Þjóðviljinn - 08.03.1984, Side 5

Þjóðviljinn - 08.03.1984, Side 5
»f zzt.n .‘J ".rrr2'*rj v - ; 1 1't \ # t «. »»• •, Fimmtudagur 8. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Vinnustaðafund- ir SFR: Launamismunun hjá Raf- magnsveitum ríkisins fyrir sömu störf er í sumum tilfell- um 20-35%, allt eftir því hvort viðkomandi starfsmenn eru í Bandalagi háskólamanna, Starfsmannafélagi ríkis- stofnana eða vinna eftir samningum Rafiðnaðar- sambandsins. Þetta kom fram á starfsmannafundi hjá Rarik í Reykjavík en fundur- inn var haldinn til þess að kynna félögum SFR niður- stöður kjarasamnings BSRB við fjármálaráðuneytið. Einar Ólafsson formaður SFR sagði á fundinum að hann mælti s Einar Ólafsson talar við starfsmenn RARIK í Reykjavík. Oánægja með launamisrétti og uppsagnir hjá RARIK með samþykkt kjarasamningsins, ekki vegna þess hve góður hann væri, heldur vegna þess að hann fyndi ekki þann þrýsting sem þyrfti til þess að fara út í harðar aðgerðir, auk þess sem vorið og sumarið væri óheppilegur tími fyrir ríkisstarfs- menn til verkfalla. A fundinum kom fram mikil óá- nægja með það iaunamisrétti sem ríkti innan Rarik, auk þess sem menn höfðu miklar áhyggjur af þeim uppsögnum sem átt hefðu sér stað hjá fyrirtækinu. Þá kom einnig fram óánægja með ýmis ákvæði þessa samnings, sem fundarmenn töldu ekki eiga heima í kjarasamningi. Var nefnt sem dæmi ákvæði um hækkuð meðlög, þar sem um er að ræða millifærslur fjármuna á milli launþega. Einar Ólafsson taldi að gat það sem fjármálaráðherra væri nú að búa til á fjárlögin væri pólitískt bragð til þess að búa almenningsá- litið undir gengisfellingu og aukna kjaraskerðingu og sagðist hafa heimildir fyrir því, að til sjóðþurrð- ar mundi koma hjá ríkissjóði í vor. Einar Ólafsson lýsti þeirri skoðun sinni að æskilegt væri að ASÍ og BSRB næðu að samræma kröfur sínar og samningagerð þannig að þessi stóru heildarsamtök launþega í landinu gætu beitt sam- eiginlegunt þrýstingi. Aðrir fundarmenn bentu á að meðan launamisrétti væri jafn mikið og raun ber vitni innan fyrirtækisins gæti félagsmönnunt SFR eins orðið akkur í að ganga úr félaginu og í Rafiðnaðarsambandið, sem hefði mun hagstæðari samninga. A fundinum var einnig rætt um lagalega stöðu starfsmanna Rarik gagnvart þeim mörgu uppsögnum sem áttu hefðu sér stað. Var það álit manna að uppsagnirnar væru pólitískur sýndarleikur iðnaðar- ráðherra sem ekki myndi skila sér í hagkvæmari rekstri, allrasíst þegar tekið sé tillit til þess að launakostn- aður Rarik nemur aðeins 6% af heildarútgjöldum. Fundurinn hjá Rarik í gær var fyrsti fundurinn í fundaröð SFR til kynningar á kjarasantningunum, en kosning urn þá fer fram 19.-20. þessa mánaðar. ólg. Nýtt tímarit: Verktækni Það er ekki á hverjum degi sem tímarit eru stofnuð hér á landi en nýlega ákváðu Verkfræðingafélag Islands og Tæknifræðingafélag Is- lands að sameinast um útgáfu á nýju fréttablaði, Verktækni. Er ætlunin að gefa blaðið út á tveggja vikna fresti og hafa tvö tölublöð þegar komið út. í frétt frá félögunum segir að Verktækni sé ætlað að vera vett- vangur umræðu um atvinnu- og tæknimál á breiðum grundvelli. Auk þess að fjalla um tækninýj- ungar er blaðinu ætlað að þjóna sem upplýsingamiðill félaganna sem að því standa og raunar allra sem telja sig eiga erindi við tækni- menn á íslandi. Upplag Verktækni er 2500 ein- tök og er það opið auglýsendum. Útgáfustjóri hins nýja fréttablaðs er Páll Magnússon en auk hans sitja í ritnefnd þeir Guðmundur Hjálmarsson og Jón Erlendsson. -v. Skipulagsnefnd: Ný tillaga um Skóla- vörðustíg í gær var lögð fram í skipulags- nefnd ný tillaga að neðri hluta Skólavörðustígs og gerir hún ráð fyrir miklum nýbyggingum vestan við götuna, þar sem nú standa gömul og lágreist hús. Það er Hilmar Ólafsson arkitekt sem gert hefur tillöguna fyrir lóðar- eigendur við Skólavörðustíg 4-10. Nýtingin fer upp í 1,5 og er um að ræða stölluð hús með íbúðum og verslunum á neðstu hæð. Engin af- staða var tekin til tillögunnar í gær, en fyrir liggur einnig tillaga frá Að- alsteini Richter sem gerð var fyrir rúmu ári síðan. Sú tillaga gerði líka ráð fyrir niðurrifi gömlu húsanna við Skólavörðustíg. Stúdentaráð Háskóla Islands: Fullur stuðningur við Dagsbrúnarmenn Stjórn Stúdentaráðs hefur fordæmt samninga ASÍ og VSÍ og lýst fyllsta stuðningi við kröfur Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Á fundi stjórnarinnar 2. mars s.I. var samþykkt svofelld ályktun: í nýjasta tölublaði Verktækni er m.a. j fjallað um iðnróbóta. „Stjórn Stúdentaráðs Háskóla íslands lýsir yfir fullum stuðningi við kröfur Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, sem og annarra verkalýðsfélaga sem fellt hafa ný- gerða kjarasamninga ASÍ og VSÍ. Þeir samningar bæta verkafólki ekki þá kjaraskerðingu, sem það varð fyrir á síðasta ári, heldur þvert á móti staðfesta samningarnir kjar- askerðinguna og þá stefnu ríkis- stjórnarinnar að láta láglaunafólk greiða niður verðbólguna. Við það verður ekki unað. Krafan hlýtur að verða sú að verkafólk geti lifað af dagvinnutekjum sínum. Stjórn Stúdentaráðs Háskóla íslands hvetur verkafólk til að standa sam- an í baráttunni fyrir mannsæmandi kjörum. Með baráttukveðjum, Stjórn SHÍ.“ Kjördœmamálið komið aftur inná alþingi Sj álfstæðisflokkurinn gengið á bak orða sinna „Sjálfstæðisflokkurinn hcfur bersýnilega gengið á bak orða sinna frá síðasta þingi“, sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubanda- lagsins í umræðum á alþingi í fyrra- dag, þar sem hann vitnaði í ræðu fyrrverandi formanns Sjálfstæðis- flokksins, þegar frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til alþingis var til umræðu. Svavar vitnaði til ræðu Geirs Hallgrímssonar þegar stjórnar- skrárfrumvarpið var til umræðu á síðasta þingi. Það frumvarp sem nú er til umræðu um breytingar á lögum um kosningar til alþingis er viðhengi stjórnarskrárfrumvarps- ins og eru flutningsmenn formenn fjögurra stærstu stjórnmálaflokk- anna. Geir Hallgrímsson hafði áskilið flokki sínum rétt til að flytja eða styðja ákvæði um að gengið yrði til kosninga að stjórnarskrár- frumvarpinu samþykktu, en slíkt ákvæði hefur ævinlega verið í hlið- stæðum frumvörpum um stjórnar- skrárbreytingar. Svavar kvað því ástæðu til að spyrja núverandi for- mann Sjálfstæðisflokksins hvort um það hafi verið samið milli stjórnarflokkanna að ríkisstjórnin sitji út kjörtímabilið þrátt fyrir kjördæmamálið. Svavar vitnaði einnig til ræðu Steingríms Hermannssonar frá síð- asta þingi um stjórnarskrármálið, þar sem Steingrímur kvað Fram- sóknarmenn ekkert vera því til fyrirstöðu að efna til nýrra kosn- inga um rnálið, ef sterkur meiri- hluti hefði skapast og drægi úr verðbólgu. Spurði Svavar Stein- grím hvort hann væri reiðubúinn að tryggja að efnt verði til kosninga samkvæmt hinum nýju kosninga- lögum Umræðunni var frestað að loknu máli Svavars, svo formenn stjórnarflokkanna fá umhugsunar- frest áður en þeir svara spurning- unum. -óg Engin ástœða að kvíða lóðaskorti: 44 lóðum Á þriðjudag var úthlutað 44 lóð- um í borgarráði, flestum í Grafar- vogi, þar af 25 til einingahússfram- leiðenda, Húsasmiðjunnar og Byggingaíðjunnar. Þessir aðilar hafa auglýst húsin fokheld fyrir sama verð og þriggja herbergja íbúðir ganga á í borginni með hag- stæðum kjörum. Á síðasta borgarstjórnarfundi kvartaði borgarstjóri undan því að Þjóðviljinn tæki ekki eftir því hvernig lóðir „rynnu nú út“ í Graf- arvogi. Hann spurði hvað orðið hefði um kortið góða, sem einu sinni var birt á baksíðu blaðsins og taldi nauðsynlegt að birta það í nýj- an leik. Sigurjón Pétursson sagði það úthlutað rangt að borgarfulltrúar og Þjóð- viljinn hefði ekki tekið eftir úthlut- unum og skýrt frá þeim. Hins vegar benti hann á að engin ástæða væri til að kvíða lóðaskorti í Grafarvogi, - það væri talsvert langt í land með það, ennþá. 21. febrúar s.l. var búið að út- hluta samtals 142 lóðum í Grafar- vogi 1. áfanga, eða um helmingi Einingahús í Grafarvogi boðin á rúmar 2 miljónir. þeirra lóða sem þar verða en þær eru 282. „Ég fagna því að lóðirnar ganga út“, sagði Sigurjón, „og auðvitað verður þeim öllum úthlut- að fyrr eða síðar. Það hefur hins vegar engin áhrif á þá staðreynd að skipulagið var athugavert og at- hugasemdir mínar og annarra við það standa óhaggaðar."

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.