Þjóðviljinn - 08.03.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.03.1984, Blaðsíða 3
Fitnmtudagur 8. mars 1984 ÞJÓDVILJINN - SÍÐA 3 Fyrirtœki stofnað til að skerða kjör námsmanna Verða námslán hér bara rir efhaða? Aldrei til viðtals um þessa hluti segir fulltrúi SHÍ í Lánasjóðnum „Við verðum aldrei til viðtals um að samþykkja eitt einasta atriði í þessum tillögum sem menntamálaráðherra hefur látið vinna. Við erum á móti hverju einasta orði sem þarna er talað um og þetta er ekki annað en hrein aðför að Lánasjóðnum og því að hér sé jafnrétti til náms", sagði Pétur Matthíasson hjá Félagi vinstri manna í Háskólanum og fulltrúi stúdentaráðs í Lánasjóði íslenskra námsmanna í samtali við Þjóðviljann í gær í tilefni tillagna frá Könnunarstofunni hf. um stórfelldan niðurskurð á lánasjóði náms- manna. „Það er alveg ljóst að þetta verður aðalkosningamálið í stúdenta- ráðskosningunum eftir rétta viku", sagði Pétur. Það var Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra sem sl. haust óskaði eftir því við Könnunarstof- una hf að gerð yrði rekstrarlég út- tekt á Lánsjóðnum. Fyrir skömmu var frumtillögum fyrirtækisins dreift til ýmissa aðila, þar á meðal ráðherra og framkvæmdastjóra sjóðsins. Stjórnarmönnum hefur hins vegar ekki verið gerð grein fyrir innihaldi skýrslunnar. Sem skammtíma úrbætur er lagt til að kröfur um námsafköst verði auknar og lán aðeins veitt ef nem- andi skilar „fullum afköstum" í námi. Þá verði ekki gerður greinar- munur á kröfum um afköst eftir því hvar numið er. Þá verða víxillán mjög takmörkuð en þau hafa verið veitt nemendum á 1. ári. Bent er á bankana í landinu til að veita slíka fyrirgreiðslu. Mjög á að draga úr tilliti til félagslegra aðstæðna, vinn- utekjur skulu ekki skerða láns- möguleika, ekki skal afgreiða um- sóknir nema öll gögn fylgi og miða skal lánin við ákveðna tekjuhópa í stað þarfar. Segir í skýrslunni að með því móti yrði úr sögunni hin hvimleiða umræða um 95-100% lánsfjárhlutfall. Þá er og lagt til að innheimtudeild Lánasjóðsins verði lögð niður og innheimta á van- goldnum afborgunum verulega hert með því að afhenda þau mál „sérhæfðum innheimtufyrirtækj- um". í skýrslu Könnunarstofunnar hf. en hún mun hafa verið stofnuð í kringum úttekt menntamálaráðu- neytisins, segir í lokin að ef tillögu- rnar verði að veruleika muni fjár- þörf sjóðsins verulega minnka. Með því að draga úr víxillánum geti fjárþörfin minnkað fyrsta árið um 150-160 miljónir en síðan að jafn- aði um 30-50 miljónir árlega eftir það. Árlegur sparnaður í skrifstof- uhaldi sjóðsins ætti að geta orðið 5-7 miljónir. „Þetta er mesta aðför.að Lán- sjónum um langt skeið og verði þessar tillögur að veruleika er ljóst að námslán á íslandi verða ein þau óhagstæðustu á öllum vestur- löndum", sagði Aðalsteinn Stein- þórsson formaður stúdentaráðs þegar Þjóðviljinn bar þessi mál undir hann i gær. -v./-lg. Áhugafélög um brjóstagjöf Mjólkandi mœður og aðrar áhugakonur stofna til samtaka Konur með börn á brjósti eru um þessar mundir að stofna með sér félagsskap víða um land. Ahugafélag um brjóstagjöf hefur starfað í Skaga- firði frá því í fyrrasumar og í upphafi þessa árs fóru áhugakonur í Kópa- vogi að hittast reglulega og funda um þetta mál. Þjóðviljinn hafði í gær samband við Rannveigu Sigurbjörnsdóttur heilsugæsluhjúkrunarfræðing í Kópavogi og sagði hún frá því hvernig félagsskapurinn varð til og hvernig konur haga fundum sínum og umræðum. „Alþjóðleg brjóstasamtök hafa starfað í Bandaríkjunum, Englandi og á Norðurlöndum í allmörg ár. Ammehjelpen í Noregi hefur verið áhugakonum á íslandi hjálpleg. Samtökin hér í Kópavogi eiga sér um tveggja ára aðdraganda. Auknar umræður um gildi móður- mjólkur hafa leitt til þess að konur hafa tekið sig saman og hittast nú til að miðla reynslu og þekkingu. Markmiðið er m.a. að stuðla að því að ýmsar nýjar rannsóknir berist milli kvenna. Einnig hafa konurnar rætt um að æskilegt sé að mynda þrýstihópa til að stuðla að lengingu fæðingarorlofs." Rannveig sagði að fundirnir væru vikulega í Heilsugæslustöð- inni í Kópavogi á fimmtudögum kl. 4-5. Sagði hún að fyrsti hópurinn hefði hist þarna en væru nú farnar að koma saman á heimilum sínum. Öðruhvoru koma þær á fundina og miðla af reynslu sinni og hjálpast víð að leysa vandamálin sem upp koma. „Það er auðfundið á mæðr- unum að þeim er mikill stuðningur af að hittast því allt annað er að lesa um hin ýmsu mál sem upp koma í bókum." Áhugafélag um brjóstagjöf' í Skagafirði hefur ásamt Sjúkrahúsi Skagfirðinga gefið út bækling sem heitir „Lítil bók fyrir mjólkandi mæður". Rannveig sagði þetta góða bók og er ætlunin að reyna að fá eintök af henni til Kópavogs- kvenna. Bókin er þýdd úr norsku og gaf Ammehjelpen hana út. Þjóðviljinn hefur fengið upplýs- ingar um að í Fossvogi er starfandi áhugafélag um brjóstagjöf í tengsl- um við Heilsugæslustöðina og í Asparfelli hefur einnig starfað áhugafélag. Rannveig Sigurbjörnsdóttir sagði að von áhugakvenna um brjóstagjöf væri sú að hér yrði á næstunni hægt að halda ráðstefnu um þessi mál. Hefur Elísabet Hel- sing sem mikið hefur starfað að þessum málum í Noregi lýst yfir áhuga á að koma hingað í heim- sókn. Einnig hefur það gerst í vetur að heilsugæsluhjúkrunarkonur og ljósmæður á fæðingadeildum og barnadeildum hafa hist og rætt um Rannveíg Sigurbjömsdóttir heilsugæsluhjúkrunarfræðingur í Kópavogi er áhugakona um brjóstagjöf. Hún hefur fylgst með starfi Alþjóðlegu brjósta- samtakanna og hefur áhuga á að konur á Islandi stofni í auknum mæii félög sem vinni aö aukinni þekkingu um brjóstagjafir. Mynd-eik. hvernig staðið skuli að þessum mikilvægi málum í kjölfar nýrra upplýsinga börn. sem hafa komið á síðustu árum um móðurmjólkur fyrir -JP Hrafnkell A. Jónsson formaður Árvakurs Eskifirði Sérstakt unglinga- kaup kæmi á óvart - Mér kemur á óvart ef atvinnu- rekendur hér taka upp á því að fara áð borga eitthvert sérstakt ung- lingakaup núna, sagði Hrafnkell A. Jónsson formaður verkalýðsfélags- ins Árvakurs á Eskifirði í viðtali við Þjóðviljann í gær, en félagið sam- þykkti samningana án þess að formlegar breytingar hefðu verið gerðar á ASÍ-VSÍ samkomulaginu. Hrafnkell sagði að á síðasta fundi stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs félagsins hafi formanni verið falið að ræða við atvinnurekendur á staðnum fyrir atkvæðagreiðslu um samninginn. Það hefði hann og gert. Mikil óánægja hefði verið með unglingataxtana einsog ann- ars staðar. Hins vegar hefðu at- vinnurekendur hingað til kunnað að meta framlag unga fólksins á vinnumarkaði til jafns við aðra og það kæmi honum verulega á óvart ef brugðið yrði út af þeirri venju í náinni framtíð. Segja mætti að niðurstaða úr viðræðum við at- vinnurekendur á staðnum væri því sjónarmiði samhljóða. Hrafnkell vildi ekki segja gerr af hugsanlegu munnlegu samkomulagi verklýðs- félagsins og atvinnurekenda á Eskifirði. Mannsæmandi kjör fyrir lífeyrisþega Á fundi Árvakurs var samþykkt ályktun til ríkisstjórnarinnar þar sem skorað er á hana að stórhækka nú þegar elli og örorkulífeyri þann- ig að lífeyrisþegar geti búið við mannsæmandi kjör. -óg Sjómaonr fyrir borð Háseti á loðnuskipinu Jóni Finnssyni RE-506, tók útfyrir og lést skömmu eftir að skipsfélagar hans höfðu náð honum um borð aftur, þegar skipið var að veiðum skammt SV af Öndverðarnesi í fyrradag. Er verið var að kasta nótinni festist hásetinn með annan fót sinn vír og tók útfyrir. Hann náðist brátt inn fyrir borðstokkinn aftur en var þá meðvitundarlaus. Þyrla frá hernum var kvödd á vettvang og flutti hún manninn á Borgarspít- alann í Reykjavík en hann var þá látinn. Hinn látni hét Björn Jónsson 32 ára til heimilis í Reykjavík. ->g- Aflinn orðinn 328 þús. tonn Heildar fiskaflinn fyrstu tvo mánuði ársins var 328.506 lestir en var á tveimur fyrstu mánuðum árs- ins í fyrra 86.687 lestir. Þarna er að sjálfsögðu gífurlegur munur á og er það loðnan sem gerir aðal muninn. Þorskaflinn fyrstu tvo mánuðina var 33.980 lestir var 43 þúsund lest- ir í fyrra. Aftur á móti var annar botnfiskafli nú 39.871 lest, en í fyrra 37 þúsund lestir. Þagað um „bókunina" Engar umræður urðu í ríkis- stjórninni um „bókun" Steingrúns Hermannssonar í tilefni af Dags- brúnarsamningnum sem Albert Guðmundsson undirritaði á dög- unum. Nokkurt veður varð í tiiefni af þessari bókun í ríkisfjölmiðlunum í fyrradag, en samkvæmt heimildum Þjóðviljans spunnust engar um- ræður í stjórninni um þessa bókun sem enga þýðingu hefur. Á ríkis- stjórnarfundinum lét forsætisráð- herra einfaidlega bóka það álit sitt að hann væri ekki samþykkur margnefndum samningi og að hann óskaði eftir að framkvæmd hans yrði rædd í ríkisstjórn þegar þar að kæmi. -«g

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.