Þjóðviljinn - 14.03.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.03.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. mars 1984 s Ríkisfyrirtækj um skipað aðganga í VSI — Hér er um það að ræða að opinber fyrirtæki, fyrirtæki fólksins í landinu, eru iátin borga herkostnað atvinnurek- enda á hendur fólkinu, sagði Svavar Gestsson í harkalegri umræðu um aðild ríkisfyrir- tækja að VSÍ í fyrirspurnar- tíma á alþingi í gær. Fram kom að fjöimörg ríkisfyrirtæki eru í þann mund að ganga inní hagsmunasamtök atvinnurek- enda. Svavar Gestsson fylgdi fyrir- spurn sinni úr hlaði og rifjaði upp stefnubreytingu af hálfu Fram- sóknar og vitnaði í afstöðu sem Ólafur Jóhannesson þáverandi for- sætisráðherra gerði fyrir 1971. Þá var því lýst yfir að ríkisfyrirtækin gengju úr hagsmunasamtökum at- vinnurekenda. Framsóknarflokk- urinn hefði síðan tekið enn einn kollhnísinn og legði blessun sína yfir þá ákvörðun Sverris Her- mannssonar og annarra ráðherra Sjálfstæðisflokksins að láta ríkis- fyrirtæki ganga inní VSÍ og greiða þar herkostnaðinn af aðför at- vinnurekenda gegn fólkinu í landinu. Spurði Svavar enn fremur hvort þingflokkur Framsóknar- flokksinshefði fjallaðum þettamál. Enn fremur hvort þetta hefði verið borið upp í stjórnum viðkomandi fyrirtækja og hvort Vinnumála- nefnd ríkisins yrði lögð niður í kjölfar þessa. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra kvað ráðherrum sem færu með viðkomandi stofnanir í sjálfs vald sett hvort þeir létu fyrir- tækin ganga í hagsmunasamtök at- vinnurekenda eða ekki. Iðnaðar- ráðherra hefði tilkynnt að Sem- entsverksmiðja ríkisins, íslenska járnblendifélagið á Grundartanga, Sjóefnavinnslan, Rafmagnsveitur ríkisins, Jarðboranir ríkisins, Landsvirkjun, Kísiliðjan og Þör- ungavinnslan myndu ganga í Félag iðnrekenda og Vinnuveitendasam- band íslands. Fyrirtækin greiddu 0.4% af launagreiðslum liðins árs í VSÍ, en sú upphæð nemur um einni og hálfri miljón á þessu ári. Páll Pétursson kvað málið hafa verið tekið upp á þingflokksfundi Framsóknarflokksins og þar hefði enginn hreyft mótmælum við þess- um ákvörðunum. Sjálfur teldi hann að fyrirtækin ættu að standa sameinuð í kjaramálum og því mætti ekki gleyma að opinber fyrir- tæki öðluðust áhrif innan VSÍ! Svavar Gestsson gerði athuga- semdir við málflutning Framsókn- armanna og spurði hvort ekki væri þá rökrétt í framhaldi af afstöðu þeirra að Vinnumálasamband sam- vinnufélaganna gengi inní VSÍ. Lýsti hann furðu sinni á stefnu- breytinu Framsóknarflokksins og spurði hvort ekki væri einfaldara fyrir þá að Framsókn gengi í Sjálf- stæðisflokkinn! Svo virtist sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði svín- beygt Framsóknarflokkinn í þessu máli. Steingrímur Hermannsson kvað svo ekki vera. Hinsvegar væri Framsóknarflokkurinn reiðubúinn að endurskoða afstöðu sína hverju sinni. Og það hefði hann gert að þessu sinni. Sverrir Hermannsson kvað Framsóknarflokkin nú vera kom- inn á upprunalega stefnu sína. Ríkisstjórnin skipuleggur nú inngöngu ríkisfyrirtækja í hagsmunasamtök atvinnurekenda til að styrkja þau í baráttunni við launafólk í landinu. Ljósm elk. Steingrímur Steinþórsson hefði árið 1952 lýst yfir þeirri skoðun flokksins að opinber fyrirtæki ættu að vera í VSÍ. Hins vegar hefði Framsóknarflokkurinn verið svín- beygður af Alþýðubandalaginu árið 1971 í vinstri stjórninni og fjar- lægst upprunalega stefnu sína. Ólafur Ragnar, Kjartan Jó- hannsson, Svavar Gestsson og fleiri stjórnarandstöðuþingmenn gerðu óspart grín að hinum nýja hugmyndafræðingi Framsóknar- flokksins. -óg Borga herkostnaðinn gegn fólkinu Sementsverksmiðjan, Járnblendiverksmiðjan, Þör- ungaverksmiðjan, Kísiliðjan, Landssmiðjan, Sjóefna- vinnslan, Rafmagnsveiturnar, Jarðboranir ríkisins og Landsvirkjun ganga í hagsmunasamtökin VSI Mennirnir taldir af Skipverjarnir fjórir af Hellisey VE-503 sem fórst austan við Vestmannaeyjar í fyrradag eru nú taldir af. I gær hélt leit áfram við eyjarnar án árangurs. Björgunarsveitir í landi hafa einnig verið beðnar um að svipast um í fjörum og leit úr lofti mun fram haldið eftir því sem skyggni leyfir. Hannes Hafstein fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélags íslands sagði í gær að afrek Guðlaugs Friðþórssonar að synda í land rúmlega fimm kíló- metra leið stríddi gegn öllum hingað til þekktum lögmálum. Kuldinn í sjónum hefði lagt hvern venjulegan mínn að velli á skömmum tíma. Aðstæður hefðu einnig hjálpað til en þessa örlagaríku nótt hefði sjór verið spegilsléttur auk þess sem straumar lágu til lands. Það breytti þó ekki þeirrri einföldu staðreynd að Guðlaugur hefði unnið einstakt þrekvirki. Skipverjarnir sem fórust með Helliseynni voru þeir: Hjörtur R. Jónsson skipstjóri, 25 ára. Hann lætur eftir sig unnustu og barn af fyrra hjónabandi. Pétur Sigurðsson 1. vélstjóri, 21 árs. Lætur eftir sig unnustu. Engil- bert Eiðsson 2. vélstjóri 19 ára. Lætur eftirsigeiginkonu. Valur Smári Geirsson matsveinn, 26 ára. Lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Báturinn fannst daginn eftir slysið um það bil þrjár sjómílur undan Heimaey á tæplega 100 metra dýpi. -v. Ríkisstjórnin styður VSÍ gegn ASÍ Gengur þvert á samninga Karl Steinar Guðnason varafor- maður Verkamannasambands fs- lands lýsti því yfir á Alþingi í gær, að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að láta ríkisfyrirtæki ganga í Vinnuveitendasambandið breytti vægi milli aðila vinnumarkaðarins og myndi fá ófyrirsjáanlegar afleið- ingar. Karl Steinar sagði að sameigin- Iegir samningar verkalýðsfélaga við ríkisverksmiðjur yrðu úr sög- unni við þessa inngöngu þeirra í VSÍ. Stefán Benediktsson vakti máls á því að ríkisstjórnin væri með þessu að ganga gegn þeirri meginhug- mynd í íslenskri stjórnskipan að samningar ættu að vera frjálsir milli aðila vinnumarkaðarins án verulegra afskipta ríkisvaldsins. Það gengi þvert á þessa meginhugs- un þegar ríkið skipaði sér í hóp með öðrum aðilanum. Sveinn Jónsson sagði frá við- skiptum stjórnar Rafmagnsveitna ríkisins við iðnaðarráðherra í þessu máli. Fyrst hefði stjórnin fengið til- mæli frá ráðherranum um að RARIK gengi í VSÍ, en hún hefði óskað eftir upplýsingum um kostn- að, tilgang og afleiðingar af því að ganga í VSÍ. Þá hefði komið bein tilskipun frá ráðherranum um að RARIK gengi í VSÍ. Þetta væru fáheyrð og ólýðræðisleg vinnu- brögð, og spurði Sveinn hvort hlut- irnir hefðu gengið svona til gagnvart öðrum ríkisfyrirtækjum, en fékk engin svör. Ólafur Ragnar Grímsson spurðist fyrir um það hversvegna Ríkisspít- alarnir, Ríkisútvarpið og fjöldi annarra ríkisfyrirtækja og stofnana væru ekki látnar ganga í VSÍ úr því það væri stefna stjórnarinnar að ríkið ætti að skipa sér í lið með atvinnurekendasamtökum. Hvers- vegna einungis ríkisverksmiðjur, spurði Ólafur Ragnar, en fékk eng- in svör fremur en aðrir þingmenn sem spurðust fyrir um rökin fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar. -ekh Sýning skólabarna frá E1 Salvador:_ Fékk ekkert atkvæði í fræðsluráði Skólarnir ákveði sjálfir hvort þeir taka sýninguna, sagði Þorbjörn Broddason Á mánudag afgreiddi fræðslu- ráð erindi frá Kennarafélagi Reykjavíkur, þar sem farið var fram á leyfi til að setja upp far- andsýningu á Ijósmyndum og barnateikningum frá E1 Salva- dor. Erindi kennarafélagsins fékk ekkert atkvæði í fræðsluráði og Þorbjörn Broddason, fulltrúi AI- þýðublaðsins var spurður hvort hann væri á móti því að þessi sýn- ing yrði sett upp í skólum borgar- innar og af hverju. „Nei, -ekki á nokkurn hátt. Ég tel hins vegar að fræðsluráð sem slíkt eigi ekki að taka ákvörðun fyrir skólana í þessu efni. Þvert á móti eigi hverjum skóla að vera það í sjálfsvald sett hvort hann tekur þetta efni til sýningar og hvernig. Það ber ekki að skilja afstöðu mína á annan veg en þennan og þessum skilningi mín- um, sem ég lýsti á fundinum var ekki mótmælt.“ - Verður sýningin þá ekki sett upp? „Það hljóta skólastjórar og kennarar í hverjum skóla að á- kveða, sagði Þorbjörn, en ég teldi það mikils virði að sem flest- ir skólar tækju sýninguna að hluta til eða alla og fjölluðu þá um leið um þá hluti sem hún sýnir. Ég er hræddur um að sýn- ingin ein og sér, hangandi uppá vegg hafi takmarkað gildi, eink- um fyrir yngstu hópana, en sé aft- ur á móti gífurlega lærdómsrík fyrir eldri árgangana og þá t. a. m. í tengslum við umfjöllunum sögu rómönsku Ameríku.“ - Hvernig sýning er þetta? „Sýningin kemur hingað á veg- um Mannréttindanefndar E1 Sal- vador fyrir milligöngu Kennara- samtakanna á höfuðborgarsvæð- inu og E1 Salvadornefndarinnar hér. Efni hennar er tvíþætt, - annrs vegar ljósmyndir og hins vegar barnateikningar. Það eru einkum teikningarnar sem eru sláandi og sýna hvernig hörm- ungar stríðsins í E1 Salvador hafa mótað hugarheim barnanna. Og það er merkilegt og til mikillar fyrirmyndar að kennarasamtökin skuli hafa forgöngu um þetta“. - AI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.