Þjóðviljinn - 07.03.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.03.1984, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 7. mars 1984 Alþýðubandalagið á Egilsstöðum: Góðir félagar - Hreppsmálaráð Fundur hjá Hreppsmálaráði Alþýðubandalagsins á Egilsstöðum verða sem hér segir fram á vor: Mánudagur 19. mars. Umræðuefni: Staða mála, Dagheimili og Safna- stofnun. Mánudagur 2. apríl. Umræðuefni: Skipulagsmál. Mánudagur 16. apríl. Umræðuefni: Samstarf hreppa á Héraði og sameiningarmál. Fundirnir verða haldnir að Dynskógum 3 (kjallara), og hefjast kl. 20.30 stundvíslega. Hreppsmálaráð hvetur alla félagsmenn til að mæta og láta Ijós sitt skína. -Stjórnin. Alþýðubandalagið í Reykjavík: Spilakvöld Þriðjudaginn 6. mars verður síðasta kvöldið i þriggja kvölda spilakeppni að Hverfisgötu 105, og hefst kl. 20 stundvíslega. Þeir sem ekki hafa haft tök á að koma á fyrri kvöldin eru velkomnir, þvi veitt eru verðlaun fyrir hvert keppniskvöld. Skúli Alexandersson, alþingismaður, kemur í kaff- ihléi og spjallar við mannskapinn. - Nefndin. ABR Taflkvöld Alþýðubandalagið í Reykjavík efnirtil taflkvölds þriðjudaginn 13. mars kl. 20.00 í Flokksmiðstöðinni, Hverfisgötu 105. Áformað er að tefla 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. Umhugsunartími verður 15 mínútur á hverja skák fyrir hvorn keppanda. Þátttakendur taki meö sér tafl og klukku. Nefndin Skúlí Vinsamlega sendið eða hringið inn auglýsingar í þennan dálk fyrir klukkan 16 daginn áður en þær eiga að birtast og talið við Valþór eða Álfheiði. Ritstj. Æskulýðsfylking fllþyðubandalagsins i Fræðslufundur um Kúbu Fyrirhugað er að halda fræðslufund um Kúbu 15. mars nk. að Hverfis- götu 105 Reykjavlk. Nánar auglýst síðar. - Æskulýðsfylking AB. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna: Baráttufundur 8. mars Miðstöð kvenna minnir á opinn baráttufund, fimmtudagskvöldið 8. mars í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Fundurinn hefst kl. 20.30 og að honum standa átta kvennasamtök í Reykjavík. Dagskrá: 1. Félagar úr Stúdentaleikhúsinu flytja söngva eftir Bertolt Brecht. 2. Ávarp fundarins flutt. 3. Edga Valés frá Nicaragua flytur ávarp. 4. Kvennahljómsveitin „Dúkkulísumar". Að loknu hléi heldur dagskráin áfram með því að flutt verður brot úr leikriti Nínu Bjarkar Árnadóttur: 5. Súkkulaði handa Silju. 6. Ræða: Guðfinna Friðriksdóttir, verkakona. 7. Afmæli Ella: Edda Björgvinsdóttir og Helga Thorberg koma í heimsókn. 8. Kvennasönghópurinn leiðir fjöldasöng. Fundarstjórar eru Ásthildur Ólafsdóttir og Ingibjörg Hafstað. Mætum vel og stundvíslega. - Miðstöð kvenna AB. Laus staða Staöa skattstjóra í Suðurlandsumdæmi er laus til umsóknar. Staöan veitist frá 1. júlí n.k. Umdæmi skattstjóra Suðurlandsumdæmis nær yfir Vestur-Skaftafellssýslu, Rangár- vallasýslu, Árnessýslu og Selfosskaupstað, en aðsetur skattstjóra er á Hellu. Umsækj- endur skulu uppfylla skilyrði 86. gr. 1. nr. 75/1981. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 1. maí n.k. Fjármálaráðuneytið, 1. mars 1984 Eiginmaður minn Kristinn Marteinsson Dagsbrún Neskaupstað andaðisf á heimili sínu 5. mars. Rósa Eiríksdóttir. Bridge-hátíð 1984 íslenskt einvígi á Bridge-hátíð Islensku pörin stóðu sig með af- brigðum vel í tvímenningskeppni Bridgehátíðar 1984. Tvö af þeim háðu mikið einvígi um sigur undir lok mótsins, og kom það í hlut- skipti Guðlaugs R. Jóhannssonar og Arnars Arnþðrssonar að standa uppi sem sigurvegarar. Guðmund- ur Páll Arnarson og Þórarinn Sig- þórsson (okkar besta tvímennings- par) urðu hinsvegar að sætta sig við 2. sætið að þessu sinni. Pessi tvö pör skáru sig nokkuð úr að getu, er upp var staðið og kom það nokkuð á óvart, miðað við þau erlendu pör sem kepptu hér. Lokastaða efstu para í tvímenn- ingskeppni Bridgehátíðar 1984 varð: 1. Guðlaugur R. Jóhannsson - Örn Arnþórsson 289 st. B.R. 2. Guðmundur Páll Arnarson - Þórarinn Sigþórsson 287 st.B.R. 3. Tommy Gullberg - Hans Göthe 238 st. Svíþjóð 4. Alan Sontag - Steve Sion 222 st. USA 5. Aðalsteinn Jörgensen - Runólfur Pálsson 199 st. B.R. 6. Göran Peterson - Leif Svenzon 187 st. Svíþjóð 7. Tony Forrester - Gus Calderwood 184 st. Bretland 8. Hrólfur Hjaltason - Jónas P. Erlingsson 152 st. B.R. 9. Jón Baldursson - Hörður Blöndal 140 st. B.R. 10. Stefán Guðjohnsen - Þórir Sigurðsson 138 st. B.R. 11. Hermann Lárusson - Ólafur Lárusson 113 st. B.R. 12. Gunnar Þórðarson - Kristján M. Gunnarss. 94 st. Self. Stórgóð frammistaða íslensku paranna og fyrsta stórmótið sem haldið hefur verið hér þarsem er- lent par fer ekki með sigur af hólmi í tvímenningskeppni. Ef við rekjum gang mótsins lítil- lega, þá var hann í stórum dráttum þessi: Eftir 6 umferðir: Hörður A.-Jón Hj. 87 Sævar-Torsten Bernes 85 Gunnar-Kristján 71 Peterson-Svenzon 69 Eftir 12 umferðir: Peterson - Svenzon 118 Göthe - Gullberg 105 Jón Þ. - Ómar J. 97 Guðmundur - Þórarinn 97 Jón B. - Hörður Bl. 95 Aðalsteinn - Runólfur 95 Eftir 18 umferðir: Göthe - Gullberg 195 Peterson - Svenzon 171 Guðmundur - Þórarinn 150 Eftir 25 umferðir: Göthe - Gullberg 239 Guðmundur - Þórarinn 183 Jón B. - Hörður Bl. 152 Guðmundur - Þorgeir 132 Eftir 31 umferð: Göthe - Gullberg 255 Guðlaugur - Örn 209 Guðmundur - Þórarinn 199 Jón B. - Hörður Bl. 184 Peterson - Svenzon 164 Aðalsteinn - Runólfur 164 Eftir 35 umferðir: Guðlaugur - Örn 298 Göthe - Gullberg 278 Guðmundur - Þórarinn 211 Guðmundur - Þorgeir 188 Eftir 38 umferðir: Guðlaugur - Örn 330 Göthe - Gullberg 261 Guðmundur - Þórarinn 251 Hrólfur - Jónas P. 181 Eftir 41 umferð: Guðmundur - Þórarinn 302 Guðlaugur - Örn 298 Göthe - Gullberg 228 Sontag - Sion 208 Og eftir 42 umferðir (fyrir síð- ustu umferðina) höfðu Guðlaugur og Örn endurheimt efsta sætið og áttu ein 30 stig á Guðmund og Þór- arinn. En Guðlaugi og Erni gekk afleitlega í 43. umferð á meðan Guðmundur og Þórarinn voru með betri setu og þannig vitað, að sigur- inn yrði naumur, hvoru megin sem hann lenti. Og eins og sjá má í upp- hafi þessa dálka munaði aðeins 12 stigum á 1. og 2. sætinu. Árangur íslensku paranna í þessu móti var mjög góður. Sér- staklega sigur þeirra Guðlaugs og Arnar. Þeir hafa verið spilafélagar í ansi mörg ár og þau hin síðustu hafa sigrar í stærri mótum látið þá afskiptalausa. Er því gleðilegt til þess að vita, að menn geti farið að reikna með Guðlaugi og Erni á ný í baráttunni um tvímenningssigra. Ólafur Larusson skrifar um bridge Guðmundur Páll og Þórarinn eru svo sem ekki óvanir 2. sætinu, þó 1. sætið sé þeim óneitanlega meir að skapi. En þeir hafa sannað ágæti sitt fyrir löngu, sem okkar besta tvímenningspar. Nú þurfa þeir aðeins að setjast njður og læra sveitakeppni og þá geta þeir brugð- ið sér út fyrir landsteinana, í leit að fé og frama. Um árangur annarra para er það að segja, að Aðalsteinn og Runólf- ur standa sig að venju í tvímenn- ingskeppnum, en eru seldir sömu sökinni og Guðmundur og Þórar- inn, að sveitakeppnisformið verð- ur að vera í lagi einnig, því það er aðalatriðið í bridge. Okkar barometer-fyrirkomulag er að ganga af sjálfu sér dauðu og ætti raunverulega verið búið að fram- kvæma útförina og taka upp Mitc- hell eða annað það fyrirkomulag sem raunhæft er í tvímennings- keppnum. Það að menn geta lagt við hlustir eða „kíkkað" á næsta borð við hliðina í barometer, er aldeilis ómögulegt í „alvörumóti“. Og allt þetta hringsól á mönnum um salinn löngu eftir að umferðir eru byrjaðar þekkist hvergi nema hér á landi, og þar eru flestir sekir, viljandi eða óviljandi. Annars tókst þetta tvímennings- mót ágætlega, undir styrkri stjórn Agnars. Einhver mistök voru í út- reikningi á köflum, hverju sem um var að kenna. Um það geta nokkur pör vitnað. Þegar þetta er skrifað eru búnar fjórar umferðir í sveitakeppninni og hefur sveit Alans Sontag forystu með 77 stig af 80 mögulegum. Úrslit í henni verða rakin í helg- arþættinum. Dregið var í happdrætti Bridge- sambands íslands um helgina og komu eftirtalin númer upp hjá fó- geta: 1. verðlaun númer 681 2. verðlaun númer 269 3. verðlaun númer 20 4. verðlaun númer 200 5. verðlaun númer 902 Vinningshafar eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu B.í. Afmœlismót Bridgefélags Akureyrar Á þessu ári verður Bridgefélag Akureyrar40ára. f tilefni afmælis- ins er ákveðið að halda afmælismót dagana 23.-25. mars n.k. Spilaður verður tvímenningur á föstudags- kvöld og laugardag, en síðan úr- slitakeppni efstu para á sunnudag. Vandað verður til verðlauna sem verða: L verðlaun: 15.000 krónur 2. verðlaun: 12.000 krónur 3. verðlaun: 8.000 krónur 4. verðlaun: Helgarferð fyrir tvo til Rcykjavíkur frá Ferðaskrifstofu Akur- eyrar. 5. verðlaun: Tveir svefnpokar frá Gefj- unni 6. verðlaun: Myndataka fyrir tvo á ljósmyndastofunni Norðurmynd Akur- eyri. Á afmælismótinu verður auk verðlaunanna spilað um silfurstig. Öllu spilafólki er heimil þátttaka, hvaðan sem er af Iandinu. Keppn- isgjald er kr. 1.000 fyrir parið. Utanbæjarfólki er bent á hagstæð fargjöld með Flugleiðum. Umsjón- armenn afmælismótsins eru Þórar- inn B. Jónsson og Grettir Frí- mannsson sem gefa allar nánari upplýsingar í símum 26111 og 22244 alTa daga frá kl. 9-17 og í símum 21350, 22760 og 21830 á kvöldin. Þátttöku þarf að tilkynna í síðasta lagi á sunnudagskvöldið 18. mars. Bridgefélag Akureyrar býður spilafólk velkomið á afmælismótið 23.-25. mars. Frá TBK Síðastliðinn fimmtudag 1. mars var spiluð fjórða umferð í Aðal- sveitakeppni félagsins og er þá bú- inn rúmur helmingur. Staðan er þessi: 1. sv. Gests Jónssonar 73 st. 2. sv. Gunnlaugs Óskarss. 51 st. 3. sv. Þórðar Jónssonar 51 st. 4. sv. Gísla Steingrímssonar 50 st. 5. sv. Antons R. Gunnars. 49 st. 6. sv. Bernharðs Guðmundss. 45 st. Frá Bridgedeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 28. febrúar átti að hefjast Board a Match sveita- keppni en henni var frestað vegna þess að skráðar sveitir gátu ekki mætt. Þess í stað var spilaður tvímenn- ingur í einum 14 para riðli. Bestu skor hlutu: 1. Guðmundur Theódórsson - Vilhjálmur Vilhjálmsson 196 2. Arnar Ingólfsson - Magnús Eymundsson 195 3. Guðni Kolbeinsson - Magnús Torfason 194 4. Armann Lárusson - Ragnar Björnsson 184 Þriðjudaginn 13. febrúar sækja félagar Bridgedeildar Húnvetn- inga okkur heim í Drangey og er áætlað að 10 sveitir spili frá hvoru félagi. Reykja nelsmót Reykjanesmótið í tvímenning var háð nýlega. 28 pör tóku þátt í mótinu, sem var með barometer- sniði. Úrslit urðu þessi: l.Gísli Torfason - Magnús Torfason 126 stig B. Suðurnesja 2.Sigurður Vilhjáimsson - Sturla Geirs- son 106 stig B. Kópavogs 3. Ragnar Björnsson - Sævin Bjarnason 94 stig B. Kópavogs 4. Gísli Davíðsson - Sigurður Davíðsson 85 stig B. Suðurnesja 5. Hreinn Magnússon - Stígur Herlufsen 83 stig B. Hafnarfjarðar ó.Helgi Jóhannsson - Logi Þormóðsson 83 stig B. Suðurnesja 7. Dröfn Guðmundsdóttir - Erla Sigur- jónsdóttir 65 stig B. Hafnarfjarðar 8. Bjarni Jóhannsson - Magnús Jó- hannsson 47 stig B. Hafnarfjarðar Reykjanesmótið í sveitakeppni var háð um síðustu helgi. Dræm Íiátttaka var. Keppt var um sæti til slandsmóts. Úrslit urðu þessi: l.sveit Hauks Hannessonar Kópavogi 83 stig 2.sveit Sigurðar Vilhjálmssonar Kópa- vogi 57 stig 3.sveit Ólafs Valgeirssonar Hafnarfj. 50 stig 4.sveit Erlu Sigurjónsdóttur Hafnarfj. 44. stig 5-sveit Þórarins Sófussonar Hafnarfj. 44 stig ó.sveit U 2 Suðurnesjum 22 stig. í sigursveitini eru (ásamt Hauki): Ármann J. Lárusson, Lár- us Hermannsson, Ragnar Björns- son og Sævin Bjarnason.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.