Þjóðviljinn - 14.03.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 14.03.1984, Blaðsíða 16
DWÐVIIIINN Miðvikudagur 14. mars 1984 Aðalslmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaösins í þessum simum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í sima 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Fyrsta ársskýrsla Kvennaathvarfsins væntanleg: 150 konur og 100 börn hafa búið í athvarfinu Athvarfið á Akureyri fœr íbúð hjá bœnum Á fyrsta starfsári Kvenna- athvarfsins í Reykjavík, frá 8. desember 1982 til jafnlengdar 1983, komu 117 konur og 88 börn í at- hvarfið. Nokkrar komu oftar en einu sinni, þannig að komur kvennanna voru 151 talsins og barnanna 108. Frá 8. desember hafa 37 konur bæst við þessar tölur og hefur íbúafjöldi í athvarfinu verið yfir 20 lengst af síðan um miðjan janúar. Börnin frá 8. des- ember eru um 20 talsins. Þessar upplýsingar komu m.a. fram á aðalfundi Samtaka um kvennaathvarf, sem haldinn var nýlega. Hildigunnur Ólafsdóttir, afbrotafræðingur gerði þar grein fyrir þeim tölulegu upplýsingum sem safnað er í ahvarfinu en nöfn kvennanna eru hvergi skráð þar. Fyrsta ársskýrsla Samtaka um kvennaathvarf er væntanleg innan tíðar. Meira en helmingur þessara kvenna kom að eigin frumkvæði, hinar samkvæmt ábendingum ann- arra og vissu flestar um tilvist at- hvarfsins úrfjölmiðlum. Fjórðung- ur kvennanna hafði aldrei leitað til neins með vanda sinn, en stór hóp- ur þeirra hafði leitað til margra, bæði ættingja og sérfræðinga ýmiss konar. 90% komu frá Stór-Reykjavík- ursvæðinu, 80% frá Reykjavík en 10% utan af landi úr öllum lands- fjórðungum. Helmingur kvennanna var eldri en 36 ára. Þær yngstu eru innan við tvítugt, sú elsta á áttræðisaldri. Þær komu úr öllum stéttum, þriðj- ungur þeirra var heimavinnandi, 2/ 3 hlutar í fullu starfi eða hlutastarfi, í námi eða atvinnulausar. Þær hafa yfirleitt búið lengi við ofbeldi af hendi eiginmanns eða sambýlis- manns. Konurnar eru í mjög slæmu and- legu ástandi þegar þær koma í at- hvarfið. Meira en helmingur þeirra ber líkamlega áverka og þegar spurt er af hverju þær leiti þangað tilgreinir 81 líkamlegt ofbeldi, 88 andlegt ofbeldi, 11 greina frá sjálfs- morðstilraunum, 15 frá morðhót- unum, 17 frá ofbeldi gegn börnum og 8 greina frá nauðgun af hendi eiginmanns eða sambýlismanns. Það vekur athygli að í aðeins 50% tilvika var áfengi eða önnur lyf með í spilinu, samkvæmt frá- sögnum kvennanna sjálfra og þá ýmist hjá karlinum, konunni eða báðum. Eru þetta sambærilegar tölur og gefnar hafa verið upp í athvörfum erlendis. Á fyrsta starfsárinu var tekið á móti rúmlega 350 símtölum, en sími athvarfsins, 21205 er opinn all- an sólarhringinn. Þess má að lok- um geta að sambærileg samtök á Akureyri hafa fengið til ókeypis af- nota íbúð hjá bænum til þriggja mánaða. Sókn felldi samn- ingana Sókn felldi í gærkvöldi samn- inga ASÍ og VSÍ með 246 at- kvæðum gegn 174. Á fundinum var kjörin ný samninganefnd og vekur athygli að Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir formaður fé- lagsins á þar ekki sæti. Fjöldi félagsmanna tók til máls á fund- inum í Hreyfilshúsinu og gerðu margir ræðumenn harða hríð að forystu ASÍ fyrir slælega frammistöðu í samningavið- ræðum við vinnuveitendur. - RAÞ. Þær voru frumlegar veggskreytingarnar á 8. mars á Egilsstöðum, þegar Jafnréttishreyfingin gekkst fyrir fundi ( Menntaskólanum. Hér sést Pálína Hauksdóttir hengja skrautið upp: kvenfatnaö af öllum gerðum og frá ýmsum tímum. Sjá nánar á bls. 5. Ljósm. -Ál. Mikligarður með lægsta verð KRON-stórmarkaður í Kópavogi með hœsta verðið Hæsta verð einstakra vöru- heita er í KRON-stórmarkaðin- um í Kópavogi en lægsta verð að jafnaði í Miklagarði (KRON og fleiri), samkvæmt því sem fram kemur í verðlagskönnun Verðlagsstofnunarinnar hjá stórmörkuðum á höfuðborgar- svæðinu. Könnunin nær til 100 vöruteg- unda í viökomandi stórmörkuðum. í ljós koma að í 45 tilvikum var lægsta verð vöru í Miklagarði, í 28 tilvikumí Fjarðarkaupum Hafnar- firðiog í 25 tilvikum í Hagkaupum. Aðrar verslanir höfðu lægsta verð sjaldnar en 10 sinnum. Hins vegar var hæsta verð einstakra vöruheita í 61 tilviki í KRON-stórmarkaði, 20 sinnum í Kaupfélagi Hafnfirð- inga og í 19 tilvikum í Kostakaup- um. Ef alltaf er greitt lægsta verð sem fannst, þá hefðu þær samanlagt kostað 3.498.70 kr. en 4.023.60 kr. ef greitt hefði verið hæsta verð. Það er 15% hærra samanlagt verð. Könnunin náði til níu verslana og er röð þeirra eftir verðlagi á hinum 100 vöruheitum svona: Mikligarð- ur, Hagkaup, Fjarðarkaup, Vöru- markaðurinn Ármúla, Vörumark- aðurinn Eiðistorgi, JL-húsið, Kaupfélag Hafnfirðinga, Kosta- kaup og KRON-stórmarkaðurinn. Verðkynning Verðlagsstofnunar liggur frammi hjá stofnuninni, Borgartúni 7. - óg. Bflasala í Öskjuhlíð? Meirihluti skipulagsnefndar hefur lagt til að Bílasölu Guð- finns verði úthiutað lóð undir starfsemi sína í Öskjuhlíðinni, rétt neðan við styttu Ásmundar Sveinssonar, „Vatnsberann“. Málinu var frestað í borgarráði í gær. Lóðamál Bílasölu Guðfinns hafa farið í handaskol hjá meirihlutan- um sem sýnist með þessari síðustu tillögu vera að fara úr öskunni í eldinn. Fyrst fékk Guðfinnur vil- yrði um lóð við Skipholt, neðan við Sjómannaskólann, en af úthlutun varð ekki, þar sem mikil mótmæli bárust við staðsetningunni. Þá var Guðfinni vísað til bráðabirgða inn á lóð Ármúlaskóla en það gekk ekki að heldur og loks þegar hann var búinn að fá úthlutað við Um- ferðamiðstöðina kom í ljós að bfla- sala þar var óheimil vegna ná- lægðar við flugvöllinn! Eftir þessar hrakfarir flutti Guðfinnur bílasöl- una heim á sína eigin lóð við litlar vinsældir nágrannanna. Oskjuhlíðin er sem kunnugt er grænt svæði og hefur verið talið ó- ráðlegt að hafa nokkra starfsemi á þeim stað sem um er rætt vegna nálægðar við Heyrnleysingja- skólann, en þar eru miklir magnar- ar fyrir nemendur. Reiknað er með söluskála og talsverðu landflæmi undir bflasýningar. -ÁI. Augnlækningar á nærsýnum í Sovét vekja mikla athygli hérlendis 8 á förum tfl Moskvu 8 íslendingar sem eru haldnir slæmri nærsýni, munu á næst- unni halda utan til Moskvu til augnuppskurðar sem á að geta veitt þeim fulla og rétta sjón að nýju. Ferð Margeirs Margeirssonar úr Keflavík til Moskvu í lok síð- asta árs þar sem hann hlaut fullan bata á áratugalangri nærsýni sinni hefur vakið mikla athygli landsmanna og vonir hjá þeim sem illa eru haldnir af nærsýni. Þjóðviljinn fékk þær upplýs- ingar hjá sovéska sendiráðinu í Reykjavík í gær, að þangað hefðu þegar leitað 10 manns og beðið um aðstoð við að komast í sam- bandi við sjúkrahús það í Moskvu sem framkvæmt hefur áður nefndar augnaðgerðir á nær- sýnu fólki með góðum árangri. Búið væri að ganga frá málum 8 einstaklinga sem færu utan mjög bráðlega. Þá hefðu tveir ný- lega bæst í hópinn og kæmust þeir líklega utan í sumar eða haust. Viðkomandi þurfa að útvega sér nákvæmt augnvottorð um ástand sjónar sinnar hjá hérlendum sér- fræðingum og senda það utan fyrir milligöngu sendiráðsins til sjúkrahússins í Moskvu sem síð- an segir til urn hvort ráðlegt sé fyrir viðkomandi að fara utan og leita sér lækninga. _ ig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.