Þjóðviljinn - 08.03.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.03.1984, Blaðsíða 16
DJOÐVIUINN Fimmtudagur 8. mars 1984 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaösins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími 81663 Sigurður Snjólfsson 95 ára í dag Áskrifandi Þj óðv ilj ans frá upphafi Sigurjón Snjólfsson, nú vistmaður að Minni Grund í Reykjavík er 95 ára gamall í dag. Hann hcfur verið kaupandi og stuðningsinaður Þjóðviljans frá upphafi. Blaðamenn heimsóttu Sigurjón í gær og ræddu við hann um ævi hans og störf. Sigurjón fæddist í Ölfushreppi árið 1889. Hann átti síðar heima á Stokkseyri til ársins 1923 að hann fluttist til Reykjavíkur. Hann var í fjöldamörg ár virkur félagi í Dagsbrún og hefur alla tíð fylgst með og tekið þátt í verkalýðsbaráttunni. Upp úr aldamótum var Sigurjón sjómaður, lengst af á skútum en síðan varð hann landverkamaður. Stundaði hann vinnu fram yfir áttræðisaldur. „Nú orðið sef ég mikinn hlutadagsins. Égáekki lengur gott með að lesa mikið en þó fér ég alltaf vel í gegnum Þjóðviljann. Ég hef verið áskrifandi að honum alveg frá upphafi. Blaðið er orðið mun fjölbreyttara og skemmtilegra en hér á árum áður. Mér þykir skemmtilegt hvernig þið takið á fjárlagagötunum og það verður spennandi að fylgjast með hvernig Albert mun fást við þau“. Sigurjón Snjólfsson kvæntist Guðrúnu Þorkelsdóttur, sem nú er látin, og eignuðust þau fimm börn. í dag mun hann dvelja á heimili dóttur sinnar, þar sem fjölskyldan heldur honum veislu í tilefni dagsins. Þjóðviljinn sendir Sigurjóni árnaðaróskir og baráttukveðjur á afmælis- daginn. -JP Ásdís Þórhallsdóttir afhendir Sigurjóni Snjólfssyni blóm frá Þjóðviljanum í tilefni dagsins. Honum þótti Ásdís verðugur fulltrúi Þjóðviljans því hún er sonardóttir Sigurðar Guðmundssonar fyrrverandi ritstjóra blaðsins sem afmælisbarnið hefur verið áskrifandi að frá upphafi. Mynd - eik. Einhugur verkafólks í Eyjum Til í harðari aðgerðir efþörfkrefur, segirJóhanna Friðriksdóttir - Við erum til í harðari aðgerðir ef ekki næst samkomulag fljótlega, sagði Jóhann Friðriksdóttir for- maður Snótar í Vestmannaeyjum í viðtali við Þjóðviljann í gær. Mikið var um viðræðufundi í Eyjum í gær og þau Jón Kjartansson og Jóhanna sögðu að atvinnurekendur á staðn- um væru viðræðugóðir. Jón sagði að meðal atvinnurekenda í Eyjum væri vilji til samkomulags. Verka- fólk á 2 vinnustöðum var í „hæga- gangi“ í gær og slíkar aðgerðir sjálfsprottnar. Jón Kjartansson formaður verkalýðsfélagsins í Eyjum sagði við Þjóðviljann í gær að samninga- viðræður við atvinnurekendur stæðu yfir samhliða viðræðum við lækna vegna læknisvottorða og læknisskoðana. Samningaviðræð- ur deiluaðila hófust í gærmorgun eftir að kröfu atvinnurekenda um að aðgerðum fiskvinnslufólks yrði hætt hafði verið hafnað. Jón kvaðst ekki geta sagt um gang viðræðna, þær væru á erfiðu stigi en áformað væri að taka upp viðræður seinna um kvöldið. Þessi stúlka tók þátt í þrýstiaðgerð- um i fyrradag en ýmsum aðferðum er beitt til að vekja athygli á kröfunum í Eyjum. (Ljósm. Guðm.Sigf.) Alþjóðamótið í Grindavík Jón L. enn í forystu Jón L. Arnason heldur enn for- ystunni á alþjóðlega skákmótinu í Grindavík eftir 8 umferðir. í gær- kvöld gerði Jón jafntefli við Kneze- vig, en Christiansen tapaði fyrir McCambridge. Önnur úrslit í gærkvöldi urðu þau að Gutman vann Hauk Angan- týsson, Ingvar Asmundsson vann Élvar Guðmundsson, Helgi Ólafs- son vann Björgvin Jónsson og þeir Jóhann Hjartarson og Lombardy gerðu jafntefli. Eins og áður sagði er Jón L. Árnason enn í efsta sæti með 6 vinninga. í 2.-4. sæti eru þeir Helgi Ólafsson, Christiansen og Gutman með 5 vinninga. 9. umferð verður tefld annað kvöld en þá leiða m.a. saman hesta sína þeir Helgi og Christiansen, Jón L. og Elvar og Jóhann og McCambridge. -•g- Að sögn Jóns Kjartanssonar er vilji fyrir því meðal atvinnurek- enda að ná samkomulagi í þessari deilu, enda væri mikill einhugur meðal fólks. Jóhanna Friðriksdóttir formað- ur Snótar sagði við Þjóðviljann í gær að mikil harka væri í fólki og verkakonur færu sér enn hægt í tveimur fiskvinnslustöðvum. Að sögn Jóhönnu stóð til að ná samkomulagi við atvinnurekendur í gærkvöldi. Aðspurð um fram- haldið kvaðst hún alveg eins reikna með að farið yrði út í harðari að- gerðir ef ekki næðist samkomulag með deiluaðilum. rþ Gatið hjá Húsnœðisstofnun Bíðum eftir lánsfjárlögum segir Sigurður E. Guðmundsson „Það er alveg Ijóst að við hér hjá Húsnæðismálastofnun getum ekk- ert annað gert en að bíða afgreiðslu Aiþingis á lánsfjárlögum og sjá hvort þessi vandi verður leystur í þeim“, sagði Sigurður E. Guð- mundsson, forstjóri Húsnæðis- málastofnunar ríkisins í samtaii við Þjóðviljann í gær. Eins og skýrt var frá í Þjóðviljan- um í gær blasir hrikalegur vandi við húsbyggjendum, þar sem 900 milj- ónir króna vantar í húsnæðismála- lánakerfið til þess að hægt sé að fullnægja löglegum lánaumsókn- um í ár. Er þessi upphæð helming- ur þess sem Byggingasjóður ríkis- ins átti að lána í ár. Sigurður E. Guðmundsson sagði að stjórn húsnæðismálastofnunar kæmi saman til fundar í dag (í gær) til þess að ræða þetta vandamál sem við blasir. Hann benti hinsveg- ar á að stjórn stofnunarinnar myndi og gæti ekki leyst þetta mál, það væri að sjálfsögðu ríkisstjórn- arinnar. „Við munum ræða stöðuna á fundinum í dag, annað getum við ekki gert eins og stendur“, sagði Sigurður E. Guðmundsson. -S.dór. Óperunni lokað? Borgarráð hefur veitt íslensl óperunni lokafrest til 15. apríl n til að koma fyrir fullnægjan brunavörnum í Gamla bíói. Fyi frestur sem borgin veitti til 1. ma leið án þess að nokkuð væri gert í kostnaður við brunavarnirn nemur lægri fjárhæð en þeirri se óperan skuldar borginni fyi brunaöryggisverði sem alltaf eru hverri sýningu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.