Þjóðviljinn - 08.03.1984, Side 10

Þjóðviljinn - 08.03.1984, Side 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNi Fimmtudagur 8. mars 1984 Afturbatapíkur og aðrar píkur Alltaf verð ég jafn hlessa þegar ég sé velgefið fólk og velviljað um- breytast í einu vetvangi í stóra hrokahrauka. Ég er alltaf að horfa uppá þetta gerast, en samt verð ég alltaf jafnhlessa. Petta sýnir kann- ski hvað ég er mikill bjálfi. Að ég skuli halda áfram að halda að hvítt sé hvítt og svart sé svart, hvað sem reynslunni líður, og að fólk sé alltaf annað hvort gáfað eða heimskt, þótt ég ætti mæta vel að vita, að flest slubbumst við einhvers staðar þarna mitt á milli. Ég ætla nú samt að halda áfram að vera bjálfi. Ástæðan fyrir því er ósköp einföld. Ég er alin upp við sósíalisma, fékk þá Iífsskoðun ómælda úr foreldrahúsum, bless- unarlega, og Þjóðviljinn hefur oft- ast ýtt dyggilega undir þá skoðun. Og þegar ég í fornöld gekk í Al- þýðubandalagið rann saman í einn farveg uppdragelsið í heimahúsum og heimsljósið bjarta, sem ég hélt að myndi ekki einasta eiga að lýsa mér heldur mannkyni öllu. Heimsljósið byrjaði sumsé að lýsa mér löngu áður en ég gekk í Flokkinn og löngu áður en það fór að lýsa öðru fólki sum hverju í kringum mig. En mér var einhvern veginn sama um það. f bjálfsskap mínum tók ég góða og gilda þá sósí- alísku kenningu, að við værum öll jöfn fyrir ljósinu. Sæi einhver rang- látur ljósið bæri að fagna honum og leiða til sætis. Eða svo sagði kenn- ingin. Og um þetta las ég oft í Þjóð- viljanum. En stundum hef ég lesið allt aðra hluti í Þjóðviljanum og þá hefur komið fram önnur kenning að derra sig framan í lesendur. Þá verður mér bilt við. Ég kann því nefnilega illa að það sé verið að ota að mér andlega holdsveiku fólki og ég látin horfa á kaunin. Síst af öllu kann ég við þetta þegar í hlut á fólk sem mér vitanlega þjáist ekki af neinni uppdráttarsýki heldur hefur þvert á móti séð ljósið og upp- tendrast rétt eins og við hin, og vill ganga fram fyrir skjöldu og syngja sitt hallelúja með okkur. Petta gerist samt við og við. Seinast gerðist þetta í Þjóðviljan- um helgina 3.-4. mars hjá honum Össuri Skarphéðinssyni og sendir hann þetta alla leiðina frá Bret- landi. Össur segir þar, að vinstri höfðinginn Tony Benn sé aldeilis ekki marxisti og ætti líklega vel heima í horni hjá afturbatapíkum Möðruvallahreyfingarinnar sem komu til liðs við sósíalismann um árið. Við þessi tilskrif hef ég nú sitt- hvað að athuga og byrja bara strax. í fyrsta lagi þá er afturbatapíka búin að ná fyrri hreinleik sínum að sjö árum liðnum og telst þá bara venjuleg píka. Þeir Möðruvelling- ar eru nú á sínu áttunda aldursári í Flokknum og teljast því réttar og sléttar píkur eins og við hin. í öðru lagi finnast mér svona niðurhólfanir alls ekki í anda þess jafnréttis og systra- og bræðralags, sem mér var innrætt að ætti að fel- ast í sósíalismanum. En kenning er víst eitt og flokkur og fólk allt ann- að og stutt er síðan sumir þeirra, er stóðu að stofnun Flokksins að- hylltust tröppuskipta flokkshug- mynd, þ.e. að þeir sem í efstu tröppunni standa geti snúið rassi í þá er í næstefstu tröppunni standa og svo koll af kolli - allt niður á við vitaskuld. Þetta var víst allt byggt á flokkskenningu Leníns og hafði ómæld áhrif á framvindu sósíal- ískra hugmynda og í Sovétríkjun- um hefur þetta haft áhrif á upp- byggingu heils þjóðfélags, hvorki meira né minna. Þetta skipulag hvílir sumsé á „holdsveikrakenn- ingunni" - þeirri hinni sömu og stundum bregður fyrir á síðum Þjóðvilja og í munni sumra flokks- manna. Nú og í þriðja lagi vil ég mót- mæla því að við eigum að standa heilaga vakt um heimsljósið og passa sérstaklega uppá að aðrir komist of nærri því. Þvert á móti eigum við að efna til dýrlegs fagn- aðar í hvert sinn sem einhver nenn- ir að líta inn til okkar. Eða varla viltu, Össur minn, halda því fram að Möðruvellingarnir fyrrverandi hefðu bara átt að halda áfram að vera Möðruvellingar og alls ekki ganga okkur á hönd? Að aðeins þau okkar sem fengum hinn sósíal- íska stimpil á ennið í vöggugjöf séum þess verð að vinna sósíalism- anum gagn? Nei, ég veit að það er ekki þetta sem þú meinar. Enda færu þá raðirnar í flokknum að þynnast. Jæja, þetta er víst orðið nógu langt hjá mér og kannski vel það. En það er ekki á hverjum degi sem mér veitist tækifæri til að verja skoðanasystkini mín fyrir öðrum skoðanasystkinum, sem betur fer því þetta er heldur óskemmtilegt uppá að horfa. En svona í lokin vil ég gjarnan spyrja þig að einu. Ég veit um mann einn í Flokknum sem kom til liðs við okkur úr sjálfu bæli erkifjandans, þ.e. Sjálfstæðis- flokknum. Aldrei hef ég heyrt ann- að um þennan mann og hans fortíð en að þetta sé bæði merkilegt og spennandi. Hvers vegna hefur hann aldrei verið kallaður aftur- batapíka? Mér er bara spurn. Það skyldi þó ekki vera að einhvers staðar sé snobbað í Flokknum? Hugleiddu þetta, Össur. Auður Styrkársdóttir Enn á ný er kyrjaður kórinn: „Bæta kjör hinna lægst launuðu“. Og hverjir kyrja? Jú, ráðherrar og alþingismenn, vinnuveitendur og verkalýðsforkólfar. Svo tekur fólk úti í bæ undir þennan kór - en tæp- ast fylgir hugur máli, svo oft hefur þessi útþvælda spóla verið spiluð. Verði hún látin dandalast enn um hríð, þarf varla að spila hana öllu lengur, nema við útför „hinna lægst launuðu“, sem trauðla getur verið langt undan. En hvernig stendur á þessum ósköpum, úr því flestir máttar- stólpar þjóðfélagsins eru í þessum makalausa kór? Af hverju gengur þá dæmið ekki upp? Af hverju eru falskar nótur í þessari marg- slungnu, ófullgerðu óperu? Þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni - og þó. Getur verið, að leiðtogarnir meini með þessu þema, á hvern máta þeir meta störfin í þjóðfé- laginu? Getur það verið, að frysti- húsafólk, iðnverkafólk, ræstinga- konur, hafnarverkamenn, skrif- stofu- og verslunarfólk o.fl. o.fl. eigi ekki rétt á nema 10-11 þús. kr. launum á mánuði meðan þorri ann- arra landsmanna svo sem: ráðherr- ar, bankastjórar, alþingismenn, framkvæmdastjórar, lögfræðingar, læknar, prestar o.fl. o.fl. eiga rétt á þrefalt til fimmfalt meira til maga- fyllis og er þá ekki gengið út frá grjónagrautaráti í öll mál? Svari nú Vindmy llustríðið hver fyrir sig. Frá mínum bæjardyr- um séð hefur misréttið verið falsnótan í kórsöngnum, en samt hafa margir ekki heyrt hana - ekki fyrr en harðna tók á dalnum, glím- an við verðbólgudrauginn magnað- ist og þorskurinn tók upp á þeim óskunda að taka sér frí af miðun- um. Ég held líka, að nú í alvöru sjái láglaunahóparnir þetta. Þeir hafa andæft í þeirri trú, að lækkun verð- bólgu yrði allra meina bót og sú lækkun næði til allra þátta þjóðfél- agsins. En sú hefur ekki orðið raunin á, „Adam ekki lengur í sinni paradís". Verðbólgudraugurinn heldur ferð sinni áfram á kostnað láglaunafólks að ekki sé nú talað um elli- og örorkulífeyrisþega. Þetta fólk á vart salt út í grautinn og úti á landsbyggðinni hlaðast upp himinháir raforkureikningar, símareikningar, olíureikningar, flutningskostnaður á allar nauðsynjavörur o.fl. Dáyndisfal- legt lýðræðisríki hér - ekki satt?! Já, það er þetta með iýðræðið. Ég er nú hættur að átta mig á í hverju það felst. Ég hélt lengi vel í sælli trú, að þetta orð þýddi ná- kvæmlega orðsins hljóðan, en ég er Nám í uppeldisgreinum fyrir verkmenntakennara á framhaldsskólastigi Ákveðið hefur verið að nám í uppeldis- og kennslufræðum til kennsluréttinda fyrir verkmenntakennara hefjist við Kenn- araháskóla íslands haustið 1984. Námið fullnægir ákvæðum laga nr. 51/1978 um embættis- gengí kennara og skólastjóra og samsvarar eins árs námi eða 30 einingum. Að þessu sinni verður náminu skipt á tvö ár til að auðvelda þeim sem starfa við kennslu að stunda námið. Námsskipu- lag verður með tvennum hætti, annars vegar dagnám við Kennaraháskólann í Reykjavík 10 st. á viku, skipt á tvo eftirmiðdaga, og hins vegar nám sem fram fer á Akureyri sem sumarnám ásamt stuttum námskeiðum yfir vetrarmán- uðina fyrir þá nemendur er ekki geta sótt dagnám í Reykja- vík. Námið hefst í báðum hópunum með námskeiði vikuna 27/8 - 31/8 1984 og lýkur í lok júnímánaðar 1986. Umsóknir þurfa að hafa borist til Kennaraháskóla íslands fyrir 1. maí 1984. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Kennarahá- skólans við Stakkahlið. Kennaraháskóli íslands 5. mars 1984. Guðjón Sveinsson skrifar Við megum ekki bíða eftir því að þjóðsöngur okkar verði í framtíð- inni: Góður þykir mér grauturinn hansGrímsa. Þannigferefviðhöld- um áfram þessu vitundarlausa vind- myllustríði, segir Guðjón Sveins- son m.a. á því nú, að það sé álíka áreiðan- legt og aflraunir Orms Stórólfs- sonar. Ég hélt í minni einfeldni, að lýðræðið væri, að fólkið í landinu réði gangi mála í þjóðfélaginu í gegnum rétt kjörna fulltrúa sína, alþingismennina. En nú efast ég um það. Ætli það geti verið þorsk- urinn sem ræður? Nei, og skramba- kornið. Hann er áreiðanlega meiri jafnaðarfiskur. Hefur þá Alþingi sofnað á vaktinni? Nei, það hefur vissulega örlað á því „að gera eitthvað í málinu“. Ekki alls fyrir löngu, flutti Sighvatur Björgvins- son (lof sé honum) tillögu þess efn- is, að lögfest verði 15.000 kr. lág- markslaun á mánuði, sjálfsagt mið- að við átta stunda vinnudag. Þegar ég rak augun í þetta, þá rifjaðist upp fyrir mér, að hinn verkalýðs- flokkurlandsins, Alþýðubandalag- ið, hefði flutt tillögu um miðjan átt- unda áratuginn þess efnis, „að ekki skyldi vera nema helmingsmunur á hæstu og lægstu launum fyrir jafn- langan vinnudag". Þannig hljóðaði boðskapurinn a.m.k. efnislega réttur. Og þá höfum við það. Auðséð er á þessu, að hæstvirtir alþingismenn, sumir hverjir, bera hag hins almenna borgara fyrir brjósti. Samt sem áður heldur áð- urnefndur kórsöngur áfram - án árangurs. Það skyldi þó ekki vera, að láglaunafólkið eigi sjálft sök á ástandinu a.m.k. að nokkru leyti og kannski að meira marki, en menn gera sér grein fyrir. Hvernig má það vera, kann einhver að spyrja. Eins og við vitum, eigum við þrjá verkalýðsflokka í landinu, sem eiga fulltrúa á Alþingi. Þrátt fyrir það, virðist þorri landsmanna ekki veita þeim nægilegt brautar- gengi og er þar um að ræða fólk úr hinum mörgu vinnandi stéttum. Þetta er ekki nógu gott og að mínu mati veikleiki í verkalýðsbarátt- unni, á jafnrétti íþjóðfélaginu. Þrír verkalýðsflokkar eru einum flokki of mikið. Með því móti er kröftun- um stundrað og tortryggni vex fisk- ur um hrygg. Við höfum mörg dæmi þess, að þessir flokkar hafa reynt að kroppa augun hver úr öðr- um. Afleiðingin hefur orðið sú, að verkalýðshreyfingin í landinu verð- ur of veik, fólkið nær ekki að snúa bökum saman. Við þessar aðstæð- ur vex íhaldinu ásmegin og hefur þar af leiðandi sterkari ítök í stjórn landsins en vera ætti, enda for- söngvarar kórsins áðurnefnda, sem of lengi hefur slegið ryki í augu landsmanna. Þannig standa málin, mínir elsk- anlegu. Eg tek til við spurningarn- ar aftur. Getur verið, að ekki sé hægt að gera hér á stóra og afdrifa- ríka breytingu? Jú, það er mín trú og hún er sú að stofna einn verka- lýðsflokk, sem getur boðið íhald- inu byrginn. Trúlega hafa margir velt þessu fyrir sér, en ekki hefur tekist að gera þetta að raunveru- leika. Má það vera, að inni við beinið séu fslendingar það miklir og sjálfstæðir menn, að þeir standi enn í fótsporum Bjarts sáluga í Sumarhúsum, sem örugglega dó úr eymd og hor. Og er ekki einmitt það, sem stefnt er í? Jú, með sundrunginni getur það gerst. Ef ekki tekst að sameina sundurlausa hópa launafólks, þá er öruggt, að við Mörlandar getum haldið áfram að éta okkar vatnsg- raut og borga undir ráðherra, til að vera við útfarir erlendra þjóð- skörunga. Við megum ekki vera minni en milljónaþjóðin Bretar, sem hafa efni á, að senda hana Möggu sína út fyrir landsteinana þeirra erinda. Já, við verðum að halda höfði og horfa framhjá grautarpottunum, til að geta verið með í heimsstúdíóinu, skítt og lagó með öryrkja og annað dót. „Það er dýrt að vera fátækur", sagði einhver góður málshátta- smiður í dentíð. En það er líka dýrt að vera með flottræfilshátt, vera allir kóngar og þess vegna ókleift að sameinast í sterka, réttláta heild. Getum við það ekki? Er það ólæknandi þemba með þjóðinni? Ég held varla. Ég held, að það vanti ekki nema herslumuninn, og kannski á þessum síðustu og verstu tímum er stundin að renna upp. Kannski að orlof þorsksins fái okk- ur til að huga að. hvað stéttarmeð- vitund er. Þá er ekki fyrir að synja, að „breiðu bökin“ finnist og þau verði mjókkuð, til að breikka ör- lítið þau, sem eru krangaleg í dag. En auðvitað gerist undrið ekki á einni nóttu. Það tekur sinn tíma og því ekki til setu boðið. Nú verða allir vinstri sinnaðir rnenn að grafa stríðsöxina og draga að húni merki jafnréttis og bræðralags svo eftir verði tekið. Ég held, að við megum ekki bíða eftir því, að þjóðsöngur okkar verði í framtíðinni: „Góður þykir mér grauturinn hans Grímsa.“ Þannig fer, ef við höldum áfram þessu vitundarlausa vindmyllu- stríði. Guðjón Sveinsson, Breiðdalsvík. Frá menntamálaráðuneytinu Ákveðiö hefur verið að Verkmenntaskólinn á Akureyri taki til starfa frá og með 1. júní næstkomandi og kennsla hefjist þar víð upphaf skólaárs 1984-85. Kennt verður á eftirtöldum námssviðum: Heilbrigðis-, hússtjórnar-, tækni-, uppeldis- og viðskiptasviði. Hér með eru auglýstar lausar til umsóknar stöður áfangastjóra og kennara í kennslugreinum ofan- nefndra námssviða við skólann. í stöður áfangastjóra verður ráðið frá 1. júní, en kenn- arafrá 1. ágúst. í stöðuraðstoðarskólastjóraog stjórn- unarstöður aðrar verða ráðnir menn úr hópi kennara eftir nánari ákvörðun síðar. Umsóknir skal senda til menntamálaráðuneytisins fyrir 1. apríl næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, 7. mars 1984

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.