Þjóðviljinn - 08.03.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.03.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. mars 1984 Sigursveinn H. Jóhannesson ræðir við Sveinn Sigurjónsson íGrindavík: Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða, svo stendur í gömlum bókum og eru höfðyfiráörlagastundu. Fyrir íslenska sjómannastétt eru þessiorðídag umhugsunarverð. Nú ífyrsta sinn stendur sjómannastéttin frammi fyrir þeirri staðreynd að skámmta eigi þann fisk sem upp úr sjónum verður dreginn. Það hefur oft syrt í álinn fyrir sjómenn, þar hafa náttúruöflin æfinlegaveriðörlagavaldurinn, auk þess hafa verðmæti aflans sem upp er dreginn verið mismunandi, rekstur farkostsins, lög, reglugerðir allarþærskorðurog höftsem hugsastgetur. Dugmiklirog áræðnir sjósóknarar hafa ávallt verið til, þeir hafa sprottið upp í kjölfarhvers vanda. Fyrirokkur landkrabbana hefur þetta verið óskiljanlegtog aðdáunarvert. Þeir eru ófáir sjómennirnir sem farið hafa af eigin rammleik að hefja útgerð, sem endað hefur á mismunandi veg. Sumir hafa orðið að láta í minni pokann fyrir bankavaldinu, sem rúið hefur þá inn að skinninu. Aðrir hafa komist inní sjóðakerfið, og gert út á sjóðina, eins og oft er talað um meðal sjómanna, og eru þær sögur með ólíkindum sem sagðar eru um þá aðferð. Þriðji hópurinn hefurmeð dæmalausri útsjónarsemi og ábyrgri afstöðu stundað sjóinn með hörku þann árstímasem farkosturinn hefur leyft vegna stærðarsinnar. Einn þessara manna er rúmlega fimmtugur Grindvíkingur, Sveinn Sigurjónsson, sem svo til allt sitt líf hefur stundað sjóinn. 1977 keypti Sveinn 17 ára gamlan 10.4 toijna Sviptur lífsbj örginni meo einu pennastriki bát sem hann skírði Jóhannes Gunnar. Til þeirra kaupa naut hann ekki aðstoðar neinna sjóða, en stundaði veiðar í sex mánuði ár hvert og hefur hann fiskað um það bil 200 tonn árlega. Þann hluta árs- ins sem hann hefur ekk.i getað stundað veiðar hefur hann notað til undirbúnings næsta úthalds báts- ins. Nú skyndilega hefur syrt í álinn, skömmtun veiða er staðreynd. Nýjar reglur um hvernig veiðum skuli háttað, svokölluðum kvóta er úthlutað. Samkv. honum skal hann miðast við aflatölur síðustu þriggja ára. Afli Sveins á „Jóhannesi Gunnari" var 1983,200 tonn, 1982, 240 tonn, 1983, 200 tonn. Sam- kvæmt þessum tölum ætti kvótinn að vera 157 tonn upp úr sjó 1984. Allan þann tíma sem hann hefur átt bátinn eða frá 1977, hefur hann stundað sjóinn af hörku eins og all- ir vita sem til þekkja. Eitt það sem hefur verið honurn aðalsmerki, að leita aldrei á náðir sjóðanna, held- ur klára sig sjálfur og njóta þess sem hendurnar hafa dregið upp. Jafnframt hefur hann haft vakandi auga á nýrri og stærri bát og 1. okt. 1983 lét hann verða af því að kaupa J5 tonna plastbát sem var búinn að vera í reiðileysi á vegum sjóðakerf- isins. Verðið fyrir þennan bát var 2 Sveinn Sigurjónsson. Hann hefur marga hildi háð við náttúruöflin, jafnan risið upp aftur, en nú fær hann ef til vill að bogna fyrir odda- manni miðstýringarvaldsins millj. kr. sem greiðast skyldi á 7 árum. Miðað við 300 tonn hefði 20% verðmætisins farið í endur- greiðslur lánsins. Þannig hefði hann getað staðið við þessa nýju fjárskuldbingu. Þetta er bátur sem hægt er að stunda sjó á nær allt árið, því var aflaaukning framund- an hjá honum ef kvótakerfið hefði ekki komið til. Það mælti allt með því að gera þetta nýja átak. Gamli báturinn sem nú er 24 ára gamall er allur úr sér genginn. Fyrir tveimur árum hugðist hann taka bátnum tak og gera hann up. Lánveitingu til þeirra hluta var hafnað vegná aldurs bátsins. Honum hefur tekist að halda haffærisskírteini með því að hafa vakandi auga með ástandi bátsins, enda gert við hann sjálfur að mestu, en án allrar fyrirgreiðslu lánastofnana. Bátssalan Það hefur verið svo ástatt að Grindavíkurhöfn hefur engan lóðs haft, það hefur því orðið úr að Sveinn hefur lánað þeim bátinn af og til. Þegar ráðamenn hafnarinnar fréttu að selja ætti bátinn, var þeim hugleikið að fá hann til þessa verk- efnis. Einhverra hluta vegna varð það að ráði að starfsmenn hafnar- innar eru kaupendurnir, en höfnin lánaði þeim fyrir greiðslum á bátn- um, sennilega til að frýja höfnina mikils viðhaldskostnaðar og jafn- framt að gefa þessum starfsmönn- um sínum sem eru fyrrverandi sjó- menn, tækifæri á að nota bátinn til einskonar sport- eða frístunda- Jóhannes Gunnar yngri með 60 tonna kvóta. Jóhannes Gunnar eldri, nú Drífa 1161 lóðs í Grindavík með 157 tonna kvóta. Dagbjört Sigurðardóttir: Nýgerðir kjarasamningar eru aðför að konum og unglingum Samtök kvenna á vinnumarkaði hefðu brugðist skyldu sinni ef þau hefðu ekki haldið fund eftir samningagerðina Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, sendir mér tóninn í D.V. sl. föstu- dag, (fyrrum kosin þar maður árs- ins). Eg er ein af stofnendum Sam- taka kvenna á vinnumarkaðnum. Það eru löglega stofnuð samtök eins og Aðalheiður veit og hún veit líka hvað þau hafa á stefnuskrá sinni og það veit raunar alþjóð, því það hefur mjög vel komið fram í fjðlmiðlum. Og ef samtökin hefðu ekki hald- ið fund eftir samningagerð ASÍ og VSÍ hefðu þau brugðist skyldu sinni. Markmið þeirra er að vera bakhjarl kvenna í verkalýðsfélög- unum og konum í samninganefnd- um. Þau eru beinlínis sprottin upp af Samband Alþýðuflokkskvenna gengst fyrir ráðstefnu: Hver er réttur heimavinnandi? N. k. laugardag, 10 mars gengst Samband Alþýðuflokkskvenna fyrir ráðstefnu að Hótel Loft- leiðum og vber hún yfirskriftina: Hver er réttur heimavinnandi fólks í þjóðfélaginu? Ráðstefnan hefst kl. 10 í Krist- alssal og stendur fram til kl. 16. Á henni verður m. a. fjallað um hver sé réttur heimavinnandi til lífeyris, sjúkradagpeninga og örorkubóta, - eigna - og erfðarétt í óvígðri sambúð og hvernig hann verði best tryggður, - framfærsluskyldu hjóna, - hvort heimilisstörfin séu eðlilega metin til launa og starfs- aldurshækkana við skyld störf á vinnumarkaðnum og hvert sé gildi fullorðinsfræðslu og félagsstarfa og hvernig þeim verði best háttað fyrir heimavinnandi fólk. Ráðstefnan er öllum opin en hún er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Þáttöku er hægt að tilkynna á skrifstofu Alþýðuflokksins kl. 13 - 17 í síma 29244. því hvað lítið hefur áunnist í .launamálum kvenna almennt á vinnumarkaðnum. Aðalheiður er í öðrum sam- tökum kvenna, sem að undanförnu hafa verið að gera úttekt á misrétt- inu í prósentvís, svo það ætti ekki að koma henni á óvart þótt hún sæi árangur af því starfi sem konur hafa verið að vinna undanfarið. Nýgerðir kjarasamningar eru aðför að konum og unglingum. Eftir þessa samningagerð og þar sem þeir verða samþykktir óbreyttir er það skylda kvenna að upplýsa hvað þeir hafa að geyma. Og um fundarhöld verkalýðsfé- lagsins Bjarma um samningana, skal Aðalheiði upplýst, að Bjarmi hefur ávallt samið á heimavíg- stöðvum. Hvert samfélag á landinu á sín sérstöku viðhorf, sín sérstöku vandamál og aðstæður. í heildar- sampingum yfir landið verður aldrei hægt að líta fullkomlega til allra sérstæðna. Og það er eins og mig minni að það hafi nokkur stór félög verið með sérstöðu á fundi þeim er um- fjöllun og afgreiðsla samninganna fór fram á og ýmist greitt atkvæði á móti eða setið hjá. En hvernig er það, - er Aðalheiður búin að halda fund um samninganna, hún rétti þó upp hendi með þeim? Dagbjört Sigurðardóttir, Stokkseyri veiða. Verð bátsins var miðað við þá greiðslu sem fengist fyrir hann frá úreldingarsjóði, það er að segja ef honum yrði lagt, en það er 210 þús. fyrir skrokkinn og 150 þús, fyrirvélog tæki. Hann var ánægður með þessa sölu, það var notaleg tilfinning að þessi gamli bátur gæti enn um sinn gegnt þörfu hlutverki áður en honum væri lagt til niður- rifs. Nýtt nafn fékk nú hans gamla happa-fleyta, Drífa nr. 1161. Kvótinn Það er á þessu ári sem orðið kvóti verður staðreynd í huga margra sjómanna sem fyrir aðeins örfáum mánuðum var óþekkt og er raunar ennþá framandi í huga þeirra. Fyrir um það bil 2 vikum var svo send út tilkynning um kvóta ein- stakra skipa, þar er hinum nýja báti „Jóhannesi Gunnari" úthlutað 60 tonnum. Með þessu varð Sveini ljóst hvernig hann var meðhönd- laður af kerfinu, hann gerði nú ftr- ekaðar tilraunir að fá það upplýst hjá starfsmönnum Grindavíkur- hafnar hvort „Drífa“ (áður J.G.) hefði fengið kvóta, en þeir vörðust allra frétta. Það var svo laugardag- inn 3. mars að aflakvóti allra skipa var birtur í blöðunum og þar stóð það svart á hvítu að skipi úrelding- arsjóðs (eða því sem næst) „ Drífu“ nr. 1161 væri úthlutað 157 tonnum! Happadrættisvinningur Það er ljóst að kvóti sem ekki er nýttur muni ganga kaupum og sölum, heyrst hefur að greitt muni verða 2 kr. fyrir kílóið til þeirra sem vilja selja. Þetta þýðir að þess- ir ágætu hafnarstarfsmenn við Grindavíkurhöfn muni geta greitt andvirði bátsins til hafnarinnar mjög fljótlega, og þar af leiðandi muni bæði höfnin og starfsmenn- irnir hafa dottið í lukkupottinn, eða fengið allgóðan „happadrættis- vinning." Þessir ágætu hafnarstarfsmenn eru alls góðs maklegir, en það er erfitt að kyngja því,að löggjafinn skuli með næstum einu pennastriki geta gert svona eignayfirfærslu, svipt Svein lífsbjörginni, og sett hann í gapastokkinn. í þessu tilfelli er hann fórnarlamb manna sem með miðstýringarvaldi ætla að bjarga íslenskum sjávarútvegi. Það er sorglegt að oddamaður þessarar miðstýringar á að teljast til flokks fólksins, flokks dreifbýlis og flokks lítilmagnans. í mínum huga er sá vandi sem sjómenn standa frammi fyrir vegna ofveiði, fyrst og fremst óhófleg veiði stærri skipa og þá éinkanlega togara, sem skafið hafa botn og grunnsævi skefjalaust. Nú þegar á að skammta veiðarnar, fær litlu bátunum sem klárað hafa sig án styrkja að blæða út, en í mörg- um tilfellum fá togarar það rúman kvóta að þeir þurta i engu að slaka á í sókn sinni. Það virðist sem sé að minnka eigi fiskiflotann um 30% og það virðist einmitt vera reiknað með að það verði fyrst og fremst menn eins og Sveinn og hans líkar sem hafa lagt að landi gæðafisk, sem verði skornir við trog, svo þessir með gúanófisk (15 daga gamlan) geti haldið áfram að skafa og gera út á sjóðina. Sjóðirnir Nú er svo komið að Sveinn sér sig knúinn til að kynna sér sjóða- kerfið sem hann þekkir ekkert á. Hann mundaði sig uppí það að hringja í tvígang í eina af þessum stofnunum, til að fá upplýsingar sem að gagni mættu koma, og fékk heilmikiar ráðleggingar, og í bæði skiptin enduðu þessi símtöl með til- boði um áskrift að tímaritinu Ægi. „Ef til vill er það það besta sem ég geri nú, að gerast áskrifandi, rnaður gerir þá allavega eitt góð- verk áður en þessu lýkur," sagði Sveinn að lokum. -shj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.