Þjóðviljinn - 08.03.1984, Page 15

Þjóðviljinn - 08.03.1984, Page 15
v ■ ' ,♦ ‘.’s ' *''W,v.í, r / •’ r '/,? r *' '>_a. /jfu tj Fimmtudagur 8. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 RUV 1 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leiklimi. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorö - Guörún Guönadóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Leikur i laufi“ eftir Kenneth Grahame. Björg Árna- dóttir les þýöingu sina (27). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.) Tónleikar. 11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.30 Vísindamaður af Jökuldal. Vilhjálmur Einarsson ræöir við Stefán Aðalsteinsson; fyrri hluti. Seinni hiuti er á dagskrá á morgun kl. 11.15. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 „Klettarnir hjá Brighton" eftir Graham Greene. Haukur Sigurðsson les þýðingu sina (17). 14.30 Á frívaktinni. Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tiikynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar. Eugeniaog Pinchas Zukerman leika á flautu og fiðlu Dúó í G-dúr eftir Carl Philipp Emanuel Bach og Tríósón- ötu í a-moll eftir Georg Philipp Telemann með Charles Wadsworth sem leikur á sembal / Ervin Laszlo leikur á píanó Róm- önsu i Des-dúr op. 34 og Sónatínu i A-dúr op. 67 nr. 1 eftir Jean Sibelius / Gervase de Peyer og Eric Parkin leika á klarinettu og píanó Fantasi-sónötu eftir John Ireland. 17.10 Síðdegisvakan. 18.00 Af stað með Tryggva Jakobssyni. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt mál. Sigurður Jónasson talar. 19.50 Við stokkinn. Stjórnandi: Heiðdís Norð- fjörð (RÚVAK). 20.00 Leikrit: „Listamaður niður stiga" eftir Tom Stoppard. Pýðandi: Steinunn Sigurð- ardóttir. Leikstjóri: Lárus Ýmir Óskarsson. Leikendur: Steindór Hjörleifsson, Jón Sigur- björnsson, Valur Gíslason, Guðrún Gisla- dóttir, Guðmundur Ólafsson, Pálmi A. Gestsson og Jóhann Sigurðsson. 21.30 Frá tónleikum islensku hljómsveitar- innar i Bústaðakirkju 23. f.m. - síðari hluti. Stjórnandi: Guðmundur Emilsson. Einsöngvari: Sigríður Ella Magnúsdóttir. a) Einsöngslög eftir Carl Nielsen og Jean Sibe- lius. Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur með á píanó. b) „Torrek" lyrir hljómsveit eftir Hauk Tómasson. - Kynnir: Ásgeir Sigur- gestsson. 22.05 „Land og fólk“ Þorsteinn frá Hamri les eigin Ijóð. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Lestur Passfusálma (16). 22.40 Leo Tolstoy í Ijósi friðarins. Séra Áre- líus Níelsson flytur erindi. 23.05 Síðkvöld með Gylfa Baldurssyni. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. RUV 2 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Ól- afsson. 14.00-16.00 Effir tvö Stjórnendur: Jón Axel Ólafsson og Pétur Steinn Guðmundsson. 16.00-17.00 Rokkrásin Stjórnendur: Snorri Skúlason og Skúli Helgason. 17.00- 18.00 Einu sinni áður var Stjórnandi: Bertram Möller. Útvarp kl. 14.30 Á frí- vakt- inni Kl. 14.30 er á dagskrá út- varpsins þátturinn, A frívakt- inni, að þessu sinni sendur út frá Akureyri. Margrét Guðmundsdóttir umsjónarmaður þáttarins í Reykjavík sagði að talsvert bærist af bréfum fyrir hvern þátt, og þá aðallega ástar- og saknaðarkveðjur til sjó- manna, frá vinum og vanda- mönnum. Umsjónarmaður þáttarins í dag er Sigrún Sigurðardóttir. Lausavísur frá lesendum. Þjóðin yrkir og enn er von. Hagyrðingar leggja út af atburð- um líðandi stundar og fers- keytlurnar fljúga inná ritstjórn ,hver af annarri. Hér eru nokkrar sem komið hafa síðustu daga. Hinn snjalli hagyrðingur Böðvar Guðlaugsson, gaukaði að Sú var tíð að Þjóðviljinn þótti bera af íslenskum dagblöðum um málfar, og má vera að svo sé enn, því að málfari hefur almennt hrakað mikið síðan. í blaðinu 23. febrúar er baksíð- ufregn um töfrakerru Tómasar Árnasonar, sem hann virðist geta látið hverfa að vild sinni, öllum nema ófreskum blaðamönnum Þjóðviljans. okkur þessari ágætu stöku, sem eiginlega þarfnast ekki frekari skýringa: Mörg eru á lofti mæðuský, mikið er handapatið. Nú þarf að troða tappa í tveggja miljarða gatið. Meginmál fréttarinnar hefst á þessum orðum: „Þjóðviljinn hef- ur einatt haft hendur í hári bíls- ins“. Það er nú þess vegna orðið mikið tilhlökkunarefni að sjá góða mynd af þessum undra- vagni. Og þá kannski þvegnum, bónuðum og nýklipptum! Lödulúði Og síðan koma hér þrjár vísur, eftir Krumma, Bjarna M. Jóns- son og E.B. Hann harmar þetta og harmar hitt. Hann harmar Dagsbrúnarkaupið mitt. Hann harmar Bleiser og grjóna- velling. Hans liarmagrátur er þjóðinni hrelling. 5/3 1984 Krummi Vinstri sinnar sjá hvað setur, segja á stjórnina frat. Albert kom og bætti um betur, boraði á fjárlögin gat. Bjarni M. Jónsson Allt er í pati enn á ný, enginn bati á sinni. Stóra gatið stœkkar í stjórnarflatsænginni. E.B. Um hárvöxt Nokkrlr framúrstefnulistamenn fyrr á öldlnni. Útvarp kl. 20.00 - Fimmtudagsleikritið: Listamaður niður stíga eftir Tom Stoppard Leikritið fjallar á gamansaman hátt um ævi þrig- gja framúrstefnulistamanna. Þeir hafa haldið hóp- inn alla tíð og eru orðnir háaldraðir þegar leikritið hefst. Höfundurinn, Tom Stoppard er í hópi áhugaverð- ustu leikritaskálda Bretlands um þessar mundir. Hann hefur samið mörg fræg leikrit, bæði fyrir út- varp og leikhús, og er Listamaður niður stiga eitt þeirra. í því eru nýttir allir kostir útvarpsins sem leikmiðils af mikilli hugkvæmni, en undirtónn leiksins er þó alvarleg hugleiðing urn tengsl listar og veruleika. Steinunn Sigurðardóttir þýddi verkið, leikstjóri er Lárus Ýmir Óskarsson og aðstoðarleikstjóri Karl Ágúst Úlfsson. Leikendur eru: Steindór Hjörleifs- son, Jón Sigurbjömsson, Valur Gíslason, Guðrún Gísladóttir, Guðmundur Ólafsson, Pálmi Gestsson og Jóhann Sigurðarson. - Þú getur ekki fengiö anda- steik, Nói, við erum búin að hafa hana tvisvar. í dag, Friðgeir. - Já, ég hef líka æft mig vel í nótt. bridge Bridgehátíð 1984 tókst mjög ve Guð- laugur og Örn urðu sigurvegarc i tví- menningskeppninni, eftir harða , iráttu við Guðmund og Þórarin. Að pessu sinni tókst tölvugjöfin í spilunum mjög vel og voru flestir ánægðir með leguna í spilun- um, sem var nokkuð „eðlileg". En eitt og eitt spil slæddist inni, þar- sem menn sögðu „á tölvuna", með mis- jöfnum árangri þó. Flér er dæmi um vel heppnaðan árangur: Spil úr umferð no. 25: KDxxx ÁGxx Áx Kxx Dxxx XXX Gxx 10xx Áxx D10x Áx Gxxx 10 KDxxx G9xx Kxx Við eitt borðið gengu sagnir þannig: Vestur opnaði á 1 spaða, Norður pass, Austur pass, Suður dobl, Vestur pass, Norður 1 grand, Austur pass og Suður 4 hjörtu (?). Útspil Vesturs var spaðakóngur, tek- inn á ás, hjarta þrisvar og smár tígull síðan á kóng, Vestur setti litið. Meir tígull og tían frá Austri, gosi og tekið á ás og meiritígull innádrottningu. Núkomspaöi til baka, trompað, litið lauf, lítiö frá Vestri og upp með drottningu, og Suður taldi í huganum: Vestur með 5 spaða, 3 hjörtu, 3 tigla og 2 lauf. Og bað um meira lauf úr borði, lítið og lítið og ás. Slétt staðið og toppur í höfn. Þannig getur tölvan verið góð i sér, annað slagið. Tikkanen Til er tvenns konar óréttlæti. Það sem ekki verður neitt við ráðið og það sem ekki er hægt að græða neitt á. Gœtum tungunnar Sagt var: Þeir voru vissir um hjálp hvors annars. Rétt væri: Þeir voru vissir hvor um annars hjálp. Eða: Þeir voru visSir um hjálp hvors við annan. Sagt var: Þetta gerðist þrisvar sinnum. Rétt væri: Þetta gerðist þrisvar. Eða: Þetta gerðist þrem sinn- um.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.