Þjóðviljinn - 08.03.1984, Síða 7

Þjóðviljinn - 08.03.1984, Síða 7
Fimmtudagur 8. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Fjölflokkakerfi og blandað hagkerfi grundvallaratriði í stefnu okkar, segir Edga Vélez frá Nicaragua Edga Vélez: hernaðaríhlutun og viðskiptabann Bandaríkjanna gera okkur erfitt fyrlr. Ljósm. eik. Þau vandamál sem stjórnvöld í Nicaragua eiga nú við að glíma eru hvort- tveggja í senn efnahagsleg og hernaðarlegseðlis, þar sem efnahagsvandinn or- sakast að hluta til af þeirri hernaðaríhlutun og efna- hagslegu einangrun sem landið hefur mátt þola af hendi Bandaríkjanna. Þannig komst Edga Vélez, 1. sendiráðsritari í sendiráði Nicarag- ua í Stokkhólmi að orði í stuttu spjalli við Þjóðviljann, en Edga Vélez er hér stödd í boði nokkurra íslenskra félagasamtaka og kom meðal annars fram á fundi að Hótel Borg í gærkvöldi til þess að ræða ástand mála í heimalandi sínu. Edga Vélez sagði að gagnbylt- ingaröflin sem herjuðu í Nicaragua með stuðningi Bandaríkjanna hefðu valdið gífurlegu tjóni á mannvirkjum eyðilagt brýr, skóla, sjúkrahús og olíubirgðastöðvar, auk þess sem kostnaðurinn við að verjast slíkum hryðjuverkum væri mikill. Hún taldi að nú væru 5-7 þúsund gagnbyltingarmenn í norðurhluta landsins með bæki- stöðvar í Honduras, og nytu þeir aðstoðar 4000 bandarískra her- manna sem einnig hefðu bæki- stöðvar sínar handan landa- mæranna við Honduras. Sagði hún að daglega kæmi til átaka við land- amærin, þar sem uppreisnarmenn- irnir gerðu innrásir frá mörgum stöðum í einu í smærri hópum. Væru þeir búnir fullkomnustu vopnum og fjarskiptabúnaði og nytu aðstoðar bandarískra flugvéla er kæmu frá herstöðvum Banda- ríkjanna í Honduras. Sagði Edga Vélez að stærstur hluti þessara gagnbyltingarmanna væru fyrrver- andi varðliðar úr liði Somoza sem flúið hefðu land eftir fall harðstjór- ans 1979. Þá sagði hún að vopnaðir uppreisnarmenn herjuðu einnig á Nicaragua frá Costa Rica, en þar væri um að ræða hópa sem hefðu snúið baki við byltingunni og stjórn Sandinista. Sagði hún að uppreisnarmenn- irnir frá Costa Rica væru klofnir í tvennt og væri annar hópurinn fjármagnaður af bandarísku leyni- þjónustunni. Efnahagslegar þvinganir Nicaragua er lítið og fátækt land með mikinn metnað, sagði Edga Vélez. Við höfum leitað leiða til að brjótast úr þeirri efnahagslegu ein- angrun sem Bandaríkin hafa sett á okkur, en það hefur reynst torvelt. Sem dæmi má nefna afstöðu Al- þjóðabankans, sem sett hefur slík skilyrði fyrir aðstoð við Nicaragua, að þau eru óaðgengileg fyrir okk- ur. Þeir setja meðal annars þau skilyrði að við hættum að greiða niður lífsnauðsynjar og almenn- ingssamgöngur, en frávik frá þeirri stefnu væri í mótsögn við þær lýð- ræðislegu grundvallarreglur sem stjórn okkar hefur sett um efna- hagslegan jöfnuð og framfarir. Þeir efnahagsörðugleikar sem okkur hafa verið skapaðir með við- skiptabanni, hernaðaríhlutun og þvingunum, gera það að verkum að ekki hefur enn reynst kleift að bæta það tjón sem borgarastyrjöld- in gegn Somoza olli á sínum tíma. Fjölflokkakerfi Flokkur Sandínista, FSLN, hef- ur verið ásakaður fyrir að útiloka aðra flokka, sem einnig tóku þátt í baráttunni gegn Somoza, frá öllum áhrifum í stjórn landsins. Hverju svarar þú slíkum ásökunum? Þjóðfrelsisfylking Sandínista hafði barist gegn Somoza í 20 ár þegar sigur vannst í lok ársins 1978. Þegar sýnt var hvert stefndi gengu aðrir stjórnmálaflokkar í bandalag við okkur og við mynduðum stjórnmálalega einingarfylkingu, sem tók höndum saman um endur- reisn landsins. Þessi samfylking náði þó ekki til hins hernaðarlega sviðs, þar sem hinir flokkarnir höfðu ekki tekið þátt í hinni vopn- uðu baráttu. Við settum fram stefnuskrá sem byggði á blönduðu hagkerfi og fjölflokkakerfi. Á þeim 5 árum sem liðin eru síðan Somoza var steypt hefur stefna okkar tekið breytingum í ýmsum efnum, en þessi tvö atriði standa enn óhögguð. Stjórnkerfi okkar nú er byggt upp á 54 manna „ríkis- ráði“, sem fer með löggjafarvald, en 6 stjórnmálaflokkar eiga aðild að því. Ríkisstjórnin, sem fer með framkvæmdavaldið, var upphaf- lega skipuð 2 fulltrúum FSLN og einum fulltrúa Partido Conserva- dor (íhaldsflokksins). Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar verða haldnar kosningar 4. nóvember næstkomandi þar sem kosnir verða forseti, varaforseti og 90 fulltrúar á þjóðþing, sem jafnframt er ætlað að samþykkja nýja stjórnarskrá innan tveggja ára. Hér er um beina og leynilega kosningu að ræða þar sem allir hafa rétt til kjörgengis sem ekki hafa beinlínis gerst forv- ígismenn gagnbyltingarinnar. Við teljum að þetta sýni og sanni að aðrir flokkar en FSNL hafi ekki verið útilokaður frá áhrifum í Nic- aragua. Mannréttindi Sem kunnugt er af fréttum, var fyrir skömmu stödd hér á landi í boði Menningarstofnunar Banda- ríkjanna Geraldine O'Leary Mací- as, bandarísk eiginkona Edgar de Macías, fyrrverandi vararáðherra vinnumála í stjórn Sandínista. Hafði hún stór orð um mannréttindabrot í Nicaragua og illa meðferð sem þau hjónin höfðu mátt sæta áður en þau flýðu land 1982. Edga Vélez var beðin skýr- ingar á því hvort og hversvegna Edgar Macías hefði verið ofsóttur. - Það vill svo til, sagði Edga Vél- ez, að ég þekkti Macías persónu- lega þar sem hann var yfirmaður minn þegar ég starfaði í launamála- deild vinnumálaráðuneytisins. Hann var að mínu mati einlægur stuðningsmaður Sandínistastjórn- arinnar, maður sem fór sér hægt í öllu og virtist yfirvegaður. Það kom okkur því mjög á óvart að hann skyldi leita hælis í sendiráði Bandaríkjanna sama daginn og hann birti grein þar sem hann gagnrýndi stjórnina. Mér sýnist á öllum viðbrögðum hans að hann hafi verið haldinn hræðslu við of- sóknir, en ég veit að hann var ekki ofsóttur af stjórninni. Ekki gafst tími til að ræða frekar við Edga Vélez um Nicaragua í gær. Við spurðum hana þó að lok- urn hvaða þýðingu opinber heim- sókn Olofs Palme til Nicaragua ný- verið hefði haft, en Edga var í fylgdarliði sænska forsætisráðher- rans. Mikilvæg heimsókn Þessi heimsókn Olofs Palme var okkur mikilvæg vegna þess að í henni fólst traustsyfirlýsing á stefnu okkar. Hann var fyrsti vest- ræni þjóðhöfðinginn sem kom til Nicaragua í opinbera heimsókn. 1 heimsókn sinni fékk Palme tæki- færi til þess að hitta fulltrúa allra hópa og flokka sem hann vildi, og ég hef þá trú að hann hafi fengið miklar og réttar upplýsingar um stöðu mála í þessari heimsókn. Það er alltaf mikilvægt fyrir okkur að koma á framfæri réttum upplýsing- um til mótvægis við þann áróður sem bylting okkar hefur mátt þola. Lesendum skal að lokum bent á að Edga Vélez mun koma fram á fundi í Félagsstofnun stúdenta í kvöld kl. 20.30 í tilefni alþjóðadags kvenna og ræða ástand mála í Nic- aragua. óig> Sportbátaeigendur fá líka aflakvóta Svo ótrúlegt sem það er, þá fá sportbátaeigendur, sem leika sér að því á góðviðrisdögum á sumrin að fara á handfæri eða línu, afla- kvóta í hinu nýúthlutaða kvóta- kerfi. Að sjálfsögðu eru alvöru sjó- menn, sem hafa allt sitt lifibrauð af sjómennsku lítt hrifnir af þessu. Fjölmargir þeirra, sem skipt hafa um báta á síðasta ári og fá nú smá- kvóta þess vegna, eru með álíka stóran aflakvóta og sportbáta- eigendur fá 30 til 60 tonn. - S.dór. Vörumerki og einkaleyfi Hafín er útgáfa á sérstöku blaði, þar sem birtast munu allar lög- boðnar auglýsingar um vörumerki og einkaleyfí. Um leið verður hætt . . ^ Þegar komið er af vegum með bundnu slitlagi tekur tíma að venjast breyttum aðstæðum í { { FÖRUM VARLEGA! íifiTj) - að birta þetta efni í Lögbirtingar- blaði og B-deild Stjórnartíðinda. Nýja blaðið nefnist „Vöru- mericja- og einkaleyfistfðindi" og mun koma út mánaðar- lega. Yfirumsjón með vörumerkja- og einkaleyfismálum af hálfu iðn- aðarráðuneytisins, sem gefur blað- ið út, hefur Gunnar Guttormsson, deildarstjóri. Ritstjóri nýja blaðs- ins er Eygló Halldórsdóttir, lög- fræðingur. Afgreiðsla blaðsins er á sama stað og Lögbirtings, að Laugavegi 116. Þeir sem óska að gerast áskrifendur þurfa að til- kynna það til afgreiðslunnar bréf- lega eða í síma 25000, innanhúss 264. Askriftargjald fyrir þetta ár er 450 krónur en í lausasölu kostar blaðið 50 krónur. Betokem gólílögnin harðnar svo fljótt að þú getur gengið eða lagt teppið á gólfið eftir 24 tíma. SUM gólfílögn hefur verið í þróun í Þýskalandi, Svíþjóð og Noregi sl. 15 ár og hefur sýnt að hún stenst fyllilega allar þær gæða-, þol- og styrkleikakröfur, sem settar voru i upphafi og síðar hafa komið fram. Það hefur enda sýnt sig á söluþróuninni sl. 7 ár að þarna er á ferðinni algjör bylting í gólfílögn, salan hefur nánast þotið upp og ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn fyrr en nú. FILLC0AT gúmmíteygjanleg samfelld húð fyrir málm- þök. Er vatnshelld. Inniheldur cinkromat og hindrar ryðmyndun. Ódýr lausn fyrir vandamálaþök. Ábyrgð - greiðslukjör. LAUSN ER ENDIST ÓTRÚLEGA VEL: EP0XY - GÓLF HAFNARFIRBI SÍMI 50538 Við erum með f jölmargar gerðir af gólf- ílagningarefnum sem þola ótrúlegt alag. Það er sama hvort um er að ræða gólfið í sturtuklefanum, matsalnum eða á bílaverkstæðinu. Vandamáiið leysum við á fljótan og öruggan hátt.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.