Þjóðviljinn - 08.03.1984, Síða 12

Þjóðviljinn - 08.03.1984, Síða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINnI Fimmtudagur 8. mars 1984 Alþjóðlegur baráttudagur kvenna: Baráttufundur 8. mars Miðstöö kvenna minnir á opinn baráttufund, fimmtudagskvöldið 8. mars í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Fundurinn hefst kl. 20.30 og að honum standa átta kvennasamtök í Reykjavík. Dagskrá: 1. Félagar úr Stúdentaleikhúsinu flytja söngva eftir Bertolt Brecht. 2. Avarp fundarins flutt. 3. Edga Valés frá Nicaragua flytur ávarp. 4. Kvennahljómsveitin „Dúkkulísumar". Að loknu hléi heldur dagskráin áfram með því að flutt verður brot úr leikriti Nínu Bjarkar Árnadóttur: 5. Súkkulaði handa Silju. 6. Ræða: Guðfinna Friðriksdóttir, verkakona. 7. Afmæli Ella: Edda Björgvinsdóttir og Helga Thorberg koma í heimsókn. 8. Kvennasönghópurinn leiðir fjöldasöng. Fundarstjórar eru Ásthildur Ólafsdóttir og Ingibjörg Hafstað. Mætum vel og stundvíslega. - Miðstöð kvenna AB. Opið hús Akureyri Opið hús verður haldið í Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18 sunnudaginn 11. mars nk. kl. 15.00. Veitingar og skemmtiatriði. Mætið vel. - Stjórn Alþýðubandalagsins Akureyri. Alþýðubandalagið í Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Fundur verður haldinn nk. mánudag 12. mars í bæjarmálaráði ABH í Skálanum Strandgötu 41, kl. 20.30. Fundarefni: Ályktunartillögurvið afgreiðslu fjárhagsáætlunarog önnur mál. - Félagar fjölmennið. - Stjórnin. ABR Taflkvöld Alþýðubandalagið í Reykjavík efnirtil taflkvölds þriðjudaginn 13. mars kl. 20.00 í Flokksmiðstöðinni, Hverfisgötu 105. Áformað er að tefla 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. Umhugsunartími veröur 15 mínútur á hverja skák fyrir hvorn keppanda. Þátttakendur taki með sér tafl og klukku. Nefndin Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins; Fræðslufundur um Kúbu Fyrirhugað er að halda fræðslufund um Kúbu 15. mars nk. að Hverfis- götu 105 Reykjavík. Nánar auglýst síðar. - Æskulýðsfylking AB. JjW Hjartavernd Landssamtök hjarta- og æðaverndarfélaga HELDUR FUND FYRIR ALMENNING UM KRANSÆÐASJÚKDÓMA laugardaginn 10. mars 1984 kl. 13.30 í Domus Medica. Fundarstjóri Snorri Páll Snorrason prófessor. Dagskrá: 1. Ávarp. Matthías Bjarnason heilbrigðisráð- herra. 2. Starfsemi Hjartavemdar, stutt yfirlit. Stefán Júlíusson framkvæmdastjóri. 3. Útbreiðsla kransæðasjúkdóma á íslandi. Rannsókn Hjartavemdar. Nikulás Sigfússon yfirlæknir. 4. Alkohólneysla í hófi. Hvar eru mörkin frá heilsufarslegu sjónarmiði? Dr. Bjarni Þjóðleifsson yfirlæknir. 5. Meingerð æðakölkunar. Dr. Guðmundur Þorgeirsson læknir. 6. Blóðfita og kransæðasjúkdómar. Hvert er sambandið þar á milli? Dr. Gunnar Sigurðsson yfirlæknir. 7. Áhættuþættir kransæðasjúkdóms. Varnaraðgerðir vestrænna þjóða. Dr. Sigurður Samúelsson prófessor. 8. Getum við breytt lífsvenjum okkar til bættrar heilsu? Dr. Jón Óttar Ragnarsson dósent. 9. Hvers vegna borgar sig að hætta að reykja? Dr. Þorsteinn Blöndal yfirlæknir. 10. HRINGBORÐSUMRÆÐUR. Umræðustjóri dr. Þórður Harðarson pró- fessor. ísafjarðarkaupstaður Frá Vestfirðingum Hér verður drepið á gjöf fjórðungssjúkrahússins á ísafirði, Rekkasveit skata- féiagsins á ísafirði, Hús- mæðraskólann á Isafirði, stjórnsýsluhús þar á staðn- um og þjónustumiðstöð fyrir þroskahefta. Ennfremur íþróttahúsi í Bolungarvík, styrkveitingum Kvenfélags- ins Óskar og mjólkurflutn- ingum við Djúp. Myndarleg gjöf Einhver, sem ekki vill láta nafns síns getið, hefur fært Fjórðungs- sjúkrahúsinu á ísafirði 1 milj. kr. að gjöf. Skal upphæðinnni varið til kaupa á tækjum handa sjúkrahús- inu. í athugun eru kaup á þrenn- skonar tækjum. Eru það í fyrsta iagi tæki til magaspeglunar. Þá er það svonefnd aðgerðasmásjá. Hún er m.a. notuð við augna- og eyrna- skoðun og aðgerðir, sem mikla ná- kvæmni þarf við. Loks er það svo tæki til að brenna fyrir æðar, sem er talið nauðsynlegt á öllum nútíma skurðstofum. Ef sjúkrahúsið greiddi sjálft þessi tæki mundi þau kosta 2.5 milj. kr. Séu þau á hinn bóginn keypt fyrir gjafafé, fást felldir nið- ur tollar og söluskattur. Það gerir gæfumuninn. Afmælisgjöf til Rekka- sveitarinnar Þann 9. jan. sl. varð Rekkasveit Skátafélagsins á íafirði 50 ára. Mun hún vera elst slíkra sveita, sem starfandi eru á landinu. Stofn- endur Rekkaveitarinnar voru 5 og er nú enginn þeirra lengur búsettur á ísafirði. Þeir voru Gunnar And- rew, látinn fyrir allnokkrum árum, Erling Hestnes, Halldór Magnús- son og Haraldur Ólafsson, sem all- ir eru nú búsettir í Reykjavík og Sigurður Baldursson, búsettur á Akureyri. A afmælisdaginn barst sveitinni peningagjöf til minningar um Gunnar Andrew frá börnum hans, þeim Kjartani lyfsala í Reykjavík og Lilju systur hans. Hefur verið ákveðið að verja fénu til þess að útbúa sérstakt herbergi í Skáta- heimilinu til minningar um Gunnar Andrew, sem vann mikið og óeigingjarnt starf fyrir skáta- hreyfinguna og að örðum æsku- lýðsmálum á ísafirði um marga ára skeið. Námskeiðahald í Húsm- æðraskóla „Hér ei brestur rauða rós/runnar flestir anga, /en fyrir vestan, út við ós, er þó best til fanga“. Svo kvað Gísli minn frá Mikley forðum daga og átti þá við Kvenna- skólann á Blöndósi og yngis- meyjarnar þar. En nú hefur starf kvennaskólanna og húsmæðra- skólanna flestra breytt um svip. Ætli þeir séu nema tveir, sem enn- þá starfa „upp á gamla móðinn?“ Ekki ríkir þó aðgerðaleysi þar innan veggja. Þar eru haldin nám- skeiðíeinuog öðru. Svoerþað t.d. í Húsmæðraskólanum á Isafirði. Þar hefur Þorbjörg Bjarnadóttir skólastjóri staðið fyrir margskonar námskeiðum í haust og vetur, svo sem í matreiðslu, fatasaum, vefn- aði, keramik, gerbakstri, gerð ým- issa smárétta og grænmetisrétta, haustmatar- og laufabrauðsgerð. Alls munu rúmlega 100 nemendur hafa sótt þessi námskeið. Haldið verður áfram með nám- skeið í matreiðslu, vefnaði og fata- saum. Þorbjörg hefur einnig áhuga á að koma á námskeiðum fyrir fólk, sem ætlar sér að vinna í gisti- húsum og hótelum. Hér má svo bæta við postulínsmálningu og leirmungerð. Það er ekki legið í leti í Húsmæðraskólanum í ísafirði. Stjórnsýsluhús ísfirðingar hafa nú í hyggju að reisa sér stjórnsýsluhús. Standa að því 10 aðilar. Var efnt til samkeppni um húsið og bárust 30 tillögur. í útboðsgögnum var áhersla lögð á eftirfarandi atriði: Form hússins frá sjónarmiði byggingalistar. Hvernig húsið fellur að næsta ná- grenni og umhverfinu í heild. Aðkoma og tenging við umferð- arhverfi. Hvernig hinar ýmsu vistarverur gegna hlutverki sínu, bæði einar sér og þættir í notagildi hússins sem heildar. Kostnaðarsjónarmið. Alls er verðlaunféð 420.000 kr. Af þeirri upphæð renna a.m.k. 200 þús. kr. til l.verðlauna. Þá er og dómnefnd heimilt að kaupa við- iögur fyrir allt að 80 þús. kr. Verð- launaupphæðir eru miðaðar við vísitölur byggingakostnaðar 2076 stig.- Gert er ráð fyrir að heildar- gólfflötur hússins verði 3.850 ferm. Þjónustumiðstöð fyrir þroskahefta En Vestfirðingar hafa fleira fyrir stafni. Þeir eru einnig að koma upp á ísafirði þjónustumiðstöð og vist- heimili fyrir þroskahefta sem nefn- ist Bræðratunga. Verða það tvö hús og má annað nú heita tilbúið. í því er rými fyrir 8 vistmenn í fjór- um tveggja manna herbergjum. Gert er ráð fyrir að heimilið taki til starfa í vor. Þarna verður um að ræða sólarhrings- og dagvistun. Geta þá börnin farið heim til sín á kvöldin og um helgar sé ekki því lengra að fara. Forstöðumaður heimilisins hef- ur verið ráðinn Sigurjón Ingi Hilar- íusson, kennari. Hefur hann sér- hæft sig á þessu sviði og m.a. dvalið til þess árum saman í Noregi. Nafn heimilisins, Bræðratunga, er ekki út í bláinn. Það voru nefni- lega bræðurnir í Tungu, sem gáfu lóð undir húsið. íþróttahús í Bolungarvík Nýtt íþróttahús hefur nú verið tekið í notkun í Bolungarvík. Stærð þess er 23x27 m. Binda Bolvíkingar vonir við að hið nýja hús lyfti mikið undir íþróttalífið þar í sveit og verða trúlega ekki fyrir vonbrigð- um. Húsið rúmar Blakvöll, körfu- boltavöll, handboltavöll og þrjá badmintonvelli. Bolvíkingar eru nú vel í stakk búnir til íþróttaið- kana þar sem þeir hafa bæði nýtt íþróttahús og nýja sundlaug. Ósk úthlutar styrkjum Nýlega úthlutaði Kvenfélagið Ósk á ísafirði styrkjum úr Æskulýðssjóði sínum. Hlutu þá Skátafélagið Einherjar og Lúðra- sveit Tónlistarskólans, 12 þús. kr. hvort. Skátar munu nota styrk sinn til endurbóta á Skátaheimilinu en Lúðrasveitin til kaupa á hljóðfær- um. Æskulýðssjóðurinn Óskar var stofnaður á 65 ára afmæli félagsins 1972 en úthlutun úr honum fór fyrst fram 1979. Erfiðir mjólkurflutningar Mjólkurframleiðslan á svæði Mjólkursamlags ísfirðinga var mun minni síðustu mánuði sl. árs en á sama tíma í fyrra. Hefur af þeim sökum orðið að flytja viku- lega 4000 ltr. af mjólk frá Akureyri og einnig rjóma. Minnkandi mjólkurframleiðsla er einkum talin stafa af léglegu heyi og minni fóð- urbætisgjöf. Vestfirska fréttablaðið hefur það eftir Kjartani í Unaðsdal á Snæfjallaströnd „að efnahagur bænda sé að hrynja og þeir spari við sig fóðurbætiskaup“. Ekki er að furða þótt oft hafi verið strembið að koma mjólkinni um borð í flóabátinn í ófærðinni í vet- ur. „Við höfum stundum orðið að bera hana á bakinu síðasta spö- linn“, segir Kjartan í Unaðsdal. -mhg

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.