Þjóðviljinn - 07.03.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 07.03.1984, Blaðsíða 16
DIOBVIUINN Miðvikudagur 7. mars 1984 65 miljónir teknar af lögboðnum tekjum Framkvcemdasjóðs fatlaðra Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess lima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná i afgreiðslu blaðsins i síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Málshöfðun á ríkissjóð Stjórnarnefnd íhugar málshöfðun þarsem lögin um málefni fatlaðra eru þverbrotin Gífurlegrar óánægju gætir vegna vanefnda og lagabrota á Fram- kvæmdasjóði fatlaðra, þarsem lögbundið framlag til sjóðsins hefur verið skorið niður um meir en helming. Fram er komin tillaga í Stjórnarnefnd sjóðsins um að stefna fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs vegna þess máls. Samkvæmt lögum ætti Framkvæmdasjóður fatlaðra að fá 125 miljónir en með fjárlögum ríkisstjórnarinnar sem ekki mega ganga á önnur lög fær sjóðurinn einungis um 60 miljónir. í lögum um málefni fatlaðra er skýrt kveðið á um það að framlag til Framkvæmdasjóðsins skuli nema 55 miljónum verðtryggðum frá 1. janúar 1983, auk tekna Erfð- afjársjóðs sem á fjárlögum eru nú ætlaðar 40 miljónir króna. Sam- kvæmt ótvíræðum lagaákvæðum nemur hin verðtryggða upphæð sem nú hefði átt að koma til úthlut- unar 85 miljónum króna auk tekna Erfðafjársjóðs 40 miljónum. Sam- tals hefði því Framkvæmdasjóður- inn átt að fá 125 miljónir króna til úthlutunar í ár. Hins vegar ganga hin götóttu fjárlög ríkisstjórnarinnar þvert á lögin um málefni fatlaðra og er þar gert ráð fyrir að Framkvæmdasjóð- urinn fái 40 miljón krónur í stað 85 miljóna í beinu framlagi og úr Erfðafjársjóði einungis 20 miljónir í stað 40 miljóna. Þannig verða heildartekjur Framkvæmdasjóðs fatlaðra 60 miljónir í stað lögbund- inna 125 miljóna. Framkvæmdasjóðnum er ætlað að fjármagna öll helstu verkefni fyrir fatlað fólk á íslandi. Búist er við að endanleg afstaða verði tekin til málshöfðunar á fundi stjórnar- nefndarinnar nú í vikunni. -óg. Atvinnurekendur funduðu í gœr Búast tíl varnar Varnaraðgerðir atvinnurekenda gegn aðferðum launþega til að þrýsta á kröfur sínar í samninga- málum voru tilefni fundar hjá VSI í gær. 60 karlar skipa sambandsstjórn VSÍ og hittust þeir í gær og sam- þykktu að halda áfram undirbún- ingi allra þeirra varnaraðgerða gegn aðgerðum verkalýðs þessa lands sem vinnuveitendum eru til- tæk að lögum. í yfirlýsingu sem samþykkt var á fundinum kemur fram að atvinnu- rekendur telja sig ekki geta „komið til samninga við einstök verka- lýðsfélög um hærri laun eða aukinn kostnað". Telja þeir slíkt „svik“ við verkalýðsfélögin og félags- menn þeirra. - jp- Skákmótiö í Grindavík_______ Jón L. Arnason tekur forystuna Jón L. Árnason hefur nú tekið forystu á skákmótinu í Grindavík, þar sem hann sigraði Helga Ólafs- son í gærkveldi í sögulegri skák í 7. umferð mótsins. Helgi hafði betri stöðu og að auki var Jón í tíma- hraki. Það ætlaði Helgi að notfæra sér, lék hratt en ógætilega og stóð allt í einu frammi fyrir óverjandi máti og gaf skákina. Þar með tók Jón forystu og ekki bara það, held- ur aukast nú verulega möguleikar hans á að ná fyrsta áfanga stór- meistaratitils og er það vel því hroðaleg óheppni varð til þess að hann missti af honum á Reykjavík- urmótinu á dögunum. Annars urðu úrslit í gærkveldi sem hér segir: Haukur Angantýsson vann Elv- ar Guðmundsson, Jón L. vann Helga og Lombardy vann McCam- bridge. Björgvin og Christiansen gerðu jafntefli. Biðskákir urðu hjá Jóhanni Hjartarsyni og Gutmann og Ingvari Ásmundssyni og Kense- vic. Að loknum 7 umferðum hefur Jón L. 5,5 vinninga en Christiansen r næstur með 5. -S.dór Lítið var um skipakomur í Sundahöfn í gær enda hefðu þau ekki fengið afgreiðslu eftir hádegi. Hafnarverkamenn Dagsbrúnar þrýsta á um sér kjaraviðrœður Uppskipun óviss í dag „Allra veðra von og vindur úr öllum áttum‘(, segir Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar Óvíst er hvort unnið verður við uppskipun úr farskipum í Sunda- höfn eða Reykjavíkurhöfn í dag, en í hádeginu í gær lögðu á þriðja hundrað Dagsbrúnarstarfsmenn í Sundahöfn niður störf sín til að þrýsta á um að fulltrúar VSÍ setjist að samningaborði með þeim til að ræða sérkröfur. Hafnarverkamenn lögðu fram kröfugerð sína varðandi sérkjara- samningaíoktóberásl. ári ogþrátt fyrir nokkuö jákvæðar undirtektir forráðamanna skipafélaganna hafa fulltrúar VSÍ neitað að hefja al- vörusamningaviðræður, heldur vísað á kjarasamning sinn við ASÍ. „Við höfum aldrei afhent ASÍ okkar umboð til sérkjarasamninga og munum aldrei gera“, sögðu Dagsbrúnarstarfsmenn í Sunda- höfn í samtali við Þjóðviljann í gær. Þeir sögðu að á síðustu árum hefðu afköst við lestun og losun skipa nær fimmfaldast vegna aukinnar tækni- væðingar en á sama tíma hefðu kjör þeirra verið skert stórlega. „Ef ekki verður tekið við að ræða okkar kröfur á morgun þá grípum við aftur til okkar að- gerða“, sögðu hafnarverkamenn. Guðmundur J. Guömunclsson formaður Dagsbrúnar sagði í sam- tali við Þjóðviljann í gær að mikil vinna hefði verið lögð í kröfugerð fyrir sérkjaraviðræður af hafnar- verkamönnum sjálfunt og þeir stæðu fastir á sínum rétti til samn- ingaviðræðna. Sá sérkjarasamn- ingur sem nú væri í gildi væri orð- inn 10 ára gamall og þyrfti ýmissa lagfæringa við. „Það er allra veðra von og vindur úr öllum áttum fram- undan", sagði Guðmundur að- spurður unt frekari aðgerðir. Sjá viðtöl við hafnarverkamenn í Sundahöfn á bls. 3. —lg/—jp- Fundur á Hótel Borg í kvöld Hvað er að ger- ast í Nígaragua? Edga Véles frá Nicaragua heldur ræðu á fundinum í kvöld og svarar fyrirspurnum. Hún hefur tekið þátt í starfi Sandínista frá unglingsárum. Ljósm.: eik. í kvöld kl. 20.30 verður haldinn á Hötel Borg fundur um efnið: Hvað er að gerast í Nicaragua? Edge Vélez, 1. sendiráðsritari í sendiráði Nicaragua í Svíþjóð, heldur ræðu og á eftir verða fyrir- spurnir og umræður. Nú er liðið á fimmta ár frá því að fjöldahreyfing Sandínista í Nicar- agua steypti einhverri blóði drifn- ustu einræðisstjórn sem ríkt hefur í Rómönsku Ameríku. Byltingin í Nicaragua er í brenndepli alþjóð- astjórnmála. Andstæðingar henn- ar halda uppi hatrömmum áróðri gegn henni um allan heim. Nú gefst tækifæri að kynnast sjónarmiðum konu sem tekið hefur þátt í starfi Sandínista frá unglingsárum og er nú opinber fulltrúi Sandínista- stjórnarinnar. Á ntorgun, 8. mars, á alþjóð- legum baráttudegi kvenna gangast átta kvennasamtök í Reykjavík fyrir opnurn baráttufundi í Félags- stofnun stúdenta kl. 20.30 og mun Edga Vélez flytja ávarp á þeim fundi. - ekh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.