Þjóðviljinn - 08.03.1984, Page 9

Þjóðviljinn - 08.03.1984, Page 9
Fimmtudagur 8. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 GuUbirnir ísland í Berlín: víkingalif án hetju Ijóma. Love Streams eftir Casavetes hlaut gullbjörninn. Kvikmyndahátíð í Berlín: og íslenskur hrafn... eftir Hrafn Arnarson 34. alþjóðlega kvikmyndahátíð- in í V-Berlín fór að þessu sinni fram dagana 17. til 28. febrúar. Hátíðin var mjög umfangsmikil og framboð á myndum gífurlegt. Alls voru sýndar rúmlega 300 myndir frá 39 löndum. Að þessu sinni komu flestar myndir frá Bandaríkjunum og Sambandslýðveldinu eða 30 frá hvoru landinu. Verðlaunamyndin Að þessu sinni hlaut John Cassa- vetes, Bandaríkjunum, gullbjörn- inn eða aðalverðlaunin fyrir mynd sína „Love Streams". John Cassa- vetes er kvikmyndaunnendum væntanlega að góðu kunnur bæði sem leikstjóri og leikari. Hann er einn af þekktustu fulltrúum óháðr- ar kvikmyndagerðar í Bandaríkj- unum. Fyrstu mynd sinni leikstýrði hann 1957, „Shadows", Skuggar, en alls hefur hann leikstýrt 11 kvik- myndum, m.a. „Kona undir áhrif- um“ og „Gloría". Cassavetes hefur leikið í kvikmyndum síðan 1953 og þekktust mun væntanlega vera „Rosemarys Baby“ eftir Roman Polanski. Myndin „Love Streams" er byggð á leikriti eftir Ted Allan og fjallar um þau Sarah Lawson og Robert Harmon. Harmon, sem leikinn er af Cassavetes, er vel- þekktur rithöfundur sem eyðir tíma sínum helst í það að „neyta“ kvenfólks og áfengis. Sarah Law- son er leikin af Gene Rowland, (sem er eiginkona Cassavetes), er systir hans og stendur í skilnaði, sem reynir mjög á tilfinningalíf hennar. Líf þeirra beggja hefur þróast á mjög ólíkan hátt, en erfið- leikar sem þau eiga við að stríða leiða af sér að þau sameinast í bar- áttu sinni fyrir eðlilegu mannsæmandi lífi. Segja má að viðfangsefni Cassavetes í þessari mynd séu einmanakennd og ein- angrun, tilraunir fólks til að ná sambandi hvert við annað taka á sig afbrigðileg eða sjúkleg form. Öll hefðbundin viðfangsefni Cass- avetes koma fyrir í þessari mynd, s.s. vinátta, ást, hjónaband, fjöl- skylda, leit að sjálfum sér, leit að hamingju, viðkvæmni hinna veiku og hætt komnu, tjáskipti og flókin tilfinningasambönd. I þessari mynd eins og fleirum beinir Cassa- vetes athygli sinni að tilfinningalífi og sérstökum vandamálum kvenna, hvernig þær bregðast við tilfinningalegu álagi og hvernig þær vinna úr og túlka tilfinningar sínar, s.s. einntanakennd, ótta, niöurlæg- ingu og afbrýðisemi. Ítalía og Argentína Silfurbjörninn, sem sérverðlaun dómnefndar fékk Hector Olivea frá Argentínu fyrir mynd sína „No Ha- bra mas penas ni olvido" Olivea er einn af þekktustu leikstjórum Arg- entínu, hann hefur verið tíður gest- ur á Berlínarhátíðinni og 1974 fékk hann silfurbjörninn. í þessari mynd er sögusviðið lítið þorp í úthverfi Buenos Aires og atburðirnir eiga að gerast 1974. Myndin er skemmtileg og áhrifarík lýsing á pólitískri baráttu milli vinstri og hægri arms perónískrar hreyfingar. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Ósvaldo Soriaro, en hún er óvenju snjöll satírisk „allegoría" og í myndinni er hæðni og hrottaskap, fyndni og grimmd fléttað saman með óvenju- legum hætti. Silfurbjörninn fyrir besta leik- stjórn fékk ítalinn Ettore Scola fyrir mynd sína „Le Bal", Dans- leikurinn. Scola er lögfræðingur að mennt, en hefur nánast eingöngu fengist við skrif kvikmyndahand- rita og leikstjórn. I „Dansinum“ er engin eiginleg atburðarás og samtöl eiga sér ekki stað. Sögu- sviðið er dansstaður einhversstað- ar í Frakklandi og sýnir myndin hvernig samskiptaform dansgesta þróast og breytast frá árinu 1936 til 1983. Myndin er annars vegar lýs- ing á persónunum með vonum sfn- um og draumum, einmanakennd óg þrám, hins vegar nokkurs konar þjóðháttafræðileg úttekt á því hvernig dansar, fatatíska, og um- gengisvenjur kynjanna þróast og breytast í tímans rás. Franskri sögu þessarar aldar er fléttað inní frá- sögnina. Tíðarandanum nær Scola með ýmsum hætti, m.a lætur hann persónur birtast í búningi frægra leikara, s.s. Jean Gabin eða með því að vísa til frægra leikstjóra á hverju tímaskeiði fyrir sig. í einu aí stærstu blöðunum hér í Berlín, „Berliner Morgenpost" var þessi mynd valin uppáhaldsmynd sýn- ingargesta hátíðarinnar og er hún vel að þeirri viðurkenningu komin. Leikafrek ítalska leikkonan Monica Vitti fékk silfurbjörninn fyrir besta kvenaðalhlutverk í myndinni „Flirt", Daður, en leikstjóri henn- ar var Roberto Rosso. í myndinni er erfitt viðfangsefni, geðklofi, tekið fyrir á óvenjulegan máta og skoðað á gamansaman hátt án við- kvæmni, hræsni eða ótta. Monica leikur eiginkonu, sem þarf skyndi- lega að berjast við ímyndaða vin- konu eiginmanns síns um athygli hans, ást og ástundun. Myndin lýs- ir á skemmtilegan, lífsglaðan hátt hvernig henni tekst að sigrast á „keppinaut“ sínum. Monica Vitti á sér að baki 20 ára feril sem leik- kona og hún hefur sýnt mikla túlk- unarhæfileika í mjög ólíkum hlut- verkum. Hún hefur til að mynda leikið í myndum Antonioni og einnig í mörgum af bestu ítölsku gamanmyndunum. Sovéska leikkonan Inna Tsjúrik- ova fékk silfurbjörn fyrir leik sinn í mynd Pjotr Tedorovskis „Front- romanze“, „Ástarsaga af vígstöðv- unum." Tsjúrikova leikur eigin- konu Sasja, Veru, en hann á í ást- arsambandi við Ljúbu, en þau höfðu kynnst á vígstöðvunum í seinni heimsstyrjöldinni. Ljúba hefur átt í erfiðleikum eftir stríðið. Erfiðleikar hennar hafa gert hana bitra og háðska. Það að hún kynn- ist Sasja og Veru leiðir til þess að hún fer að líta fólk öðrum augum. Myndin er byggð upp sem ástar- og afbrýðissaga, en í rauninni eru tekin fyrir siðferðileg vandamál og siðferðileg gildi. Velvild og mannúð, það að láta sig náungann einhverju varða, horfa ekki tilfinn- ingasljór á þjáningar fólks. heldur rétta hjálpandi hönd, - slík eru í rauninni viðfangsefni þessarar myndar. Albert Finney fékk silfurbjörn- inn fyrir leik sinn í myndinni „The Dresser" sem Peter Yates leikstýrði. Myndin er byggð á leikriti eftir Ronald Harwood og fjallar um aldraðan leikara, Sir, leikinn af Finney, sent er út á við skapstór harðstjóri, en í rauninni er hann niðurbrotinn og sjúkur maður. Sir er stjórnandi leikhóps sem ferðast um sveitahéruð Eng- lands á stríðsárunum og sýnir Lé Konung, King Lear, fyrir almenn- ing. Mynding er lýsing á sálrænu einvígi milli Sir og þjóns hans, Norman, óvenju vel leiknum af Tom Courtenay: Einvígi þeirra er hrífandi fyndið, en um leið „tragik- omiskt". Fleiri silfurbirnir Vesturþýski leikstjórinn Nor- bert Kúckelmann fékk silfurbjörn fyrir mynd sína „Morgen in Ala- bama“. í urnsögn dómnefndar sagði að myndin væri velheppnuð kvikmyndaleg framsetning á einu af brennandi vandamálum samtím- ans. Kúckelmann er lögfræðingur að mennt, en hefur síðan 1965 fengist við kvikmyndagerð m.a. í samvinnu við Alexander Kluge. í þessari mynd er sagt frá málaferl- um sem spinnast út frá því, að á pólitískri samkomu skýtur ungur maður, Werner Krans, með skammbyssu út í loftið. Hann er tekinn fastur og yfirheyrður, en markmið og kringumstæður þessa verknaðar eru óljós þar sem Krans neitar að gefa upplýsingar. Myndin er síðan lýsing á því hvernig tekist er á um mismunandi kenningar unt verknaðinn, - er Krans félagi í hryðjuverkasamtökum eða var verknaðurinn framinn uppá eigin spýtur? Aðalhlutverkið leikur Maximilian Schell, verjandi Krans, sem fyrst í stað aðhyllist þá kenn- ingu að Krans hafi verið einn að verki og á þeim forsendum sleppur Krans við refsingu og er látinn laus úr varðhaldi. Lögfræðingurinn fær síðan áhuga á málinu og á grund- velli eigin rannsókna kemst hann að .því að Krank er félagi í hægri- sinnuðum hryðjuverkasamtökum. Myndin er hlaðin spennu sakarn- álamyndar og um leið eru tekin fyrir vandamál ofbeldis, árásar- girni og pólitísks umburðarlyndis. Markmið myndarinnar var að taka fyrir þær þjóðfélagslegu kringum- stæður sem leiða af sér ofbeldi. Silfurbjörn fékk einnig Costas Ferris frá Grikklandi fyrir mynd sína „Rembetiko". Dómnefndin taldi að í þessari mynd væri mikil- vægt menningarlegt tjáningarform endurvakið og sett fram. „Rembe- tiko“ er þrennt í senn, tónlistar- mynd, ævisaga söngkonu og lýsing á sögu grísku þjóöarinnar á þessari öld. Rembitiko er nokkurs konar grískur „blues", sem svipar til hins bandaríska hvað varðar félagslegar rætur og innihald texta. Myndin greinir frá ævi Mariku Ninon sem er Rembetiko-söngkona. Myndin er í alk: staöi m jög metnaðarfuil og mun vera ein dýrasta kvikmynd sem framleidd hefur verið í Grikk- landi. Eins og að framan sagði var geysilegur fjöldi mynda á hátíðinni og þessi stuttaralega lýsing á verð- launamyndunum gefur að sjálf- sögðu litla hugmynd um það sem fram fór í hcild. Kvikmynd Hrafns Gunnlaugs- sonar, Hrafninn flýgur, var sýnd á þeim hluta hátíðarinnar, sem nefndist „Info-Schau und Sonder- vorstellungen" þ.e. upplýstnga- og sérsýningar. Myndin var sýnd þris- var sinnum við allgóða aðsókn. í umsögnum mátti lesa að hún þótti minna á spaghetti vestra (Italo- Western) og einnig á myndina „Leit'in að eldinum". Myndin þótti fallega tekin, frásagnaraðferð ein- föld og skýr, í anda íslendinga- sagna. Lýsingin á víkingum og lífi þeirra var allt önnur en venja er í Hollywood myndum. Giskað var á Hrafn hefði gengið í skóla hjá Sam Peekinpah, en yfirþyrmandi tilvist ofbeldis setti mjög sterkan svip á myndina. Berlín 2.3. 1984. Hrafn Arnarson Ettore Scola dæmdist besti leikstjórinn fyrir Dansleikur. Island in Beriin Auf den ersten Blick erinnert Hrafn Gunnlaugsons „Korpen Flyger“ (Der Flug des Raben) an einen Italo-Western, auf den zweiten an „Am Anfang war das Feuer“. In dieser islándisch-schwedischen Co-Produktion schildert der Regisseur in mitunter beklemmend harten, mitunter arachisch schönen Bildern, die Geschichte einer Racheaktion, deren schlichter Erzáhlstil an alte Sagen von gerade der Insel erinnert, von der jetzt dieser Film kommt. Ein Film, der ein bislang ungekanntes Wikingerleben ohne Glanz und Gloria und gehörnte Helme schildert. Der Film láuft als Sondervorstellung. GS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.