Þjóðviljinn - 14.03.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.03.1984, Blaðsíða 1
MÚWIUINN Hatrammir árásir á hagsmuni stúdenta komn- ar fram segja fulltrúar vinstri manna í stúdenta- pólitíkinni Sjá 5 mars miðvikudagur 62. tbl. 49. árgangur segjum NEI „Ég mun greiða atkvæði gegn fundinum voru samþykktar tvær þessum samningum og ég hvet ykk- ályktanir þar sem nýgerðum kjara- ur öll til að gera það sama“, sagði samningum BSRB og ríkisins var Valgeir Gestsson formaður Kenn- harðlega mótmælt og kennarar arasambandsins á baráttufundi í hvattir til að ganga úr BSRB og Sigtúni í gær. Þar voru rúmlega BHM. þúsund kennarar samankomnir. Á Miklar umræður urðu á fundin- um og kom hver ræðumaður á fæt- ur öðrum í pontu til að fordæma kjarasamningana. Þess var krafist að samningarnir yrðu felldir og störf kennara endurmetin til sam- ræmis við breyttar aðstæður. Það kom fram í máli ræðumanna að laun og starfsskilyrði kennara væru óviðunandi og nýgerðir kjara- samningar breyttu þar engu um. Einnig var þeim fullyrðingum for- ystumanna verkalýðshreyfingar- innar mótmælt að nú hafi kjara- skerðingin verið stöðvuð. Þvert á móti hafi ASÍ og BSRB skrifað undir áframhaldandi kjaraskerð- ingu næstu 15 mánuði. Aðrir ræðumenn tóku mjög í sama streng við miklar undirtektir viðstaddra. í lok fundarins voru bornar upp tvær tillögur og voru þær báðar samþykktar samhljóða án mótatkvæða. Þessar tillögur eru birtar á bls. 3. Aðspurður um framhaldið næstu daga og vikur sagði Valgeir Gests- son að það færi nokkuð eftir því i hvernig atkvæðagreiðslan innan1 BSRBfæri. „Það erhugurífólkiog ég tel að kennarar séu tilbúnir í aðgerðir", sagði Valgeir að lokum. R.A.Þ. Sjá 3. Sjálfstæðisflokkurinn byrjar póli- tískar ofsóknir í menntamálaráðuneytinu „Hreinsað til í hreiðrinu“ Fjölgun skrifstofustjóra lögbrot - Ragnhildur Helga- dóttir neitar að svara spurningum á Alþingi „Það sem veitir mér kannski hvað mesta ánægju er það að hæstvirtur menntamálaráðherra, sem við eigum öll að vera stolt af, skuli nú hafa tekið af skarið og reynt að breyta því sem hingað til hefur verið talið hreiður Alþýðubandalagsins, og gerbylta því og hreinsa þar til“, sagði Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra í um- ræðum á Alþingi er spruttu vegna neitunar Ragnhildar Helgadóttur að svara spurningum utan dagskrár frá Ragnari Arnalds og Ingvari Gíslasyni um fjölgun skrifstofustjóra í mennta- málaráðuneytið. Ragnhildur Helgadóttir hafði sagt að þetta væri gert til hagræðingar í ráðuneytinu, en Albert Guðmunds- son „kjaftaði frá“ eins og Ólafur Ragnar Grímsson benti á og upplýsti að ákvörðun um að ráða þrjá skrif- stofustjóra í stað eins væri pólitísk ráðstöfun. Fjármálaráðherra kvað þetta vera í bcinni Iínu við þá hugsun sem hann hcfði verið að reyna að innræta sem hugsun hjá þjóðinni „að það sé kom- inn tími til að afsósíalísera - hreinsa þetta tímabil Alþýðubandalagsins í burt í eitt skipti fyrir öll“. - ekh. Sjá 3 Hásetahlutur fyrir 696 tonn af loðnu: 9.000 hér - 25.000 í Færeyjum Loðnuskipið ísleifur VE sigldi með fullfermi af loðnu til Færeyja fyrir nokkrum dögum og seldi þar. Uppúr skipinu komu 696 lestir, sem er 55 lestum meira en mest hefur komið uppúr skipinu með fullfermi þegar landað er hér heima. Hásetahluturinn úr þessum Færeyjatúr var á milli 24 og 25 þúsund krónur íslenskar. Hér heima hefði ekki fengist meira fyrir farm- inn en sem nemur 8 til 9 þús- und krónum í hásetahlut. Þetta hefur útgerðarmaður skipsins staðfest. Hver er ástæðan fyrir því að 55 lestum meira kemur uppúr skipinu í Færeyjum? Jú, þeir eru með glænýja þurrdælingu og síð- an eru lestar skipa ryksugaðar, þannig að ekki verður arða eftir. Þar ofan á bætist að skipverjar koma ekki nálægt löndun. Að henni lokinni sjá Færeyingar um að þvo lestarnar og skila skipinu tandurhreinu. Hver er þá ástæðan fyrir því að Færeyingar geta greitt svona miklu hærra verð fyrir loðnuna, seljandi loðnumjöl á sömu mörkuðum og við? Á því virðist enginn geta gefið tæmandi skýr- ingu. Jón Reynir Magnússon for- stjóri Síldarverksmiðju ríkisins sagði að hægt væri að skýra hluta verðmunarins. Ofan á hið lög- bundna loðnuverð sem fer til skipta, verða verksmiðjur á ís- iandi að greiða 39% sem ekki kemur til skipta. Einnig útflutn- ingsgjald á loðnumjöl og þá taldi Jón að verksmiðjan í Færeyjum, sem starfrækt er ailt árið um kring, næði betri samningum á sölu loðnumjöls en íslensku verksmiðjurnar, sem ekki hafa hráefni nema stuttan tíma á ár- inu. Þrátt fyrir þessar upplýsingar, sem skýra hluta dæmisins, þá vantar mikið uppá að skýring sé fengin nærri þrisvar sinnum hærri hásetahlut ef selt er í Færeyjum en á íslandi. Hver er ástæðan? S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.