur Jónsson, Skíðal'clagi Reykjavíkur, vann mjög öruggan sigur á Reykjavíkurmeistaramótinú í 15 km skíðagöngu scm fram fór á Vatnscndahæð á laugardaginn. Hann gckk vcgalcngdina á 43,27 mínútum. Annar varð Páll Guðbjörnsson, Fram, á 50,15 mín. og þriðji Halldór Halldórs- son, SR, á 50,27 mín. Mótsstjóri var Einar Olafsson. Þórir Ólafsson, SR, sigraði í 5 km göngu unglinga á 16,18 mín. og Sigur- björg Helgadóttir, SR, í 5 km göngu kvenna á 15,50 mín. Á sunnudag var síðan keppt í boðgöngu og þar sigraði A-sveit SR, skipuð þeim lngólfi Jónssyni, Halldóri Matthíassyni og Matthíasi Sveinssyni. Mótsstjóri var Erlendur Björnsson og fór gangan fram í Hvcradölum. UMSK- mótið UMSK-mótið í innanhússknatt- spyrnu fyrir yngri flokka var hald- ið' í Digranesi í Kópavogi um helg- ina. Alls voru krýndir 10 UMSK- meistarar og urðu þeir sem hér segir: 2. flokkur: Breiðablik. 3. flokk- ur: Stjarnan. 4. flokkur a: Stjarn- an. 4. flokkur b: Breiðablik. 5. flokkur a: Afturelding. 5. flokkur b: Stjarnan. 5. flokkur c: ÍK. 6. flokkur a: Breiðablik. 6. flokkur b: Breiðablik. 6. flokkur c: ÍK.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.