Þjóðviljinn - 08.03.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.03.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 8. mars 1984 Alþjólegur baráttudagur kvenna í dag Munið baráttu- fundinn í kvöld í dag, 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna gangast átta kvennasamtök í Reykjavík fyrir opn- um baráttuf undi í Félagsstof nun stúdenta. Fundur- inn hefst kl. 20.30 og að honum standa Kvenna- framboðið, Kvennalistinn, Miðstöð kvenna í Al- þýðubandalaginu, Landssamband Framsóknar- kvenna, Samband Alþýðuflokkskvenna, Konur úr Bandalagi jafnaðarmanna, Samtök kvenna á vinn- umarkaðnum og Menningar- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna. Dagskrá fundarins er sem hér segir: 1. Félagar úr Stúd- entaleikhúsinu flytja söngva eftir Bertolt Brecht, 2. Ávarp fundarins flutt, 3. Edga Velés frá Nicaragua flytur ávarp, 4. Kvennahljómsveitin „Dúkku- lísurnar", Kaffihlé. 5. Brot úr leikriti Nínu Bjarkar Árnadótt- ur: „Súkkulaði handa Silju", 6. Ræða: Guðfinna Friðriksdóttir verkakona, 7. Afmæli Ella: Edda Björgvinsdóttir og Helga Thorberg koma í heimsókn og 8. Kvennasönghópurinn leiðir fjöldasöng. Fundarstjórar verða þær Ásthildur Olafsdóttir og Ingi- björg Hafstað. í ávarpi fundarins er bent á hið hrikalega misrétti kynjanna sem blasir við hvert sem litið er. f stjórnmálaflokkum, flestum félagasamtökum, verkalýðs- hreyfingunni og á vinnustöðum eru það karlar sem sit j a nær ein- ir að völdum, efstu launaflokk- um, bílastyrkjum og öðrum fríðindum. í*á er og undirstrik- að að nýgerðir kjarasamningar færi ekki konur nær launa- jafnrétti og að kaupráns- og niðurskurðarstefna stjórnvalda bitni harðast á konum vegna þess að það séu fyrst og fremst konur sem skipi láglaunastétt- irnar. Konur eru að lokum hvattar til samstöðu og að varpa af sér aldagömlu helsi forsjár og kúgunar. Söngvar eftlr Bertolt Brecht verða fluttir af félögum úr Stúdentaleikhúsinu. Aðgerðir kl. 17 á Hallærisplani í dag, 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna hyggst hóp- ur kvenna gangast fyrir mót- mælagöngu og aðgerða í kjölfar hennar. Mun hópurinn hittast á Hallærisplaninu kl. 17 og eru all- ar velkomnar. í frétt frá hópnum segir: „Á und- anförnu.n árum hafa konur ítrekað bent á það misrétti, sem hér ríkir á kjörum karla og kvenna. Við höf- um fundað, ályktað, skrifað grein- ar og myndað samtök kvenna til þess að vekja athygli á þessari staðreynd. Edga Velés fiytur ávarp á fundinum. - Við höfum gert kröfur um úr- bætur en án árangurs. - Við höfum bent á að réttind- amál kvenna almennt eru lakari en karla. » - Við höfum bent á að félagsleg staða kvenna er lakari en karla. - Við höfum bent á launamis- réttið og þá staðreynd að konur bera að meðaltali aðeins 2/3 af launum karla úr býtum fyrir vinnu sína. Þetta þýðir t.d. að unnin ár- sverk karla skiluðu þeim 5.660 krónum hærri mánaðarlaunum árið 1982 en unnin ársverk kvenna. Nýgerðir kjarasamningar bæta á engan hátt þetta óþolandi misrétti þrátt fyrir fögur fyrirheit. Nú er svo komið að þolinmæði okkar er á þrotum!" 8. marS - Alþjóðlegur baráttudagur kvenna Alþjóðlegur baráttudagur verkakvenna - 8. mars - á sér meira en aldargamla sögu. Konur víðsvegar um heiminn hafa notað þennan dag til að samein- ast og leggja áherslu á þau baráttumál sín sem eru efst á baugi hverju sinni. Þann 8. mars árið 1857 lögðu verkakonur í baðmullariðnaði í New York niður vinnu til að krefjast styttri vinnutíma og sömu launa fyrir vinnu sína og karlar fengu. Iðnverkakonur í New York héldu baráttunni áfram og fóru t.d. í kröfugöngu þann 8. mars 1908 til að krefjast Klara Zetkin, sú fræga baráttukona. kosningaréttar og mótmæla ómanneskjulegum aðbúnaði á vinnustöðum. Árið 1910 var 8. mars gerður að alþjóðlegum baráttudegi verkakvenna á ráðstefnu sem haldin var af róttækum konum í Kaupmannahöfn. Frumkvæðið átti hin fræga baráttukona, Klara Zetkin. Síðan tóku konur í mörgum löndum þennan dag upp sem baráttudag og rússneskar verkakonur höfðu daginn t.d. í heiðri árið 1913 þrátt fyrir lög- reglubann og ofsóknir. Einnig fóru þær í sögufrægt verkfall þennan dag árið 1917. Baráttuandinn hefur ekki alltaf verið hinn sami á þessum degi en þó hefur 8. mars verið haldinn hátíðlegur með ýmsum hætti víða um heim sem alþjóð- legur baráttudagur kvenna í 74 ár. í dag munu íslenskar konur hittast á Hallærisplaninu kl. 17 til að leggja áherslu á kröfur um bætta stöðu kvenna og verður farið í stutta mótmælagöngu. f kvöld gangast síðan átta kvennasamtök í Reykjavík fyrir opnum baráttufundi í Fé- lagsstofnun stúdenta. -JP

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.