Þjóðviljinn - 23.03.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.03.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐyiLJINN; Föstudagur 23. mars 1984 DIOOVIUINN Málgagn sósfalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Guörún Guömundsdóttir. Ritstjórar: Ámi Bergmann. Einar Kart Haraldsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Stvrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir Lúövík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, ólafur Gíslason, Oskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. ^Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Jónas vill stríð við sjómenn Frétt Þjóðviljans í fyrradag um hið nýja punktakerfi við fiskmat, sem Jónas Bjarnason settur forstöðumað- ur Framleiðlsueftirlits sjávarafurða væri að knýja í gegn í andstöðu við sjómenn, vakti gífurlega athygli. í frétt Þjóðviljans kom fram að Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambandsins taldi að allur flotinn myndi sigla í land, ef þessu punktakerfi Jónasar yrði ekki kippt úr sambandi. Þjóðviljinn greindi frá því að forystumenn sjómanna og útgerðarmanna hefðu gengið á fund sjáv- arútvegsráðherra og krafist þess að staðið yrði við þau loforð um fiskmat sem gefin voru við síðustu fiskverð- lagningu. í kjölfar fréttarinnar í Þjóðviljanum urðu umræður á Alþingi um gerræði Jónasar Bjarnasonar og gaf sjávar- útvegsráðherra þar út yfirlýsingar um að hann hefði fyrirskipað Jónasi að efna loforðin sem gefin voru. Bannaði ráðherrann hinum setta forstöðumanni að halda áfram með punktakerfið. í umræðum á Alþingi kom fram að þingmenn fögnuðu því að Jónas Bjarna- son hefði verið knúinn til þess að fara að settum reglum og halda gefin loforð. í viðtölum við Þjóðviljann og Morgunblaðið í gær kemur hins vegar fram að Jónas Bjarnason ætlar að halda áfram á fyrri braut og efna til styrjaldar við sjó- menn og stjórnendur útgerðar og fiskvinnslu um allt land. í viðtölunum gefur hann eftirfarandi yfirlýsingar: „Sögusagnir um rýrðan hlut sjómanna og útgerðar eru með öllu tilhæfulausar.... Þess vegna er það synd í raun hvað hægt er að heyra frá mönnum sem hafa ekki gefið sér tíma til að kynna sér málin.... Ráðherra hefur örugglega ekki í smáatriðum sett sig inn í málið. Hann hefur farið fram á það að við breyttum forsendum verðlagningar. Okkar vinnubrögð hafa alls ekki breytt neinum forsendum.... Ég verð að lýsa undrun minni og mjög miklum vonbrigðum að menn sem eiga að teljast ábyrgir hagsmunaforingjar skuli láta hafa sig í það að vera með yfirlýsingar og hótanir sem byggjast á kjafta- sögum sem í ofanálag eru með öllu ósannar.... Hótanir um að sigla flotanum í land eru dæmi um gífurlega og óskiljanlega óhemju“. Þessar tilvitnanir í ummæli Jónasar Bjarnasonar í viðtölum við Þjóðviljann og Morgunblaðið í gær sýna að hinn setti forstöðumaður Framleiðslueftirlitsins er staðráðinn í að halda áfram stríði við sjómenn og stjórnendur útgerðar og fiskvinnslu. Slíkt stríð getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fiskiðnaðinn í landinu. Framkvæmd gæðaeftirlits er háð góðri samvinnu allra aðila. Þegar yfirmaður þeirrar ríkisstofnunar sem stjórna á þessum málum gefur út slíkar stríðsyfirlýsing- ar og sýnir fulltrúum sjómanna og útgerðar algera fyrir- litningu á opinberum vettvangi er ljóst að þessi em- bættismaður hefur skapað styrjaldarástand og fullkom- inn trúnaðarbrest á mikilvægasta sviðinu í grundvallar- atvinnuvegi landsmanna. Ef fullur fjandskapur ríkir milli þeirra sem eiga að vinna saman að því að tryggja gæði sjávarafurða er kominn brestur í framleiðslukerf- ið sem getur reynst jafnalvarlegur og brestur í fiski- stofnum. Þjóðviljinn vill í þessum efnum taka undir viðvörun- arorð Kristjáns Ragnarssonar. Hann sagði: „Ef menn ætla að taka þetta starf að sér með þeirri sjálfumgleði sem Jónas Bjarnason hefur sýnt og leitt hefur til þess að við höfum orðið að leita ásjár sjávarút- vegsráðherra til að skipa honum að standa við það sem hann hafði lofað við síðustu verðákvörðun.... get ég fullyrt að ég minnist ekki samskipta við opinberan emb- ættismann með þeim hætti sem hann hefur sýnt okkur undanfarna daga. Það er gjörsamleg lítilsvirðing á út- veginum sem slíkum og byggist allt á yfirdrepsskap og fullyrðingum hans. Við það er óvinnandi í þessari grein.“ klippt Mediarevolusjonen er over oss. Framtidas kabler vil bringe alt fra tyverialarmer til datakontak med banken. Men forelepig stdr striden om hvem som skal eie og drive kabelstasjonene i Norge. fFoto: Ole A. Buenget/SamfotoJ Supermonopol og million investeringer Elektrisk Bureau skafíer seg stadig starre kontroll over kabel-TV-selskap- ene i Norge. Dctte internasjon- ale storkonsernet eies delvis av M. Ericsson, som igjen til- hprer det svenske Wallcnberg- konsernet. Det siste utspiliet deres var i Kabel-TV har blitt investeringsobjekter for internasjonale konserner i milliardklassen. Kabel-TV stár foran en kjempeutbygging, og framtidas kabler vil bringe et utall nye tele- tjenester inn i stuene til folk. De fleste konsesjonene for sending er blitt gitt til kabeleierne, som dermed fullstendie bladet er medeiere av Janco Kabel-TV, og ogsd andre Os- lo-aviser har forsokt ð satse pá dette nye mediet gjennom A leie sendetid av Janco og under- iegge seg dercs redaktor. Men det encste selskapet som har konsesjon for á sende kabel- fiemsvn uten selv ð eie nettet. ECS-1-satellitten mottar satellitt- kabelsending: Trondheim, Elverum, Nittedal, Oslo, Dram- men, Hokksund, Grenland, Stavanger, Stord. Einokunar- sjónvarp Kapalsjónvarp - sjónvarp um þráö—hefur mjög rutt sér t:l rúms í Noregi á síðari árum. Kap- alkerfin eru flest í eigu einkafyrir- tækja og þó að þeim sé gert skylt samkvæmt lögum að heimila öllum sem fengið hafa rétt til út- sendinga afnot af sjónvarps- köplunum þá er þar aðeins um almenna viljayfirlýsingu að ræða og ekki gert skýrt í lögum hvernig eigi að fylgja henni fram. Þetta hefur leitt til þess að kaplavæð- ingin, sem átti að auka frelsi og fjölbreytni á skjánum, hefur á sér æ meiri blæ einokunar. Hags- munir innlendra og erlendra fjármagnseigenda eru ráðandi í dagskrárgerðinni og vali efnis sem boðið er uppá í kapalkerfun- um. Það er fróðlegt að velta fyrir sér ástandi kapalmála í Noregi í ljósi þess að hér á fslandi er á ferðinni frumvarp að nýjum út- varpslögum sem m. a. gerir ráð fyrir heimild til annarra aðila en Ríkisútvarps að senda út sjón- varpsefni um þráð. Sjö svæðis- bundin sjónvarpsfélög hafa rétt til að senda eigin dagskrár í Nor- egi og á sjö stöðum eru móttök- urnar fyrir ECS-l-hnöttinn, sem síðan dreifa efninu frá honum um þráð. Til viðbótar er fjöldi smærri kapalkerfa í austurhluta lands sem taka inn sjónvarpssendingar frá Svíþjóð. Við suðurströndina eru móttökustöðvar fyrir danska sjónvarpið, og nokkur kapalkerfi á Rogalandi ná enska sjónvarp- inu. Erlent auðhringaveldi Stærsta sjónvarpsfélagið hefur 130 þúsund áskrifendur í dag, og sendir bæði út eigin dagskrá og dreifir sendingum frá ECS-1 hnettinum. Janco Electronics, eins og það heitir, er að 45% í eigu alþjóðlegs hrings, Elektrisk bureau, sem m. a. L. M. Ericsson (Wallenberghringurinn) í Sví- þjóð er aðili að. Elektrisk Bureau er meðeigandi í þremur af þeim sjö sjónvarpsfélögum, sem hafa rétt til prufusendinga á eigin dag- skrá um kapalkerfi, og hefur náð samningum um að yfirtaka tvö í viðbót. Kapalsjónvarpsnefnd skilaði áliti til norska stórþingsins 1982 þar sem slegið var föstu að eigendur kapalkerfa væru skyld- ugir til þess að koma á framfæri sendingum frá öllum þeim aðil- um sem hefðu fengið útsendarétt á sama svæði. En engin lagastoð er fyrir því að fylgja þessari stefnu fram. Eina sjónvarpsfé- lagið sem hefur sendingarrétt án þess að eiga kapalkerfi heitir Stovner-Groruddalen lokal TV. Það sendir út á Janco netinu klukkutíma á viku og er undir þrýstingi frá einokunaraðilum um að stytta sendingar og greiða meira fyrir þær. Forráðamenn þess segja að þessi einokun grafi undan tilganginum með kapal- sendingunum. Ekki sé hægt að tala um frelsi í ljósvakanum þeg- ar hvorki sé um að ræða sam- keppni né eftirlit, og eigandi kap- alkerfisins geti ákveðið leikregl- urnar einhliða. Kapalsjónvarpið laði að sér alþjóðlegt kapítal í milljarðaklassanum, því að kap- alsjónvarp sé fjárfesting í fram- tíðinni sem flytja muni hvers- konar upplýsingar inn í stofu til fólks í margvíslegu formi. Það er niðurstaða forráðamanna þessa sjónvarpsfélags að sé það mein- ingin að kapalsjónvarp eigi að verða fjölbreytt og frjálslegt sé nauðsynlegt að banna eigendum kapalkerfa að hafa með höndum ritstjórn á dagskrá þeirra. Hið opinbera tryggi frelsið Síminn í Noregi er nú farinn að blanda sér í þessi kapalmál og koma sér upp eigin kapalveitum af fullkomnustu gerð á þremur stöðum. Símann vantar verkefni fyrir sitt starfsfólk, og með því að setja upp fullkomnari veitur en einka- fyrirtækin hafa gert til þessa gæti þetta opinbera fyrirtæki skipt máli í framtíðinni. Síminn leggur áherslu á sem fullkomnasta mót- töku frá gervihnöttum. Þá hefur hann tekið þátt í gerð kapalveitna í Langangen, Kristiansand og í Jevnaker, en kapalveitan þar er sú fullkomnasta í Noregi með glertrefjaþræði, sem gerir send- ingar í báðar áttir mögulegar. Af þessu dæmi í Noregi er ljóst að affarasælast hlýtur að vera að kapalveitur og móttökustöðvar séu í eigu Pósts og síma og sveitarfélaga og síðan fái sjón- varpið aðgang að þeim með dag- skrár sínar. Annars kemur upp kraðak af lélegum kapalveitum, einokunarbissness í dagskrárgerð og alþjóðlegt auðhringaveldi í sjónvarpsmálum. -ekh Vinurinn eini Litli maðurinn hefur loksins eignast vin í stjórnarráðinu, sagði Albert Guðmundsson í sjónvarp- inu í umræðunum um fjárlagagat- ið. Alþýðublaðið leggur út af þessum ummælum hins sjálfskip- aða vinar lítilmagnans í leiðara í gær: „ „Vinurinn“ stóð að því að ráðast á gerða kjarasamninga um leið og hann komst til valda og skerða laun fólksins í landinu - þá ekki síst lítilmagnans - um 30%. „Vinurinn" hefur heitið því að „afsósíalísera“ þetta þjóðfélag. Það þýðir með öðrum orðum að ráðast gegn tryggingakerfinu og hinni félagslegu aðstoð, sem þeir einmitt helst njóta, sem höllum fæti standa. Vinarbragð það, eða hitt þó heldur. „Vinurinn“ mátti ekki vatni halda í sjónvarpinu í fyrrakvöld, þegar þeirri hugmynd var varpað fram hvort ekki væri hugsanlegt að skattleggja hátekjumennina í þjóðfélaginu. Þáspurði fjármála- ráðherra með hneykslunartón í röddinni, hvort verið væri að leggja til að hirða svo mikla skatta af hátekjumönnum, að ráðstöfunartekjur þeirra yrðu samsvarandi bágum kjörum lág- launafólksins.... „Vinurinn" keyrði fyrir nokkr- um dögum fram verulega hækk- un á tekjuskattinum.“ -ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.